Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 72
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík og á Siglufirði Yfir hundrað húsrýmd TVÖ snjóflóð féllu í Bolungarvík og þrjú á Siglufjarðarveg með stuttu millibili í gærkvöldi. Veðurstofa ís- lands lýsti yfir viðbúnaðarstigi í Bolungarvík og á Siglufirði og mælti fyrir um að hús skyldu rýmd á hættusvæðum. Einnig var lýst yfir viðbúnaðarstigi á ísafirði, Flateyri og Súðavík. Um sextíu hús voru rýmd í Bolungarvík og yfir fimmtíu á Siglufirði. A Veðurstofu var í nótt ennfremur fylgst grannt með stöðu mála annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö snjóflóð féllu úr hlíðum Trað- arhyrnu í Bolungarvík í gærkvöldi á tvö hús efst í byggðinni við Dísar- land. Fyrra flóðið féll um áttaleytið á efsta hús götunnar en olli engu tjóni. Seinna flóðið féll á tíunda tím- anum á hús við sömu gþtu, braut glugga og fyllti stofuna. íbúar voru að heiman þegar þetta gerðist. Almannavarnanefnd í Bolungar- vík rýmdi um sextíu hús í efri bæn- um ofan Völusteinsstrætis og með- fram hlíðinni. Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík fylgdist með hættu- svæðinu í nótt. 140 íbúar fóru að heiman Á Siglufirði féllu þrjú misstór snjóflóð á Sigiuíjarðarveg á milli Selgils og Strákaganga um kvöld- matarleytið í gærkvöldi. Af þessum sökum var vegurinn lokaður um óákveðinn tíma. Almannavarnanefnd Siglufjarðar vann hörðum höndum að því seint í gærkvöldi að skipuleggja rýmingu húsa á stóru svæði efst í bænum eftir að Veðurstofan hafði tekið ákvörðun um rýmingu. Fyrstu aðgerðir nefndarinnar miðuðu að því að beina þeim tilmæl- um til 140 íbúa í 56 húsum að rýma húsin. íbúum stóð m.a. til boða að gista í hótelinu og á gistiheimilum. Javier Solana væntanlegur til Islands Stækkun NATO rædd við sljórnvöld JAVIER Solana, framkvæmda- stækkun NATO. „Ég hef ekki fjall- stjóri Atlantshafsbandalagsins, er að áður um þetta mál í ríkisstjóm- væntanlegur hingað til lands í inni og taldi orðið nauðsynlegt að sumar til viðræðna við íslenzk fara yfir það þar, því að þetta er stjórnvöld um stækkun Atlants- stórt mál, sem mun síðar koma til hafsbandalagsins (NATO). kasta bæði ríkisstjórnar og þings. Halidór Ásgrímsson gerði í gær Við munum á næstunni gera utan- ríkisstjórninni grein fyrir þeim við- ríkismálanefnd þingsins nánari horfum, sem uppi eru varðandi grein fyrir því,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson HÁBERGIÐ GK var að loðnuveiðum rétt út af strönd Reykjaness í gær. Þokkalega gekk þar til líða tók á daginn, en þá gerði mikla brælu og leiðindaslátt, svo veiðar sóttust illa. Könnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu til sjávarútvegsmála 7 5% vilja að útgerðin greiði veiðileyfagjald 75,3% þeirra sem afstöðu taka eru hlynnt því að útgerðarmenn greiði veiðileyfagjald fyrir veiði- heimildir sem stjórnvöld úthluta þeim, ef miðað er við niðurstöður könnunar um afstöðu fólks til sjávarútvegsmála, sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið. Þá segjast 66% vera samþykk því að stjórnvöld ættu að stuðla að aukinni hagkvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þótt það kostaði nokkra byggðaröskun. Könnunin var gerð dagana 15.-17. febrúar. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Svör fengust frá 1.101, eða 73,4%. Af heildinni sögðust 64% vera hlynnt veiðileyfa- gjaldi, 28,6% voru andvíg en 15,5% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem afstöðu tólcu voru 75,3% hlynnt veiðileyfagjaldi en 33,9% andvíg. Ef litið er á svör eftir aldri, þá kemur í Ijós að stuðningur við veiðileyfagjald er minnstur í aldurshópnum 18-24 ára, en í þeim aidurshópi eru hlutfallslega flestir óákveðnir. Stuðningur við veiðileyfagjald er svipaður í öðrum aldursflokkum, á bilinu 65-68,4%, hæstur hjá fólki á aldrinum 25-34 ára. Stuðningur við veiðileyfagjald er misjafn eftir stéttum. Þannig telja 73% sérfræðinga að útgerð- armenn eigi að greiða veiðileyfagjald, 69,8% skrif- stofufólks, fulltrúa o.fl. og 67,9% stjórnenda og æðstu embættismanna. Minnstur er stuðningur við veiðileyfagjald í röðum bænda, en 41,2% þeirra eru gjaldinu fylgjandi og 47,1% andvígt. Það er jafnframt eina stéttin þar sem fleiri eru andvígir veiðiieyfagjaldi en fylgjandi. Meirihluti sjómanna kveðst fylgjandi veiðileyfagjaldi, eða 53,8%. Þá er munur á afstöðu fólks eftir menntun. I hópi háskólamenntaðs fólks eru hlutfallslega flest- ir fylgjandi veiðileyfagjaldi, eða 71,3%, en fæstir í hópi þeirra sem lokið hafa starfsnámi, 57,7%. Skiptingin eftir búsetu er á þann veg, að 72,1% aðspurðra í Reykjavík styður veiðileyfagjald, 64,6% fólks á Reykjanesi og 54,9% landsbyggðar- fólks. Meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks er hlut- fallslega mestur stuðningur við veiðileyfagjald, eða 76,4%. í hópi stuðningsmanna Alþýðubanda- lags segjast 71,6% fylgjandi veiðileyfagjaldi, 61,2% fylgismanna Sjálfstæðisflokks segja hið sama og 49,5% fylgjenda Framsóknarflokks. Minnihluti stuðningsmanna Kvennalista, eða 33,6%, var hlynntur veiðileyfagjaldi. I hópi þeirra, sem lýsa sig samþykka því að ríkið eigi að stuðla að aukinni hagkvæmni í sjávar- útvegi, jafnvel þótt það kostaði nokkra byggða- röskun, svara hlutfallslega flestir játandi í aldurs- hópunum 25-34 ára (65,4%) og 35-44 ára (65,1%). 1 hópi stjórnenda og æðstu embættismanna, sem og í hópi sérfræðinga, svara flestir játandi, 71,3%, en bændur og verkafólk er síst fylgjandi hugmyndinni, þó að 44,6% þess svari játandi. Stuðningur er mestur hjá háskólamenntuðu fólki (77,1%), en minnstur hjá þeim sem lokið hafa starfsnámi (45%) og skipting eftir búsetu er í samræmi við svör við fyrri spurningunni. ■ 66,1% vill hagræða/6 Stærri loðna LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur VE fékk í gær heldur stærri loðnu en skipin hafa verið að fá að undanförnu. Skipið fékk 600 tonn í tveimur köstum rétt við Elliðaey og við fyrstu athugun reyndust vera 53 loðnur í kílói að meðaltali, en það er nokkru stærri loðna en skipin hafa ver- ið að fá. Undanfarið hafa farið á bilinu 55 til 60 stykki í kíló. Gísli Sigmarsson, skipstjóri á Guðmundi, sagðist ekki vita til að önnur skip hefðu verið að fá svona stóra loðnu. Það er því ljóst að frysting á loðnu fyrir Japan heldur enn eitthvað áfram, finni fleiri skip þessa stærri loðnu, en helzt vilja Jap- anir að ekki séu fleiri en 50 hrygnur í hveiju kílói. Vegna þess hve loðnan hefur verið smá hafa þeir heldur slakað á kröf- um sinum, enda lítið betra í boði. Loðnuveiðin hefur annars gengið vel og er heildarafli frá upphafi vertíðar orðinn lang- leiðina í 800.000 tonn. Leyfileg- ur heildarafli er rúmlega 1,2 milljónir tonna. ■ Slagurinn/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.