Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 41 SIGURÐURH. GÍSLASON + Signrður Halldór Gíslason fæddist á Hóli í Ólafsfirði 25. desember 1923. Hann lést á heimili sínu, Reynihvammi 43, Kópavog-i, 13. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 21. maí. Er við litum um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá voru þar stundir í vina hópi sem veittu okkur mesta gleði. (mico) Kæri bróðir og mágur. Stórt skarð er höggvið i systk- inahópinn þegar þú ert horfinn frá okkur. Við vissum að hveiju stefndi + Þórður Einarsson fæddist í Reylqavík 19. júní 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 21. maí. Við skyndilegt fráfall Þórðar koma upp í hugann margar og góðar minningar frá veru minni á heimili þeirra Þórðar og Nítíar. Það stóð mér alltaf opið hvar sem þau voru og komu þau fram við mig eins og ég væri ein af fjölskyld- unni. Fyrst var ég hjá þeim sem unglingur einn vetur á Fornhagan- um meðan ég var í skóla og átti frænka mín að sjá til þess að ég héldi mig að náminu. Hún lagði sig alla fram en með misjöfnum árangri, en Þórður sagði lítið og kímdi í laumi, sem var gott fyrir mig. Síðar þegar mig langaði að og Guð ræður. Þér var ekki ætlað að vera með okkur á Hóli í júní næstkomandi til að minnast eitt hundrað ára afmælis foreldra þinna. Við vissum að hugur þinn lá norður og þér var mikið í mun að af þessari hátíð yrði. Þín verður því sárt saknað. Þið Fjóla komuð að Hóli á hveiju ári og þá var ekki slegið slöku við. Það var góður hópur sem oft vann frá morgni til kvölds, enda ber staðurinn þess merki, glæsilegur á að líta. Það var líka slegið á létta strengi, sungið og dansað í gamla fjósinu, ballstaðnum okkar. Og ekki undu litlu bömin sér síður vel en við fullorðna fólkið. Við áttum saman yndislegar stundir í mars síðastliðnum. Þið Pjóla tókuð á móti okkur hjónunum fara í enskunám var það Þórður sem greiddi götu mína, útvegaði mér meira að segja fylgdarmann. Að því loknu dvaldi ég um tíma á heimili þeirra í London. Einnig sóttum við móðir mín þau heim til Brussel og dvöldum þar í góðu yfírlæti. Seinna þegar ég fór til Svíþjóðar varð Stokkhólmur fyrir valinu. Það var svo notalegt að hafa Nítí og Þórð þar en helst vildu þau að ég byggi inni á heimilinu hjá þeim, sem ég og gerði hluta af tímanum. Eins og svo oft áður veitti hann mér frábæra aðstoð. Hann tók alltaf þátt í því sem ég tók mér fyrir hendur og studdi mig heilshugar. Þegar hann tók eitthvað að sér var það gert sam- stundis og alltaf fann hann lausn á málunum. Þetta kunni ég svo vel að meta í fari hans og hve hann vann vel og skipulega án með þeirri sömu hlýju og alltaf einkenndi ykkur. Frændum og frænkum var smalað saman og haldin veisla. Þrátt fyrir að vera þá orðinn mjög veikur tókstu fullan þátt í gleði okkar. Elsku Siggi, þú gafst okkur þá ógleymanlegan dag, sem við viljum geyma í hjört- um okkar um ókomin ár. Nú heyrum við ekki oftar söngl- ið í þér eða sjáum þig sitja með litlu bamabörnin í kjöltu þér og hossa þeim en minningin um þig dvelur áfram með okkur. Við vottum bömum og tengda- bömum samúð okkar og biðjum afabömunum blessunar Guðs. Elsku Fjóla. Allar þær stundir sem við hjónin áttum með þér og Sigga eru þakkaðar af alhug. Þær em okkur mikils virði. Megi góðar minningar vera þér vörn og skjól á sorgarstundu. Vertu Guði falinn, kæri bróðir og mágur. Guðmundur og Ingibjörg. nokkurs fyrirgangs. Hann gat séð spaugilegu hliðamar á hlutunum, gjarnan með stríðnisglampa í aug- um. Mér fannst alltaf aðdáunar- vert hvað Nítí og Þórður vom sam- hent og bám mikla virðingu hvort fyrir öðm og oftar en ekki sá maður glettnina í augum hans ef einhvað bar á góma sem þau vom ekki sammála um. Þórður var ljúf- ur í framkomu og áberandi var hvað böm hændust að honum. Með þessum fátæklegu línum kveð ég þig með söknuð í hjarta en fyrst og fremst er ég þakklát forsjóninni fyrir að mega njóta minninganna um góðar stundir með þér sem vini og velgjörðar- manni. Elsku Nítí, Sigríður, Þorri, Jó- hannes, tengdaböm og bamaböm, ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja. Megi minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa ylja ykkur um ókomin ár. Elsku Þórður. Hafðu þökk fyrir alit og Guð geymi þig. Elín. ÞÓRÐUR EINARSSON JÓNAS EGGERT TÓMASSON + Jónas Eggert Tómasson fædd- ist í Sólheimatungu í Stafholtstungum 9. janúar 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Sól- heimatungu 12. maí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Stafholtskirkju 21. maí. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjðfum skipta, fara að finna oft (Úr Hávamálum) Ég var svo lánsamur að eignast vináttu mágs míns, Jónasar Tómas- sonar. Við áttum margar góðar stundir saman og ævinlega hlakkaði ég til að fara einn í Sólheimatungu og eiga við hann löng samtöl, þá var oft hlegið því Jónas gat sagt mjög skemmtilega frá. Jónas var mikill öðlingur, vel les- inn og sérstaklega minnugur og gat maður haldið að hann væri háskóla- menntaður í heimspeki eða sagn- fræði, svo fróður var hann. Ég kveð hann með söknuði og er þakklátur fyrir okkur góðu kynni. Björn Stefánsson. Okkur bræður langar til að minn- ast Jónasar móðurbróður okkar í Sólheimatungu. Alit frá því við vor- um litlir guttar höfum við oft farið í sveitina eins við köllum Sólheima- tungu. Vorum við þar sem kaupa- menn hjá þeim bræðrum Jónasi og Sigga á sumrin. Þótti það bæði gagn og gaman hjá ungum mönnum og höfum við búið að því æ síðan að hafa tekið þátt í sveitastörfunum. Einnig komum við þar á veturna og var þá einnig mikið um að vera t.d. keyrt á ísilagðri Norðurá og dorgað. Alltaf höfum við haldið góðum tengslum við sveitina og gistum þá í gamla húsinu hjá þeim Jónasi og Bósa. Gaman var að tala við Jónas enda var hann einkar skemmtilegur, vel les- inn, víðsýnn, fullur af fróðleik og mikill heim- spekingur. Einnig var ávallt stutt í hlátur hjá Jónasi og velti hann oft upp þvi spaugilega í líf- inu. Bósi lét sér það hinsvegar nægja að horfa á okkur bænar- augum og bíða eftir einhveiju matarkyns. Jónas var mikill bókamaður, keypti mikið af bókum og las allt á milli himins og jarðar og var aldrei komið að tómum kofunum hjá hon- um. Jónas fylgdist vel með þjóð- málaumræðunni með bóka- og dag- blaðalestri ásamt útvarpshlustun. Var því oft vakað Iangt fram á kvöld í gamla húsinu, spjallað, hlegið og hlustað, enda hafði Jónas ætíð næg- an tíma. Gaman var að hitta Jónas í góðra vina hópi er hann kom í brúðkaup Þóris og Óskar 1. maí sl. Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið var haft samband við Jónas og hann beðinn um að taka þátt í smá glensi gagn- vart brúðhjónunum tilvonandi. Var hann beðinn um að koma með gaml- ar sauðaklippur fyrir grófrakstur á brúðgumanum, en hann hafði safn- að skeggi um nokkum tíma. Jónas tók heilshugar þátt í þessu glensi með bros á vör. Kom hann til Reykjavíkur prakkaralegur á svip, vopnaður ryðguðum sauðaklippum og bætti óbeðinn við brýni svo brúð- guminn gæti litið sómasamlega út. I sömu bæjarferð hitti hann nýjasta fjölskyldumeðliminn, son þeirra Stefáns og Önnu. Tómlegt verður nú í gamla hús- inu, en minning um góðan vin og frænda verður ávallt til staðar. Þínir frændur, Stefán Jóhann, Þórir og Gunnar Björnssynir og fjölskyldur. GYÐA RUNÓLFS- DÓTTIR + Gyða Runólfsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1909. Hún lést á Landspítaianum 30. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Einstaklega góðar minningar safnast fyrir í huga manns þegar hugsað er til ömmu Gyðu sem lifði langa og farsæla ævi. Amma hefði orðið 88 ára gömul í sumar hefði hún verið á meðal okkar. Minnist ég þess hve hún sá alltaf vel um litla strákinn sinn þegar við bjuggum í Skeiðarvoginum og alltaf vissi amma hvenær hún gat trakter- að mig með hunangsbrauðinu með rabarbarasultunni sem mér þótti svo ómótstæðilega gott og fékk hvergi nema hjá henni. Svo fannst mér mjög minnisstætt eitt sumar fyrir mörgum árum að þegar ég var búinn að bera út Moggann buðu amma og afi mér til sín í morgunmat og eftir hann fékk ég mér yfirleitt lúr í rúm- inu þeirra fram að hádegi ef við vorum ekki að spjalla, en þá var kominn tími til að bera út Dagblaðið. Nú er ég ekki í vafa um að henni líður vel og það hefur verið tekið vel á móti henni í þeim heimi sem hún er nú. í hjarta mínu lifir minningin um þig, amma mín. Ég bið Guð um að geyma þig og styrkja afa Júlíus. Blessuð sé minning Gyðu Runólfs- dóttur. Iljalti Þór Heiðarsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN ZOPHONÍAS SIGRÍKSSON, Hjarðarholti 18, Akranesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 21. maí. Hrönn Jónsdóttir, Halldór Jóhannsson, Börkur Jónsson, Valgerður S. Sigurðardóttir, Þorsteinn Jónsson, Hrefna W. Steinþórsdóttir, bamabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓRA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt þriðju- 'dagsins 20. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 26. maí nk. kl. 10.30 Páll Hróar Jónasson, Jónas Pálsson, Lilja Pálsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Hróar Pálsson, Heiðbjört Pálsdóttir, Hallfríður M. Pálsdóttir, Árni Þórður Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þórunn Skaftadóttir, Pétur Ársælsson, Reynir Sigurðsson, Kristín Guðmundsdóttir, + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINN EIRÍKSSON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 21. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Thea Þórðardóttir, Gunnar Sveinsson, Katrín Baldvinsdóttir, Erik Sveinsson, Þórir Sveinsson, Jónína Hjaltadóttir, Birgir A. Sveinsson, Karin Larsen og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR BJARNADÓTTIR, Aðalgötu 5 (Vinaminni), Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Guðmundsson, Þuríður Hrefna Sigurjónsdóttir, Magnús Sverrisson, Ingibjörg G. Sigurjónsdóttir, William Henry, Guðlaug Guðmundsdóttir, Gísli ívar Jóhannesson, Guðmundur Th. Ólafsson, Þórey Brynja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.