Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Silfurfagur tónn Áshildar og frábær flutningur hennar náði ekki að lífga upp þetta vel gerða en sviplitla verk, segir í dóminum. Silfurtær flaututónn TONLIST iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Mozart, _ Reinecke og Brahms. Einleikari: Áshildur Haraldsdóttir. Stjómandi: Anne Manson. Fimmtudagurinn 22. maí 1997. EFTIR langt frí býður Sinfóní- hljómsveit íslands tónleikagestum til tónlistarveislu á ný. Svona langt hlé á tónleikahaldi getur haft slæm áhrif á heimtur hlustenda, því van- inn er sterkur mótor og t.d.í leik- húsi er talið slæmt, ef mjög langt er á milli sýninga og það gæti allt eins átt við tónleika, sem annars eru haldnir nokkuð reglulega. Tónleikarnir hófust á forleiknum að óperunni Brúðkaug Fígarós, eftir meistara Mozart. í heild var forleikurinn leikinn nokkuð hægt og var fyrir bragðið skýr en án verulegrar spennu, klassískur og allur í gegn nákvæmur í hryn. Það vantaði sem sé háskann, að sleppa sér fram á þá ögurbrún, þar sem engu má muna. Ashildur Haraldsdóttir lék ein- leik í flautukonsert eftir Carl Reinecke, sem var einn af þeim rómantíkerum, er ekki náðu að gæða tónlist sína þeim sérkenni- leika, sem Schumann taldi megin- undirstöðu rómantískrar fagur- fræði. Það sem Reinecke samdi var vel gert en í alla staði venjulegt og ekkert skrýtið og svo er um flautukonsertinn. Það var ekki alls kostar gott samspil á milli hljóm- sveitar og einleikara, einkum í síð- asta kaflanum, því stjórnandinn hafði sterka tilhneigingu til að halda sérviðjafna hrynskipan, sem er í raun ekki í anda rómantískrar tónlistar. Áshildur lék konsertinn vel og sérlega miðþáttinn, sem er besti þáttur verksins og þar var samspil hennar og hljómveitarinn- ar oft mjög fallega mótað. Silfur- fagur tónn Áshildar og frábær flutningur hennar náði ekki að lífga upp þetta vel gerða en svip- litla verk. Lokaverk tónleikanna var 2. sin- fónían eftir Brahms og var fyrsti kaflinn hægur og fallega fluttur og ef „Codinn“, niðurlag kaflans, er vel fluttur er allt gott og svo var að þessu sinni. Manson hafði annan þáttinn ekki nægilega róleg- an, hann vantaði þá ró, til að t.d. C-hlutinn blómstraði og það á reyndar einnig við um það sem eftir lifði þennan sérkennilega fagra þátt. Þriðji þáttur var nokkuð góður en í þann fjórða vantaði að Manson gætti að vandmeðförnu styrkleika- jafnvægi á milli hljóðfærahópanna, svo að ýmislegt tapaðist í t.d. strengjunum vegna mikils styrks í blásurunum, sérstaklega undir það síðasta. í heild lék hljómsveitin vel, þó að í Brahms-sinfóníuna vantaði þá alvöru og skáldskap, sem er aðall þessa mikla snillings. Jón Ásgeirsson Dómur um Svan Guðbergs Bergssonar Ovenjuleg uppvaxtarsaga BÓK Guðbergs Bergssonar, Svan- urinn, fær góða dóma í stuttri um- sögn í The Times Literary Supple- ment og er henni m.a. líkt við mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köld- um klaka. í mynd og bók segi frá sérvitringum, sem séu þó hvorki ótrúverðugir eða ýktir, þrátt fyrir að samtöl þeirra og gerðir séu á köflum torskildar. Svanurinn kemur út hjá Mare- útgáfunni, eins og fleiri íslenskar bækur að undanförnu og segir gagn- rýnandinn þýðingarnar á íslensku verkunum tilkomumiklar. Svanurinn sé óvenjuleg uppvaxtarsaga þar sem kynni níu ára gamallar söguhetjunn- ar af ógnum náttúrunnar og mann- legri grimmd knýi söguna áfram. „Kænlegar og óbeinar tilvísanir í þekkt atriði úr íslendingasögunum vekja vonir um dramatíska atburði; vonir sem byggjast á engu öðru en leiðindunum sem fylgja föstum liðum í sveitinni. En fátt gerist...“ Segir gagnrýnandinni að Svanurinn sé „skrýtin, fremur en hryllileg eða dularfull og henni tekst að kanna sjaldgæfa tegund meðvitundarinnar, þeirrar sem er ekki lengur alveg saklaus, en veit þó svo lítið, [meðvit- und] barns.“ LISTIR Anna í jöklinum Kvika íslands heitir málverkasýning ungrar listakonu, Önnu Jóu, sem nú stendur yfir í Frakk- landi. Anna málaði myndir af Vatnajökli í vetur leið og sagði Þórunni Þórsdóttur að spenna jökulsins væri um margt mann- leg. Holdlegur ís og eldur er til sýnis í Par- ís fram yfír miðjan júlí. ANNA Jóa ræðir við sýningargest. Með samræðunum fyigj- ast Dominique Tricaud og Eiliott Barnes. „BRESTIRNIR í jöklinum og birt- an, af tungli eða sól, þetta sveim- aði í huganum marga mánuði. Ég hugsaði um öflin undir niðri eins og hjá manneskjunni, átök og ruðninga, spennu og festu.“ Anna Jóa hefur haldið þrjár einkasýningar í Reykjavík og sýn- ir þessa dagana í París myndir af mannlegum jökli. Þetta eru gleðimyndir málaðar á vordögum, fullar af orku og eldi; hann er ennþá bjartari en ísinn. Anna getur ekki beðið eftir framhaldinu, hún vill fara í marg- ar áttir, upp úr jökulsprungu, al- veg til tunglsins, sem brosir bleikt í nýjustu málverkunum. Hún vill til dæmis fjalla meira um sam- band manns og konu, „kannski af því að íslands er afar þokka- fullt land“. Listakonan brosir út í annað yfir orðum gests á opnun- inni um miðjan maí; ég er eitt- hvað svo æstur, svo heillaður, ég verð að fara núna, get ekki meira... Beina leið á fjöll ogjökla Anna var við framhaldsnám í Arts Decoratifs-skólanum í París í tvö ár og hélt heim síðasta sum- ar. Beina leið á fjöll og jökla, með franska ferðamenn. ,,Það var frá- bært,“ segir hún. „Ég var komin með heimþrá - og útþrá úr stór- borginni. Og þannig verkaðist að ég sá Vatnajökul í ýmsu skapi. Um haustið dreif ég í að sýna í Hafnarhúsinu og tók svo þátt í samsýningu í galleríi Greip. Ég byzjaði ekki að mála fyrr en í nóvember og þessar myndir sem SPRUNGAI, verk eftir Önnu Jóu. ég sýni núna urðu til frá áramót- um og fram á vor.“ Ástæða þess að Anna sýnir í glæsilegri lögmannsstofu í París, er vinskapur við arkitektinn Elliot Barnes, sem kenndi í skólanum hennar og starfar, fyrir þá sem þekkja til í hönnun, með hinni gamalreyndu André Putman. Hann kynnti Önnu fyrir lögmann- inum Dominique Tricaud, sem jafnan hefur sýningar á stof- unni. Þetta er öllum í hag; Anna selur myndir í Frakk- landi, arkitektinn kynnist við- skiptavinum lögmannsins og lögmaðurinn hittir sama fólk á góðri stund umkringdur list- inni. Sýningar verða til 19. júlí við Place Denfert-Rochereau númer fjögur, í 14. hverfi. Til að sjá hana þarf að mæla sér mot 1 sima 01-40298158. Anna er komin til íslands eftir stutta útivist, spennt undir niðri, það er alltaf þetta falda sem hún fæst við. „Maður- inn í landinu og landið í mannin- um og örlög beggja. Þau eru ekki þekkt, það er tilfinning um fram- tíð, sem ég hef.“ Það sem ég hef alltaf ætlað Langafi Önnu málaði Iíka landslag, Magnús Jónsson próf- essor í guðfræði, „en hann fékkst við svo margt í einu,“ segir Anna þegar spurt er, „fræðistörf, menningarmál og pólitík með lér- eftinu. Það var kannski auðveld- ara áður, nú er samkeppnin svo mikil og krafa um sérhæfingu. ég er hæstánægð með að ein- beita mér að myndlistinni, þetta er það sem ég hef alltaf ætlað og í upphafi að minnsta kosti skipt- ir miklu að vera alveg við sitt fag.“ Hún ætlar aftur til Parísar á næstu vikum, en bara að skreppa til að geta síðan haldið áfram að mála á íslandi. „Ég mála það sem ég finn, kenndir til dæmis sem landslag vekur með manni. Hverasvæði í myrkri, klaka eins langt og augað eygir. Útlínur fólks, mínar eigin stundum, eins og fjöll og tinda. Kulda og birtu, með koli og fingrum, það er mikil- vægt að snerta efnið. Eða tærum lit og pensli, í smáan flöt eins og nýju myndirnar eða þá risastóran eins og mér finnst alltaf gaman. Það er einhvern veginn eins og allt blómstri." Bókauppboð Svarthamars SVARTHAMAR heldur bókauppboð á Sóloni íslandusi á sunnudag kl. 13. Margt sjaldgæfra bóka er að finna á uppboðsskrá að þessu sinni, bækur eins og Aðvörunar og sannleiksraust um höfuðatriði trúar „Jesú Kristi kirkju af síðustu daga heilögum", sem Halldór Laxness sagði að væri ....einn dýrmætasti og fágætasti bókfræðilegi gimsteinn Islands..." I flokki 25 ættfræðirita sem upp verða boðin er að finna Dalamenn I—II, frumútgáfu af Prestatali Sveins Níelssonar, Slægtsbog for familien Finsen, Merkir Mýrdæling- ar, Bergsætt I—III, íslenzkar ártíða- skrár, Skútustaðaætt, Fremri-Háls- ætt, Sýslumannaævir og margt fleira. í flokki tímarita og safnrita eru meðal annars íslenzkt fornbréfasafn I-XVI; Blanda I-IX, Leikhúsmál I-IX, Lögfræðingur Páls Briem I-V, Almanak Ól. Thorgeirssonar 1895- 1954 í forláta fallegu skinnbandi, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín I-XI, Gríma I-XXV, Hesturinn okkar 1-12; Fjölnir I-IX (ljóspr.) og Tímarit Hins ísl. bók- menntafélags 1.-25. árg. í flokki fræði- og fornrita er með- al annars að finna frumútgáfu Sturl- ungu frá 1818 í rauðu alskinns- bandi, upphleyptu og skreyttu, Saugu Asmundar er kalladur er kappabani, útg. Peringskiöld frá 1722 og Stokkhólmsútgáfu Ólafs sögu helga frá 1675, ennfremur ferðabók Uno von Troil. A Visit to Iceland 1834 eftir Johan Barrow. Þar er einnig að finna ferðabók þeirra Audens og Macneice Letters from Iceland þar sem hið fræga kvæði Audens „A Journey to Ice- land“, sem Magnús Ásgeirsson þýddi, birtist fyrst. LEIÐRETT Í GAGNRÝNI minni um tónleik- ana í Hveragerðiskirkju laugar- daginn 17. maí sl. vildi svo slysa- lega til, að hugsun ætluð Rann- veigu Fríðu Bragadóttur mezzo- sópran [RFB „söng fjórar „ævin- týramyndir“ (...) með tilþrifum sem sýndu glöggt hversu hagvön hún er þýzku rómantíkinni"] víxl- aðist úr réttu umhverfi, þ.e. úr reifun Brahms-söngverkanna á tónleikum næsta dags (sunnud. 18.5.) og inn í umsögn um Márchenlieder eftir Schumann, þar sem málsgreinin varð með öllu óskiljanleg, enda Ævintýra- myndirnar aðeins samdar fyrir víólu og píanó. Hvernig nefnd tilfærsla gat átt sér stað, er mér gjörsamlega hul- ið, enda ekki um neitt að villast í prentaðri tónleikaskrá, og er því aðeins hægt að biðja hlutaðeigandi afsökunar á þessu hvimleiða dæmi um mannlegan breyskleika. Ríkarður Ö. Páisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.