Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Váin á Skeið- arársandi Varminn í sandinum og viðbrögð við hættunni í FYRRI grein minni um vána á Skeiðarársandi, sem birtist hér í blaðinu, var aðallega reynt að útskýra hvernig stendur á því að þrátt fyrir vetrarkulda og frost í jörð geti skap- ast hættuástand á slóðum hlaupsins sem þama varð síðastliðið haust. Þar var í lokin að því vikið, að til væri enn önnur og alls óskyld skýring á því, sem nú verður gerð grein fyrir. Þessi ástæða hættuástandsins er líklega fæstum ljós, en hún er ef til vill aðalástæðan fyrir því að menn eru að lenda í ógöngum núna, að vetri til. Hún er sú, að í Skeiðarársandi sjálfum er varð- veittur varmi, sem vinnur á ísnum neðan frá. Þessi varmi er afleiðing þess að meðalhitastig ársins á sandinum er ofan við 0° C og þar eins og annars staðar leitar einnig út hægur og jafn varmastraumur neðan úr jörðu, sem er heit hið innra. Meðalárshitastigið á Skeið- arársandi hefur ekki verið kannað • en áætla má að það sé á milli 4 og 5° C og við það bætist svo ef til vill eitthvað vegna varmaút- streymisins. Þessi varmi bræðir bæði jarðklakann og jakana undir yfírborði og við það skapast ójafn- vægisástand. Ósýnileg sandbleyta getur af þessum sökum orðið til staðar undir frosinni yfirborðssk- án. Frosið yfirborð getur haldið jökum, sem eru að bráðna neðan frá, í skefjum uns þyngdarójafn- vægi verður meira en styrkur frosna yfírborðsins og þá geta jak- arnir hrokkið til og raskast veru- lega á augnabliki. Þeir myndu annars aðlag- ast meir og minna jafnóðum að þessu ójafnvægi í ófrosinni jörð og því yrði þessi sérstaka ástæða fyrir hættublettum hlut- fallslega minna ráð- andi að sumri til. A slóðum núverandi jakahranna á Skeiðar- ársandi er sums staðar ævagamall ís undir yfirborði sandsins. Þessi gamli ís er út- Páll breiddur og liggur Imsland sums staðar djúpt. Hversu gamall hann er eða hversu víða og djúpt hann liggur hefur ekki verið kortlagt. En hann er hægt og rólega að bráðna. Það í Skeiðarársandi er varðveittur varmi, sem vinnur á ísnum neðan frá, segir Páll Imsland. sést af miklum sigdölum og sig- skálum, sem eru til staðar á sandinum. Gamla slóðin um sandinn, frá því fyrir daga brúa, liggur sums staðar yfir þessa sig- dali og má þar sjá hvar slóðin hefur slitnað vegna sigsins og í hana myndast sigstallar og menn síðan þurft að krækja fyrir stall- ana og verstu brekkurnar og mynda nýja slóð. Bráðnun þessa foma íss djúpt í sandinum er stöð- ug en hæg og hún er af völdum þessa varma sem varðveittur er í sandinum. Hvað er þá til úrbóta? í fyrsta lagi þarf að læra það af eldri Skaftfellingum hvernig þekkja má sandbleytur á yfírborði áður en menn lenda í þeim, þar sem slíks er kostur, og hvernig skynsamleg- ast sé að haga sér lendi menn í sandbleytum og að reyna síðan að koma leiðbeiningum þar um á framfæri. í öðru lagi þarf að koma fyrir almennum leiðbeiningum um hættuástandið beggja vegna sandsins og semja einhvers konar dreifíbækling um ástandið. í þriðja lagi þarf að koma upp staðbundn- um leiðbeiningum úti á sandi þar sem umferð um hann er mest og jafnvel að merkja þar sérstakar, valdar og kannaðar öruggar leiðir sem fólki er beint að eða haldið á eftir því sem hægt er. Meginatrið- ið er að menn séu ekki einir á ferð og að þeir hafi auga hver með öðrum, séu vel útbúnir og uppfræddir og fari fram með að- gát. Jafnvel væri ráð, ef menn endilega þurfa inn á þau svæði þar sem hættan er mikil, að menn bindi sig saman á streng, líkt og í jöklaferðum. Mér finnst meir en vel koma til áiita, að umferð um mestu hættusvæðin verði tak- mörkuð við skipulagða hópa undir stjórn þjálfaðra leiðsögumanna, en þá þarf að fara að þjálfa strax, ef þeir eiga að verða tilbúnir þeg- ar ferðamannatímabilið svokallaða hefst með vorinu. Meginatriði þessa máls eru þau, að orsakir hættuástandsins á sandinum eru margvíslegar og hætturnar sjálfar einnig. Líkurnar á mannskaða á næstu misserum eru einnig miklar en vitund al- mennings, einkum erlendra ferða- manna, um orsakir, magn, út- breiðslu og eðli hættunnar lítil. Þeir sem búa yfir gagnlegri reynslu af sandbleytum og um- gengni við þær eru sárafáir, aðeins fáeinir eldri Skaftfellingar. Af reynslu þeirra þarf nú að læra og það strax. Upplýsinga- og leið- beiningaherferð um hættuna og um umgengni á hættusvæðunum þarf að hrinda af stað hið fyrsta. Það er ekki minnsti efi á því að við verðum að taka á þessu máli af festu og fullri alvöru. Hér dug- ir ekki að segja að málið hafi ekki „komið upp á borðið". Það gæti jafngilt því að vísa óákveðnum hópi manna beint í gröfina. Höfundur er jarðfræðingur. * Alverá Grundartanga - já, takk MARGT hefur verið ritað og rætt um fyrirhugað álver á Grund- artanga og ekki allt jafn gáfulegt. Málflutningur sumra manna hefur jafnvel einkennst af ofstæki og rangfærslum, og í einstaka tilfelli hafa þeir, sem þarna eiga að ráða ferðinni verið vændir um glæpsam- legt athæfi svo langt hefur verið gengið. Hver upphlaupshópurinn eftir annan hefur látið þetta mál til sín taka og á stundum hafa glöggir menn séð á þeim fundum, sem haldnir hafa verið í sambandi við væntan- legt álver á Grundar- tanga, sjálfskipaðan hóp mótmælenda, sem helst ekki lætur sig vanta ef einhver ágreiningsmál eru uppi í þjóðfélaginu, jafnvel þó svo þeim komi mál- in ekkert við. Til eru þeir, sem halda því fram að pró- fessor við æðstu menntastofnun _þjóðar- innar, Háskóla Islands, hafi átt ekki lítinn þátt í því að koma „skrið- unni“ af stað með blaðagreinum á sl. hausti, sem voru fullar af rangtúlkunum um að til stæði að flytja gamalt járnarusl frá Þýskalandi, úrelta álverksmiðju, og setja hana upp á Grundartanga. Þar með byijaði ballið. Svo fast var stiginn dansinn, að síðpilsin svipt- ust um sveitir norðan Hvalfjarðar, þar sem bóndakona ein fór mikinn um hérað með undirskriftalista til mótmæla staðsetningu álvers á Grundartanga, og vændi jafnvel iðanðarráðherra um glæpsamlegt athæfi með staðsetningu álversins. Rökin voru þau, að hætta væri á að afkomendur hennar yrðu van- skapaðir eða e.t.v. þaðan af verra, og álverið skyldi aldrei rísa á Hvað verður um Siffgn litlu? HÚN Sigga litla er 10 ára og býr í litlu þorpi úti landi. Hún er feimin og lokuð, henni gengur ekki vel að eignast vini í skólanum og kennarinn hennar hefur áhyggjur af því að hún sé að drag- ast aftur úr í námi. Foreldrar Siggu finna að hún er treg til að fara í skólann og gerir sér upp veikindi til að sleppa við það. Við- töl milli foreldra og kennara um málið leiða til þeirrar niðurstöðu að best sé að fá sálfræðing til að ræða við Siggu litlu. Nú hefst biðin. Sálfræðingurinn kemur mánaðarlega í landshlut- ann þar sem Sigga býr og stoppar í tvo daga. Hann er nýfarinn suð- ur og búið að bóka hann alveg upp fyrir haus í næstu heimsókn. Þar sem Sigga er ekki til vand- ræða í bekknum er talið óhætt að hún bíði fram yfir jól. Kannski fer þetta allt vel, kannski kemst sálfræðingurinn að því hvað er að þjaka Siggu og vonandi er auðvelt að laga það. Hitt er alveg eins víst að það gangi seint að finna út úr því og hugsan- Iega þarf Sigga og fjölskylda hennar mikla aðstoð og meðferð vegna vandans. Hver á að sjá um þá meðferð? Hvert getur fjölskyldan leitað? Eiga þau að fara til Reykjavíkur og halda sér þar uppi í margar vikur? Mun sveitarfé- lagið styrkja þau til slíkrar meðferðar fyrst hún er ekki í boði í þorpinu í sam- ræmi við lög og reglu- gerðir um grunnskóla og félagsþjónustu sveitarfélaga? Þurfa þau að leggja mál sín fyrir barnavemdar- nefnd og þiggja styrk þaðan? Hver segir þessum foreldrum frá því hvaða rétt þau eiga á þjónustu fyrir barnið sitt? Hver fylg- ist með því að sveitar- félög uppfylli skyldur sínar á þessu sviði? Kennarinn hennar Siggu litlu þarf líka að fá stuðning og að- stoð, því hann er með fleiri nem- endur en hana sem þurfa hjálp. í sumum tilfellum eiga þau börn ennþá erfiðara en Sigga, því þau eiga foreldra sem vilja enga aðstoð þiggja. Daglega trufla þessi börn kennsluna og ganga á orku og þrek kennarans og annarra barna í bekknum. Námið og kennslan sækist seinna en ella, spenna og vansæld eykst og brýst út í ofbeldi, stríðni og einelti. Þörfin fyrir sérkennslu fer vaxandi og gagnkvæmur trún- Unnur Halldórsdóttir aðarbrestur skapast milli foreldra og starfsmanna skóla þegar vandamálin hrannast upp. Hæft og gott starfsfólk gefst upp og fer í önn- ur störf eða önnur sveitarfélög. Það er hægt að rekja margar rauna- sögur og leita skýr- inga á því hvers vegna svona vítahringur skapast. í hnotskurn má segja að íslenskt þjóðlíf sé með vaxtar- verki, það hefur verið Falleg orð í lögum og reglugerðum stoða lítt, segir Unnur Halldórsdóttir, ef ekki er hægt að standa við þau í framkvæmd. æði dýrkeypt að stökkva inn í 20. öldina með þeim hraða sem hér hefur viðgengist án þess að staldra við og huga að hornsteininum, fjöl- skyldunni og umfram allt blessuð- um börnunum. Falleg orð í lögum og reglugerð- um stoða lítt ef ekki er hægt að standa við þau í framkvæmd. Skólaskrifstofur um landið aug- lýstu mikið í haust eftir fólki og gekk illa eða ekki að manna stöður. Því miður er skortur á sálfræði- menntuðu fólki sem er tilbúið að setjast að úti á landi og vinna að þessum brýnu verkefnum. Þarna þurfa foreldrafélög í hveijum landshluta að taka saman höndum og þrýsta á úrbætur í samvinnu við skólanefndir og skólafólk. En á meðan við bíðum eftir því að úr rætist er hægt að setja þá peninga sem ættu að fara í sál- fræðiþjónustu í fjölskyldufræðslu og uppeldiskennslu. Ef 50 fjöl- skyldur sem eiga börn í skóla fá stuðning og leiðbeiningar um upp- eldi og barnarækt munu a.m.k. 100 börn njóta þess á hveijum degi. Ef 50 þúsund foreldrar grunnskólabarna fá daglega heil- ræði og hvetjandi leiðbeiningar um uppeldi í fjölmiðlum landsins munu 42 þúsund nemendur og 3.500 kennarar njóta góðs af því. Hvaða stórfyrirtæki vill bæta ímynd sína með því að veðja á börnin? Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Grundartanga. Það er stórt orð Hákot. Ferð ein umtalsverð var skipulögð af Hvalfirðingum til Reykjavíkur þar sem ekið var að iðnaðarráðuneytinu og höfð þar uppi mótmæli. Rúmlega eitt hundr- að manns munu hafa verið í þessu mótmælabrölti og sumir hveijir höfðu greinilega skilað mannasiðina eftir heima, ef þeir voru þá einhveij- ir til fyrir. Iðnaðarráðherra bauð þessum mótmælendum að stofna til sameig- inlegs starfshóps stjórnvalda og viðkom- andi sveitarfélaga, er fengi það hlutverk að fylgjast með meng- unarmælingum af völdum stóriðju á Grundartanga, verði af byggingu álvers og koma upplýsingum um niðurstöður þeirra á framfæri við íbúa á svæðinu. Hópurinn skal reglulega gangast fyrir upplýsingafund- um og standa að út- ... gáfu upplýsingarits til Hjorleitur dreifingar meðal íbúa Hallgrims svæðisins, þar sem gerð verður gerin fyrir stöðu mála. Markmið þessa starfs er að íbúar á svæðinu sé ávallt sem best upp- lýstir um mengun á svæðinu. Talið er að 120 þúsund ferðamenn, segir Hjörleifur Hallgríms, mengi jafn mikið og 200 þúsund tonna álver. Einnig bauð ráðherra upp á að skipuleggja ferð fulltrúa þeirra á evrópsk álver, sem starfa sam- kvæmt ýtrustu mengunarvarna- kröfum líkt og fyrirhugað álver á Grundartanga mun gera. Einn af hörðum andstæðingum álvers, vitsmunaveran Sigurbjörn Hjaltason, sveitarstjórnarmaður og hestamaður í Kjós, hefnaði öllum tillögum iðnaðarráðherra fyrir hönd mótmælenda, því hann auðvitað veit allt miklu betur en aðrir? En spurt er hvað eiginlega sé þarna á ferðinni, á hvaða leið eru menn og er þessi neikvæða afstaða Kjósveija hreint peningasjónarmið þar sem þeim finnst þeir missa spón úr aski sínum, en álverið kemur ekki til með að rísa á þeirra landi? Ekki er líklegt að væntanlegir kaupendur sumarbústaðalóða flykkist í Kjósina eða annað í Hvalfjörðinn, eftir að neikvætt umtal hefur verið með slíkum fádæmum að halda mætti að lífslíkur verði ekki miklar vegna mengunar eftir að álver rís á Grund- artanga. Margir hafa séð ástæðu til að fordæma staðarval álversins og misjafnlega lélegum rökum verið beitt. Ferðamálafrömuðir (hvalfrið- ungur) hafa séð ástæðu til að tjá sig og einkum á neikvæðan hátt. Ef t.d. yrði farið að nýjustu tilögum þeirra væri Hvalstöðin alveg úr sögunni. Megnun og sjónmengun eru orð í hávegum höfð, en benda má á, að ekki stendur til að byggja neina skýjakljúfa á Grundartanga svo vitað sé, og vitað er að erlend- ir ferðamenn hafa tölvuerðan áhuga á að skoða okkar myndarlegu orku- ver, sem framleiða raforkuna, og til hvers skyldu þeir halda að raf- orkan sé framleidd að stórum hluta? Ætla mætti að þeir væru ekki óvan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.