Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umdeilt lagafrumvarp um samningsveð varð að lögum á síðasta degi vorþingsins Kvóti skips ekki framseldur nema veðhafar samþykki Lög um samningsveð voru afgreidd frá Alþingi á laugardag. Þingmenn voru sáttir við flest ákvæði þeirra, en sú grein sem fjallaði um veðsetningu skipa vakti miklar umræður og deiiur. Atkvæði féllu þannig að 35 þingmenn samþykktu frumvarpið, 17 voru því mótfallnir, 4 greiddu ekki atkvæði og 7 voru fjarverandi. Ragnhildur Sverrisdóttir rifjaði upp helstu ágreiningsefnin á þingi. LÖG um samningsveð voru tímabær fyrir margt löngu, enda stofn ís- ienskrar veðsetningarlöggjafar frá 1887. Styrinn á þingi stóð nær ein- göngu um þau ákvæði, sem kváðu á um veðsetningu skipa og aflaheim- ilda sem á þeim hvíla. í nýsamþykkt- um lögum hljóðar 4. málsgrein 3. greinar svo: „Eigi er heimilt að veð- setja réttindi til nýtingar í atvinnu- rekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fískiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjár- verðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti.“ Kvóti er ekki sjálfstætt andlag veðréttar Þessi grein feiur í sér, að ekki er hægt að veðsetja kvótann einan og sér, en hins vegar má ekki fram- selja kvóta af veðsettu skipi. Kvót- inn getur því ekki verið sjálfstætt andlag veðréttar og þegar settar eru skorður við framsali kvóta af veðsettu skipi er eingöngu átt við þá aflahlutdeild sem helst óbreytt milli ára. í greinargerð með lögunum er ítrekað það viðhorf löggjafans, að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthiutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum. Þá er lögð áhersla á, að sá sem taki veðrétt í fiskiskipi taki með sama hætti og eigandi skipsins þá áhættu að hin úthlutuðu nýtingar- réttindi verði skert vegna almennra ráðstafana ríkisvaldsins eða þau jafnvel afnumin á gildistíma veð- samnings, enda sé umræddu laga- ákvæði ekki ætlað að hefta svigrúm löggjafans til slíkra almennra ráð- stafana. Með umræddu ákvæði í lögum um samningsveð er komið í veg fyrir að kvóti sé seldur án þess að veðhafi í skipinu hafi nokkuð um það að segja, en með sölu kvótans rýrnar verðmæti skips yfírleitt verulega og þar með þess veðs sem á því hvílir. Lánastofnanir höfðu gripið til þess ráðs, frá því að framsal kvóta var heimiiað að uppfylltum ákveðnum skilyrðum árið 1991, að krefja lán- takendur um skriflega yfirlýsingu um að þeir myndu ekki framselja kvótann á meðan veðsamningur væri í gildi. Yfirlýsingunum var þinglýst á skip, en þessi varnagli tryggði þó ekki hag lánastofnana sem skyldi, enda kaupendum kvóta ekki skylt að kynna sér þinglýs- ingabækur og ekki allir útgerðar- menn sem héldu eigið drengskapar- Ioforð í heiðri. Gert erfitt um vik að breyta kerfinu Gagnrýnendur ákvæðis um veð- setningu skips með kvóta sögðu, að með því væri stjórnvöldum gert erf- iðara um vik að breyta fískveiði- stjórnunarkerfinu, þar sem þeir sem ættu veð í skipi og kvóta ættu skaða- bótakröfu á ríkið, yrði kerfínu breytt. Ná yrði viðunandi Iausn fyrir lána- stofnanir með öðrum hætti en að heimila veðsetningu sameignar þjóð- arinnar. Ákvæðið myndi einnig hafa í för með sér, að erlendir iánar- drottnar gætu fengið ráðstöfunar- rétt yfír þessari sameign. Meirihluti allsheijarnefndar mælti með samþykki frumvarpsins og lagði aðeins til smávægilegar breytingar á því, s.s. að lögin tækju gildi um næstu áramót, í stað 1. júlí nk. eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Þessar breytingartillögur voru samþykktar. Að þeim stóðu þau Sólveig Péturs- dóttir, Árni R. Árnason og Hjáimar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, og Val- gerður Sverrisdóttir og Jón Krist- jánsson, Framsóknarflokki. Stj órnarþingmenn ekki á eitt sáttir Tvö minnihlutaálit komu frá alls- heijarnefnd. Kristján Pálsson, Sjálf- stæðisflokki, lagði fram tillögu til breytinga á 4. mgr. 3. greinar og vildi að þar yrðu tekin af öll tví- mæli um að ekki væri heimilt að veðsetja sérstaklega, eða með öðrum verðmætum, aflahlutdeild fiskiskips, greiðslumark bújarðar eða önnur réttindi til nýtingar í atvinnurekstri sem skráð væri opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt. í sam- ræmi við þessa tillögu sína, sem var felld, greiddi Kristján atkvæði gegn samþykki frumvarpsins og var, ásamt flokksbróður sínum, Guðjóni Guðmundssyni, eini stjórnarþing- maðurinn sem slíkt gerði. Annan minnihluta allsheijar- nefndar mynduðu stjórnarandstæð- ingarnir Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista, og Ögmundur Jónasson, þingflokki Ai- þýðubandalags og óháðra. Þau voru andvíg 4. mgr. 3. greinar og sögðu ríkisstjórnina hafa þann ásetning að heimila veðsetningu á auðlind sem væri sameign þjóðarinnar. Þau vildu fella niður síðari málslið 4. greinar, um að veðhafí þyrfti að samþykkja aðskilnað réttinda til nýtingar í at- vinnurekstri frá fjárverðmæti, og bæta við fyrri lið greinarinnar því ákvæði, að úthlutun slíkra réttinda skapaði ekki eignarrétt eða óaftur- kallanlegt forræði yfír réttindunum. Eins og fyrr sagði var frumvarpið samþykkt með 35 atkvæðum gegn 17. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags, var eini þingmaður stjórnarandstöðu sem gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk og samþykkti frumvarpið. Eins og áður var nefnt greiddu þeir Guðjón Guðmundsson og Kristján Pálsson, Sjálfstæðis- flokki, atkvæði gegn frumvarpinu, enda höfðu báðir gagnrýnt það mjög. Það hafði Guðmundur Hallvarðsson einnig gert, en hann greiddi ekki atkvæði á laugardag. Margt til bóta Hvað sem mönnum þykir um ákvæði 3. greinar laga um samn- ingsveð, þá þykja allar hinar greinar laganna horfa til bóta, enda sam- staða um ágæti þeirra á þingi. Nú er loks búið að koma á heildarlög- gjöf, þar sem helstu nýmæli eru m.a. að heimildir til veðsetninga í þágu atvinnuveganna eru rýmkaðar til mikilla muna, með því að almennt verður heimilt að veðsetja lausafé með fasteignum sem sérstakt fylgifé og nær sú regla til allra sem atvinnu- rekstur stunda. Þá verða fleiri lausa- fjárverðmæti sett að sjálfsvörsluveði sem heildarsöfn muna en gildandi réttarreglur leyfa og heimild til slíkra veðsetninga hvorki tímabund- in né einskorðuð við það að bankar eða aðrar lánastofnanir eigi í hlut, heldur hvaða lánveitandi sem er. Lögfestar eru reglur um stofnun, réttarvernd og framsal handveðrétt- inda, eytt óvissu um hver sé gild- andi réttur varðandi ýmis veðréttar- leg álitaefni, t.d. vegna yfirtöku skulda í fasteignaviðskiptum, lög- festar reglur um eignarréttarfyrir- vara og almennar reglur um stofnun og réttarvernd samningsveðs í við- skiptabréfum, almennum fjárkröfum og innlausnarbréfum. Þá eru ekki öll nýmæli laganna talin, því þau fjalla sérstaklega um samningsveð í fasteignum. Þrátt fyrir að fasteignir séu það verðmæti sem mesta þýðingu hafa við veðsetn- ingar hefur skort að mestu skráð efnisákvæði um veðsetningar þeirra. Lögin taka afstöðu til þess, hvaða réttindi yfir fasteignum verða veð- sett, hvernig afmarka á veðréttinn, fjallað er um veðsetningu í varanleg- um afnotarétti lands og húss, um veðsetningu aðgreindra eignarhluta og réttarvemd. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞORGEIR Pálsson, yfirverkfræðingur á Landspítalanum, flytur fyrirlestur sinn í Landsímahúsinu á fjarráðstefnu Norrænu Atlantsnefndarinnar. Ný tækni í þágu dreifðari byggða NORRÆNA Atlantsnefndin NORA gekkst í gær fyrir fjar- ráðstefnu með þátttöku frá Grænlandi, Islandi, Færeyjum og Vestur- og Norður-Noregi um möguleika á að hagnýta nýja fjarskipta- og upplýsingatækni í þágu íbúa dreifðari byggða, en þátttakendur frá þessum fimm löndum og landshlutum söfnuð- ust saman í hveiju landi fyrir sig og komu íslensku þátttakend- urnir saman í Landsímahúsinu. Á ráðstefnunni hélt Aud Kvam, námsráðgjafi í fjar- kennslu á háskólastigi, fyrirlest- ur um fjarkennslu, og Þorgeir Pálsson, yfirverkfræðingur á Landspítalanum, hélt fyrirlestur um fjarlækningar. Að loknum fyrirlestrunum fengu sérfræð- ingar á sviði heilbrigðis- og menntamála tækifæri til að fjalla um hvort hér væri um leið til sparnaðar eða betri þjónustu að ræða og tóku þátttakendur frá öllum fimm stöðunum þátt í umræðunum. Átak í ferðaþjónustu um vestfirska vegi Vekja athygli á sérstöðu veganna Morgunblaðið/jt ÞRÁTT fyrir að enn séu malarvegir ríkjandi í vegakerfi Vest- fjarða telja þeir sem sinna ferðaþjónustu þá ekki þurfa að fæla ferðamenn frá því að heimsækja fjórðunginn. „VINIR vega á Vestfjörðum" er nafn á átaki sem hrint hefur verið af stað á Vestfjörðum. Er tilgangur þess að beina sjónum manna að veg- um á Vestfjörðum og bæta ímynd þeirra í hugum íslendinga jafnvel þótt þeir þyki ekki eins góðir og best verður á kosið. „Vestfirðir hafa enn ekki náð inn á ferðakort landans svo neinu nemi en við teljum mikilvægt að ná til íslendinga sem eru stærsti markhóp- ur ferðaþjónustunnar í þessum landshluta," segir Sigríður Ó. Krist- jánsdóttir hjá Vesturferðum á ísafírði, einn forráðamanna átaks- ins. Hin eru Siguijón Þórðarson í Flókalundi, Gunnar Egilsson í Hóp- inu á Tálknafirði og Elín Óladóttir, Hótel Laugabóli í Bjarnarfírði á Ströndum. Ætlunin er einnig að ná til þeirra sem starfa að ferðaþjón- ustu á Vestfjörðum. „Með þessu átaki erum við að beina sjónum manna að vegakerfinu og við viljum reyna að bæta ímynd þess en þeir eru helsti veikleiki svæð- isins. Við ætlum ekki að segja að vegirnir séu allir góðir heldur vekja athygli á sérstöðu þeirra. Svona veg- ir fyrirfinnast óvíða á landinu lengur og þessir sérstöku vegir gleymast ekki svo glatt!“ segir Sigríður enn- fremur. Hún bendir á að átakshópur- inn sé ekki ánægður með ástand vega en ætlunin sé að gera það besta úr málinu, koma með jákvæða gagn- rýni og benda á það sem betur mætti fara á vestfirskum vegum. Hæfnisskírteini Ætlunin er að vekja athygli á átakinu með ýmsu móti, m.a. efna til vegahátíðar um verslunarmanna- helgina og veita þeim sem ferðast um vestfirska vegi sérstakt „hæfn- isskírteini". „Við getum ekki beðið eftir að allir vegir verði lagðir bundnu slit- lagi en vekjum athygli á því að á Vestfjörðum er svo margt að sjá að vegirnir megi ekki aftra mönnum frá því að koma hingað. Miklu fremur viljum við að sem flestir kynnist þeim og skapi enn meiri umræðu um að fjárveitingavald leggi til þeirra nauðsynlegt fjármagn svo hraða megi uppbyggingu þeirra sem mest,“ segir Sigríður Ó. Kristjáns- dóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.