Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er allt í lagi mín vegna, strákar, mér er alveg sama hvor ykkar lyftir undir bossann... JllltflftgftlttifrlbtfrÍfr - kjarni málsins! Áramótasiðir Aramóta- # brennur í meira en 200 ár Aramótabrennur og flugeldasýningar eru fastir liðir i M- tíðahöldum Islendinga um land allt. En hvaðan eru þessir siðir komnir? Ami Bjömsson þjóðháttafræð- ingur segir að elsta dæmi um áramótabrennu sem fundist hefur sé frá árinu 1791 og eiga piltar í Hóla- vallaskóla í Reykjavík hlut að máli. - Hvervig stóð á því að þessir piltar hófu að safna íbrennu? „I bók minni Sögu dag- anna segir Sveinn Pálsson læknir svo frá: „Á gamlárskvöld halda þeir brennu á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan. Er brennan svo stór að hún sést úr margra mílna fjar- lægð. Til brennunnar safna þeir gömlum tunnum og alls konai- timburbraki og hella yfir það tjöm. Brennan er fogur til- sýndar í náttmyrkrinu, sérstak- lega þejgar hvorki er regn né þoka.“ Ami telur ekki ólíklegt að hæðin Vulcan sé Landakotshæð sem hefur þá verið svipmeiri meðan engin hús vora byggð á henni. Seinna var brenna oft haldin á Skólavörðuhæð. Ami segir að ekki sé loku fyrir það skotið að brennur hafi þekkst fyrr en hér er greint frá, t.d. við skól- ana á Hólum og í Skálholti. „Þó er sennilegra að svo hafl ekki verið þar sem hvert snifsi sem gat bmnnið var of dýrmætt til að eyða því í slíkan leikaraskap." - Hvaðan kcmur þessi siður með að hafa álfa á brennunum? „Eftir miðja 19. öld er vitað um bæði brennur og blysfarir í Reykjavík ásamt álfadansi. Það vora aðallega stúdentar og skóla- piltar sem bjuggu sig út eins og álfar, stigu dans og sungu. Fyrsti álfadans sem sögur fara af var á gamlárskvöld árið 1871. Á fjórða degi jóla höfðu piltar í Lærða skólanum framsýnt „Nýársnóttina" eftir Indriða Ein- arsson. Á gamlársdag ákvað ný- stofnað stúdentafélag í Reykjavík að efna til blysfarar og álfadans á Tjöminni í anda leikritsins. Stúd- entar skiptu sér í ljósálfa og dökkálfa, það var dansað og sung- ið á Tjöminni og síðan haldið til Hólavallar á brennuna og kveikt „bengölsk" bál. Ekld var álfadans ætíð síðan tengdur brennu og var stundum hafður á t.d. þrettánda. Margir reyndu á hinn bóginn að fram- kalla hávaða við brennur og skjóta árið út og inn með púður- sprengjum og haglabyssum.“ - Er flugeldahefðin kannski komin frá þessurn bengölsku blysum árið 1871? „Ég held það. Flugeldar og blys er farið að auglýsa í blöðun- um snemma á þessari öld og þá var ekki búið að finna orðið flugeld- ur þannig að þetta var auglýst undir ýmsum nöfnum. „ ......... Ami segir að á fjórða eða fimmta áratugi 20. aldar hafi ver- ið farið að flytja til landsins kín- veija og púðurkerlingar. ,A stríðsáranum og eftir stríð fóra menn síðan að bjástra sjálfir við að búa sjálfir til sprengjur og þær vora hættulegar og urðu nokkur alvarleg slys af þeirra völdum. í kjölfarið var sú ákvörð- un tekin af bæjarstjóm að skipu- leggja brennur eða leyfa þær undir eftirliti á opnum svæðum til Arni Björnsson ►Arni BJömsson þjóðhátta- fræðingur fæddist 16. janúar ár- ið 1932 á Þorbergsstöðum í Dalasýslu. Hann lauk stúdents- prófi frá MR árið 1953 og varð cand.mag. í fslenskri menning- arsögu frá Háskóla íslands árið 1961. Hann lauk doktorsprófi í íslenskri menningarsögu árið 1995. Ámi hefúr fengist við kennslu, bæði hér á landi og f Þýskalandi. Hann hefúr verið styrkþegi við Árnastofnun og þýskar þjóðfræðistofnanir en gegnt starfi deildarstjóra þjóð- háttadeildar Þjóðmiiyasafnsins frá árinu 1969. Han hefur m.a. gefið út ritin Jól á Islandi, Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni, í jólaskapi, Gaml- ar þjóðh'fsmyndir og Þorrablót á íslandi. Kveiktu „bengölsk“ bál að lokka m.a. unglinga frá mið- bænum.“ - Hvenær fóra brennurnar að verða útbreiddur siður um land allt? „Eftir þessa uppákomu stúd- entanna árið 1871 fór siðurinn að breiðast út um landið. Fyrst stingur hann sér niður í þorpum og bæjum en fyrir aldamót er vit- að um áramótabrennur á einstök- um sveitabæjum. Þá var oft reynt að haga svo til að kveikt væri í bálkestinum á sama tíma á öllum bæjum í sama byggðarlagi þar sem hver sá til annars. Til dæmis var þetta sumstaðar gert á Suð- urlandsundirlendinu og í eyjum á Breiðafirði, á Barðaströnd og Skarðsströnd." Ámi bendir á að við Breiða- fjörð hafi brennur yfirleitt verið kallaðar vitar. Hann segir að flestar hafí brennumar verið litl- ar nema á rekajörðum. Þar var helst að margt gæti fallið til sem var ekki nýtanlegt til annars en á brennu. Stundum lögðu nokkrir bæir saman í brennu eða ung- _________ mennafélög gengust fyrir þeim. Á Siglufirði og Húsavík var um miðja 20. öld tekið að mynda ....... nýja ártalið með blys- mn og seinna rafljósum. Ámi segir að eftir miðjan sjö- unda áratug 20. aldar hafi ára- mótaskaup Sjónvarpsins mótað almenna hegðun að talsverðu leyti á gamlárskvöld. „Brennum þarf helst að vera lokið um tíu- leytið þegar áramótaskaupið hefst. Klukkutímann 1 kringum miðnætti skjóta menn flugeldum frá heimahúsum, óska hver öðr- um gleðilegs nýárs og þakka fyrir gamla árið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.