Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR + Sigríður Magn- úsdóttir fæddist í Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 30. apríl 1905. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 11. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Bjamason frá Kálfsstöðum í V- Landeyjum og Þóra Þorsteinsdóttir frá Árgilsstöðum. Systkini hennar vom: Grímur, f. 1.3. 1907, d. 31.12. 1991, Þor- steinn, f. 23.1. 1910, d. 19.7. 1996, Sigurður, f. 2.5. 1912, d. 1923, Bjarai, f. 9.9.1914, d. 5.2. 1997, Magnús, f.18.4. 1917, d. 14.10.1989, og Magnþóra Gróa, f. 17.7. 1921. Sigríður hóf búskap í Borga- reyrum í V-Eyjafjallahreppi vorið 1929 ásamt manni sínum Markúsi Jónssyni söðlasmið og bónda, f. 6.3. 1905, d. 28.7. 1988. For- eldrar hans voru Jón Ingvarsson frá Neðradal og Bóel Erlendsdóttir frá Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Börn Sigríðar og Markúsar eru: Hulda, f. 24.2. 1930, d. 12.10. 1987, Hrefna, f. 23.5. 1931, Magnús Sig- urður, f. 26.4. 1932, d. 25.7.1991, Eygló, f. 10.7. 1933, Erla, f. 21.11. 1936, Est- er, f. 2.2. 1940, d. 10.3. 1945, Grímur Bjarni, f. 21.5. 1942, Ester, f. 18.7. 1944, Þorsteinn Ólafur, f. 31.1. 1946, og Erna, f. 9.8. 1947. Minningarathöfn um Sigríði fór fram í Langholtskirkju föstudaginn 21. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Stóra- dalskirkju i V-Eyjafjallahreppi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nagandi kvíði hins nakta anda, náttstaður ástar, vonar og blíðu. Hví leikur sér lífið til beggja handa? Hver er tilgangur alls í blíðu og striðu? Þessa vísu orti ég þegar ég ung missti maka minn, en elskuleg amma Sigga var þá eina ekkjan sem ég þekkti. Þá eins og oft áður gat ég leitað til hennar í brunn visku og kærleika. Amma mín heitin var ein af þess- um aldamótabörnum sem hafði upplifað upprisu þjóðarinnar frá örþirgð, vosbúð og hungri til alls- nægta, frá ríkum náungakærleika til skeytingarleysis nútímans. Þessi tápmikla og gáfaða kona sagði mér margt frá uppvaxtarár- unum í Álfhólahjáleigu, þegar hún 11 til 20 ára gömul vakti yfir hest- um sjómannanna í Álfhólafjöru við Landeyjasand. Þeir reru á bátnum Farsæl sem nú er geymdur á Árbæj- arsafninu í Reykjavík. Hún þurfti að vakna kl. 3 að nóttu og gæta þess að hestamir væru til staðar þegar sjómennirnir lögðu upp að kveldi, með lífsbjörg heimilanna. Ekki voru til skjólgóð klæði til að halda á sér hita og þurfti hún því stöðugt að vera á hreyfingu. Hún var aðeins 13 ára frostaveturinn mikla og stóð þá af sér fimbulkuld- ann, enda var hún mikið hraust- menni. Henni fannst sjálfsagt að sinna þessu verki, enda fékk hún háseta- hlut fyrir og var það drjúg búbót fyrir stóra íjölskyldu. Pabbi hennar lá oft með lungnabólgu vegna vos- búðar, en hann fór til sjós á vetrum eins og margir bændur gerðu á þessum tíma. Lungnabólga sem nú er svo auðvelt að lækna með lyfjum dró hann að lokum til dauða langt fyrir aldur fram. Hún var þá 16 ára, elst sjö systkina og fæddist það yngsta á dánardægri hans. Hún sagði mér frá því hvemig það var að búa í óeinangruðum og kynding- arlausum húsum, nístandi fót- og handkuldi. Margir sváfu saman í alltof stuttum og víða lúsugum rúm- unum. Þó þreifst aldrei lús í Álfhóla- hjáleigu. Einir leppar voru til að fara í, svo það varð að hátta ef þvo átti fötin. Einnig lifði hún það að komast ekki á fætur vegna fataleys- is. Matur geymdist illa og lítið var til af honum. Því var hungrið dag- leg kvöl. En fólkið stóð saman og lagði hver hann betur gat til heimil- isins. Þetta er allt svo fjarlægt minni kynslóð, þó svo nálægt að heyra má tif tímans. Amma Sigga stofn- aði heimili með Markúsi Jónssyni og þjuggu þau í heimili foreldra hans á Borgareyrum. Á Borgareyr- um bjó sannkölluð stórfjölskylda, því þau hjónin eignuðust tíu börn og ætíð var einhver þar utanaðkom- andi heimilisfastur. Gestakomur voru þar tíðar enda vel tekið á móti fólki og glatt á hjalla. Gætt PÉTUR RAGNARSSON + Pétur Ragnars- son fæddist á ísafirði 26. júní 1939. Hann lést 4. desember síðastlið- inn. Faðir hans var Ragnar Pétursson bakari og mat- sveinn á ísafirði, Péturs Ólasonar frá Reykjarfirði og Sigrúnar Guð- mundsdóttur frá Litlu Ávík á Strönd- um. Móðir Péturs var Kristín Estífa Guðmundína Jó- hannesdóttir, Jóhannesar Ás- mundssonar búfræðings og hleðslumanns á Isafirði og konu hans Elísabetar Guðmundsdóttur. Föðurbræður Pét- urs voru þeir Ing- var, fisksali, Ágúst, fiski- og fjárkaup- maður og Óli, verkamaður. Voru þeir allir búsettir á Isafirði. Bróðir Pét- urs er Jóhannes, vídeóleigusali og beitingamaður á ísafirði. Útför Péturs fór fram frá Isafjarðarkirkju 14. desember. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í homi óáreittir og spakir því það er svo misjafnt sem mennimir ieita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðmundsson) Hvert er ferðinni heitið er sú spuming sem mætir manneskjunni þegar hún byrjar að skynja það líf sem hún hefur óumbeðið hafið. All- ir eru að beijast fyrir einhveiju. Sumir eru einbeittir, aðrir hikandi. var að að enginn færi þaðan svang- ur eða afskiptur. Vinnutími ömmu var langur og strangur. Hvemig sem viðraði var þvottur heimilisins skolaður í köld- um bæjarlæknum sem var 200 metra frá bænum (en hann fraus aldrei því þar voru kaldavermsl) og þangað var einnig sótt allt drykkjar- vatn. Þessi vinna kom oftast í henn- ar hlut því afí var heilsulaus og börnin smá. Þau fluttu úr gamla kalda bænum 1953 í nýtt hús með nútíma þægindum, þá 47 ára, búin að fæða öll sín tíu börn. Amma varð fyrir þeirri miklu sorg að missa eitt bamið sitt ungt úr hvítblæði og einnig þurfti hún að láta annað barn frá sér í fóstur, sem á þessum tíma var ekki óalgengt hjá stórum barnafjölskyldum. Amma bjó ein í húsinu og sveitinni sem henni var svo kær eftir að afí dó, þar til heilsa hennar bilaði svo mikið að hún þurfti stöðuga hjúkrun. Síðustu æviárin bjó amma í skjóli dóttur sinnar í Reykjavík og veit ég að hún var þakklát fyrir, enda gat hún ekki hugsað sér að vera á elli- eða hjúkrunarheimili. Sérstaklega minnist ég þess hversu erfítt það reyndist henni að dvelja í Hátúni í endurhæfingu eftir sjúkrahúsvist. Þar ægði saman líkamlega og and- lega hrörnuðu fólki og var hún á fjögurra manna stofu með mikið andlega hrömuðu fólki sem hún hafði djúpa samúð með, en gat með engu móti talað við. Það var svo margt sem mér lík- aði vel við í fari ömmu, enda var ég mikil ömmustelpa. Hún var hreinskiptin, heiðarleg, kærleiksrík og stálminnug. Hún var ákveðin og afar víðsýn. Nú minnist ég margra stunda er við ræddum um þjóðfé- lagsmál, ættfræði eða þegar hún fór með vísur og þulur. Eg minnist með þakklæti og hlýju þegar hún tók á móti mér hlýjum örmum og lagði við hlustir hvað lítill hugur hafði að geyma. Hún stóð með mér í stormum og gladdist með mér yfir sigrum og hamingjutímum. Það veitti mér gleði og lærdóm að fylgj- ast með henni í ellinnar hrörnun. Þó líkaminn hafi verið orðinn slitinn og sjúkur, var andinn svo léttur og skarpur. Eins og hún hafði mér áður gefíð, þá kunni hún að þiggja og sérhvert viðvik sem ég til henn- ar lagði fékk ég margfalt borgað í samspili lífsins. Nú, er ég lít með söknuði til baka, veit ég eitt að minning hennar mun ávallt í huga mér vaka. Nú kveð ég hana með sömu orð- unum og hún kvaddi mig hinstu kveðju. „Guð verði ávallt með þér og varðveiti þig. Hafðu Guðslaun og þakklæti fyrir allt. Megi Guð halda vemdarhendi yfir þér við það sem þú ert nú að gera og átt eftir að taka þér fyrir hendur. Guð blessi þig, elskan mín.“ Flestir eru í vörn fyrir því óvænta. Menn óttast aðra og það ókomna. Allir koma allslausir og allir fara allslausir. Öll verðum við gleymd andlit eftir skamman tíma. Tilvist- arvera okkar er eins og móðunnar sem sest á glugga um morguntíma og bíður þess að sólin þurrki hana burtu. Pétur Ragnarsson kom i þennan heim 26. júní 1939 á því heita og fagra sumri þegar nokkurskonar vatnaskil urðu í veröldinni rétt um þær mundir sem seinni heimsstyij- öldin skall á. Nýi tíminn stökk frá þeim gamla með ógnarhraða. Sá hraði hefur síðan þá sífellt aukist. Ég sá Pétur fyrst sem lítinn dreng, óframfærinn og hikandi. Hann skar sig nokkuð úr jafnöldr- um sínum sakir feimni. í skóla átti hann erfitt uppdráttar þrátt fyrir góðar gáfur sem síðar komu í Ijós. Hann reyndist vera reikn- ingsglöggur maður og bókhaldsfær þó að mestu sjálfmenntaður væri. Skákmaður var hann allgóður og þess skal getið að hann hafði mik- ið dálæti á rokksöngvum Elvisar Presley. Ungur að árum hóf Pétur störf við línubeitingar og má segja að það hafí að mestu verið hans aðal- Ég sendi mína dýpstu hluttekn- ingu til ástvina allra. Ester Sveinbjamardóttir. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga og nú hefur hún Sigga ljósa mín og vinkona í Borgareyrum kvatt okkur að sinni, en hún heils- aði mér fyrst allra, því hún tók á móti mér þegar ég fæddist. Sigga og Markús bjuggu í Borgareyrum, en mamma og pabbi á Svanavatni, þetta eru ná- grannabæir og var og er nágrennið mjög gott, greiðvikni á báða bóga, þannig að það, að skreppa „fram að Svanavatni" og taka á móti bami þegar ljóst var að ljósmóðirin næði ekki í tæka tíð, hefur ekki vafist lengi fyrir henni Siggu, - sjálfsagð- ur greiði í hennar augum. Eg hef grun um að Siggu og Markúsi hafí þótt þau eiga pínulítið meira í þessari stelpu vegna þessa. Þama ólumst við krakkarnir upp sitt á hvorum bæ, hittumst oft og lékum okkur saman. Gunnar bróðir minn og Grímur og Steini í Borgar- eyrum bjuggu til íþróttavöll, sem þeir nefndu „Garpavelli" mitt á milli bæja, vom unnin þar afrek á sviði íþrótta og einnig ortar vísur, sem sumar hveijar em, innihalds vegna, best geymdar annars staðar en á prenti. Við stelpurnar eða „stelpufígúr- umar“ eins og Markús kallaði okk- ur í gamni, höfðum áhuga á öðru, töluðum mikið og hlógum enn meira, við fundum upp okkar eigið kerfí á sveitasímann, svo enginn myndi hlusta, og töluðum langt fram á kvöld. Með öllu þessu fylgdist Sigga og hafði gaman af og hló með okkur sínum smitandi, skemmtilega hlátri. Það var svo gaman þegar hún kom í heimsókn til mömmu að hlusta á þær spjalla saman og mest var spennandi ef gömul ástamál bar á góma, en þá voru þær býsna lagnar við að koma forvitnum stelpum út að leika sér. Sigga var létt í spori og létt í lund, og gaf sér alltaf tíma, þrátt fyrir mikið annríki á stóru heimili, að spjalla við gesti sína og gera þeim heimsóknina ánægjulega. Hún var víða heima, hafði ákveðnar skoðanir á málum og var ekkert feimin við að láta þær í ljósi, talaði skýrt og skilmerkilega, þann- ig að enginn vafi lék á hvað hún meinti. Það er umhugsunarefni fyrir okkur nútímafólk, líf þessara kvenna, sem án barnabóta, barna- bótaauka, fæðingarorlofs og fæð- ingarstyrks, dagheimila, leikskóla og allra nútímaþæginda, ólu upp stóra barnahópa í þröngum húsa- kosti og oft við lítil efni, heyrðust aldrei kvarta, og voru þakklátar fyrir það sem þær höfðu, þakklát- ari en margir eru í dag. starf. Ég kynntist honum er hann var í skipsrúmi með mér í nokkur ár. Sá kunningsskapur hélst upp frá því. Síðar beitti hann á skipum Norðurtangans hf. í mörg ár en undir lokin á smærri bátum. Vand- virkni Péturs við línubeitingu var á allra vitorði, enda ríður hvað mest á því að þar sé samviskusemin í fyrirrúmi. Á seinni árum rak hann vídeóleigu ásamt bróður sínum Jó- hannesi, en þeir voru samrýmdir mjög. Pétur gekk hljóður sinn veg og forðaðist að verða öðrum ágengur. Eðlislæg feimni hans virtist aldrei víkja frá honum. Þau voru ekki mörg óþarfa orðin sem komu frá vörum hans yfir daginn meðan hann beitti sinn hlut í línusetning- unni, en nánd hans var góð og ein- læg. Pétur lést skyndilega og óvænt á heimili þeirra bræðra í desember síðastliðnum. Ég minnist hans sem sérstæðs persónuleika sem mun ævinlega eiga vissan sess í huga mínum. Þær minningar munu veita mér ánægju að dveljast við þegar litið verður til baka yfír liðna daga. Ég sendi Jóhannesi bróður hans styrktarkveðjur í söknuði sínum. Halldór Hermannsson. Svo skellihlógu þær þegar þær hittust. Margt má af þeim læra. Árin liðu og krakkarnir á þessum nágrannabæjum fóru að heiman einn af öðrum til vinnu og búskap- ar, en Steini í Borgareyrum og Við- ar á Svanavatni komu sem betur fer aftur heim, því þeir viðhalda góðu nágrenni og enn er sá háttur hafður á milli bæja að spá hvorki í tíma eða umfang ef hjálþ vantar við verk, greiðinn er bara gerður. Mig langar með þessum línum að þakka Siggu í Borgareyrum allt það góða sem hún gaf mér frá mínum fyrsta degi til hennar síð- asta, alla velvildina, sem þau Mark- ús sýndu okkur, fólkinu á næsta bæ. Þau fylgdust alltaf með okkur, glöddust með á góðum stundum og tóku fullan þátt í þeim daprari. Þau voru alltaf þarna. Kannske fylgast þau með okkur ennþá og hver veit nema Sigga taki á móti mér öðru sinni, þegar að því kemur. Gott væri það. Kærar kveðjur, þakkir og Guðs blessun til Borgareyrafólksins. Ingibjörg. Mikil andans kona er fallin frá. Kona sem hafði svo mikið að gefa, af þeirri einlægu fórnfýsi sem ein- kenndi hennar kynslóð. En það var eitthvað svo sérstakt og gott við hana Siggu mína - en það kallaði ég hana frá okkar fyrsta fundi, þetta glitrandi leiftur í augum henn- ar, glettna yfírbragð og hlýja bros. Þessi kona snerti strengi í bijóstum allra þeirra sem hana þekktu - og ég var svo heppinn að vera einn af þeim. Þrátt fyrir mikinn aldurs- mun okkar Siggu fannst mér stund- um eins og ég væri að tala við jafn- öldru mína. Það var hægt að ræða við Siggu um allt milli himins og jarðar og það gerði ég. Hún var mér trú og góð vinkona. Það var mér ljóst frá upphafí okkar vináttu að þarna var kona sem þekkt hafði timana tvenna. Hvílíkur hafsjór af fróðleik og reynslu sem hún var og kunni að miðla á svo einstaklega skemmtilegan og lifandi hátt. Ætíð fór ég léttari í skapi af hennar fundi og hlakkaði til að hitta hana næst. Mér fannst einhvern veginn að hún yrði þarna alltaf til staðar, fyrir mig, svo hress og lífsglöð sem hún var - þrátt fyrir að undir niðri vissi ég að svo yrði ekki. Þess vegna er svo erfitt að sætta sig við þá stað- reynd að hún átti ekki afturkvæmt í Bláhamrana til okkar og heldur ekki í sveitina sína að Borgareyrum, sem var henni svo kær. Ég hugsa að Siggu minni hafi verið mjög umhugað að fá að sjá sveitina sína aftur og vil ég túlka þá þrá hennar með því að hafa eftir fræg orð Gunnars á Hlíðarenda er hann átti að fara utan og mælti: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi." Þegar ég einn daginn keyrði Hrefnu til móður hennar niður á sjúkrahús, þá bað ég hana fyrir skilaboð til Siggu þess efnis að mér væri nú farin að leiðast þessi ein- vera þarna í hömrunum og því skyldi hún drífa sig heim því ann- ars kæmumst við ekki á ballið á Hótel íslandi á föstudagskvöldið. Ég fékk að sjálfsögðu svar um hæl, að hún gæti ekki beðið eftir því að komast á ballið en því miður fyrir mig þá væri annar ljónheppinn ungur maður búinn að hreppa hnossið - hún ætlaði semsagt með honum á ballið. Þessi keppinautur minn var ungur sjúkraliði sem hún hafði spjallað dálítið við. Alltaf grín- uðumst við Sigga svona og höfðum gaman af. Það gerði tilveruna skemmtilegri fyrir okkur bæði. Við áttum líka okkar leyndarmál, sem áttu rætur að rekja til þess einstaka skopkyns sem þessi yndislega kona hafði. Það er mikill missir að þess- ari einstöku og blíðu manneskju sem hún Sigga mín var. Nú er kom- in kveðjustund. Þrátt fyrir að mér sé þungt um hjartarætur hlýt ég að samgleðjast Siggu vegna endur- funda hennar við ástkæran eigin- mann og börn, sem umvefja hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.