Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 57 FRÉTTIR AFMÆLI Konudagur- inn í Selljarn- arneskirkju KONUDAGURINN hefur verið hald- inn hátíðlegur í Seltjarnarneskirkju nú í nokkur ár. Kvenfélagið Seltjöm á Seltjarnarnesi hefur þann dag tek- ið sérstakan þátt í messu dagsins með því að lesa upphafsbæn, lesa ritningarlestra og aðstoða við altaris- göngu. Eftir messuna hafa kvenfé- lagskonurnar boðið kirkjugestum upp á hádegisverð og kynnt félagið og starfsemi þess. Nú ber konudaginn upp á sunnu- daginn 23. febrúar sem er fyrsti dagur Góu. Messan hefst kl. 11 f.h. og mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir predika, og sr. Solveig Lára Guð- mundsdótti þjónar fyrir altari. Org- anisti er Vlera Manasek. Er það von þeirra sem að mess- unni standa, bæði í Seltjarnarnes- kirkju og í Kvenfélaginu Seltjörn að fólk komi til kirkju þennan dag, ræki trú sína og eigi saman hátíðlega stund, segir í fréttatilkynningu. ■ KVENNADEILD Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður með sinn árlega Góufagnað í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnu- daginn 23. febrúar kl. 14. Upplest- ur Ingibjörg Gunnarsdóttir, harmoníkuleikur Jóna Einarsdótt- ir. Kaffiveitingar. Stuðningur við nemendur íMHÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing frá Nem- endafélagi Leiklistarskóla íslands, Nemendafélagi Söngskólans í Reykjavík og Nemendafélagi Tón- listarskólans í Reykjavík. „Við lýsum hér með yfir samúð vegna ófullnægjandi aðbúnaðar í Myndlista- og handíðaskóla ís; lands og styðjum nemendur MHÍ í baráttunni fyrir mannsæmandi húsnæði. Við vonum að ráðamenn þjóðarinnar geri það einnig og taki kröfur þeirra alvarlega." Konur leiða messugjörð í Langholts- kirkju KONUR munu leiða messugjörð í Langholtskirkju í tilefni konudags sunnudaginn 23. febrúar. Messan hefst kl. 11. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kvennakórinn Vox Femine syngur undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur. Organisti er Jón Stefánsson. ■ FURÐUFATABALL fyrir fatlaða verður haldið í dag, laugardaginn 22. febrúar í félags- miðstöðinni Árseli v/Rofabæ. Ballið hefst kl. 20 og lýkur kl. 23. Verð aðgöngumiða er 300 kr. Veitingasala verður á staðnum. Verðlaun verða veitt fyrir 10 skemmtilegustu búningana. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Erni Kristjánssyni, framkvæmda- stjóra SÍF, til birtingar: „Að gefnu tilefni sér undirritaður sig knúinn til þess að koma að nokkr- um athugasemdum vegna viðtals sem birtist í Morgunblaðinu þann 19. febrúar sl. við forsvarsmenn Valeikur hf. í áðurnefndu viðtali komu fram fullyrðingar og aðdrótt- anir að SÍF hf. sem ekki er hægt að láta ósvarað. í fyrsta lagi komu fram fullyrð- ingar um það að SÍF hf. væri með mikil undirboð á saltfiskmörkuðun- um og væru að grafa undan mark- aðsstarfi og minnka gjaldeyristekj- ur, eða eins og segir orðrétt „Ástandið á saltfiskmörkuðunum okkar hefur ekki verið glæsilegt frá áramótum og þykir okkur fokið í flest skjól þegar Norðmenn eru farn- ir að kvarta yfir undirboðum af hálfu SÍF hf.“ Frá áramótum hefur veiði verið mjög iítil í Noregi og þar af leiðandi framleiðsla einnig, vegna gæftaleys- is. Veiði Norðmanna í janúar 1997 er einungis um 40% af þeirri veiði sem var í janúar 1996, þar að auki er stærðarsamsetning undanfarinna ára allt önnur í Noregi heldur en frá íslandi, þetta á einnig við um það litla magn sem framleitt hefur verið í janúar 1997. Stærðarsamsetning frá íslandi liggur að uppistöðunni til í stærðunum 27/4 og 4+, en í Nor- egi 12/17 og 17/27 (cresito). Eins og fram kemur hér að framan er fráleitt að halda því fram að þörf sé á undirboðum gagnvart Norðmönn- um, en slíkt hefur aldrei verið þörf fyrir. Ég hélt satt best að segja að menn, sem gáfu sig út fyrir í áður- nefndu viðtali að vera sérfræðingar í heimsviðskiptum með saltfiskaf- urðir, vissu betur. í öðru lagi er það fullyrt að SÍF hf. eigi svo mikinn fisk á lager að við séum að selja á 10-15% lægra verði í smásölu inn á Spánarmark- aði, eða eins og segir orðrétt. „Þeir eiga svo mikinn fisk á lager að þeir geta lækkað verðið niður úr öllu valdi til að freista þess að ná til sín aukinni markaðshlutdeild. Það er búið að vera rosalegt ástand á mark- aðinum frá áramótum og hefur SÍF verið að bjóða smásölum á Spáni allt _að 10-15% afslátt." SÍF hf. og dótturfyrirtæki þess Union Islandia S.A. hafa enga þörf fyrir það að selja á lægra verði en aðrir innflytjendur og dreifendur í Katalóníu, enda hefur SÍF hf. ekki lækkað verðið til sinna framleiðenda hér á landi á þessu tímabili. Islan- dia, vörumerki SÍF á þessum mark- aði, er þekkt fyrir mikil gæði og það er ástæðan fyrir því að Union Islan- dia S.A. hefur farið mun betur af stað en nokkurn af okkar samkeppn- isaðilum óraði fyrir. Það vill einfald- lega þannig til að það er samhengi á milli þess að ef menn selja á lægra verði en innkaupsverði er reksturinn rekinn með tapi. Slíku er ekki til að dreifa hjá SÍF-samstæðunni undan- farin ár, þvert á móti hefur SÍF hf. skilað sínum hluthöfum, sem eru að stórum hluta til framleiðendur, góðri ávöxtun á sitt hlutafé, og ekkert bendir til þess að sú stefna muni breytast á komandi árum. Ég hélt satt best að segja að menn sem standa í rekstri fyrirtækja tengdu þetta samhengi. Það er einnig ein- kennilegt úr því að talað er um Spán- armarkað að þeir skulu ekki minn- ast á þau tvö fyrirtæki sem Valeik hf. hefur verið viðriðið inni á Spánar- markaði undanfarin ár, Pólarfish og Irefish, sem að mér skilst að séu bæði gjaldþrota nú, eftir tiltölulega stutt lífsskeið. Að lokum kemur það mér einnig mjög einkennilega fyrir sjónir að forsvarsmenn Valeikur hf. skulu nýta það tækifæri sem heilsíðuvið- tal í Morgunblaðinu getur gefið fyrirtæki til þess að kynna og segja frá sinni starfsemi að nota það að uppistöðunni til að fjalla um keppi- nautinn (SÍF). Maður fær það á til- finninguna að þeir séu betur að sér um rekstur SÍF hf. en eigin rekst- ur.“ í tilefni þess að hún amma mín verður eitt hundrað ára í dag, langar mig til þess að senda henni fátæklegar þakkir mínar fyrir allt það sem hún hefur ver- ið mér og veitt mér í tæp fimmtíu ár. Hún hefur ekki safn- að að sér neinum ver- aldlegum auði um dag- ana, en aldrei hefur hún þó verið upp á aðra komin, verið sjálfri sér nóg og alltaf verið af- lögufær til þess að veita vel og tekið annarra hag fram yfir sinn eigin. Þó oft hafi eitthvað vantað upp á verald- legu gæðin og skólaganga hafi ekki verið mikil, frekar en hjá flestum öðrum á hennar uppvaxtarárum, hefur hún hins vegar tilheyrt auð- stéttinni hvað varðar andlegt atgervi og visku. Úr þeim nægtabrunni hef- ur verið gott að bergja og í hann hefur verið sótt ótæpilega af bæði vinum og vandamönnum. I kringum Margréti Hansen hefur ávallt ríkt einstök ró og friður og þó kunnugir hafi stöku sinnum getað séð á svipbrigðum að henni mislík- aði eitthvað hefur hún svo einstaka stjórn á skapi sínu og tilfinningum að þess gætir aldrei í orðum. Af hennar fundi fara allir léttari á sál- inni og andlega endurnærðir. Reynd- ar fer heldur enginn frá henni öðru- vísi en líkamlega nærður einnig, því eitt það versta sem henni er gert er að afþakka veitingar í heimsóknum. Á fyrstu áratugum þessarar aldar bjó verkafólk við allt önnur kjör en nú tíðkast, vinna var stopul, upp- sagnarfrestir og kaup- trygging ekki fyrir hendi og atvinnuleysis- bætur algerlega óþekktar. Það var reyndar kallað að segja sig til sveitar að þiggja nokkra opinbera aðstoð og slíkt gerði fólk ekki fyrr en í fulla hnefana, enda þótti það hin mesta skömm og hneisa. Við þessar erfiðu aðstæður bjuggu þau hjónin Margrét og Níls Hansen eins og aðrir og þrátt fyrir það tókst þeim að byggja sér heimili og koma upp sínum fimm börnum, þeim Unni, Jónínu, Margréti, Níels og Ólafi. Afi lést skömmu eftir miðja öldina og af börnunum eru nú aðeins tvö á lífi, þær Unnur og Margrét, sem báðar eru búsettar í Bandaríkjunum. Þegar fólk er komið á svo háan ald- ur sem hún, segir sig sjálft að það hefur þurft að sjá á bak mörgum ættingum og vinum yfir móðuna miklu, en slíkum harmafregnum hefur hún tekið með ótrúlegri still- ingu og hugarró og aldrei borið harm sinn á torg. Sístækkandi hópur af- komenda beggja vegna Atlansála, hefur hins vegar veitt henni ómælda gleði og fylgist hún enn þann dag í dag grannt með hveijum einasta þeirra og á hópnum hefur hún góða tölu, þó ég hafi hana ekki. Á þessum erfiðu tímum átti kommúnisminn sitt uppvaxtarskeið og nærðist á fátæktinni og erfiðleik- unum og margir létu glepjast af fagurgalanum og loforðunum um betri tíð með blóm í haga, þar sem allir yrðu jafnir í einu alheimsríki öreiganna. Þessi tálsýn sló þó ekki glýju í allra augu og Margrét Han- sen fylkti sér undir merki Sjálfstæð- isflokksins allt frá stofnun hans og gaf sér tíma frá brauðstritinu til þess að vinna stefnu hans fylgi af sama dugnaði og einkenndi öll henn- ar verk önnur. Nú er svo komið að frelsið og ftjálslyndið er hið ríkjandi afl, bæði í löndum Vestur- og Áust- ur-Evrópu, en sósíalisminn í þessum löndum er hruninn og fáir til að gráta þann ná. Meðan móðir mín var á lífi var samband hennar og ömmu mikið og voru þær raunar óaðskiljanlegar alla tíð og þess vegna ólst ég upp í miklu samneyti við ömmu og hefur sú lífs- sýn og lífsspeki sem ég hef frá henni numið verið mér ómetanlegt vega- nesti í lífinu. Engin ein manneskja hefur verið mér eins kær eða kennt mér eins mikið og hún og hafi ég einhveija kosti til að bera, eru þeir fyrst og fremst frá henni komnir, erfðir eða lærðir. Þessi pistill er ekki til þess ætlað- ur að rekja lífshlaup Margrétar Han- sen eða ættboga, hvað þá heldur til þess að mæra hana um of sem það mikilmenni sem hún er, því ég veit að það væri það sísta sem hún kærði sig um. Þetta á einungis að vera örlítil afmæliskveðja frá okkur Evu, með kæru þakklæti fyrir allt það sem sönn alþýðuhetja hefur fyrir okkur gert. Axel Axelsson. MARGRÉT HANSEN Dóróthea Friðrika Ólafsdóttir fæddist á Siglufirði 22. febrúar 1907 ólst þar upp til 12 ára aldurs, en flutt- ist þá með foreldrum sínum til Akureyrar og átti heima á Oddeyrar- götu 8, en lengst á Ljós- stöðum. Hún gekk í barnaskóla í Siglufirði en lauk skólagöngu sinni á Akureyri. Ung fór Dodda að vinna eins og þá var venja og þörf hjá daglaunafólki; á síld til Siglufjarðar eða vinnukona í vist eins og algengt var í þá daga. Dodda bjó lengi á Sólvallagötu 72 í Reykajvík, síðan á Skúlagötu 76, en býr nú í Lönguhlíð 3. Lífið hefur ekki alltaf leikið við Dórótheu, en léttur hláturinn, skapið og ljúf- mennska hennar hefur gefið henni margan góðan kunningjann og vin- inn, sem senda henni hjartans kveðj- ur í dag og minnast „djöflatertunn- ar“, kaffis, meðlætis og yndislegu gestrisninnar og ekki síst kærleikans sem hún veitti. Heimili Dórótheu var ekki „ríkidæmi", það var ávallt hreint og fagurlega listrænt. Dóróthea stundaði og vann að föndri nú síð- ustu árin í Lönguhlíð 3 og eru það einstæð listaverk sem hún hefur skapað þar. Dóróthea giftist í Reykjavík 9.5. 1930 Gunnari Jónssyni, f. 20.8. 1903 á Eldjárnsstöðum í Svínavatns- hreppi, A-Hún., sjómanni og vélsmið, lengi starfsmanni í Vélsmiðjunni Héðni, d. 3.9. 1977 í Reykjavík. For- eldrar Gunnars voru; Jónas Árnason, f. 30.6. 1879 í Sveinskoti í Bessa- staðahreppi, ættaður úr A-Hún., og barnsmóðir hans, Rannveig Björns- dóttir, f. 13.12. 1869 á Finnstungu í Bólstaðarhlíðarhreppi, d. 2.4. 1910. Böm Dórótheu og Gunnars eru Randver Þorvaldur, f. 23.11. 1930, vélfræðingur, d. 22.10. 1957, var kvæntur Hjördísi Þorsteinsdóttur fóstru, þeirra börn eru íris Dóróthea, f. 1955, og Randver Þorvaldur, f. 1958; Steingrímur Sævar Gunnarsson, f. 17.9. 1932, rennismiður í Hafnarfirði, kvæntur Hjördísi Þorsteinsdóttur leikskólakennara, þeirra börn eru Lára, f. 1963, Margrét Hildur, f. 1967, og Rafnar, f. 1968, fóstursonur hans og sonur Hjördísar var Ragnar, f. 1959, d. 1979; Elínborg Gunn- arsdóttir, f. 3.2. 1937, húsmóðir í Bandaríkj- unum, gift Robert Eug- ene Walters, börn þeirra eru Dórót- hea Jean, f. 1961, Helen Elinborg, f. 1961, Patricia Gayle, f. 1967, Tara Kathryn, f. 1969. Elínborg átti áður soninn Gunnar, f. 1955; Olafur Gunnarsson, f. 31.3. 1942, fV. flug- leiðsögu- og flugmaður hjá Loftleið- um, sambýliskona_ hans er Ingunn Jónsdóttir. Börn Ólafs eru Jón, f. 1963, Steingrímur Sævar, f. 1965 og Kristín, f. 1972. Barnaböm Doddu eru orðin 17. Systkini Dórótheu eru: Þorvaldur Jón, f. 1898, látinn; Valdimar Tryggvi, f. 1900, látinn; Kristín Ei- ríksína, f. 1901, húsmóðir á Akur- eyri; Einar Kristinn, f. 1905, dó ung- ur; Þórður Halldór, f. 1909, látinn; Anna, f. 1912, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Dórótheu Friðriku voru Ólafur Þorkell Eiríksson, f. 20.4. 1868 á Stóru-Brekku í Fljótum, d. 26.8. 1935 á sjúkrahúsinu í Siglu- firði, og Björg Halldórsdóttir, f. 10.8. 1876 á Húnsstöðum í Fljótum, d. 26.7. 1960, á Akureyri. Ólafur var í húsmennsku á ýmsum bæjum í Fljótum áður en þau hjón hófu búskap. Bóndi á Stóru-Brekku 1903-1905, á Hólakoti 1905-1906, þaðan fluttu þau til Siglufjarðar 1906, til Akureyrar 1919, síðan í Glerárþorp, þar reistu þau smábýli 1923 og nefndu Ljósstaði. Meðan þau Ólafur og Björg bjuggu í Siglufirði, stundaði Ólafur ýmsa daglaunavinnu og sjómennsku, en á Ljósstöðum höfðu þau smábúskap, auk þess sem Ólafur sótti vinnu til Akureyrar. Sonur þeirra, Þorvaldur Jón, var ávallt búsettur hjá foreldrum sínum og fyrirvinna heimilisins ásamt með Ólafi, meðan hann lifði, og alfarið eftir það. Þau Ólafur og Björg áttu við mikla fátækt að etja framan af, komust þó vel ef með þrautseigju og iðjusemi. Var mikil hlýja og góðsemi í fari þeirra beggja. Guðm. Valberg Sigurjónsson. Ábyrg þjónusta í ártugi Sími 588 9090 - Síðumúli 21 Sverrir Kristinsson, lögg. fast.e.s. Einbýlishús í Fossvogi óskast Staðgreiðsla í boði Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 250 - 300 fm einbýiishús í Fossvogi. Bein kaup. Allt greitt strax í peningum og húsbréfum. Æskilegur afhendingartími er 1. júní nk. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. DOROTHEA FRIÐRIKA ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.