Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 29 LISTIR Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju NÚ ERU að hefjast í annað sinn Sumartónleikar í Stykkishólms- kirkju. Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, laugardag kl. 17. Félagar í Kór Stykkishólmskirkju standa að þeim tónleikum. Auk þess sem kór- inn syngur allur verður honum skipt upp í karla-og kvennakór, þá kem- ur fram tríó skipað félögum úr kórnum með gítarundirleik. Stjórn- andi kórsins er Sigrún Jónsdóttir. Undirleikari er Hólmgeir Þórsteins- son. Á Sumartónleikunum koma fram Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzó- sópransöngkona, og Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari; Martial Nardeau, þverflautuleikari, Peter Tomkins óbóleikari, Peter Maté, píanóleikari; Tónleikar heima- manna í Stykkishóli; Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari; Dagrún Hjartardóttir sópransöng- kona, Jónína Arnardóttir píanóleik- ari; Jasskvartett Tómasar R. Ein- arssonar; Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Svava Bernharðsdótt- ir víóluleikari, Elísabet Waage hörpuleikari. Dagskráin verður til 17. ágúst nk. Söngtónleikar á Selfossi Lög Björgvins Þ. Yaldimarssonar sungin SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Þar munu kórar og ein- söngvarar syngja lög eftur Björgvin Þ. Valdimarsson. Tónleikar þessir eru liður í menningarviku sem hald- in er í tilefni af 50 ára afmæli Sel- fossbæjar. Björgvin er fæddur og uppalinn á Selfossi og var virkur í tónlistar- lífi bæjarins. Hann hefur samið fjöldan allan af sönglögum fyrir kóra, einsöng og tvísöng og má þar nefna lög eins og Undir Dalanna sól, Máttur söngsins, Kveðja heim- anað og Vorsól. Kórarnir sem koma fram^ eru Karlakór Selfoss undir stjórn Ólafs Björgvin Þ. Valdimarsson Siguijónssonar og undirleiks Helenar Kára- dóttur, Skag- firska söngsveit- in í Reykjavik, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson, undirleikari_ Vil- heimína Ólafs- dóttir. Einnig koma fram fjórir ein- söngvarar sem syngja einsöng og tvísöng, ýmist með kórunum _eða einir sér, en þeir eru Elín Ósk Ósk- arsdóttir, sópran, Guðmundur Sig- urðsson, tenór, Loftur Erlingsson, baríton og Óskar Pétursson, tenór. Tónleikar Landsvirkj- unarkórsins LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur vortónleika í Grensáskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 16. Á dag- skrá eru íslensk og erlend lög, bæði klassísk og dægurflugur. Einsöngv- ari með kómum er Þuríður G. Sig- urðardóttir, hún sér jafnframt um raddþjálfun kórsins. Úndirleik ann- ast Kolbrún Sæmundsdóttir píanó- leikari og Guðni A. Þorsteinsson harmonikkuleikari. Þá mun harmon- ikkukvartett koma fram á tónleikun- um. Stjórnandi Landsvirkjunarkórs- ins er Páll Helgason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Handverks- sýning í Hvassaleiti 56-58 HANDAVINNU- og myndlistar- sýning í félags- og þjónustumið- stöðinni Hvassaleiti 56-58 verður sunnudaginn 25. maí og mánudag- inn 26. maí. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Opið verð- ur báða dagana frá kl. 13-17. Þá verður harmonikkuleikur og kór- söngur svo og kaffiveitingar. Philippe Ricart sýnir textílverk í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuð sýning á verkum Philippes Ricarts á morgun, laugardag. Verkin á sýningunni eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Philippe var útnefndur bæjar- listamaður Akraness 1996 og verk- in á sýningunni eru afrakstur af starfi hans sl. ár. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Sýningunni lýkur 8. júní. Sjónþingi Magnúsar að ljúka SJÓNÞINGI Magnúsar Tómassonar í Gerðubergi lýkur um helgina. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril Magnúsar frá námsárun- um í Danmörku á 7. áratugnum til dagsins í dag. Húsið er opið föstu- daga frá kl. 9-19 og um helgar kl. 12-16. Sýningu Magdalenu M. Hermanns að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGU Magda- lenu M. Hermanns í Galleríi Horninu lýkur nú um helgina. Gallerí Hornið er opið kl. 11-23.30. Innangengt um veitingahúsið. Litskyggnusýning í kjallara er opin kl. 14-18. Röndótt leirtau í Sneglu í GLUGGUM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í jarðleir, matarílát af ýmsum toga, diskar, glös og skálar. Snegla Listhús er opið frá kl. 12-18 virka daga og 10-14 laugar- daga. Sýning í Seljahlíð Á MORGUN klukkan 14 verður opnuð hin áriega vorsýning á hand- verki íbúa í Seljahlíð í Reykjavík. Á sýningunni verða leirmunir, gólf- teppi, tauþrykk, útsaumur og pijón- les. Sýningin, sem sett er upp í húsakynnum Seljahlíðar í Hjallaseli 55, stendur í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag, og er opið frá klukkan 14-17 alla dagana. SIEMENS DÆMALAUS Það er okkur sönn ánægja að geta nú boðið þessi rómuðu Siemens heimilistæki með miklum afslætti. Gjörið svo vel - og njótið vel! Siemens kæliskápur KS 28V02 Einstaklega eigulegur kæliskápur á hreint ótrúlegu verði. • 2061 kælir, 581 frystir. • 156 x 55 x 60 sm (h x b x d). Stgrverð nú: 49.900 kr. Stgrverö áður: 59.985 kr. SPARNAÐUR: 10.085 KR. Siemens frystikista GT 34B04 Frystikista á spottprís fyrir alla þá sem vilja hafa matarforðann í öruggri geymslu. 318 lítrar nettó. Stgrverð nú: 39.900 kr. Stgrverð áður: 49.755 kr. SPARNAÐUR: 9.855 KR. Siemens eldavél HS 24023 Sívinsæl eldavél, einföld í notkun, traust og endingargóð. • Breidd 60 sm. • Yfir- og undirhiti, grill. • 4 hellur. • Geymsluskúffa. Stgrverð nú: 46.500 kr. Stgrverð áður: 55.614 kr. SPARNAÐUR: 9.114 KR. Siemens þvottavél WM 20850SN Góð þvottavél sem auðvelt er að læra á. • Vinduhraði: 800 sn./mín. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. Stgrverð nú: 52.900 kr. Stgrverð áður: 58.497 kr. SPARNAÐUR: 5.597 KR. Siemens uppþvottavél SN33310SK Besti vinur fjölmargra íslendinga. Velvirk, hljóðlát og sparneytin. • Þrjú þvottakerfi. • Fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Stgrverð nú: 58.900 lcr. Stgrverð áður: 64.914 kr. SPARNAÐUR: 6.014 KR. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Siemens á heima hjá þér! UMBOÐSMENN: •Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær. Blómsturvellír • Grunditrfjorður: Guðni Hallgrímsson •Stykkishólmur: Skipavík •Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgið •Akureyri: Ljósgjafinn »Húsavík: Öryggi «Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda *Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson »Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson «Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt «Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk •Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst KR •Hella: Gilsá »Selfoss: Árvirkinn •Grindavik: Rafborg *Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarssonar. «Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.