Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður samræmdra grunnskólaprófa liggja fyrir Meðaleinknnn í stærð- fræðiprófínu var 5,1 NIÐURSTÖÐUR samræmdra prófa liggja nú fyrir og verða birtar þeg- ar allir grunnskólar landsins hafa fengið þær í hendur, sem ætti að verða einhvern tíma í næstu viku, að sögn Þórólfs Þórlindssonar, for- stöðumanns Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Sé miðað við að einkunnir séu gefnar í heilum tölum eins og á síðasta ári er meðaleinkunn á stærðfræðiprófinu nú 5,1 og er þá tekið tillit til athugasemda sem komu fram við dæmi 44. í fyrra var meðaleinkunnin 5,4. í ár er gefið í heilum og hálfum tölum en til þess að samanburður við fyrra ár sé marktækur hafa einkunnir verið umreiknaðar á sama mæli- kvarða. Þórólfur segir ljóst að prófið í ár hafi verið lengra en í fyrra og að vissulega hafí verið erfið dæmi í því en þau hafi hins vegar ekki verið aftast. Hann segir einnig að á því sé enginn vafi að erfiðara hafi verið að fá 10 nú en í fyrra. Sjö milljóna króna fjár- dráttur FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Norður- lands, FMN, hefur kært fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir rúmiega sjö milljóna króna fjárdrátt og hefur verið óskað eftir opinberri rannsókn á málinu. Fram- kvæmdastjórinn fyrrverandi hefur játað að hafa dregið sér fjármuni og lýst sig fúsan til að aðstoða við að upplýsa málið og endurgreiða félaginu. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað- ur FMN, sagði í samtali við Morg- unblaðið að mál þetta hefði borið mjög hratt að. Hinn ákærði var ráðinn framkvæmdastjóri FMN í júní 1995 og sagði hann upp starfi sínu 8. apríl síðastliðinn að ósk stjórnar FMN, en að sögn Ólafs hafði þá ekkert komið í ljós sem benti til þess að hann hefði dregið sér fé. Við innri endurskoðun félagsins hefðu hins vegar vaknað grunsemd- ir um að ekki væri allt með felldu í rekstrinum og sá grunur hefði síðar verið staðfestur af endurskoð- anda féiagsins. Síðan megi deila um hvort það sé gott eða slæmt. Samkvæmt athug- un trúnaðarmanna virðist sem 50-70% nemenda hafi verið farin út áður en próftímanum lauk. 17 nemendur fengu 10 Við athugun RUM hefur komið í ljós að útkoman úr fyrri hluta prófsins er lakari en í fyrra og seg- ir Þórólfur það koma mjög á óvart. Líklegra hefði verið að seinni hlut- inn hefði komið verr út nú vegna tímahraks en svo sé ekki að sjá. Algebra er skylda á prófínu í ár en var val í fyrra. Þessi breyting leiðir til þess að einkunnin verður lægri en í fyrra. Því segir Þórólfur ekki annað hægt að segja en að niðurstaðan í ár sé mjög svipuð, og þá hvað varðar meðaleinkunn, en hins vegar sé dreifing einkunna önnur. Nú fá alls 17 nemendur tíu á móti 60 í fyrra. Til að kanna áhrif mögulegs tímahraks var próf- að að reikna út einkunnina með því að sleppa síðustu 20% prófsins JAAK Allik menningarmálaráð- herra Eistlands, er staddur hér á landi í opinberri heimsókn ásamt stjórn eistneska menningarsjóðs- ins. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra tók á móti ráðherranum í menntamálaráðuneytinu í gær og á fundi með embættismönnum þar var rætt um fjármögnun og stuðning við íslenska menningu. Að loknum fundinum var haldið en það breytti að sögn Þórólfs engu, meðaleinkunnin varð sú sama, 5,1. Þórólfur segir rétt að prófið nú hafi verið nokkuð frábrugðið því í fyrra og því sé spuming hvort nem- endur hafi verið nógu vel undirbún- ir. „í ljósi þess finnst mér vel koma til greina að hækka einkunnir upp að óvissumörkum sem eru 0,4 stig, þannig að allir nemendur hækki um 0,4. En það er ekki hægt að hækka einkunnirnar á neinum faglegum grunni. Það er engin leið að segja að þetta hafi verið vont próf eða of þungt og tímahrakið sést heldur ekki í prófmu, hvemig sem leitað er. Það er því mjög erfitt að fara að gera einhveijar björgunarað- gerðir þess vegna,“ segir hann. Þórólfur segir skólastjóra fram- haldsskólanna ráða hvernig þeir vega og meta einkunnir úr sam- ræmdum prófum og skólaeinkunnir og því telur hann umræðu um ógild- ingu prófanna á misskilningi byggða. í Alþingishúsið, þar sem Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, tók á móti gestunum en síðan var Ríkisútvarpið sótt heim. í gær- kvöldi var ráðherra ásamt fylgd- arliði viðstaddur frumsýningu hjá íslenska dansflokknum í Borgar- leikhúsinu. Að sýningu lokinni gafst erlendu gestunum tækifæri til að ræða við fulltrúa Félags íslenskra listamanna. Morgunblaðið/Halldór Opinber heimsókn frá Eistlandi Morgunblaðið/Sigurgeir LÖNDUNARMENN við Stefni ÍS í Vestmannaeyjahöfn. Stefnir landaði í V estmannaeyjum STEFNIR ÍS landaði um 40 tonn- um af karfa og grálúðu í Vest- mannaeyjum í gærmorgun, en þangað hélt togarinn eftir að verk- fallsverðir frá Vestfjörðum komu í veg fyrir að landað yrði úr honum í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. For- maður Verkalýðsfélagsins í Vest- mannaeyjum beindi þeim tilmælum til félagsmanna að þeir lönduðu ekki úr togaranum, en sjálfstætt starfandi löndunarverkamenn tóku verkið að sér og var því lokið um hádegisbilið. Bessi frá Súðavík var enn í Hafn- arfjarðarhöfn í gær, en hann er með fullfermi af frosinni rækju, um 200 tonn. Verkfallsverðir eru enn á vakt við Bessa, en verkamannafé- lagið Hlíf hóf samúðarverkfall á miðnætti í fyrrinótt og verður ekki landað úr skipum frá verkfalls- svæðum á Vestfjörðum á meðan samningar hafa ekki náðst þar. Samningamál í sjálfheldu Geir Gunnarsson vararíkissátta- semjari sagði í samtali við Morgun- blaðið að kjaradeilan á Vestijörðum væri í algjörri sjálfheldu og hann gæti ekkert sagt um það á þessari stundu hvort lögð yrði fram miðlun- artillaga í kjaradeilunni. „Menn hafa það alltaf í huga og það getur kom- ið að því en nú get ég ekkert sagt um það. Málið er hjá þeim eins og er og auðvitað tala þeir saman eitt- hvað óformlega,“ sagði Geir. Verkfallsverðir á Isa- firði lentu í árekstri ÁREKSTUR varð í Tungudal við Ísaíjörð síðdegis í gær milli bíls tveggja verkfallsvarða og bíls tveggja starfsmanna sorphirðufyr- irtækis bæjarins. Að sögn lögreglu voru verkfallsverðir að aka fram úr hinum og hugðust stöðva akstur þeirra þar sem þeir töldu þá vera að fremja verkfallsbrot. Lögregla segir að ökumennirnir segist hafa verið á 70-80 km hraða. Bíl verkfallsvarðanna var ekið fram úr hinum og síðan sveigt í veg fyr- ir hann of snemma þannig að bílarn- ir rákust á. Lögregla telur það mildi að ökumönnum tókst að halda bílum sínum á veginum þannig að ekki hlaust teljandi tjón af og enginn meiddist. Hvorugur starfsmanna sorp- hreinsunarfyrirtækisins sem sátu í bílnum sem átti að stöðva er í verka- lýðsfélaginu Baldri en annar þeirra er í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvikur. Verkfallsverðir töldu að mennirnir væru að bijóta verkfall með því að ganga í störf félaga í Baldri. Guðmundur Fylkisson, varðstjóri í lögreglunni, kvaðst í samtali við Morgunblaðið telja það áhyggjuefni þegar verkfallsbaráttan væri með þessum hætti farin að færast frá bílastæðum og athafnasvæðum fyr- irtækjanna og út á þjóðvegina og sagði málinu ekki lokið, þvi að fram- hald þess væri til sérstakrar skoð- unar hjá sýslumanni. I i i I i I I i I ( OECD spáir góðum hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og meiri verðbólgu hér á landi Herða þarf aðhald í pen- inga- o g ríkisfjármálum EFNAHAGS- og framfarastofnun- in, OECD.telur að búast megi við 4-5% hagvexti hér á landi á þessu og næsta ári, atvinnuleysi dragist verulega saman og geti farið í 3,5% árið 1998, og jafnframt geti verð- bólga þá náð aftur 3% í fyrsta skipti síðan 1993. Þá sé útlit fyrir versn- andi viðskiptajöfnuð. Þetta kemur fram í ársskýrslu OECD um íslensk efnahagsmál sem birt var í gær. Fram kemur, að vel hafi árað í íslenskum þjóðarbúskap síðustu þijú ár og á síðasta ári hafi landsframleiðsla aukist um 5,7% sem sé mesti hagvöxtur sl. áratug og með því hæsta sem ger- ist innan OECD. Til mótvægis er í skýrslunni lögð áhersla á að stjórnvöld fyrirbyggi ofþenslu í efnahagslífinu og haldi aftur af eftirspurn eftir innlendri framleiðslu með öllum tiltækum ráðum. Á undanförnum tveimur árum hafi ríkisfjármálastefnan ekki verið eins aðhaldssöm og stefnt var að. Tryggja þurfí að ríkisútgjöld fari ekki fram úr því sem kveðið sé á um í fjárlögum til að treysta efna- hagsstöðugleikann, afkomu ríkis- sjóðs og viðunandi jöfnuð í viðskipt- um við útlönd. Þörf á vaxtahækkun Þá segir að stjórnvöld verði að tryggja að launahækkanir í ríkis- geiranum fari ekki úr böndum. Hallalaus ríkisbúskapur væri í sjálfu sér verulegur árangur og myndi tryggja að staða ríkisfjár- mála á íslandi væri með því besta sem gerist innan OECD. Hins vegar væri það ekki nægur árangur þar sem slík niðurstaða hefði aðeins takmörkuð áhrif á efnahagsumsvif- in og kæmi í veg fyrir að staðan í ríkisfjármálum styrktist þegar til lengri tíma væri litið. Pjallað er um leiðir til að auka aðhald í peningamálum og fram kemur að á sama tíma og Seðla- bankinn hafi aukið aðhald að verð- lagi með vaxtahækkun á síðasta ári hafí hann opnað fyrir þann möguleika að slakað yrði á aðhaldi í peningamálum ef niðurstaða kjarasamninganna væri á skynsam- legum nótum. Sú von sé sennilega orðin að engu, enda sé nú, eftir að kjarasamningarnir liggja fyrir, full þörf á strangara aðhaldi til að koma í veg fyrir að víxlhækkanir launa og verðlags fari í gang. Til að slík- ar aðhaldsaðgerðir skili bestum ár- angri þurfi bæði að koma til hækk- un vaxta og meiri sveigjanleiki í gengismálum. Lítil framleiðni í skýrslunni er fjailað um vinnu- markaðinn og kemur fram að hér á landi sé mesta atvinnuþátttaka innan OECD og meðalvinnuvika fólks í fullu starfi sé lengst hér. Landsframleiðsla á íbúa sé hins vegar rétt í meðallagi OECD-ríkja sem feli í sér að framleiðni á unna vinnustund hljóti að vera mjög lítil, sérstaklega í ljósi umtalsverðrar auðlindarentu frá fiskveiðum og orkuiðnaðinum. Sú spurning vakni ^ hvort skýringarinnar sé alfarið að | leita í óhagkvæmni smæðarinnar, hvort mannauði sé á einhvem hátt ábótavant eða hvort fyrirkomulagið á vinnumarkaði sé ófullkomið. í því sambandi er bent á óhag- kvæmt vinnutímafyrirkomulag, óþarflega flókna og langdregna kjarasamninga, og atvinnuleysis- bætur. Segir m.a. í skýrslunni, að / þær breytingar sem til stendur að gera á þeim séu ófullnægjandi. | Þegar atvinnuleysi sé ekki meira f en raun beri vitni, sé lengd bóta- tímabils í þeim tillögum sem fyrir liggi enn óþarflega langt, auk þess sem bótaréttur þeirra sem stunda hlutastörf sé of rúmur. Þetta skapi hættu á því, að tilhneigingin til að atvinnuleysistímabil lengist sífellt hjá bótaþegum festist í sessi. Þá virðist örlætið í atvinnuleysisbóta- í kerfinu einnig draga úr atvinnu- þátttöku þeirra sem hafa minnsta I - menntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.