Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sölu Crédit Lyonnais eftilvill flýtt París. Reuter. ALAIN JUPPÉ, forsætisráð- herra Frakka, segir að ríkis- stjómin kunni að flýta einka- væðingn Crédit Lyonnais bankans og selja hann á þessu ári. Hann gagnrýndi tillögu sós- íalista um að fresta einkavæð- ingu og sagði í viðtali við við- skiptablaðið Les Echos að selja yrði bankann og önnur ríkis- fyrirtæki til að afstýra „stór- slysum á borð við Crédit Lyonnais,“ sem líklegt er að kosta muni skattborgara yfir 100 milljarða franka eða 17,5 milljarða dollara. Bankinn nánast hmndi til grunna snemma á þessum ára- tug vegna óhóflegra útlána, en hefur síðan rétt úr kútnum vegna gífurlegrar ríkisaðstoð- ar. Að sögn bankans jókst hagnaður hans verulega á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, en engar tölur voru nefndar. Vegna þeirrar fréttar hækkaði verð hlutabréfa í Crédit Lyonnais um 2,55% í 221,50 franka. ESB gegn Boeing samruna Seattle. Reuter. STJÓRN Efnahagssambands Evrópu hefur formlega til- kynnt Boeing flugvélaverk- smiðjunum að sambandið sé andvígt fyrirhuguðum kaup- um fyrirtækisins á keppinaut- inum McDonnell Douglas Corp. Boeing sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið væri þess enn fullvisst að gengið yrði frá fýrirhuguðum 14 milljarða dollara samruna í sumar þrátt fyrir mótbárur ESB. Markaðsstjóri flugmálastjórnar á fundi Kaupmannasamtakanna Ríkissjóður fær 10% af veltu versl- ana íLeifsstöð VERSLANIR og þjónustufyrirtæki sem munu hefja rekstur á frísvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar munu gjeiða 10% af heildarveltu starfseminnar í Leifsstöð til ríkis- ins auk þess sem þau munu greiða húsaleigu til ríkisins ásamt sam- eiginlegum rekstrarkostnaði flug- stöðvarinnar. Þetta kom fram í máli Ómars Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og kynn- ingarsviðs flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli, á fundi hjá Kaupmannasamtökunum í gær. 011 með einkasölu á ákveðnum vöruflokkum Að sögn Ómars verða verslunar- rými á annarri hæð öll með einka- sölu á ákveðnum vöruflokkum. Fríhöfnin verður með einkasölu á áfengi, tóbaki og snyrtivörum en hefur auk þess heimild til að selja fleiri vöruflokka í samkeppni við þá verslun sem starfrækt verður í húsnæði íslensks markaðar. Sú verslun verður aftur á móti með einkasölurétt á matvælum öðrum en sælgæti, bæði innlendum og erlendum. Aðrar verslanir á hæð- inni verða með einkarétt á sölu á úrum, skartgripum, fatnaði ofl. vöruflokkum. Allt rými boðið út í opnu útboði Ómar segir að verslunar- og þjónusturýmin verði boðin út í opnu útboði, en einungis á íslandi, í júní og í september er áætlað að það Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÓMAR Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og kynningarsviðs flugmálastjórnar. liggi fyrir hvaða tilboðum verður tekið. „Með flutningi komuverslun- ar Fríhafnar á aðra hæð verður öll önnur hæðin opin fýrir komu- og brottfararfarþega þannig að aðrar verslanir geta selt bæði komu- og brottfararfarþegum vöru sína,“ segir Ómar Kristjánsson. Sterk staða hjá lífeyrissjóðnum Lífiðn Eignir um 1,2 milljarðar umfram skuldbin dingar EIGNIR lífeyrissjóðsins Lífiðnar umfram skuldbindingar námu um 1.210 milljónum króna í ársbyijun 1997 miðað við 3,5% raunávöxtun, samkvæmt tryggingarfræðilegri úttekt Bjarna Þórðarsonar, trygg- ingastærðfræðings. Þetta kom fram á ársfundi Líf- iðnar sem haldinn var sl. miðviku- dag. Samkvæmt úttekt Bjarna væri hægt að hækka lífeyri sjóðs- ins um 7,6% eða lækka iðgjöldin um 16,5%. Hins vegar leiðir úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins skv. grunnreglugerð Sambands al- mennra lífeyrissjóða í ljós að eign- ir umfram skuldbindingar voru 4.590 milljónir króna eða 35,2% umfram skuldbindingar í ársbyijun 1997. „Ástæðan fyrir þessari sterku stöðu er þokkaleg ávöxtun sjóðsins í gegnum tíðina," sagði Þorsteinn Húnbogason, fram- kvæmdastjóri í samtali við Morg- unblaðið. „Lífeyrissjóður rafiðn- aðarmanna stækkaði einnig ört eftir að verðtrygging var tekin upp. Þá er meginhluti sjóðfélaga karlar sem lifa skemur en konur, þannig að elli- og örorkulífeyrir er lægri en hjá blönduðum lífeyris- sjóðum. Á móti kemur að makalíf- eyrir er hærri en hjá blönduðum sjóðum.“ Hrein eign til greiðslu lífeyris 8,4 miiyarðar Lífeyrissjóðurinn Lífiðn hóf starfsemi í ársbyijun í kjölfar samruna þriggja sjóða, lífeyris- sjóða matreiðslumanna, fram- reiðslumanna og rafiðnaðar- manna. Stofnfundur hins samein- aða sjóðs var haldinn 30. septem- ber 1996. Samkvæmt stofnefna- hagsreikningi 1. janúar 199Í nam hrein eign sjóðsins til greiðslu líf- eyris tæpum 8,4 milljörðum króna, en þar af vógu eignir Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna langþyngst. Þær námu röskum 6,7 milljörðum. Nam ávöxtun eigna hjá Lífeyris- sjóði rafiðnaðarmanna 8% á síð- asta ári. Á ársfundi Lífiðnar var sam- þykkt að stofna séreignardeild sem verður undir sömu stjórn og aðrar deildir sjóðsins. Til séreignardeild- ar er heimilt að greiða framlag umfram 10% af heildarlaunum. Sjóðfélagi sem er orðinn 60 ára á rétt á að fá inneign sína greidd smám saman eða ekki á skemmri tíma en 10 árum. Deyi sjóðfélagi erfir makinn Sama rétt hefur sjóðfélagi sem verður að hætta störfum vegna varanlegrar heilsubilunar, áður en hann nær 60 ára aldri. Ef sjóðfé- lagi deyr fellur inneign hans í sér- eignardeild til eftirlifandi maka. Jafnframt var á fundinum sam- þykkt að efla kynningar- og fræðslustarf á vegum sjóðsins t.d. með útgáfu bæklings um réttindi sjóðfélaga og fréttabréfs. Morgunblaðið/Golli Vottun hjá ÍSAL ÍSAL efndi til móttöku í gær í tilefni af nýju umhverfisstjórnun- arkerfi sem er hið fyrsta hér á landi. Úttekt svissnesks vottunar- fyrirtækis leiddi hún i ljós að umhverfisstjórnun hjá Isal stenst öll ákvæði alþjóðastaðalsins ISO 14001. Rannveig Rist forsljóri ÍSAL, Christian Roth fyrrverandi forstjóri, Finnur Ingólfsson, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra lyftu glösum við þetta tækifæri. Samið um kaffi- kvóta og verðið hækkar London. Reuter. VERÐ á kaffi á heimsmarkaði fer aftur hækkandi, þar sem náðst hefur samkomulag um að framlengja útflutnings- kvóta í eitt ár. í New York hækkaði júlí- verð um 10 sent úr 2,50 dollur- um pundið þegr fréttir bárust um samkomulag á fundi Sam- bands kaffiframleiðslulanda (ACPC) í London. Viðræðum hinna 14 aðildar- landa sambandsins með Bras- ilíu í broddi fylkingar lauk með samkomulagi um að takmarka heildarútflutning þeirra við 52,75 milljónir 60 kílóa poka í 12 mánuði frá 1. júlí. Það er hér um bil sama magn og selt var samkvæmt núverandi kvóta, sem gildir til 30. júní. Í tilkynningu sagði að tilgangurinn væri að „tryggja framleiðendum hag- stætt verð.“ Verð hækkað um 80-100% Síðan í janúar hefur verð á kaffíbaunum hækkað um 80-100% vegna lítilla birgða og lítil framboðs frá Róm- önsku Ameríku. Neytendur greiða allt að 50% hærra verð í verzlunum. Tæknival selur end- urnýtt prenthylki TÆKNIVAL hf, og Gylco hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Tæknival hf. muni framvegis annast sölu á endurnýttum prent- hylkjum í leysiprentara sem Gylco hefur framleitt og selt um nokkurra ára skeið. Gylco mun hins vegar einbeita sér að framleiðslu hér eftir. Samkvæmt frétt frá Tæknivali er Gylco er eina fyrirtækið hérlend- is sem sérhæfir sig í endurnýtingu af þessu tagi sem byggist á því að skipt er reglulega um helstu íhluti prenthylkisins. Forsvarsmenn beggja fyrirtækjanna telja prent- hylkin fyllilega samkeppnishæf við önnur prenthylki á markaðnum, jafnt endurnýtt sem ný, bæði hvað verð og gæði snertir. Við endurnýtingu prenthylkja er komið í veg fyrir að plast og önnur skaðleg efni sem brotna hægt niður fari út í umhverfið. Notkun endur- nýttra prenthylkja stuðlar því að hreinna og heilsusamlegra um- hverfi. Gylco stefnir að upptöku ISO 9001 staðalsins við alla starfsemi sína innan 12 mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.