Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 72

Morgunblaðið - 22.02.1997, Síða 72
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík og á Siglufirði Yfir hundrað húsrýmd TVÖ snjóflóð féllu í Bolungarvík og þrjú á Siglufjarðarveg með stuttu millibili í gærkvöldi. Veðurstofa ís- lands lýsti yfir viðbúnaðarstigi í Bolungarvík og á Siglufirði og mælti fyrir um að hús skyldu rýmd á hættusvæðum. Einnig var lýst yfir viðbúnaðarstigi á ísafirði, Flateyri og Súðavík. Um sextíu hús voru rýmd í Bolungarvík og yfir fimmtíu á Siglufirði. A Veðurstofu var í nótt ennfremur fylgst grannt með stöðu mála annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö snjóflóð féllu úr hlíðum Trað- arhyrnu í Bolungarvík í gærkvöldi á tvö hús efst í byggðinni við Dísar- land. Fyrra flóðið féll um áttaleytið á efsta hús götunnar en olli engu tjóni. Seinna flóðið féll á tíunda tím- anum á hús við sömu gþtu, braut glugga og fyllti stofuna. íbúar voru að heiman þegar þetta gerðist. Almannavarnanefnd í Bolungar- vík rýmdi um sextíu hús í efri bæn- um ofan Völusteinsstrætis og með- fram hlíðinni. Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík fylgdist með hættu- svæðinu í nótt. 140 íbúar fóru að heiman Á Siglufirði féllu þrjú misstór snjóflóð á Sigiuíjarðarveg á milli Selgils og Strákaganga um kvöld- matarleytið í gærkvöldi. Af þessum sökum var vegurinn lokaður um óákveðinn tíma. Almannavarnanefnd Siglufjarðar vann hörðum höndum að því seint í gærkvöldi að skipuleggja rýmingu húsa á stóru svæði efst í bænum eftir að Veðurstofan hafði tekið ákvörðun um rýmingu. Fyrstu aðgerðir nefndarinnar miðuðu að því að beina þeim tilmæl- um til 140 íbúa í 56 húsum að rýma húsin. íbúum stóð m.a. til boða að gista í hótelinu og á gistiheimilum. Javier Solana væntanlegur til Islands Stækkun NATO rædd við sljórnvöld JAVIER Solana, framkvæmda- stækkun NATO. „Ég hef ekki fjall- stjóri Atlantshafsbandalagsins, er að áður um þetta mál í ríkisstjóm- væntanlegur hingað til lands í inni og taldi orðið nauðsynlegt að sumar til viðræðna við íslenzk fara yfir það þar, því að þetta er stjórnvöld um stækkun Atlants- stórt mál, sem mun síðar koma til hafsbandalagsins (NATO). kasta bæði ríkisstjórnar og þings. Halidór Ásgrímsson gerði í gær Við munum á næstunni gera utan- ríkisstjórninni grein fyrir þeim við- ríkismálanefnd þingsins nánari horfum, sem uppi eru varðandi grein fyrir því,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson HÁBERGIÐ GK var að loðnuveiðum rétt út af strönd Reykjaness í gær. Þokkalega gekk þar til líða tók á daginn, en þá gerði mikla brælu og leiðindaslátt, svo veiðar sóttust illa. Könnun Félagsvísindastofnunar um afstöðu til sjávarútvegsmála 7 5% vilja að útgerðin greiði veiðileyfagjald 75,3% þeirra sem afstöðu taka eru hlynnt því að útgerðarmenn greiði veiðileyfagjald fyrir veiði- heimildir sem stjórnvöld úthluta þeim, ef miðað er við niðurstöður könnunar um afstöðu fólks til sjávarútvegsmála, sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið. Þá segjast 66% vera samþykk því að stjórnvöld ættu að stuðla að aukinni hagkvæmni í sjávarútvegi, jafnvel þótt það kostaði nokkra byggðaröskun. Könnunin var gerð dagana 15.-17. febrúar. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til 1.500 manna á aldrinum 18-75 ára, af öllu landinu. Svör fengust frá 1.101, eða 73,4%. Af heildinni sögðust 64% vera hlynnt veiðileyfa- gjaldi, 28,6% voru andvíg en 15,5% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sem afstöðu tólcu voru 75,3% hlynnt veiðileyfagjaldi en 33,9% andvíg. Ef litið er á svör eftir aldri, þá kemur í Ijós að stuðningur við veiðileyfagjald er minnstur í aldurshópnum 18-24 ára, en í þeim aidurshópi eru hlutfallslega flestir óákveðnir. Stuðningur við veiðileyfagjald er svipaður í öðrum aldursflokkum, á bilinu 65-68,4%, hæstur hjá fólki á aldrinum 25-34 ára. Stuðningur við veiðileyfagjald er misjafn eftir stéttum. Þannig telja 73% sérfræðinga að útgerð- armenn eigi að greiða veiðileyfagjald, 69,8% skrif- stofufólks, fulltrúa o.fl. og 67,9% stjórnenda og æðstu embættismanna. Minnstur er stuðningur við veiðileyfagjald í röðum bænda, en 41,2% þeirra eru gjaldinu fylgjandi og 47,1% andvígt. Það er jafnframt eina stéttin þar sem fleiri eru andvígir veiðiieyfagjaldi en fylgjandi. Meirihluti sjómanna kveðst fylgjandi veiðileyfagjaldi, eða 53,8%. Þá er munur á afstöðu fólks eftir menntun. I hópi háskólamenntaðs fólks eru hlutfallslega flest- ir fylgjandi veiðileyfagjaldi, eða 71,3%, en fæstir í hópi þeirra sem lokið hafa starfsnámi, 57,7%. Skiptingin eftir búsetu er á þann veg, að 72,1% aðspurðra í Reykjavík styður veiðileyfagjald, 64,6% fólks á Reykjanesi og 54,9% landsbyggðar- fólks. Meðal stuðningsmanna Alþýðuflokks er hlut- fallslega mestur stuðningur við veiðileyfagjald, eða 76,4%. í hópi stuðningsmanna Alþýðubanda- lags segjast 71,6% fylgjandi veiðileyfagjaldi, 61,2% fylgismanna Sjálfstæðisflokks segja hið sama og 49,5% fylgjenda Framsóknarflokks. Minnihluti stuðningsmanna Kvennalista, eða 33,6%, var hlynntur veiðileyfagjaldi. I hópi þeirra, sem lýsa sig samþykka því að ríkið eigi að stuðla að aukinni hagkvæmni í sjávar- útvegi, jafnvel þótt það kostaði nokkra byggða- röskun, svara hlutfallslega flestir játandi í aldurs- hópunum 25-34 ára (65,4%) og 35-44 ára (65,1%). 1 hópi stjórnenda og æðstu embættismanna, sem og í hópi sérfræðinga, svara flestir játandi, 71,3%, en bændur og verkafólk er síst fylgjandi hugmyndinni, þó að 44,6% þess svari játandi. Stuðningur er mestur hjá háskólamenntuðu fólki (77,1%), en minnstur hjá þeim sem lokið hafa starfsnámi (45%) og skipting eftir búsetu er í samræmi við svör við fyrri spurningunni. ■ 66,1% vill hagræða/6 Stærri loðna LOÐNUSKIPIÐ Guðmundur VE fékk í gær heldur stærri loðnu en skipin hafa verið að fá að undanförnu. Skipið fékk 600 tonn í tveimur köstum rétt við Elliðaey og við fyrstu athugun reyndust vera 53 loðnur í kílói að meðaltali, en það er nokkru stærri loðna en skipin hafa ver- ið að fá. Undanfarið hafa farið á bilinu 55 til 60 stykki í kíló. Gísli Sigmarsson, skipstjóri á Guðmundi, sagðist ekki vita til að önnur skip hefðu verið að fá svona stóra loðnu. Það er því ljóst að frysting á loðnu fyrir Japan heldur enn eitthvað áfram, finni fleiri skip þessa stærri loðnu, en helzt vilja Jap- anir að ekki séu fleiri en 50 hrygnur í hveiju kílói. Vegna þess hve loðnan hefur verið smá hafa þeir heldur slakað á kröf- um sinum, enda lítið betra í boði. Loðnuveiðin hefur annars gengið vel og er heildarafli frá upphafi vertíðar orðinn lang- leiðina í 800.000 tonn. Leyfileg- ur heildarafli er rúmlega 1,2 milljónir tonna. ■ Slagurinn/22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.