Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■súfiimi Færeyingar gera uppreisn gegn dönsku stjóminni FÆREYINGAR eru reiðir yfír því hvemig danska stjórnin hefur tekið á fjár- hagsvanda Færeyja, eink- um á bankamálinu svokallaða. Margir Færeyingar telja að embætt- ismenn dönsku stjómarinnar hafí í samstarfí við Den Danske Bank steypt þessu litla samfélagi í Norður- Atlantshafi í milljarðaskuldir. Gremja Færeyinga er svo mikil að forystumenn langflestra flokk- anna á færeyska lögþinginu neita að ræða við Poul Nymp Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kemur til Þórshafnar til að taka þátt í árlegum fundi pólitískra leiðtoga Danmerkur, Grænlands og Færeyja 6. janúar. Á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsætisráð- herrann er Annfínn Kallsberg, fjár- málaráðherra færeysku landsstjóm- arinnar. „Ég ætla ekki að taka þátt í vin- gjamlegri gagnsókn forsætisráð- herrans og tilraun hans til að fá okkur á sitt band,“ segir Kallsberg. „Telji Poul Nymp Rasmussen að hann geti komið til Færeyja og prett- að Færeyinga enn einu sinni, þá má hann standa í þeirri trú.“ Búist er við að niðurstaða rann- sóknar á bankamálinu liggi fyrir aðeins níu dögum eftir fundinn í Þórshöfn. Annfínn Kallsberg og for- ystumenn fímm af átta flokkum færeyska lögþingsins ætla ekki að ræða við danska forsætisráðherrann fyrr en niðurstaða rannsóknarinnar verður lögð fram 15. janúar. Margir færeysku flokkanna telja það gmn- samlegt og óviðeigandi að Poul Nyr- up Rasmussen komi til Þórshafnar svo skömmu áður en rannsóknar- nefndin birtir niðurstöðu sína. Nýjar upplýsingar valda reiði Síðustu misserin hafa komið fram nýjar upplýsingar um framgöngu dönsku stjómarinnar í bankamálinu og þær hafa valdið æ meiri gremju meðal Færeyinga. Þessi reiði skýrist m.a. af því að færeyska bankakrepp- an í byijun áratugarins olli miklum erfíðleikum í Færeyjum, t.a.m. þurftu þúsundir fjölskyldna að flytja búferlum til Danmerkur og fleiri landa, svo sem Noregs og íslands. Færeyska bankamálið, sem er mjög umfangsmikið og flókið, kom fyrst upp í október 1992 þegar Sjó- vinnubankinn í Færeyjum lenti í Ríkjasamband Færeyja og Danmerkur er talið í mikilli kreppu, skrífar Randi Mohr, fréttaritarí Morgunblaðsins í Þórshöfn. Samskipti Færeyinga og Dana hafa versnað svo mikið undanfarin ár að margir Færeying- ar telja að þau hafí aldrei veríð jafn slæm síðustu áratugina. miklum vanda, meðal annars vegna hárra lána til færeyskra fyrirtækja, sem gátu ekki greitt vexti af skuldum sínum. Þá- verandi lögmaður Færeyja, Atli Dam, fékk þá lán frá dönsku stjóminni til að bjarga bankanum. Danir settu það skil- yrði fyrir láninu að stofnaður yrði sér- stakur sjóður, fjár- mögnunarsjóðurinn, til að hafa umsjón með því fé sem fór í bankann. Sjóvinnubankinn fékk lánið 31. janúar 1993 og aðeins tveim mán- uðum síðar var ljóst að hann þyrfti meira fé til að afstýra gjaldþroti. Atli Dam lögmaður hafði þá vikið fyrir Maritu Petersen, sem hélt á fund dönsku stjómarinnar til að biðja um aðstoð við að bjarga bank- anum. Á þeim fundi setti danska stjómin fleiri skilyrði fyrir lánveit- ingum til Sjóvinnubankans. Den Danske Bank vildi losna við Færeyjabanka Í Færeyjum er annar stór banki, Færeyjabanki, og meirihluti hluta- bréfa hans var í eigu Den Danske Bank. Þáttur þessara banka í málinu hefur valdið mikilli gremju meðal Færeyinga. Eftir að Sjóvinnubankanum var bjargað og fjármögnunarsjóðurinn var stofnaður hélt þáverandi for- maður sjóðsins, Richard Mikkelsen, fyrrverandi seðlabankastjóri Dan- merkur, til Færeyja. Þetta var 9. mars 1993 og erindi hans var að gera grein fyrir áformum um að fjár- mögnunarsjóðurinn - og þar með færeyska landsstjómin - ætti að taka við hlutabréfum Den Danske Bank í Færeyjabanka og síðan ætti að sameina tvo stærstu banka eyj- anna, Sjóvinnubankann og Færeyja- banka. Færeysku landsstjómarflokkamir voru ekki einhuga í málinu en 22. mars 1993 samþykkti landsstjómin að taka við hlutabréfum Færeyja- banka. Áður hafði Marita Petersen lögmaður átt fund með bankastjór- um Den Danske Bank og Richard Mikkelsen. Færeyjabanki reyndist á barmi gjaldþrots Marita Petersen hefur skýrt frá því að á þessum fundi hafí komið fram að Færeyjabanki muni ekki fá fjármagn eins og Sjóvinnubankinn. Bankastjórar Den Danske Bank hafí sagt að ef færeyska landsstjóm- in tæki ekki við hiutabréfum Fær- eyjabanka myndi danski bankinn sniðganga hann með öllu, en það hefði haft mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir efnahag Færeyja. Tæpu hálfu ári eftir að Færeying- ar tóku við Færeyjabanka kom í ljós að bankinn þurfti að fá fjármagn til að komast hjá gjaldþroti. Færey- ingar neyddust því til að taka lán að andvirði 1,3 milljarða danskra króna, 13 milljarða íslenskra, til að bjarga bankanum. Þetta olli mikilli reiði meðal Fær- eyinga í garð dönsku stjórnarinnar, sem setti ýmis önnur skilyrði fyrir lánveitingunum. Hendur Færeyinga voru bundnar af kröfum dönsku stjómarinnar, sem krafðist þess m.a. að tekið yrði upp kvótakerfí í sjávar- útveginum þrátt fyrir harða and- stöðu Færeyinga. Rannsóknarnefnd skipuð Miiljarðalánið, sem Færeyingar neyddust til að taka til að bjarga Færeyjabanka, olli einnig deilu milli danska þingsins og færeyska lög- þingsins. Nokkra eftir að lands- stjómin tók lánið, í janúar 1995, samþykkti lögþingið ályktun um að danska stjómin fæli dómara að rannsaka sameiningu Færeyjabanka og Sjóvinnubankans og skera úr um hvort færeyska landsstjómin hefði tekið við hlutabréfum Færeyjabanka á réttum forsendum. Þessi krafa var samþykkt einróma á lögþinginu en danska stjómin hafnaði henni. Bjom Westh, þáver- andi dómsmálaráðherra Danmerkur, fór til Færeyja og lagði til að í stað dómara yrði skipuð sérstök nefnd til að rannsaka bankamálið. Fær- eyska lögþingið samþykkti þessa til- lögu með naumum meirihluta, enda töldu margir Færeyingar ljóst að annars myndi engin rannsókn fara fram. Vissi Nyrup Rasmussen um áformin? Síðan hafa komið fram ýmsar nýjar upplýsingar sem hafa kynt undir gremju Færeyinga. Færeyska sjónvarpið hefur m.a. skýrt frá því að Poul Nyrap Rasmussen hafí vitað um áform Den Danske Bank um að fá Færeyinga til að taka við Færeyjabanka áður en þau vora gerð opinber. Danski forsætisráð- herrann hafí einnig vitað að bankinn þyrfti að fá milljarða króna í aðstoð til að komast hjá gjaldþroti. Færeyingar eru reiðir vegna framgöngu Dana í bankamálinu „Ef það er rétt að Poul Nyrap Rasmussen hafí vitað um leynileg áform Den Danske Bank, þá er það mjög alvarlegt mál,“ sagði formaður dómsmálanefndar lögþingsins, Bjorn á Heygum, þingmaður Sam- bandsflokksins, flokks Edmunds Jo- ensens, núverandi lögmanns Fær- eyja. Bjorn á Heygum segir að vegna þessa máls sé mjög erfítt fyrir Sam- bandsflokkinn að veija þá stefnu sína að halda ríkjasambandi Dan- merkur, Færeyja og Grænlands í óbreyttri mynd. Formaður og ritari nefndarinnar vanhæfir? Traust Færeyinga á rannsóknar- nefndinni hefur minnkað á síðustu mánuðum, m.a. vegna fréttar í fær- eyska sjónvarpinu um að ritari nefndarinnar, lögfræðingurinn Mic- hael Rekling, væri vanhæfur vegna hagsmunaárekstra. Komið hefur í ljós að Rekling hefur farið með mál Den Danske Bank fyrir hæstarétti Danmerkur. Auk þess hefur komið fram að Rekling og formaður rann- sóknamefndarinnar, Jorgen Gron- borg, hafa starfað fyrir sömu lög- mannastofu. Danskur lagaprófessor hefur komist að þeirri niðurstöðu að Gronborg sé því einnig vanhæfur í málinu. Poul Nyrap Rasmussen og Frank Jensen, dómsmálaráðherra Dan- merkur, hafa oft rætt við efnahags- nefnd færeyska lögþingsins um framkvæmd rannsóknarinnar. Jens- en hefur m.a. haldið því fram að færeyska landsstjórnin hafí vitað um tengsl Michaels Reklings við Den Danske Bank en því hefur lands- stjómin neitað. Danir greiði lánin Skuld Færeyinga við dönsku stjómina nemur nú um sex milljörð- um danskra króna, rúmum 60 millj- örðum íslenskra. Af þeirri fjárhæð var helmingurinn notaður til að greiða erlendar skuldir Færeyinga, en þrír milljarðar d.kr. fóra í að bjarga færeysku bönkunum. Fulltrúar dönsku stjómarinnar og færeysku landsstjómarinnar áttu að koma saman á þessu ári til að ákveða hvemig Færeyingar ættu að greiða skuldina niður en fundinum hefur verið frestað þar til eftir að niður- staða rannsóknamefndarinnar ligg- ur fyrir. Edmund Joensen lögmaður hefur alltaf staðið fast á þeirri kröfu að danska stjómin greiði lánin, sem notuð vora til að bjarga bönkunum, þar sem færeysk bankamál heyri undir rílqasambandið. Óvíst er hvaða áhrif niðurstaða rannsóknarinnar getur haft á sam- band Færeyja og Danmerkur. Stjómmálamenn, embættismenn og fleiri sem tengjast Den Danske Bank og Færeyjabanka hafa verið yfír- heyrðir fyrir luktum dyram. Jergen Gronberg, formaður rannsóknar- nefndarinnar, hefur sagt að skýrsla hennar verði mjög þykk og á við fimm bækur. Boðar opinbera heimsókn Ferð Pouls Nyraps Rasmussens til Færeyja níu dögum áður en skýrslan verður birt hefur kynt und- ir tortryggni Færeyinga í garð nefndarinnar. Danski forsætisráðherrann hyggst fara tvisvar til Færeyja á næsta ári því auk þess sem hann situr fundinn í Þórshöfn 6. janúar segist hann ætla að fara þangað í opinbera heimsókn síðar á árinu. Síðast þegar hann hugðist heim- sækja Færeyinga varð hann að af- lýsa ferðinni „af öryggisástæðum“, eins og hann orðaði það, m.a. vegna þess að hópur Færeyinga undirbjó mótmæli vegna framgöngu dönsku stjómarinnar í bankamálinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.