Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Björg Ellingsen fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1916. Hún lést í Svíþjóð 12. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 22. maí. Nú þegar Björg Ell- ingsen er dáin koma endurminningar lið- inna daga upp í hug- ^ ann, allar götur til þess dags að ég var fyrst gestur hennar í Berg- staðastræti árið 1942. Hún var þá nýbúin að eignast aðra dóttur, Auði, en Erna var árinu eldri. Hún sýndi mér inn í svefnherbergi, þar sem þær lágu sofandi. Jón Ottar er yngstur, fæddur 1945. Ég man allt frá þessu kvöldi. Gestirnir voru Davíð Stefánsson, Sigurður Nordal, Björn Ólafsson, Árni Kristjánsson og konur þeirra, svo ég og Halldór sem vorum farin að sýna okkur saman, en ekki gift. Mér fannst Björg taka mér svo einstaklega vel. Þetta voru mín > fyrstu kynni af Björgu, þó hún hefði alla sina og mína æskutíð gengið fram hjá húsi mínu á Bárugötu og út að horni Stýrimannastígs þar sem þau bjuggu. Móður hennar Maríu Ellingsen þekkti ég því hún var annáluð um allt hverfíð. Hún var frá Kristjánssundi í Noregi og kom hingað til lands 1903, 21 árs gömul, nýgift Othar Ellingsen. Þau bjuggu fyrstu tvö árin í Doktorshús- inu, með Björgu Jónsdóttur, ekkju Markúsar Bjarnasonar skólastjóra > Stýrimannaskólans, og ömmu Rögnvaldar Siguijónssonar píanó- leikara. „Mesta merkiskona sem ég hef kynnst á lífsleiðinni," segir María Ellingsen í viðtali, og við lét- um yngstu dóttur okkar heita í höfuðið á henni. Og það var Björg Ellingsen. Þau Ragnar og Björg giftust 30. júlí 1938. Björg var einstaklega falleg og glæsileg kona. Ragnar sagði um hana: „Ég hefði aldrei eignast peninga, nema af því ég átti svo sparsama konu.“ En Björg var ekki sparsöm nema fyrir sjálfa sig og sitt heimili, en hún var með eindæmum útsjónarsöm og alin upp við meiri íjölbreytni í matargerð en y. við íslendingar á þeim tíma. Hún var höfðingi í öllum sínum gerðum. Einhvers staðar segir Halldór um Ragnar í Smára: „Hann hefur ein- hveija djúprætta samúð með mann- legu lífi, menn einsog Ragnar eru tilviljun, nánast eitthvert happ í mannlegu félagi." Það var líka happ að eiga Björgu einsog hún var. Upp frá okkar fyrstu kynnum höfðum við mikið saman að sælda næstu 40 ár. Við tókum að okkur að bjóða þeim listamönnum heim sem komu á veg- um Tónlistarfélagsins til |slands. Ýmist komu þeir í kvöldveislu til Ragnars og Bjargar, ef þeir stóðu stutt við, annars komu þeir og héldu tónleika í Gljúfrasteini. En það var líka spilað mikið og sungið heima hjá Björgu, því lista- mennirnir æfðu sig þar í stofunni alla tíð: Her- man Prey, Rudolf Serkin, Gerard Sozay, Gerald Moore, Dietrich Fischer-Die- skau og fleiri. Erling Blöndal Bengtsson var einsog sonur þeirra. En það sem meira var, heimili þessa listafólks voru skreytt íslenskum málverkum. „Maður á aldrei að gefa neitt nema maður sjái eftir því,“ er haft eftir Ragnari. Björg sagði ekki orð þegar Ragnar gaf þetta stórkostlega safn til Alþýðu- sambands íslands. Henni fannst það jafn sjálfsagt og að taka á móti öllum mönnum, sem þurftu á hjálp að halda og hringdu á bjölluna hjá henni. Það voru oftar ókunnugir við matborðið en ekki og alveg sama hveijir þeir voru. Eg hef aldrei kynnst jafn fordómalausri og fal- lega hugsandi konu og Björgu. Ég held að það hafi verið meðfætt og að hún hafi haft það frá Maríu móður sinni, en sagt var um hana að allt það góða sem hún hefði mætt á lífsleiðinni ætti hún að þakka manngöfgi sjálfrar sín og hlýju. Mér eru líka minnisstæðar ótald- ar samverustundir í sumarbústaðn- um við Álftavatn. Alltaf var Björg boðin og búin að taka á móti okk- ur og gott að leita til hennar þegar við vorum með útlenda gesti á okkar vegum. Þar var ekki í kot vísað og allt var þar fyrsta flokks. Björg fann það upp hjá sjálfri sér að bjóða okkur fjölskyldunni í sum- arferðir einu sinni á sumri í jeppan- um góða hans Ragnars. Það voru yndislegar ferðir úr alfaraleið og eftirminnilegar. Plássið á Reynimel var lítið, og létu þau sér það nægja þrátt fyrir gríðarlegan gestagang. Það var svo mikil röð og regla á öllu sem Björg kom nálægt og mikil siðfágun í kringum hana. Hún fylgdist mjög vel með námi barna sinna, lét þau öll læra á hljóðfæri, fleiri en eitt. Björg var skapkona, en fór vel með það og kunni sig betur en flestir. Síðast þegar Björg og Ragnar heim- sóttu mig saman, var Kristján Abertsson með, að eigin ósk. Þetta var afskaplega fróðleg og skemmti- leg stund, því þarna rifjuðu þeir upp gamla daga og gerðu upp sakirnar allir þrír. Þegar Ragnar lá banaleguna á Borgarspítalanum var Björg þar alla daga, allan daginn og var farin að sinna öðru öldruðu og veiku fólki sem henni fannst afskipt á spítalan- um. Hún bókstaflega tók það að sér. Ragnar náði því að verða áttræð- ur og því náði Björg líka. Ég hringdi til hennar á áttræðisafmælinu hennar. Hún var þá stödd í Svíþjóð, glöð og kát. En hún kom ekki aft- ur, hún dó þar. Þjóðin á Björgu mikið að þakka ekki síður en Ragn- ari. Ég votta ættingjum hennar innilega samúð mína. Blessuð sé minning sómakonunnar Bjargar Ellingsen. Auður Laxness. Liðin eru rúm fímmtíu ár frá því ég kynntist Björgu Ellingsen og í áratugi meira eða minna viðloðandi heimili þeirra hjóna, í Reykjavík eða í sumarbústaðnum við Álftavatn, ýmist með Ragnari að hlusta á og njóta tónverka hinna miklu meist- ara, eða viðdvöl eftir allar þær helg- arferðir, er við undum tveir einir við margskonar verkefni austur í sumarbústað eða við Helgafellslag- erinn. Viðtökur Bjargar gagnvart mér voru ávallt af sömu umfaðm- andi rausninni. Aldrei brást ljúf- mennska hennar, aldrei umhyggj- an,-og ávallt því meiri sem við kom- um þreyttari og illa á okkur komn- ir eftir margskonar slark. í minningargrein um Marie móð- ur hennar ritaði mætur maður: „Að Marie væri líknarinnar ljúfi engill. Að hún hafi borið í bijósti sér ríka umhyggju fyrir öðrum, og sérílagi fyrir olnbogabörnum mannlífsins og að einstæð gamalmenni og um- komuleysingja hafi hún stutt fjár- hagslega, og að vald mannúðar hennar og samúðar hafi verið svo máttugt, að allir hafi orðið góðir í návist hennar.“ Faðir hennar Othar Ellingsen var ekki talinn síðri á sinn hátt. Það er því hvorttveggja: að vera komin af og alin upp af slíkum öndvegismanneskjum, þá var það sjálfgefið að eðlisgerð Bjargar og umsvif öll hafi verið í samræmi við þá mannkosti. Þrátt fyrir löng og mikil kynni er ég hafði af Björgu, á ég ekki kost á í stuttri grein að minnast nema fárra þeirra gilda, er ég hafði veður af og voru einkennandi fyrir hana. Hún var aðalsmanneskja, og sem húsmóðir bar hún uppi heimili þeirra hjóna, sem höfðingjasetur, hvað það og var, þrátt fyrir að íbúð þeirra væri ekki stærri en rétt fyrir meðalfjölskyldu og gestagangur oft með ólíkindum og margir gestanna heimsfrægir listamenn. Þótt ég sé að verða áttræður, er mér enn ekki ljóst hvað það var í fari mínu, er gerði Ragnar áhugasa- man um það að ég kynntist sem flestu af því er hæst bar í umsvifum hans: en eitt vissi hann, og það var að þegar ég hlustaði á einhvern af hinum miklu meisturum tónlistar- innar, fannst mér ávallt ég vera í návist guðs míns. Hann tók mig því oftast heim með sér, ef staddir voru þar erlend- ir snillingar. Meðal annarra voru Adolf Busch, Rudólf Serkin, Di- etrich Fischer Dieskau og Olav Kiel- land, er héldu tónleika hér, hver með sínum hætti. Það var ekki eins og þessir menn væru einhveijir stundargestir, því glaðværðin, hispursleysið, hlýleik- inn, framkoman öll og talsmátinn var eins og öll hefðu þau alist upp saman frá barnæsku, væru ein fjöl- skylda. Og þessi kynni milli snilling- anna og þeirra hjóna leiddu til ævilangrar vináttu. Hlutur Bjargar var síst minnstur í því andrúmslofti er þarna skapað- ist. Hjá henni voru engir fordómar á ferð, engar stellingar vegna hlut- verks þeirra eða frægðar. Yfír henni var reisn: hún veitti í samræmi við eðli sitt, einlæg, hispurslaus, við- ræðuglöð, sjarmerandi, glæsileg og höfðingi í öllu er laut að húshaldi og veisluföngum: þar var hún í ess- inu sínu. Enda naut hún þar ekki síst bónda síns. Þótt ég kynntist þarna ýmsu merkilegu, er mér þó minnisstæðust SIGRÍÐUR . ÞÓRÐARDÓTTIR + Sigríður Þórðardóttir fæddist á Ljósalandi í Vopnafirði hinn 19. apríl 1908. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 8. maí síð- astliðinn eftir stutta sjúkra- legu og fór útför hennar fram frá Vopnafjarðarkirkju 17. maí. Nú þegar amma mín, Sigríður Þórðardóttir, er fallin frá, er mikið , tómarúm í mínu lífi. Þó svo að ég hafi vitað að kallið gæti komið hve- nær sem er, var ég engan veginn undirbúinn fyrir þetta áfall. Amma mín var einhver sú elskulegasta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var æðrulaus, hjarta- hlý, gerði öllum jafnt undir höfði og lagði öllum gott eitt til. Hennar *■ lífssýn var heilsteypt og einföld. Hún var af þeirri kynslóð er man tímana tvenna og engin þraut né raun var svo erfið að ekki væri hægt að sigrast á henni. Ég tel mig mikla lánsmanneskju að hafa kynnst henni og notið hennar ástar og umhyggju. Fyrir vikið er ég kannski betri manneskja, en ég ella hefði orðið. Elsku amma mín, nú þegar þú ert fallin frá, á ég ekkert nema minningarnar eftir. En þær eru all- ar yndislegar og ljúfar. Þitt skarð getur enginn fyllt. Nú þegar þú ert lögð af stað í þína hinstu ferð, sit ég eftir og kveð þig með miklum söknuði. Einhvem tímann hittumst við aftur, og verður það ljúf stund. Þangað til amma mín, ylja ég mér við minningarnar. Þín Hildur Þöll. BJÖRG ELLINGSEN setning er stormsveipurinn Olav Kielland viðhafði. Að lokinni kaffí- drykkju daginn áður en hann fór af landi, stóð hann upp, hneigði sig brosandi fyrir Björgu, og sagði: „Ef það er nokkuð frá Islandi er ég vildi hafa með mér til Noregs, þá væri það frú Björg.“ Tæplega var hægt að veita henni meiri viðurkenningu fyrir framrnistöðu hennar alla. Ragnar ferðaðist víða um sína daga og þá fyrst og fremst um ís- land, og þá oftast með Björgu og börnin. Þegar hún lýsti hverri þeirri ferð, kom manni á óvart hversu næmi hennar og minni var með ólíkindum. Hún gat lýst nær hveiju fyrirbæri er henni birtist, hveiju vatni, hveijum dal, hveiju fjalli, gróðri og veðrabrigðum, og gat þulið upp nöfn á öllu þessu svo aldr- ei brást. Það er fáum gefinn slíkur eiginleiki. Um tíma rak hún hárgreiðslu- stofu og þar birtist krafan er hún gerði á hendur sér ekkert síður en við önnur viðfangsefni. Hún var meistari í þeirri grein, enda lagði hún sig eftir því að kynnast sem flestu því er ástundað var hjá er- lendum snyrtistofum, hvortheldur með nýjustu snyrtivörur, hár- greiðslu eða annað er viðkom starf- seminni. Sumarbústaður þeirra við Álfta- vatn var ein af perlum svæðisins. Þar dvaldi fjölskyldan meira og minna öll sumur, og ekki var gesta- gangurinn minni þar en í Reykja- vík, né alúðin og viðurgerningurinn. Umönnun hennar fyrir gróðrin- um þar var ekki síðri öðru er hún fékkst við. Eldsnemma hvern morg- un þegar veður leyfði var hún kom- in út 'í garð, gangandi um, skoð- andi hvert tré eða liggjandi á hnján- um, reytandi mosa, arfa eða tínandi burt steina og snyrtandi hvaðeina er betur mátti fara. M.a. sýnir það fordómaleysi hennar og sjálfshörku, að tvö af börnum sínum, þau Auði og Jón Óttar, fæddi hún í sumarbústaðnum við Álftavatn. Oft er það umdeilanlegt hvoru beri að þakka, eiginmanni eða konu hans, hvort þeirra muni hvati eða sýni meiri fylgiþunga því er þau gera hvort um sig. En það eitt er víst, að vita sig eiga traust maka síns, hvetur einatt til stærri átaka en annars mundi. Áratuga sambúð þeirra hjóna bætti hvort annað upp. Ekki að stundum hafi ekki kastast í kekki milli þeirra, því bæði voru stórlynd; en það varð bara til að skerpa kærleikann. Annars vissi ég ekki annað en sambúð þeirra væri yfirleitt með miklum ágætum, enda tryggð henn- ar við Ragnar einstök. Og vissulega kunni hann að meta það. Ég man eftir ummælum hans í bréfi til eins góðvinar síns, en þar segir: „þrisvar sinnum var ég búinn að safna mér peningum til að byggja svolítið stærra hús yfir konuna mína, sem allt gerir fyrir mig.“ Og það voru sannmæli. Síðustu vikurnar fyrir andlát Ragnars sat ég oft hjá þeim við sjúkrabeð hans á spítalanum. Það var eins og ást hennar til hans og innri samgildi, er sprottið höfðu í langri sambúð, hefðu margeflst við þann geig er snart hana við hugsun um það er virtist framundan. Hún reyndi að vera allt í öllu, er hugsan- lega gat orðið til að létta honum stríðið. Róleg og orðhlý rabbaði hún við hann um mál er báðum virtust hugleikin; hlúði að honum eftir þörfum og gældi við máttlitlar hendur hans eins og væri hún með smábarn í lófum sér. Þarna kom þrek hennar best í Ijós, þarna risu hæst með henni hinir kærleiksríku eiginleikar móður hennar sálugu. Umhverfis sumarbústaðinn gróð- ursetti Ragnar sem fjölbreyttastar tijátegundir og natnin við það virt- ist sem hvert tré væri hluti af hon- um sjálfum; og svo var hver blettur nýttur, að útsýni frá húsinu var horfið, utan hvað rétt grillti í Ing- ólfsfjall frá húsdyrunum. Þar fyrir framan stéttina var þó eftir smá- blettur. Og ekki að sökum að spyija. Eina helgina unnu þau bæði að því að koma þar fyrir litlu reynitré. Nokkru eftir að Ragnar lést fór- um við Björg austur. Þá var reynir- inn orðinn hið fegursta tré. Þar með var horfið Ingólfsfjall. Nú var úr vöndu að ráða. Útsýni frá dyrum vildi hún hafa, en ekki sársaukalaust að fella tréð. En ekki þoldi hún að sjá það tré fellt, er þau hjónin höfðu gróðursett saman. Hún hvarf því niður að vatni meðan ég hjó að rótum þess. Og klökk var hún, er hún leit það fallið. Og sjálft tréð grét. Síðustu tvö árin er hún lifði sat ég oftast hjá henni um helgar. Hún var þá komin með einkenni þess sjúkdóms er leiddi hana til dauða. Hún var ekkert áfjáð í gestakomu og var þó ekki hægt að segja að hún hafí verið ómannblendin; en hvorttveggja var, að stijálast var farið um vinina, og þá einsemdin og lasleikinn. Þó gladdist hún mikið við komu þriggja, fjögurra vina, er birtust stöku sinnum. En hún bar sig ávallt vel og vissi að hveiju fór með heilsufarið, þótt hún nefndi það varla. Styrkur hennar fólst m.a. í minningunni um Ragnar og svo komu börnin til hennar, barnabörn- in og tengdasynir. Allt var þetta til að létta henni róðurinn. En ein- hvern veginn hlóðst að henni tregða, er gerði henni oft erfitt með að taka fyrsta skrefið. Hún bjó að vísu yfir stolti, en aldrei gat ég merkt hvort var ríkara í eðli henn- ar, stoltið eða viðkvæmnin. Þeir þættir virtust vefjast fyrir henni og hamla aðgang að mörgum þeim er hún þó óskaði eftir að sjá eða eiga samneyti við. Auk daglegra frétta ræddum við mikið um atburði liðinna ára, enda margs að minnast, og ekki skorti hana minni og upprifjun. Þarna var mikið safn bréfa um hin margvís- legustu viðfangsefni er Ragnari höfðu verið hugleikin. Við lásum obbann af þeim og ræddum varð- veislu þeirra. Einn laugardag kom hún með bunka af bréfum ofan af lofti og hélt þeim að bijósti sér sem dýrgrip- um. Þarna voru þá samankomin öll þau ástarbréf er Ragnar hafði skrif- að henni frá upphafi þeirra kynna. Þau hafði hún varðveitt sem helgi- dóm, hvert einasta bréf. Við vorum lungann úr degi að lesa þau. Ég minriist þess ekki og mun aldrei hafa haft veður af jafn magnþrung- inni ást og fram kom í hveiju því bréfi. Þarna birtist Ragnar upphaf- inn og margefldur í tjáningu sinni, og er þá mikið sagt. Við ræddum hugsanlega geymslu þeirra með tilliti til þess, er að því kæmi óhjákvæmilega að rituð yrði ævisaga hans, því þarna var um að ræða áberandi mikilvægan þátt í lífi hans, til viðbótar öllu öðru. En fyrir henni vakti það eitt að þau hyrfu áður en hún væri öll. Hvað ég vona hafi gerst, enda hennar mál einnar. Aldrei minntist hún þess að hafa gert góðverk um dagana, þrátt fyrir hún ætti sterkan þátt í slíku, ýmist ein sér eða þá með ljúfu samþykki alls þess er Ragnar stóð að, er var meira en ég hafði minnst á mínum lífsferli. En oft fór hún orðum um gerðir hans í þeim efn- um. Meðal annarra dæma, er henni voru hugleikin og einkennandi fyrir Ragnar allt hans líf og staðfesting þess í eðli hans og samtvinnað henni, var lítil saga, er ég hafði sagt henni. I einu af ferðalögum okkar Ragn- ars austur í sumarbústað, komum við að stöðvuðum bíl neðst í Kömb- unum og við hann stóðu hjón með tvö börn. Ragnar vatt sér út úr jepp- anum, gekk til þeirra og spurði hvort eitthvað væri að og á hvaða leið þau væru? Jú, þau voru á leið til Reykjavíkur en bíllinn bilaður. í jeppanum var ávallt kaðalspotti. Umtalslaust vorum við komin á leið til Reykjavíkur með bílinn í togi, allt að Kjartansgötu. Þar spurði maðurinn fullur af þakklæti hvað hann ætti að borga? Ragnar leit framan í manninn og sagði: „Ekkert, þetta var í leið- inni.“ Jóhann Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.