Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 21 Reuter ALAIN Juppe forsætisráðherra og Francois Bayrou menntamálaráðherra heilsa upp á barþjón í Chesnay, skammt frá París. Chesnay er kjördæmi flokkssystur þeirra, Anne-Marie Idrac, fyrir miðju, og sýndu ráðherrarnir henni stuðning sinn á yfirreið um kjördæmið í gær. Lokasprettur frönsku kosningabaráttunnar Sósíalistar setja skilyrði fyrir EMU Paris. Reuter. SÓSÍALISTAR reyna á lokaspretti kosningabaráttunnar í Frakklandi að sannfæra almenning um að ekk- ert sé hæft í ásökunum hægrimanna um að komist vinstriflokkarnir til valda, stefni það Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og utanríkisstefnu Frakka í hættu. Það hefur verið inntak kosningabaráttu stjórnarflokkanna síðustu dagana fyrir fyrri umferð þingkosninganna sem fram fara á sunnudag. Ekki má lengur birta skoðanakannanir en fréttir af leynilegum skoðanakönn- unum sem bentu til þess að saman drægi með hægri- og vinstrimönn- um, urðu til þess að nokkurt verð- fall varð á frönskum mörkuðum. Mið- og hægriflokkarnir í ríkis- stjórn hafa beitt hræðsluáróðri og sagt að komist vinstriflokkarnir til valda, muni það koma í veg fyrir þann efnahagsbata, sem sé í augsýn eftir strangar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda. Þá hefur stjórnin reynt að sannfæra almenning um að vinst- riflokkarnir séu klofnir í afstöðu sinni til Evrópumála og að komist þeir til valda, stefni það Evrópusam- starfi í hættu. Einn stjórnariiða og formaður Lýðræðissambandsins, Francois Leotard, lét þau orð falla að þegar evróið, sameiginleg mynt aðiidarlanda Evrópska myntsam- starfsins, væri annars vegar, kynni sú staða að koma upp að forsetinn segði ,já“, forsætisráðherra sósíal- ista „kannski" og samstarfsflokkur hans, kommúnistar, „nei“. Delors samþykkir skilyrði Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, hefur vísað þessu á bug og segir vinstriflokkana vera fylgjandi sam- eiginlegri mynt, með íjórum skilyrð- um. Þau eru að Ítalía og Spánn verði með frá upphafi, að sett verði á fót „efnahagsstjórn" sem mótvægi við Evrópska seðlabanka, að gerður verði sáttmáli um samvinnu og að- gerðir til að auka hagvöxt og berj- ast gegn atvinnuleysi og að gripið verði til aðgerða til að komast hjá því að evróið verði ekki metið of hátt. Sósíalistinn Jacques Delors, fyrr- verandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði kröfur Jospins samræm- ast anda Maastrichtssáttmálans, þar sem kveðið er á um stofnun EMU og skilyrðin fyrir henni. Le Pen hyggst hundsa sjónvarpið Leiðtogi hægriöfgamanna í Þjóð- fylkingunni, Jean-Marie Le Pen, hótaði því í gær að fulltrúar flokks- ins myndu ekki mæta á kosninga- vöku í franska ríkissjónvarpinu, þar sem það hefði hundsað kosningabar- áttu flokks hans. Engar fréttir hefðu birst af fjölmennum kosningafund- um í ríkissjónvarpinu og að slíkar vinnureglur tíðkuðust helst hjá ban- analýðveldum. Þá ítrekaði Le Pen þá ósk sína að ynni Þjóðfylkingin ekki sigur í kosningunum, vonaði hann að vinstrimenn hefðu sigur, þar sem það myndi valda Jacques Chirac for- seta meiri vandræðum en ef stjórnin sæti áfram. Ríkisskattsl^ ór i handtekinn fyrir skattsvik Hclsinki. Morgunblaðið. JUKKA Tammi, skattstjóri Finn- lands, hefur verið handtekinn og útilokaður frá starfi sínu þangað til gengið hefur verið úr skugga um hvort hann hefur gerst sekur um lögbrot. Auk Tammi voru fjórir ónafngreindir menn handteknir vegna meintra brota á skattalögum. Er hann grunaður um að hafa mis- notað embættisstöðu sína og aðstoð- að við skattsvik. Tammi, sem var látinn laus á þriðjudag, kvaðst ekki vita hvers vegna hann var handtek- inn og yfirheyrður. Sagðist hann að vísu hafa aðstoðað mága sína í skatt- málum en neitaði að hafa hvatt þá til skattsvika. Málavextir eru þeir að á áttunda áratugnum eignaðist Tammi 20% hlut í lyftarafyrirtæki sem mágar hans hafa rekið. í fyrrahaust kom í ljós að mágarnir hafa átt Qölda fyrirtækja sem stunduðu óljós við- skipti sín á milli. Eru þeir bræður grunaðir um að hafa svikið nokkrar milljónir finnskra marka undan virð- isaukaskatti þegar notaðar vinnuvél- ar voru seldar milli fyrirtækja og svo fluttar úr landi. Aija Alho skattaráðherra til- kynnti á föstudaginn að Tammi hefði verið vikið úr embætti um stundar- sakir. Kvað hún málið dapurlegt þar sem það yrði til að draga úr trú al- mennings á hreinskilni æðstu emb- ættismanna. í haust voru uppi get- gátur um aðild Tammis að viðskipt- um mága hans en þá slapp hann eftir að hafa gefið Alho skýrslu sem átti að sýna að hann hefði aðeins verið hluthafí en ekki meðstjórnandi fyrirtækisins. Samsæri gegn skattsljóranum? Jukka Tammi segist hafa verið án lögfræðiaðstoðar á meðan yfir- heyrslur stóðu yfir og því hafi hann ekki spurst nánar fyrir um ástæður þeirra. Fullyrðir hann að um sam- særi sé að ræða gegn honum. Hann og kona hans eru bæði háttsettir embættismenn hjá ríkisgjaldheimt- unni. Bræður frú Tammi hafa hins vegar verið grunaðir um meiri háttar skattsvik í viðskiptum með notaða lyftara. A fréttamannafundi sagðist Tammi efast um að hann gæti hald- ið embætti sínu. En um leið kvaðst hann vera undrandi á því að hann skyldi þykja ófær til embættisverka vegna eignarhlutar í fyrirtæki sem hann stjórnar ekki. Jarðskjálfti á Indlandi 38 látnir, þúsundir heimilislausar Kosamghat. Reuter AÐ MINNSTA kosti 38 létust og allt að 1.000 slösuðust í öflugum jarðskjálfta á Indlandi í gærmorgun. Þúsundir misstu heimili sín. Skjálftinn, sem mældist 6,0 á Richter og varði í allt að 50 sekúnd- ur, reið yfir Madhya Pradesh fylki. Yfirvöld óskuðu eftir aðstoð hers- ins en tólf tímum eftir skjálftann höfðu hjálparsveitir enn ekki náð til allra þorpa á svæðinu. Samkvæmt opinberum tölum liggja 188 alvarlega slasaðir á sjúkrahúsum, flestir með höfuð- og bakáverka en yfirvöld áttu þó ekki von á að tala látinna hækkaði mikið. „Hefði þetta gerst að vetri til væri ekkert okkar á lífi,“ sagði Shanti Bal, einn íbúa Kosamghat- þorps á miðju skjálftasvæðinu. Öll hús í þorpinu voru jöfnuð við jörðu og 1.100 íbúar þess, sem sváfu utan- dyra í sumarhitanum er skjálftinn varð, misstu heimili sín. íbúar ná- grannaþorpanna komu með vatn og matvæli en auk þess sem skjálftinn rauf síma- og rafmagnslínur, grugg- aði_ hann vatn í vatnsbólum. í september á síðasta ári létust 10.000 manns í nágrannafyikinu Maharashtra í skjálfta sem mældist 6,3 á Richter. Hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum Herliðið komið 200 km inn í Irak Á landamærum Tyrklands og íraks. Reutcr. HERSYEITIR Tyrkja héldu áfram sókn sinni lengra inn í Norður-írak í gær, á níunda degi innrásar þeirra sem hefur að markmiði að uppræta bækistöðvar herskárra Kúrda, sem berjast fyrir aðskilnaði Kúrdahérað- anna í Austur-Tyrklandi og stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda. íraska dag- blaðið el-Thawra, helzta málgagn stjórnarinnar í Bagdad, kallaði í gær hernaðaraðgerðir Tyrkja „til- gangslausan eltingarleik við drauga". Að sögn talsmanna Kúrda í írak hafa tyrknesku hersveitirnar sótt 200 km inn í landið, lengra en nokkru sinni fyrr í slíkum leiðöngr- um inn í landssvæðið innan landa- mæra Iraks norðan 36. breiddar- baugs, sem frá lokum Persaflóa- stríðsins hefur verið utan hernað- arlögsögu íraksstjórnar. Þessar fréttir fylgja í kjölfar fregna um liðssöfnuð íraka, Sýrlendinga og írana í næsta nágrenni við átaka- svæðið. Tyrkneska ríkisfréttastofan An- atolian hefur greint frá því að her- sveitir ynnu að því að eyða herbúð- um hins útlæga Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) nærri austur- iandamærum íraks við íran og þær hefðu hafið „viðbúnað" nærri markalínunni við 36. breiddarbaug og landamærum íraks við Sýrland. Frjáls fréttaflutningur hindraður Þessar umsvifamiklu hernaðar- aðgerðir Tyrkja, sem 10.000 her- menn taka þátt í, hafa farið fram undir ströngu fréttabanni sem tyrk- neski herinn hefur framfylgt af hörku. Því hefur reynzt mjög erfitt að fá fréttir af atburðum á átaka- svæðinu staðfestar. Practical 3ja dyra Hatcback. Verð kr. 1.249.ooo Kynntu þér einnig hinar 3 gerðirnar ítarlegar upplýsingar um / . r , .. i o r* "1 i i j *• MAZDA eru a heimasiðu I MAZDA 323 ljölskyldunni! okkar: www.raesir.is Umboðsmenn: Akranes: Bílás s£ • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. HtÆSílRI HF Eeilsstaðir. Bílasalan Fell • Selfoss: Beui bílasalan • Vestmannaeviar: Bifreiðaverkstæði Muccs skúuagötu 59. sftvn S61 9550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.