Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23 MAÍ 1997 33 um í tíu liðum ileiðni í fiskvinnslu iregi árið 1994 ÍSLAND NOREGUR 754 8.846 307 13.875 266 Hlutlallaf traml.v. 100,0% 1.569 Hlutfallal framl.v. 100,0% ísl. kr. 949 Millj. ísl. kr. 119.095 .119 54,8% 77.247 64,9% .817 32,4% 25.210 21,2% 224 0,4% -566 ■0,5% .446 19,0% 17.223 14,5% .147 13,0% 8.552 7,2% ísl. kr. 36,0 100,0% Þús. ísl. kr. 13.463,0 165,5% 38,0 ísl. kr. 100,0% 2.850,0 Þús. isl. kr. 108,0% 3,6 100,0% 8,6 239,1% 1,2 100,0% 1,8 156,1% Sj ávarnytjaráð Unilever og World Wide Fund for Nature i innar nleiðni í lagi væri brýnt að auka hagnýtar rannsóknir innan fyrirtækjanna sjálfra og æskilegt talið að starfsfólk rannsóknarstofnana komi að slíkum rannsóknum í fyrirtækjunum eftir því sem við verður komið. Lykillinn að farsælli framtíð Þórður Friðjónsson segir að þær niðurstöður nefndarinnar sem vörð- uðu framtíðarhorfur í fiskvinnslu ein- kenndust annars vegar af þeirri al- þjóðavæðingu sem rutt hefði sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi að undanförnu og hinsvegar á nauðsyn þess að nýta bæði fólk og fjármuni betur en gert er nú til að auka fram- leiðni, sem hlyti að verða eitt höfuð- viðfangsefni íslenskrar fiskvinnslu á næstu árum. Það væri fyrst og fremst lykillinn að farsælli framtíð í greininni. Um framtíðarhorfur í fiskvinnslu segir í skýrslunni að líklegt megi telja að töluverðar breytingar verði á aflasamsetningu hér við land á næstu árum. Þannig megi ætla að þorskafli muni aukast og hugsanlega afli fleiri botnfisktegunda, annarra en karfa. Efling botnfisktegunda gæti hinsvegar bitnað á uppsjávar- fiskum og rækju. Ferskfiskmarkaðir erlendis munu breytast á þann hátt að meira verður um unnið hráefni á mörkuðunum, s.s. flök, í stað þess að nær einungis sé verslað með heil- an ferskan fisk. Alþjóðavæðing og markaðsbú- skapur mun setja svip sinn á sjávar- útveg hér sem annars staðar í fram- tíðinni. Sennilegt er að víðast hvar íyðji almenn viðskiptalögmál sér til rúms eins og í flestum öðrum at- vinnugreinum fyrir utan landbúnað. Framleiðsla sjávarafurða verður því þar sem hagkvæmast er að hafa hana og viðskipti og þjónusta í ---------- tengslum við sjávarútveg- inn verður í höndum þeirra, sem ná mestum árangri á því sviði. Hlutur íslendinga í þessum efnum mun fyrir vikið ráðast af i marg- im ráð- unum því hvernig þeir koma tii með að standa sig á alþjóðavettvangi. Reikna má með að íslensk fisk- vinnsla muni taka miklum breyting- um á komandi árum. Aukin fram- leiðni, ný launakerfi, bætt njding framleiðslutækja, vöruþróun og tæknivæðing eru forsenda þess að landvinnslan geti snúið vörn í sókn. Vinnuaflsfrek og einhæf framleiðsla mun eiga undir högg að sækja. Þarna eru sömu lögmál að verki og í öðrum greinum í auðugum löndum á tímum vaxandi alþjóðlegrar samkeppni og samvinnu, segir m.a. í nýútkominni skýrslu. SLENDINGAR standa öðrum þjóðum framar í sjálfbærum og ábyrgum fiskveiðum og gætu hagnazt á að láta merkja sjávarafurðir sínar með merki Sjáv- arnytjaráðsins (Marine Stewardship Council). Þetta er boðskapur for- svarsmanna ráðsins, en það hefur verið sett á fót í samvinnu stórfyrir- tækisins Unilever og World Wide Fund for Nature (WWF), sem eru öflugustu náttúruverndarsamtök heims. Þau Jim Crilly, yfirmaður þróun- armála sjávarafurða hjá Unilever, Michael Sutton, yfirmaður baráttu WWF gegn ofveiði, Carl-Christian Schmidt, verkefnisstjóri Sjávar- nytjaráðsins og Amanda Crick, verkefnisstjóri hjá Unilever, eru stödd hér á landi og hafa kynnt markmið og starfsemi ráðsins fyrir stjórnvöldum, hagsmunasamtökum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Neytendur velji fisk úr stofnum sem er stjórnað vel Schmidt segir að markmið Sjáv- arnytjaráðsins sé að stuðla að sjálf- bærum fiskveiðum. Ráðið byggi skilgreiningu sína á sjálfbærum sjávarnytjum á alþjóðlegum sátt- málum og siðareglum, sem sam- þykktar hafi verið undanfarinn ára- tug. Út frá þeirri skilgreiningu muni ráðið síðan láta í té vottun fyrir einstakar sjávarafurðir, um að þær komi úr sjálfbærum fiskstofn- um og séu veiddar með ábyrgum og umhverfisvænum hætti. „Vottunin verður framkvæmd af óháðum þriðja aðila, sem verður skráður hjá Sjávarnytjaráðinu. Þeg- ar vara hefur fengið viðeigandi vott- un má auðkenna hana með merki Sjávarnytjaráðsins og þannig gefa til kynna að hún sé upprunnin úr auðlind, sem stjórnað sé með sjálf- bærum hætti,“ segir Schmidt. „Neytendur myndu þannig velja þær vörur, sem kæmu úr auðlindum sem væri vel stjórnað en halda sig frá öðrum, sem ættu rætur að rekja til ofnýttra auðlinda." Schmidt segir að með þessu móti séu markaðsöflin nýtt og neytendur muni með vali sínu knýja fram sjálf- bæra nýtingu auðlinda. Að sögn Suttons kom frumkvæð- ið að stofnun Sjávarnytjaráðsins bæði frá WWF og Unilever. „Bæði Unilever og WWF hafa um árabil haft áhyggjur af ástandi fiskstofna og rætt við vísindamenn og þá, sem hafa fiskveiðistjórnun með höndum. Segja má að okkur hafi verið beint inn á sömu braut. Við áttuðum okk- ur á að versnandi ástand fiskstofna væri sameiginlegt vandamál okkar og við kynnum að geta gert eitthvað í því í sameiningu." Upplýst eigin- hagsmunagæzla Unilever er einn stærsti kaupandi í heimi að frosnum sjávarafurðum. Fyrirtækið starfar í sextán ríkjum og kaupir u.þ.b. 20-25% af öllum frosnum botnfiskafurðum í Evrópu og Norður-Ameríku, að sögn Jims Crilly. „Við áttuðum okkur á því að versnandi ástand fiskstofna stefndi starfsemi okkar í verulega hættu,“ segir Crilly. „Það er hætta á að við getum ekki feng- _______ ið þær afurðir, sem við þurfum á að halda, og það getur dregið úr trausti á fyrirtækinu. Þess vegna _________ teljum við nauðsynlegt að grípa til aðgerða í því skyni að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskstofna og tryggja fyrirtækinu aðföng til fram- búðar.“ Crilly segir að það séu því einkum viðskiptalegir hagsmunir Unilever, sem liggi að baki þátttöku fyrirtæk- isins í Sjávarnytjaráðinu. „Að miklu leyti erum við með eigin hag í huga, en af því að við höfum komið á samstarfi við WWF köllum við þetta upplýsta eiginhagsmunagæzlu. Herferðin stuðlar að því að ýta við almenningsálitinu og vekja neytend- ur og aðra hópa til vitundar um þessi mál. Það er hefð fyrir því að íslendingar gætu hagnazt á umhverfis- vottun ráðsins Forsvarsmenn Sjávarnytjaráðs stórfyrirtækis- ins Unilever og náttúruvemdarsamtakanna WWF eru staddir hér á landi. í samtali við Olaf Þ. Stephensen segjast þeir telja að íslendingar geti hagnazt á samstarfi við ráðið, enda standi þeir öðrum þjóðum framar í sjálfbærum veiðum. Morgunblaðið/Þorkell FORSVARSMENN Sjávarnytjaráðsins (Marine Stewardship Council) eru staddir hér á landi. Frá vinstri: Michael Sutton, Amanda Crick, Jim Crilly og Carl-Christian Schmidt. Horfið frá gömlum bar- áttuaðferðum stórfyrirtæki standi í átökum við umhverfisverndarsamtök, en okkar skoðun er sú að hér sé um afar við- kvæmt mál að ræða og í raun séu markmið okkar þau sömu. Þess vegna fannst okkur það tilraunar- innar virði að stofna til samstarfs við stærstu friðunarsamtök í heimi.“ Crilly segir að Unilever hafi heit- ið því að árið 2005 muni fyrirtækið eingöngu kaupa fisk, sem veiddur sé með sjálftærum hætti, sam- kvæmt mati sjálfstæðra aðila á veg- um Sjávarnytjaráðsins. „Við erum ekki eina fyrirtækið sem lætur þessi mál til sín taka,“ segir Crilly. „Mörg stórfyrirtæki á sviði fiskvinnslu og fisksölu hafa ________ svipaðar skoðanir og vilja tryggja sér aðföng úr sjálfbærum fiskstofnum.“ Schmidt bætir við að allar helztu smásöluverzlun- arkeðjur í Bretlandi, á borð við Tesco og Sainsbury, hafi lýst stuðningi við framtak Unilever og WWF. íslenzkur sjávarútvegur til fyrirmyndar Crilly, Schmidt og Sutton hafa farið til allmargra ríkja til að kynna starfsemi Sjávarnytjaráðsins. „Fólk, sem við höfum rætt hugmyndir okk- ar við, bendir gjarnan á Island og segir að ef við viljum kynna okkur vel rekinn sjávarútveg, þá ættum við að fara þangað og viðra hug- myndir okkar við Islendinga,“ segir Crilly. Hann segir að fólk, sem þeir hafi rætt við hér á landi, hafi oft haft efasemdir um markmið Sjávar- nytjaráðsins í upphafi en verði yfir- leitt jákvæðara eftir að hafa rætt málin og fengið nánari útskýringar. Margir taki ráðinu með fyrirvara og svo virðist sem misskilningur og rangar upplýsingar um störf þess og markmið séu á kreiki. „Við eigum okkur hins vegar sama 'markmið og íslenzka þjóðin. Við viljum tryggja viðgang fiskstofnanna til frambúðar þannig að við getum haldið áfram að þjóna markaðnum og staðið við skuldbindingar okkar gagnvart neytendum, rétt eins og þið viljið gera,“ segir Crilly. „Yfirleitt léttir fólki eftir að hafa rætt við _____ okkur og fengið útskýr- ingar á öllum smáatriðun- um.“ Aðspurður hvort hann telji að framganga um- hverfisverndarsamtaka í hvalveiði- málum sé ein ástæða þess að Islend- ingar séu á varðbergi gagnvait Sjávarnytjaráðinu segir Sutton að á því leiki ekki vafi. „Við skiljum það, en fólk verður líka að átta sig á því að bæði fyrirtæki og umhverfis- verndarsamtök eru að breytast og þroskast. Fyrirtæki láta umhverfis- mál til sín taka í æ ríkari mæli og þau hafa áhrif á stefnumótun þeirra frá degi til dags. Umhverfisverndar- samtök eru að hverfa frá gömlum baráttuaðferðum, sem byggðust á átökum, andstöðu og málaferlum, og sækjast þess í stað eftir sam- vinnu og samstöðu með fyrirtækjun- um og að reynt sé að leysa málin í sameiningu. Hluti af boðskap okk- ar til íslendinga er að tími sé kom- inn til að segja skilið við fortíðina og byggja upp nýtt samband, sem byggist á gagnkvæmu trausti og viðurkenningu.“ Sutton segir að WWF hafi áttað sig á að samstarf samtakanna við opinbera aðila, til dæmis Sameinuðu þjóðirnar, Matvælastofnun SÞ og einstakar ríkisstjórnir, hafi ekki skilað nægilegum árangri í fisk- verndarmálum. Það hafi leitt til nýrrar áherzlu á nýtingu markaðs- aflanna í þágu málstaðar umhverf- isverndar. „Við teljum að við séum að leggja til mjög öflugan efnahags- legan_ hvata að lausn ofveiðivand- ans. í hinu opinbera ferli eru oft alvarlegir gallar, vegna þess að það er óravegur á milli tillagna vísinda- manna og ákvarðana stjórnmála- manna. Ef hægt er að færa vísinda- mennina nær stjórnmálamönnunum er það í þágu umhverfisins, efna- hagslífsins og sjómannanna,“ segir Sutton. fslendingar ættu að njóta sjálfbærra veiða Hann segir það algengan mis- skilning að umhverfisverndarsinnar séu andvígir fiskveiðum. „Ég vil eyða þeim misskilningi hér og nú. Við erum ekki andvíg fiskveiðum. Við erum hlynnt sjálfbærum veiðum úr heilbrigðum stofnum. Slíkar veið- ar eru bæði í þágu viðskiptahags- muna og umhverfisins, því að ábyrg- ar fiskveiðar skila mun meiri af- rakstri til lengri tíma. Þær skila fisk- vinnslunni meiru, fiskseljendum meiru og eru áreiðanlega til hags- bóta fyrir sjómenn," segir hann. Sutton tekur undir að það sé al- mennt viðurkennt að fiskveiðum sé óvíða betur stjórnað en á íslandi. „Við erum hingað komin til að læra af íslendingum. Við erum líka þeirr- ar skoðunar að það geti komið sjáv- arútvegsfyrirtækjum verulega til góða á markaðnum að taka þátt í vottunarkerfi af því tagi, sem við viljum koma á laggirnar. Það er jafnframt í þágu umhverfisins. Þannig geta allir grætt." Schmidt bætir við að eins og nú hátti til á sjávarafurðamarkaðnum eigi neytendur í Evrópu þess ekki kost að þekkja í sundur t.d. þorsk, sem komi úr ofveiddum stofnum í Norðursjó og þorsk, sem veiddur er á íslandsmiðum. Með því að koma á fót vottunarkerfi á vegum Sjávar- nytjaráðsins sé stuðlað að því að neytendur þekki úr þær vörur, sem séu framleiddar með umhverfisvæn- um hætti, og beini viðskiptum sínum til framleiðenda, sem taki þátt í átakinu. „íslendingar ættu að njóta þess á markaðnum að stunda sjálf- bærar veiðar. Það hafa þeir ekki gert hingað til,“ segir Schmidt. Aðspurður segir Schmidt að þótt Islendingar hæfu hvalveiðar á ný myndi Sjávarnytjaráðið ekki taka neina afstöðu til þeirra veiða. Um aðskilin mál sé að ræða og ráðið muni eingöngu íjalla um fiskveiðar. Hann segir að lögð verði áherzla á að þeir aðilar, sem sjái um vottun fyrir Sjávarnytjaráðið, hafi þekk- __________ ingu á þeim hafsvæðum, sem um ræðir og njóti trausts hjá þeim sem mál- ið varðar, til dæmis hjá sjómönnum, útgerðar- 1“1“ mönnum og umhverfis- verndarsinnum í viðkomandi landi. „Vottunin mun byggjast á beztu vísindalegu upplýsingum, sem fyrir Erum ekki andvíg fiskveiðum liggja. Við getum ekki gert betur en það. íslendingar standa mjög framarlega í hafrannsóknum og við ætlum ekki að finna upp hjólið á nýjan leik. Að sjálfsögðu eiga sveifl- ur sér stað í fiskstofnum af náttúru- legum ástæðum og án atbeina manna. Við getum ekki útilokað óvissu um þróun fiskstofnanna en við getum lagt mat á það hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið tekur á þeirri óvissu og hvort fyllstu varúð- ar er gætt,“ segir Schmidt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.