Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 51 I 1 I < : < < < < < < < < i BRÉF TIL BLAÐSINS Tenms, íþrótt fyrir alla Sumaropnun tennismiðstöðvar í Kópavogi Frá Jónasi Páli Björnssyni: í TILEFNI af sumaropnun Tennis- miðstöðvar í Kópavogi þann 24. maí er ástæða til að eftirfarandi upplýs- ingar um tennisíþróttina á Islandi komi fram. í hinum stóra heimi er tennisíþróttin ein sú stærsta og er bæði stunduð sem almenningsíþrótt og keppnisíþrótt. Hún er tiltölulega ung íþróttagreir. á íslandi. Spilaður var tennis um 1925 og var fyrsta íslandsmótið haldið árið 1927. Árið 1941 lagðist íþróttin hins vegar nið- ur og hófst tennisleikur hér ekki aftur fyrr en upp úr 1980. í dag eru a.m.k sex tennisfélög starfandi, Tennisklúbbur Víkings í Fossvogi, Tennisdeild Þróttar við Holtaveg, Tennisdeild Fjölnis í Grafarvogi, Tennisfélag Kópavogs í Kópavogi, Tennisdeild BH í Hafnarfirði, og Tennisdeild Umfb á Álftanesi. ÖIl þessi félög bjóða upp á ýmis námskeið fyrir fólk á öllum aldri hvort sem það eru tennisskóli eða kynningarnámskeið fyrir fullorðna. Á veturna æfa þau í Tennishöllinni í Kópavogi. Vel hefur verið staðið að fræðslustarfi hjá Tennissamband- inu og eigum við íslendingar nú nokkra ágætis þjálfara auk þess sem starfandi eru reyndir þjálfarar frá nokkrum öðrum þjóðum. Tennishöll- in hóf starfsemi sína fyrir um það bil þremur árum og hefur verið mik- il lyftistöng fyrir íþróttina hér á landi. í henni eru alls sex innivellir og er hún ein sú glæsilegasta í Evr- ópu. Við íslendingar höfum hingað til ekki náð miklum árangri í keppn- um í tennis erlendis en nú má segja að breyting hafi orðið á. Ungir og efnilegir tennisspilarar eru nýkomnir úr keppnisferðum til Wales annars vegar og hins vegar til Rúmeníu og Moldavíu á vegum Tennissambands íslands. Stendur upp úr þessum ferð- um stórgóður árangur Arnars Sig- urðssonar úr Tennisfélagi Kópavogs en hann náði að vinna bestu menn margra annarra þjóða í sínum ald- ursflokki og kom mjög á óvart með því að lenda í sjötta sæti af 38 kepp- endum frá 18 þjóðum í mótunum í Rúmeníu og Moldavíu. Þessi mót eru með íjórum sterkustu mótum í þess- um aldursflokki í Evrópu. Talsmenn Alþjóða tennissam- bandssins urðu svo hrifnir af ár- angri hans að þeir veittu Arnari styrk til keppnisferðalaga í sumar. Árangur Arnars er sérstaklega at- hyglisverður ef haft er í huga hversu ung íþróttin er á íslandi og hversu gífulega hörð samkeppni er á milli manna í tennis erlendis. Tennis er íþrótt fyrir fóik á öllum aldri. Kosturinn við hana er sá að þátttakendur geta ráðið sínum hraða nokkuð sjálfir og allir geta spilað og haft gaman af ef spilað er við einhvern í svipuðum fiokki. I sumar verður um að ræða samstarf á milli Tennishallarinnar í Kópav^g’ 'g Tennisfélag Kópavogs og geta klúbbfélagar spilað annað hvort úti í góðu veðri eða inni í vondu veðri á sex innivöllum og þremur útivöll- um. Til kynningar á glæsilegri að- stöðu verður haldin fjölskylduhátið næstkomandi laugardag þann 24. maí í Tennishöllinni. Þar verður margt til gamans gert m.a verður í fyrsta sinn á íslandi mældur hraði á uppgjöfum tennisspilara. Allan daginn geta allir sem vilja komið og spilað endurgjaldslaust og eru spað- ar og boltar lánaðir. Þetta er tæki- færi sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara. JÓNAS PÁLL BJÖRNSSON, viðskiptafræðingur og tennisþjálfari. Þegar foreldrar eru ráðþrota Frá Árna Sigfússyni: FLESTIR foreldrar hafa eðlislæga tilfinningu fyrir uppeldi barna sinna. Þeir finna hvenær rétt er að gefa eftir og hvenær rétt er að veita að- hald. En þegar kemur að áfengis- eða fíkniefnaneyslu unglinga standa margir foreldrar ráðþrota. Slíkar aðstæður kalla á fræðslu um forvarnir. Sá aðili hér á landi sem hefur mesta reynslu af því að fást við afengis- og vímuefnavandann er SÁÁ. Það er því við hæfí að SÁÁ hafi stofnað sérstaka forvamadeild. Hjá forvarnadeild SÁÁ eru þrír starfsmenn, sálfræðingar og ráð- gjafar. Undanfarin misseri hafa þeir verið að miðla þekkingu sinni til starfsfólks í grunnskólum, til þjálf- ara og forráðamanna íþróttafélaga og beint til foreldra. Einnig hefur staðið yfir metnaðarfullt verkefni með fimm sveitarfélögum. Þar taka þátt allir sem koma að málefnum unglinga í viðkomandi sveitarfélagi. Þetta forvarnastarf SÁÁ er skipu- lagt og öflugt. Það byggir alfarið á íjárframlögum frá almenningi. Þar skipta tekjumar af Álfasölu SÁÁ mestu. Álfasalan verður um næstu helgi. Ég vona að sem flestir styðji þetta virka forvarnastarf með því að kaupa Álfinn. ÁRNI SIGFÚSSON, framkvæmdastjóri og borgarfulltrúi. Staðreyndirnar tala Frá Jóni Birgi Valssyni: SÍÐUSTU vikur hefur orðið nokkur umræða um glímu á síðum Morgun- blaðsins þar sem tekist hafa á ólík sjónarmið nokkurra kunnra keppn- ismanna og tveggja stjórnarmanna GLÍ sem naumlega naðu kjöri á nýaf- stöðnu glímuþingi. Ýmsir hafa talið að umræða þessi hafí ekki verið nægilega málefnaleg, ég vil því bæta úr því með því að spyija hina tvo umræddu stjórnarmenn, Hjálm þjálf- ara Sigurðsson og Jón nýstúdent ívarsson um eftirfarandi atriði úr reikningum GLÍ síðustu níu ár. Þar kemur fram að á þessu árabili hefur stjórn GLÍ fengið á fjárlögum ríkis- ins 12.750.000 krónurtil glímukynn- ingar í skólum Jandsins. Á þessum árum hefur GLÍ hins vegar aðeins varið 9.543.434 krónum til þessara kynninga. Því spyr ég hvað varð um mismuninn 3.206.566 krónur því eðlilegast hefði verið að skila þessum íjármunum aftur í ríkissjóð, en ekk- ert í reikningum GLÍ bendir til að það hafi verið gert. Einnig væri fróðlegt að vita hvað orðið hefur um þær 2.143.529 krón- ur sem varið hefur verið til útgáfu á glímusögu síðustu níu ár því lítið bólar á útgáfunni enn sem komið er og samkvæmt höfundi verksins gætu enn verið mörg ár í útgáfuna. Það væri í framhaldi af þessu fróð- legt að vita hversu mikið er áætlað að kosti að gefa þetta verk út þ.e. hversu margar milljónir í viðbót af takmörkuðum fjárráðum GLÍ munu renna til útgáfu á verkinu áður en yfir lýkur. Með bestu kveðjum og von um svar hið skjótasta. JÓN BIRGIR VALSSON, glímuþjálfari hjá KR. Amsterdat Arnhem Brussels Chieago Dublln Edmonton Eindhover Glasgow Gronlngeri Istanbul Lisbon 1 London jj Luaano ^ 25. aprfl 1 18. septe 27. júní 'S 8. septert april Mon HEIMSKYNNING Forbo kynnir nýja linoleum línu sem gildir næstu 5 árin, til ársins 2002. Laugardaginn 24.maí n.k. kl. 14.00 að Síðumúla 14. VERIÐ VELKOMIN! 1 £ mK GÓLFBÚNAÐUR SÍÐUMÚU 14.108 REYKJAVÍK, SlMI 5813022 iber '97 jst '97 'september '97 12. september '97 30. september '97 Umhverfisvæn byggingarlist“ Jón Kristinsson, Arkitekt og prófessor flytur erindi um umhverfisvæna byggingarlist. ;\ Talllnn Tokyo Toronto Vancouver 2. október '97 5. september '97 10. september '97 4. september '97 (feflb© KROMMENIE http://www.marmoleunn.com Kr. MH9 wr — ' 'T\ t»í« fiöPioiveen m • mt m* .ns m... »■ ',"j 9 c' Pííjjlu «9» ts» f*r^**r! * h mm /bbInr m ,...J mm mjl z DEH 435/útvarp og geislaspilari ■ 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp • 18 stöðva mlnni • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka KEH 1500/útvarp og segulbandstækl • 4x22w magnarl • Stafrænt útvarp • 24 stöðva minni • BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu • Aðskiiin bassi/diskant KBI 2500/útvarp og segulbandstæki • 4x35w magnari • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni • RDS • BSM • Loudness • Framhiið er hægt að taka úr tækinu • Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka Umbobsmenn um lond allt Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö Búöardal Vestflröir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, BolungarvíkTstraumur, ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraðsbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.KeflavíK- Rafborg, Grindávlk. ,,, PIOIVIEe The Art of Entertainment PIOIMEEJR The Art of Entertainment
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.