Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bræður í blíðu og stríðu KVIKMYNDIR Stjörnubíö LOKAUPPGJÖRIÐ „NO WAY HOME“ ★ ★ '/2 Leikstjóm og handrit: Buddy Gio- vinazzo. Aðalhlutverk: Tim Roth, James Russo, Deborah Karr Unger. Goldcrest. 1997. FÁIR leika betur í bíómyndum en Tim Roth. Frá því við sáum hann fyrst í „The Hit“ hefur hon- um tekist að nota fremur óaðlað- andi útlit sitt ásamt einhverri framkomu sem lýsir af hroka og afskiptaleysi til að setja mark sitt á hverja þá mynd sem hann leik- ur í. Hann hefur kannski ekki náð eins langt og landar hans Daniel Day-Lewis eða Gary Oldman, að ekki sé talað um ofmetnasta leik- ara síðustu ára, Hugh Grant, en hann hefur aldrei orðið eftirbátur þeirra og stundum skákað þeim með það litla sem hann hefur haft úr að moða, oft í athyglis- verðum myndum óháðra leik- stjóra. Roth er til alls líklegur. Hann er sá eini sem maður man úr mynd eins og Rob Roy. Hann skar sig úr í góðum leikhópi í „Reservoir Dogs“. Hann var kostulegur van Gogh í mynd Rob- ert Altmans og þeir sem sáu sjón- varpseríuna „Murder in the Heartland" á myndbandi hafa varla séð kaldhamraðri túlkun á siðblindum morðingja. Hvort sem það eru stór hlutverk eða smá lætur Tim Roth áhorfendur muna eftir sér. Enski hreimurinn hefur næstum alveg horfíð eftir því sem hann hefur leikið í æ fleiri amer- ískum bíómyndum en breska leik- hefðin fylgir honum og það er Tim Roth sem heldur Lokaupp- gjörinu eða „No Way Home“ á floti og fer með hana lengra en hún kannski annars kæmist. Roth leikur með öllum lík- amanum. Hann þarf ekki nema finna rétta göngulagið og stilla líkamann eftir því og maður sér það utan á honum að persóna hans í myndinni hefur mátt þola sitthvað um ævina. Hann er maður sem losnar úr fangelsi þegar myndin hefst og dvöldin í fangelsinu hefur sett mark sitt á hann. Hann slútir lítillega fram fyrir sig með hendur niður með síðum og er snoðklipptur og horf- ir útundan sér eins og engum sé að treysta og skiptir aldrei skapi. Allir í hverfinu segja að hann sé vanþroska, sem lýsir frekar hverfinu en honum. Eina mark- mið Roth er að fara ekki aftur í fangelsið en bróðir hans, sem James Russo leikur, gæti vel eyðilagt þau plön. Lokauppgjörið er eftir Buddy Giovinazzo, sem bæði skrifar handritið og leikstýrir. Hans helsta stílbragð er að tengja sam- an með víxlklippingum kynlíf og ofbeldi. Fremur þreytulegur frá- sagnarmáti orðinn, en alltaf handhægur virðist vera; reyndar er ofbeldi myndarinnar ekki í neinu samræmi við innihald sög- unnar. Buddy fínnur henni sitt rétta umhverfí í verkamanna- hverfí í niðumýddu húsi bræðr- anna þar sem Deborah Unger býr einnig og talar seiðandi röddu til þeirra svo loft verður lævi bland- ið. Þetta er saga um uppgjör á milli bræðra því Roth finnur þörf til að gera upp fortíðina og hún er klassísk að uppbyggingu og raunsæ og athyglisverð og maður hefur ekki augun af Roth frekar en fyrri daginn. Hann er til alls líklegur. Arnaldur Indriðason HVERNIG varð The Icelandic Take Away Theatre til? „Skömmu eftir að hringferð minni um ísland með einþát- tungana tvo lauk, fór ég hingað út til London að vinna smá verk- efni með Ágústu Skúladóttur fyrir ljóðskáld. Þá hittumst við þijár, ég, Ágústa og Anna Hildur, og ræddum um að stofna leikfélag með bækistöðvar hér, því þær eru báðar búsettar hér. Það var ákveð- ið að kýla á það að sýna þessa einþáttunga hér í London sem fyrsta verkefni leikfélagsins, til að koma okkur af stað. Það er nefni- lega nauðsynlegt fyrir svona lítið leikfélag að setja upp tvær til þijár sýningar áður en hægt er að fara að sækja um einhveija styrki til breskra yfírvalda og þess vegna var alveg upplagt að setja einþát- tungana upp með litlum tilkostnaði því þeir voru þegar tilbúnir." Boðið á tvær listahátíðir Hvemig gekk? „Prafusýningarnar í desember gengu mjög vel, svo vel að ákveð- ið var að taka sýningamar upp að nýju nú í vor og fara jafnframt í smáleikför út á land. Einu styrk- imir sem okkur hafa hlotnast fyr- ir þessar sýningar hafa nefnilega komið frá íslenskum fyrirtækjum í Hull, fyrir utan styrk sem ég persónulega sem listamaður fékk frá SPRON og gerði mér kleift að koma hingað út. Þannig kom það til að við fóram til Hull að sýna velvildarmönnum okkar þar einþáttungana og þakklæti fyrir stuðninginn. Við sýndum tvær sýningar á ensku og eina á ís- lensku. Fólk kom víða að og það var margmennt á öllum sýningun- um. Þar fengum við boð á tvær listahátíðir, Hull International Theatre Festival sem verður nú í sumar - því miður getum við ekki þegið það vegna fjárskorts - en svo var okkur líka boðið á skand- inavíska menningarhátíð í Newc- astle sem verður næsta sumar og vonandi getum við tekið þátt í henni,“ Hvemig var í Hull? „Það var dálítið gaman að koma þangað svona beint úr stórborg- inni, fiskilyktin sem lá yfir öllu sendi mann bara beinustu leið heim til íslands. Þeir byggja stórt, en mér fannst íbúamir frekar lokaðir og þeir minntu mig mikið á fólkið í Yorkshire þar sem ég lærði leikl- ist á sínum tíma.“ SÆTAR SÍTRÓNUR Á Bretlandi er starfandi íslenskur leikhópur, The Icelandic Take Away Theatre. Stofnfélagamir eru þrír: Ágústa Skúladóttir, Vala Þórsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Þessa dagana eru þær að æfa frumsamið verk sem heitir Sítrónusystur, jafnframt sem sýningar standa yfír á tveimur ein- þáttungum, „Eða þannig“ og „Kíkir, súkkulaði, fýlugufa og rusl“ eftir Völu Þórsdóttur, sem hún sýndi í Kaffíleikhúsinu og víðar sl. sumar og vet- ur. Dagur Gunnarsson hitti Völu í London og forvitnaðist um starfsemina. Ný sýning Hvaða sýning er þetta sem þið Ágústa eruð að æfa núna? „Það er gamanleik- rit sem er enn í vinnslu hjá okkur, það heitir Sítrónusystur eða Lemon Sisters. Þetta verður svona klukku- stund á lengd og byggist meira á lát- bragði en texta. Það fjallar um tvær systur sem eiga við það vandamál að stríða að tolla aldrei lengi á ein- um stað, því þær búa yfír dularfullum lækningamætti. Hvar sem þær koma verður fólk vitni að kraftaverkunum, en þær reyna að halda aftur af sér af því að þeim er alltaf bolað í burtu. Samfélagið á svo erfítt með að höndla hamingjuna sem þær dreifa, það virðast alltaf verða að vera til vandamál. Sýningin gengur samt að mestu leyti út á það að þær eru að reyna að halda aftur af sér og sínum dularfullu hæfíleik- um. Svo leikur náttúrlega ástin sitt hlutverk í öllu saman og skap- ar spennu milli hinna súra systra." Er vinnan langt komin? „Já, við eram langt komnar, við erum komnar með rammann og við eram búnar að vinna eitthvað í öllum atriðunum, en það er ekkert atriði fullunnið og enn vantar mikið upp á þann texta sem þó verður í sýning- unni. Það er meiningin að framsýna í lok maí, sýna eina sýningu, en taka stykkið til sýn- inga síðan í Battersea Arts Centre í London í haust." Hvaðan kemur nafnið? „Þetta bara rann uppúr henni Ágústu, og mér fannst þetta gott nafn. Þetta gæti t.d. verið eftir- nafnið þeirra, Emma og Sarah Lemon! Það virkar bara ekki alveg heima á íslandi." Edinborgarhátíð Er ætlunin að sýna Sítrónusyst- ur á íslandi? „Það er ekki alveg á hreinu, við eram með boð um að sýna Sítrónu- Vala Þórsdóttir Á SÝNINGUNNI „Tvær víddir" er m.a. verkið Stúlka og bolti eftir Birgi Snæbjörn Birgisson og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Tveir nýir sýningarsalir í NÝLISTASAFNINU við Vatns- stíg 3b í Reykjavík verða tveir nýir sýningarsalir, Bjarti salur og Svarti salur, vígðir og opnuð verð- ur ný setustofa á annarri hæð á morgun, laugardag. Tekið hefur verið upp samstarf við Félag ís- lenskra myndlistarmanna og verða félagar úr þeirra röðum gestir í setustofu safnsins út árið. I aðalsölum safnsins verður opn- uð sýningin „Tvær víddir“, en það er yfírskrift á samsýningu Birgis Snæbjörns Birgissonar og Sig- tryggs Bjarna Baldvinssonar. Á sýningunni eru málverk og teikn- ingar unnar á síðastliðnum tveim- ur árum, þar á meðal verk sem systur á tveimur hátíðum í sumar og einni næsta sumar. Önnur há- tíðin sem okkur er boðið á núna í sumar, þökk sé góðu fólki hér í sendiráði íslands, er hin fræga Edinborgarhátíð. Vandamálið er bara eins og alltaf fjármögnun. Eins og stendur er stefnan tekin á Edinborg, það eru engar áætlan- ir um að fara alla leið til íslands, en hver veit. Svo er þetta líka spurning um tíma, t.d. vorum við beðnar að sýna í fyrri viku hátíðar- innar, en þá verð ég stödd í Lett- landi ásamt Sigrúnu Sól leikkonu á fyrstu jafnréttisráðstefnu Eyst- rasaltslandanna þar sem ég verð með einþáttunginn minn „Eða þannig." Þetta hangir allt á bjartsýninni! Hver er verkaskiptingin innan leikhópsins? „Við Ágústa sjáum um það að vera skýjaglópamir sem sjá um hina listrænu sköpun og eram al- mennt í öðram heimi en Anna Hild- ur er með fæturna á jörðinni og kemur okkur áfram af miklum klókindum, hún kann á kerfíð og hefur svo mikla reynslu úr útvarp- inu og félagsmálastörfum sínum í því að tala við fólk. Svo má ekki gleyma því að við njótum aðstoðar vina og velunnara, t.d. eram við með íslenskan ljósahönnuð, hann Dodda (Þórður B. Guðjónsson), og Sólveig Elín Þórhallsdóttir er sýn- ingarstjórinn okkar og stýrir ljós- unum á sýningunum, þau era bæði hér í námi í þessum fögum og vinna þetta fyrir okkur meðfram fullu námi. Fyrir nú utan allt fólkið sem aðstoðar okkur í stóra sem smáu við að setja þessar sýningar upp.“ Er ekki frekar áhættusamt að reka leikhús í London? „Jú, jú, eflaust, en það er svo margt hægt að gera. Okkur hefur dottið í hug að gefa út matseðil, svo að fólk geti pantað leiksýningu eða leiklestur og kaffí hjá The Ice- landic Take Away Theatre. En svona í alvöru, þá er ætlunin að vera með sýningar sem hægt er að flakka með, án þess að tungu- málið sé að aftra manni. í Sítrónu- systranum á ekki að vera mikill texti þannig að það ætti að vera hægt að þýða hann fljótt á flest tungumál. Við þurfum því ekki endilega að skilja það sem við eram að segja í sýningunni. Annars hangir þetta ennþá allt á bjartsýn- inni!“ listamennirnir hafa unnið saman. I Bjarta sal verður til sýnis skúlptúrúr eigu safnsins eftir Jón Gunnar Arnason og í Svarta sal sýnir Pétur Om Friðriksson leik- ritið „Tempest“ eða Ofviðrið eftir William Shakespeare. Flytjendur em hópur úreltra tölva. Fyrstur gesta í setustofu safns- ins er myndlistarmaðurinn Haf- steinn Austmann. Hann hefur lengi staðið í fremstu röð þeirra listamanna er hafa helgað sig ab- straktmálverki. Hann sýnir tæp- lega fjörutiu ára gömul verk, vatnslitamyndir frá því tímabili er hann færðist frá strangflatarmál- verkinu til Ijóðrænni myndgerðar. Málþing um kirkjulist MÁLÞINGIÐ „Hvað er kirkjulist?" verður haldið í stofu 101 í Odda á morgun kl. 13. Málþingið er haldið í tengslum við myndlistarsýn- ingu á kirkjulistahátíð, þar sem athygli er beint að ný- sköpun í myndlist fyrir kirkjur og áhersla hefur verið lögð á samstarf arkitekta og mynd- listarmanna. Á málþinginu verða flutt fímm erindi og verða pallborðsumræður að þeim loknum. Þeir sem flytja erindi á málþinginu era: Pétur H. Ár- mannsson, Gunnar J. Áma- son, Hjörleifur Stefánsson, Hannes Lárasson og Anna S. Pálsdóttir. Málþinginu er einkum ætl- að að vekja fólk til umhugsun- ar um hvort og með hvaða hætti nýsköpun í myndlist geti haft gildi fyrir kirkjuna, hveijir möguleikar listarinnar séu í kirkjunni og hvert sé eða geti verið gildi trúarinnar fyr- ir listsköpun í samtímanum. Umræðum stýrir Gunnar Harðarson heimspekingur. Málverkasýn- ing í Vogum MARGRÉT Brynjólfsdóttir frá Hellum opnar málverka- sýningu í Glaðheimum, Vog- um, á morgun kl. 14. Mál- verkasýninguna nefnir Mar- grét Ströndin og lýkur henni 30. maí. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-22, virka daga frá kl. 16-21. Tumií Tuttugu fermetrum TUMI Magnússon opnar sýn- ingu á veggmálverkum í gall- eríinu Tuttugu fermetrar á morgun, laugardag kl. 16. Vesturgötu lOa, kjallara. Sýningin er opin frá 15-18 miðvikudaga til sunnudaga, og stendur til 8. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.