Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 113. TBL. 85.ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín rekur varnarmálaráðherra Rússlands og forseta herráðsins Hótar frekari uppstokk- un í y fír stj órn hersins Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, rak í gær ígor Rodíonov varnarmálaráðherra og Viktor Samsonov, forseta rússneska herráðsins, og kvaðst sárreiður yfir því hversu hægt hefur miðað að koma á umbótum innan hersins. Forsetinn sagðist einnig vera gramur yfir spill- ingunni meðal yfirmanna hersins og hótaði frekari uppstokkun í yfirstjóminni til að knýja fram breytingar. Jeltsín ákvað þetta á fundi með varnarmála- ráði Rússlands, sem er forsetanum til ráðgjaf- ar, og sakaði æðstu yfirmenn hersins um að hafa ekki gert nóg til að koma á umbótum innan hersins og sagði að mörgum fleiri emb- ættismönnum yrði vikið frá ef ástandið breytt- ist ekki. „Ég er ekki bara óánægður, ég er sárreiður yfir framkvæmd umbótanna og ástandinu yfir- leitt innan hersins," sagði Jeltsín. „Hermenn- irnir horast á sama tíma og hershöfðingjarnir fitna,“ sagði forsetinn og vitnaði til spillingar- mála, sem um 20 hershöfðingjar eru taldir vera viðriðnir. Ákvörðun forsetans kom andstæðingum hans á þinginu í opna skjöldu. „Rodíonov og Samsonov misstu embætti sín vegna hrein- Reuter Samið um ríkjabandalag BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Alex- ander Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands (t.v.), gengu í gær frá texta samnings um bandalag slavnesku ríkjanna og gert er ráð fyrir að þeir undirriti hann í dag. Ekki var (jóst hvort leiðtogarnir hefðu leyst deilur sinar um bandalagið eða ákveðið að breiða yfir þær. Einkum er deilt um hvort stefna beri að sambandsríki. skilni sinnar og heiðarleika,“ sagði Viktor íljúk- hín, formaður öryggismálanefndar Dúmunnar, neðri deildar þingsins. „Einu mistök þeirra voru að tala af hreinskilni um vandamál hers- ins.“ Sergejev í stað Rodíonovs Embættismenn í Kreml sögðu að forsetinn hefði skipað hershöfðingjann ígor Sergejev, sem er 59 ára, í embætti varnarmálaráðherra til bráðabirgða. Óstaðfestar fregnir hermdu að forsetinn hefði boðið dyggum bandamanni sínum, Viktor Tsjetsjevatov, að taka við af Samsonov sem formaður herráðsins. Tsjetsje- vatov hefur verið yfirmaður hersins í austasta hluta Rússlands. Jeltsín lofaði í kosningabaráttunni í fyrra að afnema herskylduna ekki síðar en árið 2000 og byggja upp nútímalegan her, skipaðan at- vinnumönnum. Illa hefur gengið að fylgja þess- ari stefnu eftir vegna fjárskorts og framtaks- leysis yfirmanna hersins, sem hafa sýnt umbót- unum lítinn áhuga. ■ Yfirmönnum varnarmála/20 Áhrif farsímans rannsökuð Hættulaus en hitar heilann Helsinki. Reuter. FINNSK rannsókn, sem símafyrirtæki fjármögnuðu að hluta, bendir til þess að farsímar séu ekki hættulegir heilsu manna en geti þó hit- að heila þeirra. Fjórar opinberar stofnan- ir í Finnlandi stóðu fyrir rannsókninni, sem hófst árið 1994. Vísindamenn rannsök- uðu áhrif útvarpstíðninnar, sem símarnir nota, á heila 19 farsímanotenda og á mýs. Þeir sögðu ljóst að manns- heilinn breytti rafsegul- bylgjum símanna í hita en orkan frá bylgjunum væri þó langt frá því að vera hættuleg heilsu manna. Þeir bættu því samt við að þetta þyrfti að rannsaka frekar þar sem orkan gæti hugsan- lega verið nálægt ströngustu öryggismörkum. Rannsóknin á músunum benti til þess að geislunin frá símunum ylli ekki krabba- meini. $ s Reuter h „ whci i ím>,j 'V ; \ ^ 1 • - ^ j : W**9* ..JJ IVJ L ’ 1 ’LMjé llHíU J Dæmdir til dauða fyrir sölu lands? Gaza. Reutcr. Aðskilnaði frá foreldr- um mótmælt ÞESSI börn, sem hafa orðið við- skila við foreldra sír.a, efndu til mótmæla í Hong Kong í gær og kröfðust þess að fá að sameinast fjölskyldum sínum í Kína. Yfir- völd í Hong Kong segja að 34.000 börn bíði þar þess að sameinast foreldrum sinum en Kínveijar telja að þau séu um 100.000. Mörgum þeirra var smyglað til Hong Kong frá suðurhiuta Kína. PALESTINSK yfirvöld kváðust í gær hafa handtekið sex manns, sem sakaðir eru um að hafa brotið nýlegt bann við sölu lands til gyðinga. Mennirnir eiga yfir höfði sér dauða- dóm verði þeir fundnir sekir. Banda- rísk og ísraelsk stjórnvöid hafa mót- mælt lögunum um viðurlög við sölu lands, sem Palestínumenn tóku upp eftir Jórdaníumönnum. Mennirnir hafa ekki enn verið ákærðir en rannsókn stendur yfir á málum þeirra. Bandaríkjamenn gagnrýndu Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, harðlega í fyrradag eftir að ísra- elskt dagblað hafði eftir honum að hann styddi þá ákvörðun að láta sölu lands til gyðinga varða dauða- refsingu. Kosnmgarnar 1 Frakklandi Hægrimönnum spáð meirihluta París. The Daily Telegraph. SKOÐANAKÖNNUN, sem breska ‘ -■■ ■ - , dagblaðið The Daily Telegraph birtir í dag, bendir til þess að mið- og hægriflokkamir í Frakklandi verði áfram við völd eftir þingkosn- ingarnar á sunnudag og 1. júní og fái 51 sætis meirihluta á þinginu. Hægriflokkarnir unnu stórsigur á sósíalistum í kosningunum 1993 og samkvæmt könnuninni tapa þeir 163 þingsætum. Slík niður- staða þykir geta orðið til þess að Alain Juppe forsætisráðherra verði að láta af embætti. Kjósendur hafa sýnt kosningun- um lítinn áhuga og samkvæmt skoðanakönnuninni, sem var framkvæmd á þriðjudag og mið- vikudag í liðinni viku, ætlar þriðj- ungur kjósenda ekki að kjósa í fyrri umferð kosninganna á sunnudag. Könnunin bendir til þess að stjórnarflokkarnir fái 314 þing- sæti, sósíalistar 236 og kommún- istar 27. Samkvæmt þessu hafa sósíalist- ar bætt við sig tíu þingsætum og stjórnarflokkarnir misst níu miðað við samskonar könnun, sem fram- kvæmd var viku áður. Ef marka má nýju könnunina fær Þjóðfylk- ingin, sem er yst til hægri, ekkert þingsæti þótt flokkurinn njóti stuðnings eins af hveijum átta kjósendum. Reuter ALAIN Juppe, forsætisráð- herra Frakklands, smakkar Beaujolais-vín eftir kosninga- fund í bænum Pommiers. Frönskum fjölmiðlum er bannað að birta slíkar kannanir síðasta hálfa mánuðinn fyrir síðari umferð þingkosninga. ■ Sósíalistar setja skilyrði/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.