Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 25 Morgunblaðið/Golli SEAN Gregory og Paul Griffíths, kennarar við Guildhall Scho- ol of Music and Drama, eru leiðbeinendur á námskeiðinu. Fjölmennur hópur nemenda frumflytur eigið verk Hín lifandi tengsl styrkt SÍÐDEGIS í dag, föstudag, verða haldnir tónleikar í sal Æfingadeilar KHÍ sem marka lok námskeiðs í spuna og tónlistarmiðlun er staðið hefur yfír síðustu daga á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Leið- beinendur á námskeiðinu eru þeir Paul Griffiths og Sean Gregory, kennarar við hinn virta Guildhall School of Music and Drama í Lund- únum. A fímmta tug nemenda hefur tekið þátt í námskeiðinu, sem hóf göngu sína í sal Tónlistarskóla FÍH, og fólst í að þátttakendur sömdu tónverk fyrir minni hljóðfærahópa. Seinustu tvo dagana hefur nám- skeiðið hins vegar færst inn í sal Æfingadeilar KHÍ þar sem um 30 12 ára nemendur gengu inn í verk- efnið. Þeir taka virkan þátt í frek- ari uppbyggingu þess, að sögn Halldórs Haraldssonar, skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík. Alls munu um 70 manns taka þátt í flutningi verksins. í sífelldri endurnýjun Paul og Sean starfa við deild Guildhall School of Music and Drama sem nefnist í lauslegri þýð- ingu Deild tónlistarflutnings og tón- listarmiðlunar og er forvígismaður hennar og yfirmaður Peter Renshaw, ásamt því að gegna öðr- um stjórnunarstörfum við skólann. „Renshaw fékk hugmyndina þegar hann var skólastjóri Yehudi Menuhin skólans, en þeirri stöðu gegndi hann í ellefu ár. Á þeim árum gerði hann sér grein fyrir því hve lítil tengsl almenningur í Bret- landi hafði við allt það tónlistarlif sem fram fer í tónlistarskólum og tónleikum yfirleitt. Hann vildi koma á tengslum og stofnaði áðurnefnda deild í því skyni og má segja að með henni hafi Renshaw sannað tilverurétt þessarar námsgreinar og byggt hana upp sem fag. Nú er deildin að hefja sitt tólfta námsár," segir Halldór. Hann segir að fagið sé raunar í sífelldri endurnýjun og endursköp- un og hafi starf deildarinnar haft gífurleg áhrif á aðra tónlistarskóla víða um heim. Renshaw kom sjálfur hingað til lands ásamt Paul Griffiths í lok janúar 1996 og héldu þeir námskeið fyrir kennaradeildir Tónlistarskóians í Reykjavík. Paul hélt síðan annað námskeið á vegum skólans í Skálholti í ágúst í fyrra, auk þess sem níu nemendur skólans héldu utan í desember síðastliðnum og tóku þátt í námskeiði í Guild- hall School of Music. „í grófum dráttum má segja að þróunin hafi orðið sú að fara í gegn- um almennar kynningar, notkun leiklistar og annarra listgreina í kynningu tónlistar yfir það sem nú tíðkast mest, þ.e. að gera áheyrend- ur virka í tónlistarflutningnum með einhveijum hætti. í Guildhall School of Music verða allir nemendur að taka eitt ár í þessu fagi á lokaárum sínum við skólann. Þar fá þeir tilsögn og þjálf- un í því að kynna tónlist, í víðasta skilningi þess orðs, áheyrendum á ýmsum aldri og úr ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Leikur fær nýja vídd Auk þess sem nemendurnir fá þjálfun í þessu fagi, hafa áhrif námsins orðið þau að leikur og túlk- un þeirra hefur fengið nýja vídd, orðið meira skapandi og lifandi en áður. Hin lifandi tengsl við áheyr- andann hafa styrkst," segir Hall- dór. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í sal Æfingardeildar KHÍ. Tvær sýningar eftir á Dómínó NÆSTSÍÐASTA sýning á Dómínó Jökuls Jakobssonar verður í kvöld og annað kvöld allra síðasta sýn- ing. Dómínó var frumsýnt 9. janúar sl. og hlaut góðar viðtökur, en verkið hefur nú verið sýnt yfir fjörutíu sinnum og verið uppselt á flestar sýningar. Leikritið hefur af mörgum verið talið eitt besta leikrit Jökuls. Þetta er margslungið verk: „duiarfullt, einfalt og flókið í senn. Líkt og í mörgum öðrum verka Jökuls er lýst sálarástandi og firringu ráð- villts fólks í þjóðfélagi allsnægta“. Leikarar eru Eggert Þorleifsson, Egill Ólafsson, Guðrún Ásmunds- dóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Mar- grét Ólafsdóttir. Lýsingu hannaði Ogmundur Þór Jóhannesson. Hljóð sér Ólafur Örn Thoroddsen um, leikmynd og búninga hannaði Stíg- ur Steinþórsson og leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Bandaríkin og Evrópa eftír seinni heimsstyrjöld BÆKUR F r æ ð i r i t AÐSTOÐ OG SAMRÁÐ BANDARÍKJANNA VIÐ LÖND í VESTUR- EVRÓPU, 1940-1959 eftir Harald Jóhannsson, Reylgavík, Akrafíall, 1996,159 bls. ÞAÐ fer ekkert á milli mála að hlutverk Bandaríkjanna í stjórn- málum Evrópu á þess- ari öld hefur skipt sköp- um um frið í álfunni. Frá því í síðari heims- styijöldinni hafa Bandaríkin tekið virkan þátt í stjórnmálum Evr- ópu, fyrst með þátttöku í styijöldinni, síðar með Atlantshafsbandalag- inu og ýmsum öðrum alþjóðastofnunum. Eft- ir að kalda stríðinu lauk hafa Bandaríkin viljað draga úr hlutverki sínu í Evrópu en það hefur ekki gengið allt of vel. Stríðið í Bosníu hefur fært mönnum heim sanninn um það að Evrópuríkin eru ekki enn fær um að taka á erfiðustu málum álfunnar án aðstoðar Bandaríkjanna. Hlut- verki þeirra í stjómmálum Evrópu er því alls ekki lokið. Haraldur Jóhannsson hefur tekið saman kver um fjárhagslega aðstoð Bandaríkjanna við Evrópu á 19 ára tímabili, frá 1940-1959. Hann fjallar ekkert um hernaðarlega aðstoð eða stjórnmálaaðstoð almennt. Hann greinir frá því hvernig hugmyndir manna um aðstoð Bandaríkjanna við Evrópu þróuðust, en Evrópa fór illa út úr stríðsrekstrinum í styijöldinni. Hann byijar á því að gera grein fyrir peningalegri aðstoð Bandaríkj- anna í styijöldinni sjálfri en megnið af þessari litlu bók seg- ir frá árunum eftir styijöldina. í bókinni er farið orð- um um Marshall-áætl- unina, Schuman-áætl- unina og Evrópska greiðslubandalagið. Leitazt er við að gera grein fyrir tildrögum hverrar áætlunar, markmiðum og meta að einhveiju leyti hvort þessum markmiðum var náð. Það er reynt að lýsa áhrifum á efna- hag ríkjanna og hvemig Bandaríkjamenn reyndu að greiða úr þeim vandkvæðum sem voru á því að koma á eðlilegum viðskiptum Evrópuríkj- anna innbyrðis og við aðra hluta heimsins. Það var í mörg horn að líta við að ná því marki og sérstak- lega var staða Vestur-Þýzkalands viðkvæm á árunum eftir styijöldina. En það er óhætt að segja að það hafi tekizt að ná því marki að koma á markaðsskipulagi í Vestur-Evrópu. Peningaleg skipulagning Vestur- Evrópu á árunum eftir styijöldina er forvitnilegt viðfangsefni núna af tveimur ástæðum. Frá 1989 hefur verið unnið að því að koma á mark- aðsskipulagi í Austur-Evrópu um leið og stjórnarhættir hafa verið bættir og reynt að tryggja réttindi þegnanna. Núna er stefnt að því að taka upp sameiginlega mynt í Evrópu og gífurlegt undirbúnings- starf er unnið þessi árin við að skapa skilyrði fyrir því. Vandamálin eru önnur nú og Evrópuríkin eru einfær um að greiða úr peningaleg- um vanda álfunnar og þurfa ekki á aðstoð Bandaríkjanna við það. En vandamálin í Áustur-Evrópu og röksemdirnar sem beitt er við Evr- ópumyntina eru um sumt svipaðar því sem áður var. Þessi bók er ekki sérlega vel skrifuð. Setningar eru stirðlegar á köflum og orðaröð óeðlileg. Höfund- ur heldur sig ágætlega við efnið og vitnar skipulega í nokkrar bækur og skýrslur. En hann gerir enga skipulega tilraun Ul að tengja ísland inn í þetta þótt ísland sé nefnt og höfundur hefur engar rannsóknir gert á sögulegum frumheimildum. Það er engin viðleitni til að tengja efnið við vandamál samtímans til að vekja áhuga lesandans. Það er því vandséð hvaða erindi bókin á við íslenzkan samtíma þótt efnið sé áhugavert. Guðmundur Heiðar Frímannsson Haraldur Jóhannsson NEMENDUR sýna stutta dansa í Þjóðleikhúsinu. Listdansskóli íslands sýnir í Þjóðleikhúsinu LISTDANSSKÓLI íslands heldur nemendasýningu í Þjóðleikhúsinu á morgnn, laugardag kl. 14. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni. Stuttir dansar bæði í klassískum og nútíma stíl, samdir af kennurum skólans fyrir viðkomandi fíokka, sumir með aðstoð nemendanna sjálfra. Einn- ig verður sýnt nýtt dansverk eftir David Greenall, Nátthrafnar, við tónlist Duke Ellingtons, en David er dansari íslenska dansflokksins og kennir við Listdanskólann. Það eru tveir elstu flokkar skólans auk forskóla sem taka þátt í því verki. Lokaatriði sýningarinnar er „Les Sylphides" skógardísirnar við tónlist F. Chopin. Gestadans- ari með skólanum í Les Sylphides er Guðmundur Helgason, sem kennir við skólann, auk þess að vera dansari í íslenska dans- flokknum. Önnur aðalhlutverk eru í höndum nemenda skólans. Ingibjörg Björnsdóttir lætur af störfum Þessi sýning er jafnframt síð- asta nemendasýningin sem núver- andi skólastjóri, Ingibjörg Björns- dóttir stýrir, en hún lætur af störfum eftir margra ára starf, fyrst við Listdansskóla Þjóðleik- hússins og siðan Listdansskóla Islands. Tónleikar Kórs Hafn- arQarð- arkirkju KÓR Hafnarfjarðarkirkju heldur vortónleika í kvöld kl. 16 í Hafnarfjarðarkirkju. Kórinn skipa um 30 félagar og stjórnandi kórsins er Natal- ía Chow. Undirleik á píanó annst Helgi Pétursson. Efnisskráin inniheldur trú- arleg verk ásamt vor- og sum- arlögum. Kórinn er að fara í vorferða- lag og mun í þeirri ferð halda tónleika í Dalvíkurkirkju 31. maí kl. 17 og syngja í guðs- þjónustu í Akureyrarkirkju 1. júní. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.