Morgunblaðið - 23.05.1997, Page 29

Morgunblaðið - 23.05.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 29 LISTIR Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju NÚ ERU að hefjast í annað sinn Sumartónleikar í Stykkishólms- kirkju. Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, laugardag kl. 17. Félagar í Kór Stykkishólmskirkju standa að þeim tónleikum. Auk þess sem kór- inn syngur allur verður honum skipt upp í karla-og kvennakór, þá kem- ur fram tríó skipað félögum úr kórnum með gítarundirleik. Stjórn- andi kórsins er Sigrún Jónsdóttir. Undirleikari er Hólmgeir Þórsteins- son. Á Sumartónleikunum koma fram Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzó- sópransöngkona, og Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari; Martial Nardeau, þverflautuleikari, Peter Tomkins óbóleikari, Peter Maté, píanóleikari; Tónleikar heima- manna í Stykkishóli; Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari; Dagrún Hjartardóttir sópransöng- kona, Jónína Arnardóttir píanóleik- ari; Jasskvartett Tómasar R. Ein- arssonar; Guðrún Birgisdóttir flautuleikari, Svava Bernharðsdótt- ir víóluleikari, Elísabet Waage hörpuleikari. Dagskráin verður til 17. ágúst nk. Söngtónleikar á Selfossi Lög Björgvins Þ. Yaldimarssonar sungin SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 20.30. Þar munu kórar og ein- söngvarar syngja lög eftur Björgvin Þ. Valdimarsson. Tónleikar þessir eru liður í menningarviku sem hald- in er í tilefni af 50 ára afmæli Sel- fossbæjar. Björgvin er fæddur og uppalinn á Selfossi og var virkur í tónlistar- lífi bæjarins. Hann hefur samið fjöldan allan af sönglögum fyrir kóra, einsöng og tvísöng og má þar nefna lög eins og Undir Dalanna sól, Máttur söngsins, Kveðja heim- anað og Vorsól. Kórarnir sem koma fram^ eru Karlakór Selfoss undir stjórn Ólafs Björgvin Þ. Valdimarsson Siguijónssonar og undirleiks Helenar Kára- dóttur, Skag- firska söngsveit- in í Reykjavik, stjórnandi Björgvin Þ. Valdimarsson, undirleikari_ Vil- heimína Ólafs- dóttir. Einnig koma fram fjórir ein- söngvarar sem syngja einsöng og tvísöng, ýmist með kórunum _eða einir sér, en þeir eru Elín Ósk Ósk- arsdóttir, sópran, Guðmundur Sig- urðsson, tenór, Loftur Erlingsson, baríton og Óskar Pétursson, tenór. Tónleikar Landsvirkj- unarkórsins LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur vortónleika í Grensáskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 16. Á dag- skrá eru íslensk og erlend lög, bæði klassísk og dægurflugur. Einsöngv- ari með kómum er Þuríður G. Sig- urðardóttir, hún sér jafnframt um raddþjálfun kórsins. Úndirleik ann- ast Kolbrún Sæmundsdóttir píanó- leikari og Guðni A. Þorsteinsson harmonikkuleikari. Þá mun harmon- ikkukvartett koma fram á tónleikun- um. Stjórnandi Landsvirkjunarkórs- ins er Páll Helgason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Handverks- sýning í Hvassaleiti 56-58 HANDAVINNU- og myndlistar- sýning í félags- og þjónustumið- stöðinni Hvassaleiti 56-58 verður sunnudaginn 25. maí og mánudag- inn 26. maí. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í vetur. Opið verð- ur báða dagana frá kl. 13-17. Þá verður harmonikkuleikur og kór- söngur svo og kaffiveitingar. Philippe Ricart sýnir textílverk í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuð sýning á verkum Philippes Ricarts á morgun, laugardag. Verkin á sýningunni eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Philippe var útnefndur bæjar- listamaður Akraness 1996 og verk- in á sýningunni eru afrakstur af starfi hans sl. ár. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Sýningunni lýkur 8. júní. Sjónþingi Magnúsar að ljúka SJÓNÞINGI Magnúsar Tómassonar í Gerðubergi lýkur um helgina. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril Magnúsar frá námsárun- um í Danmörku á 7. áratugnum til dagsins í dag. Húsið er opið föstu- daga frá kl. 9-19 og um helgar kl. 12-16. Sýningu Magdalenu M. Hermanns að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGU Magda- lenu M. Hermanns í Galleríi Horninu lýkur nú um helgina. Gallerí Hornið er opið kl. 11-23.30. Innangengt um veitingahúsið. Litskyggnusýning í kjallara er opin kl. 14-18. Röndótt leirtau í Sneglu í GLUGGUM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í jarðleir, matarílát af ýmsum toga, diskar, glös og skálar. Snegla Listhús er opið frá kl. 12-18 virka daga og 10-14 laugar- daga. Sýning í Seljahlíð Á MORGUN klukkan 14 verður opnuð hin áriega vorsýning á hand- verki íbúa í Seljahlíð í Reykjavík. Á sýningunni verða leirmunir, gólf- teppi, tauþrykk, útsaumur og pijón- les. Sýningin, sem sett er upp í húsakynnum Seljahlíðar í Hjallaseli 55, stendur í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag, og er opið frá klukkan 14-17 alla dagana. SIEMENS DÆMALAUS Það er okkur sönn ánægja að geta nú boðið þessi rómuðu Siemens heimilistæki með miklum afslætti. Gjörið svo vel - og njótið vel! Siemens kæliskápur KS 28V02 Einstaklega eigulegur kæliskápur á hreint ótrúlegu verði. • 2061 kælir, 581 frystir. • 156 x 55 x 60 sm (h x b x d). Stgrverð nú: 49.900 kr. Stgrverö áður: 59.985 kr. SPARNAÐUR: 10.085 KR. Siemens frystikista GT 34B04 Frystikista á spottprís fyrir alla þá sem vilja hafa matarforðann í öruggri geymslu. 318 lítrar nettó. Stgrverð nú: 39.900 kr. Stgrverð áður: 49.755 kr. SPARNAÐUR: 9.855 KR. Siemens eldavél HS 24023 Sívinsæl eldavél, einföld í notkun, traust og endingargóð. • Breidd 60 sm. • Yfir- og undirhiti, grill. • 4 hellur. • Geymsluskúffa. Stgrverð nú: 46.500 kr. Stgrverð áður: 55.614 kr. SPARNAÐUR: 9.114 KR. Siemens þvottavél WM 20850SN Góð þvottavél sem auðvelt er að læra á. • Vinduhraði: 800 sn./mín. • 11 grunnkerfi fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ullarþvott. Stgrverð nú: 52.900 kr. Stgrverð áður: 58.497 kr. SPARNAÐUR: 5.597 KR. Siemens uppþvottavél SN33310SK Besti vinur fjölmargra íslendinga. Velvirk, hljóðlát og sparneytin. • Þrjú þvottakerfi. • Fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Stgrverð nú: 58.900 lcr. Stgrverð áður: 64.914 kr. SPARNAÐUR: 6.014 KR. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Siemens á heima hjá þér! UMBOÐSMENN: •Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær. Blómsturvellír • Grunditrfjorður: Guðni Hallgrímsson •Stykkishólmur: Skipavík •Búðardalur: Ásubúð • ísafjörður: Póllinn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgið •Akureyri: Ljósgjafinn »Húsavík: Öryggi «Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. • Neskaupstaður: Rafalda *Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson »Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson «Höfn í Hornafirði: Króm og hvítt «Vík í Mýrdal: Klakkur • Vestmannaeyjar: Tréverk •Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst KR •Hella: Gilsá »Selfoss: Árvirkinn •Grindavik: Rafborg *Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarssonar. «Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.