Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Eflum íþróttastarfið NÝLEGA sam- þykkti Alþingi tillögu um eflingu íþrótta- starfs sem ég flutti ásamt 9 þingmönnum úr öllum þingflokkum. Efni tillögunnar er áskorun á ríkisstjóm- ina að skipa nefnd til að gera tillögu um að efla íþróttahreyfing- una og um samskipti ríkisvalds og annarra opinberra aðila við hreyfinguna og stuðn- ing við íþróttastarfið í landinu. Markmið nefndar- starfsins verði m.a. að skilgreina og gera tillögur um þátt hins opinbera í þeirri viðleitni íþróttahreyfingarinnar að: 1. Laða æskufólk, pilta og stúlkur, svo og almenning til iðkunar íþrótta. 2. Efla árangur íslensks afreks- fólks á alþjóðavettvangi. 3. Auka skilning þjóðarinnar á gildi líkamsræktar, heilbrigðis og hollra lífshátta. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu og tillögum eigi síðar en 1. nóvember nk. Skilningur á gildi íþrótta eykst íþróttir og líkamsrækt skipa æ stærri sess í þjóðlífinu. Fleiri stunda hvers konar líkamsþjálfun en nokkru sinni fyrr, íþróttafélögum fjölgar, umfjöllun um íþróttir eykst stöðugt í fjölmiðlum og áhugi almennra borgara, og þá einkum æskufólks, á íþróttastarfi eykst jafnt og þétt. Stöðugar kröfur em til íþróttafélaga og sveitarfélaga um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar. Skilningur á gildi íþrótta, sem þætti í heilbrigði og hollum lífshátt- um, eykst og starf íþróttafélaga hefur augljósa og jákvæða þýðingu í baráttunni við fíkniefnavandann og óreglu. Eftir að hafa starfað að íþróttamálum um langt árabil fullyrði ég að iðkun íþrótta, hvort heldur er til keppni eða afþreyingar, skiptir mjög miklu máli fyrir vellíðan, félagsþroska og uppeldi. Iþróttir hafa þannig ótvíræða samfélagslega þýð- ingu. Ég fullyrði að iðkun íþrótta, hvort heldur er til keppni eða afþreying- ar, skiptir mjög miklu máli fyrir vellíðan, fé- lagsþroska og uppeldi, segir Guðjón Guð- mundsson. íþróttir hafa ótvíræða samfé- lagslega þýðingu. Aukið íþróttastarf fatlaðra Á seinni ámm hefur sú ánægju- lega þróun orðið að þátttaka fatl- aðra í skipulögðu íþróttastarfi hefur stóraukist og hafa æ fleiri fatlaðir einstaklingar stundað íþróttir sér til hressingar og heilsubótar. Þeir hafa auk þess náð framúrskarandi árangri í keppni á alþjóðavett- Guðjón Guðmundsson vangi. Enn er þó mikið verk óunnið við að skapa fötluðum betri aðstöðu til að enn fleiri þeirra hafi mögu- leika á að stunda íþróttir. Frítími fólks eykst Árið 1991 skilaði nefnd sem fyrr- verandi menntamálaráðherra skip- aði tillögu að stefnumótun á sviði íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- mála til ársins 2000. I inngangi að þessari skýrslu segir m.a.: „Flest bendir til þess að á næstu ámm aukist frítími fólks og einnig að ungt fólk fari seinna út á vinnu- markaðinn. Auk þess er ekki ólík- legt að dagvinnustundum fækki hjá vinnandi fólki. Af þessu leiðir að tómstundir og tómstundastarf verð- ur æ ríkari þáttur í lífi fólks. Félags- starfsemi og tómstundastörf af ýmsum toga gegna mjög miklivægu hlutverki í framtíðinni, sérstaklega meðal ungs fólks.“ Einnig er bent á að nauðsynlegt sé að styðja fjárhagslega vel við bakið á þeim aðilum sem fást við íþrótta-, æskulýðs- og tómstunda- starf án þess að taka frumkvæði af þeim. Markvissari fjárveitingar Gildandi íþróttalög, sem hafa verið óbreytt í aldarfjórðung, eru á margan hátt úrelt. Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefur nú kynnt frumvarp til nýrra íþrótta- laga sem væntanlega kemur til vinnslu á næsta þingi. Fjárveitingar til íþróttahreyfing- arinnar á fjárlögum og í gegnum ráðuneyti hafa í gegnum tíðina virst nokkuð ómarkvissar og venju- bundnar og þeim til grundvallar hefur ekki legið nein samræmd stefna þess opinbera. Það er skoðun okkar flutningsmanna tillögu um eflingu íþróttastarfs að það beri að laga opinberar íjárveitingar mark- visst að stefnu sem er mótuð í sæmilegri sátt við hlutaðeigandi aðila og að það fjármagn sem lagt er til íþróttastarfsins skili sér marg- falt til baka. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Leiguíbúðir Reykjavíkur- borgar hf. FYRIR síðustu borgarstjórnarkosn- ingar í maí 1994 gáfu frambjóðendur R-list- ans út viðamikið kosn- ingablað þar sem þeir m.a. kynntu borgarbú- um nokkur hundruð kosningaloforð R-list- ans. Auðvelt er að finna þar mörg kosn- ingaloforð sem ekki hefur verið staðið við og önnur sem borgar- fulltrúar R-listans hafa ekki minnst á eftir að þetta kosningablað kom út. Það væri fróð- leg lesning fyrir þá sem kusu R-listann að útvega sér blaðið og lesa það vandlega. Frambjóðendur R-listans gagn- rýndu sjálfstæðismenn harkalega fyrir að fjölga ekki leiguibúðum borgarinnar meira, en á tímabilinu 1990-’94 bættust við 50 leiguíbúðir árlega. Kosningaloforð R-listans í þessu máli var skýrt og ákveðið og hljóðaði þannig: „Gera þarf átak til að fjölga leiguíbúðum í borginni til að bæta úr mjög brýnni húsnæðis- þörf. Félagslegar kaupleiguíbúðir hljóti aukið vægi sem kostur fyrir hina efnaminni.“ R-listinn hefur efnt þetta kosningaloforð með því að fjölga leiguíbúðum samtals um 45 í þau þijú ár sem hann hefur verið við völd í borginni, eða u.þ.b. 15 leiguíbúðir árlega. í dag eru tæplega 400 manns á biðlista eftir leiguhúsnæði í Reykjavík. Fljótaskrift á undirbúningi í tengslum við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar borgarinnar í des. sl. var ákveðið að helja undirbúning að stofnun hlutafélags, sem tæki að sér rekstur, viðhald, fjármálaumsýslu og þjónustu vegna alls leiguhúsnæðis borgar- innar. Reykjavík- urborg á í dag rúmlega 1.100 leiguíbúðir. Gert var ráð fyrir því í grein- argerð með tillögunni að hlutafélagið bæri fulla ábyrgð á húsnæði sem losnaði og gæti að höfðu samráði við fé- lagsmálayfirvöld ráð- stafað því til útleigu eða sölu á almennum markaði eða á annan hátt sem henta þykir. Borgarstjórn samþykkti nýlega að stofna hlutafélagið, sem nefnist Félagsbústaðir hf. í samþykktum í dag eru, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, 400 manns á biðlista eftir leiguhús- næði í Reykjavík. félagsins, sem m.a. borgarstjóri undirritaði, kemur hins vegar fram að forræði hlutafélagsins yfir leigu- íbúðunum er ekkert. í 5. gr. sam- þykktanna segir m.a.: „Uthlutun þeirra leiguíbúða til leigutaka sem félagið yfirtekur af borgarsjóði Reykjavíkur og áður voru á forræði Félagsmálastofnunar Reykjavíkur skal áfram vera í höndum Félags- málastofnunar.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson VIÐ íslendingar vilj- um gjama telja okkur með helstu menningar- þjóðum heims og látum ekkert tækifæri ónotað til að minna okkur og þó einkum aðrar þjóðir á hina stórmerku sögu- legu arfleifð okkar, handritin. í þeim mörgum er einnig að finna sérstæðar mynd- skreytingar. Við Is- lendingar erum þess vegna einnig afar stolt af listrænum uppruna okkar, sem og öllum þeim fjölda lista- manna, sem Island hefur alið. Það líður vart sá atburð- ur að ekki sé hann nýttur til að efna til teiknisamkeppni í skólun- um, og þegar fréttist að vegleg verðlaun séu í boði er ekki að þátt- tökunni að spyija, börnin keppast öll við til að hreppa verðlaunin eftir- sóttu. Og þegar kemur að verð- launaafhendingu mæta þeir „út- völdu“ með forráðamönnum sínum og/eða myndlistarkennurum og taka brosandi móti sínu verðlauna- skjali ásamt verðlaunagrip/bók eða hver svo sem gulrótin er. Ef þau eru heppin sjást þau jafnvel á mynd í sjónvarpinu ásamt skælbrosandi ráðherra og/eða öðrum forráða- mönnum keppninnar, en að þau sjái myndinni sinni bregða fyrir er alls óvíst, svo knappur er tími sem slík- um fréttum er gefinn í okkar ann- ars ágæta ríkissjónvarpi. Allt er þetta svo sem gott og blessað, en hvers virði er foreldrum í raun að vel sé búið að myndlist- arkennslu barnanna okkar? Er myndlistar- kennsla fyrir börnin eða foreldrana? Við teljum okkur líka ala börnin okkar upp í „listvænu“ um- hverfi, erum kröfuhörð um það að þau fái þá myndlistarkennslu sem þeim ber, en sam- kvæmt grunnskólalög- unum eru það 2 stund- ir á viku allan veturinn. Ef fréttist af einhveijum skóla, sem hefur „svindlað" á nemendunum og vogað sér að „skipta" bekknum (eins og Iögboðið er í handmennt og mat- reiðslu), þannig að þau fá aðeins myndmenntarkennslu hálfan vetur- inn, er okkar listrænu meðvitund illilega misboðið. Við hringjum vit- anlega í „þjóðarsálina“ og kvörtum yfír meðferðinni á litlu elskunum okkar, sem eru „svikin" um 2 mynd- listartíma á viku hálfan veturinn, og eru þar af leiðandi komin heim 2 kennslustundum fyrr en ella einu sinni í viku. Einnig kærum við rétti- lega viðkomandi skóla til fræðslu- stjóra, sem bregst ekki skyldu sinni, en átelur skólastjórann harðlega fyrir að fara ekki eftir grunnskóla- lögunum og þvingar hann væntan- lega til hlýðni. Að vísu eru margir skólastjómendur sem „komast upp með“ að hunsa þessi fyrirmæli og væri forvitnilegt að heyra þeirra rök fyrir því. Hvað eru líka myndlistarkennar- ar að kvarta, er þeim einhver vor- kunn að kenna heilum bekkjum eins og almennir kennarar? Svona fór nú teiknikennslan fram um áratugaskeið og mátti heita gott ef lærður myndlistarmaður fengist til starfans. Er þá bara ekki allt í sómanum? Er það ekki „réttur“ foreldranna að vita hvað er börnunum þeirra fyrir bestu? Hvað í ósköpunum er greinarhöfundur að fara með þess- um skrifum? Sú mikla umræða um skólamál í kjölfar kannana og samræmdra prófa hefur vakið upp ýmsar spurn- ingar meðal lærðra og leikinna, meðal annars um metnað kennara til starfs síns. Er ég hissa á hve fáir kennarar hafa séð ástæðu til að veija hendur sínar gegn nánast rætinni gagn- rýni. Spurningin er því? Hver er metnaður foreldra gagn- vart myndlistaruppeldi? Er hann einungis fólginn í því að börnin fái þær kennslustundir í myndmennt sem kveður á um í grunnskólalög- unum, burtséð frá gæðum kennsl- unnar? Er líklegt að kennari, sem gert er að kenna 20-30 nemendum myndlist geti sinnt metnaðarfullu myndlistaruppeldi? Þegar ég var á grunnskólaaldri Ég skora á skólamálayf- irvöld borgarinnar, seg- ir Sóley Ragnarsdótt- ir, að taka af metnaði á myndlistarkennslunni. (fyrir fleiri árum en mér er Ijúft að viðurkenna) var ég í 30 barna bekk. í myndmenntarkennslu, sem þá hét með réttu „teiknikennsla" sat teiknikennarinn við skrifborðið sitt, en við nemendurnir stóðum í langri biðröð eftir tilsögn . Ef við vorum heppin gátum við „komist að“ tvisvar á þeim 2 kennslustund- um sem við fengum á viku. Afrakst- ur minn eftir veturinn voru 6-7 myndir, sem ég get fullyrt að var mjög gott á þeirra tíma mælikvarða. En þetta var þá. Ekki þýðir að bjóða börnunum okkar í dag upp á svona kennsluhætti. Einhverra hluta vegna eiga þau ekki gott með að sitja stillt í sætunum sínum og teikna eins og í gamla daga. Okkur myndlistarkennurunum fínnst tíma okkar ekki alltaf vel varið, við getum lítið sinnt þeim sem áhuga hafa á því að nýta sér þekk- ingu okkar, en veijum þess í stað mestum tíma í að hafa hemil á þeim sem vilja gera eitthvað allt annað. Ekki kann ég skýringu á þessu, en það er vitað mál að aga- leysi hefur aukist til muna síðustu ár og kemur hvergi betur fram en í sérgreinatímum, þar sem nemend- ur sitja aðeins vikulega tíma. Mér fínnst við færast óðfluga frá þeim faglega grunni, sem menntun okkar byggðist á og þrátt fyrir að við sækjum þau námskeið sem stjórn FÍMK skipuleggur fyrir okkur, get- um við lítið nýtt okkur þá þekk- ingu, sökum þess fjölda nemenda sem við eigum að sinna í hverri kennslustund. Einnig má nefna að aðstaða til myndmenntarkennslu í eldri skólum borgarinnar er víða mjög bágborin, mikil þrengsli og lélegur eða enginn tækjakostur. Og þrátt fyrir að flestir skólastjórnend- ur sýni skilning og jafnvel áhuga á sjónarmiðum okkar, eru hendur þeirra bundnar sökum þess skiln- ingsleysis sem ríkt hefur í þessum málum hjá ráðamönnum þjóðarinn- ar undanfarin ár. Má einnig nefna það misrétti sem ríkir í stéttinni, en það gefur augaleið að það er ólíku saman að jafna að kenna 10-15 börnum eða 20-30. Er þá ekki kominn tími til að svara kröfunum og færa myndlist- arkennslu inn í nútímann? Skora ég hér með á ný skólamálayfírvöld borgarinnar að taka af metnaði á þessum málum, til dæmis með því að fá grunnskólalögunum breytt, svo skipta megi bekkjunum „lög- lega“ og veita börnunum okkar þá fjölbreyttu menntun, sem þau „samkvæmt grunnskólalögunum" eiga rétt á. Hef ég þá trú að foreldrarnir myndu fagna slíkri ráðagerð, þegar þeir sæju muninn á verkum barn- anna og síðast en ekki síst sæjum við myndlistarkennaramir tilgang með starfi okkar. Auglýsi ég hér með eftir fleiri sjónarmiðum, bæði frá myndlistar- kennurum og foreldrum. Höfundur er myndlistarkennari. Opið bréf til menntamálaráðherra, fræðslustjóra og Morgunblaðsins Sóley Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.