Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS I DAG Landvinnsla eða sjóvinnsla Frá Guðvarði Jónssyni: ÞEGAR verið er að ræða um fisk- veiðar og vinnslu er eins og menn séu að tala um tvö þjóðfélög. Ann- ars vegar það lýðræðisþjóðfélag sem stjómað er af þjóðkjörnum þingfull- trúum. Og hins vegar einræðis-auð- lindarþjóðfélag útgerðarmanna. Sumir telja útgerðarmenn hæfasta til þess að stjórna auðlindinni og ákveða hve miklu af arði auðlindar- innar skuli skilað tii þjóðfélagsins, og einnig hvernig þeir ij'ármunir séu nýttir í þágu þjóðfélagsins. Þeir sem aðhyilast slíkt einræðis- þjóðskipulag hafa sennilega gleymt því að stjórnarskrá landsins hentar ekki einræði. Sjóvinnsla Sumir telja að sjóvinnsla sé mun hagkvæmari en landvinnsla. Þá held ég að menn séu ekki að tala um hagsmuni heildarinnar, heldur út- gerðarmanna. í sjóvinnslu vinna örfáir menn um borð í togara að vinnslunni, það hækkar löndunarverðið. Siglt er með aflann og erlendir aðilar borga hærra löndunarverð. Þetta er hag- stætt fyrir útgerðarmanninn. En með þessu móti skapa veiðar og vinnsla nánast ekkert fjármagns- streymi í gegnum atvinnu- og við- skiptalífið í landinu. Rétt er að hafa í huga þegar tal- að er um sjóvinnslu atriði sem lítið er minnst á, en það er að togarar fleygja meira af rotnandi úrgangi í hafið en þeir koma með að landi af flökum. Þetta er nýtanlegt hráefni frá landvinnslu. Landvinnsla í landi er fiskurinn unninn í mun verðmeiri og fjölbreyttari pakkning- ar. í frystihúsi starfa allt upp í 300-400 manns, einnig starfa mörg fyrirtæki í tengslum við vinnsluna, t.d. vélvirkjar, rafvirkjar, trésmiðir, málarar o.fl. Einnig þurfa togarar þjónustu þegar þeir landa heima. Þeir þurfa vélsmiði, rafvirkja, mál- ara, trésmiði, olíu, kost og veiðar- færi, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu atvinnuskapandi þáttum sem fylgja landvinnslunni. Þetta skapar miklar tolltekjur, virðisauka- skattstekjur og launaskattstekjur til ríkisins. Einnig miklar launatekjur, sem fara beint úr launaumslaginu sem fjármagnsstreymi í gegnum at- vinnu- og viðskiptalíf landsins. Sé siglt með aflann beint út er erlendum þjóðum færður á gullbakka stærsti hlutinn af atvinnu- og tekjusköpun auðlindarinnar. Það þarf því engan að undra þótt erlendir aðilar greiði hærra löndunarverð en gert er hér heima. Veiðileyfagjald verður aldrei ann- að en mínus á atvinnulífíð í landinu. Beinir skattar á fyrirtæki valda verð- þenslu, því þarf að lækka skatta á fyrirtækjum og fjölga atvinnutæki- færum á móti skattalækuninni. Og okurskatta kvótasala á þá sem veiða fiskinn þarf að afnema. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Glíma karatemenn? Frá Jóni M. ívarssyni: „OGINGÓLFUR vann þessa glímu.“ Þessi orð bárust af vörum íþrótta- fréttamanns Ríkissjónvarpsins sem var að lýsa frá móti í karate í þætt- inum Helgarsportið sunnudags- kvöldið 14. desember. Ég sperrti eyrun, líklega hafði maðurinn mis- mælt sig. Nei, nei, hann endurtók þetta tvisvar meðan sagt var frá karatemótinu. Glíma er sérheiti fangbragða sem eru þjóðaríþrótt íslendinga. Glíma er heiti á mótum íþróttarinnar, sbr. Islandsglíman. Glíma er einnig notuð yfír viðureign glímumanna og sagt er að þessi eða hinn hafi unnið þessa glímu í mótinu. Glímumenn sjálfir hafa lagt sig fram um að spara orð- ið glíma í þessu samhengi og nota heldur orðið viðufeign og er það t.d. hvarvetna notað í þessu skyni í leik- reglum íþróttarinnar. Mörgum sem þekkja til glímu fínnst óneitanlega hallærislegt að heyra talað um glímu þegar átt er við erlent fang af ýmsum toga, svo sem júdó, ólympísk fangbrögð eða hina amerísku látbragðsleiki sem eru sýndir í sjónvarpi undir nafninu „wrestling". „Wrestling" hefur stundum ranglega verið þýtt sem „glíma" en táknar réttilega fang eða fangbrögð. Þó tekur steininn úr þeg- ar fréttamenn eru farnir að nefna r viðureignir karatemanna „glímu“. Karate flokkast einna helst sem bardagaíþrótt en telst ekki til fang- bragða sem öll eiga það sameigin- legt að andstæðingurinn er tekinn tökum. Með fullri virðingu fyrir kar- atemönnum sem á síðustu árum hafa vakið verðskuldaða athygli fyr- ir að - eigast við - berjast - keppa - fást hvor við annan - og beita höggum handa og fóta - með prýði- legum árangri, þá glíma þeir vissu- lega ekki. Ekki má rugla þessu saman við hugtakið að glíma við e-ð sem oft er notað í yfírfærðri merkingu s.s. „glíma við vanda" ... „glíma við ofur- efli“ o.s. frv. Slíkt getur farið vel í almennri orðræðu en kemur ann- kannalega út þegar það er fært yfír á aðrar íþróttir. Orðið „súmóglíma“ er t.d. klúðurslegt og óþarft. Hví ekki að segja súmó og súmómaður, rétt eins og júdó og júdómaður? Oft er það einfalda best. Til er a.m.k. hálft annað hundrað fangbragða í heiminum og fjöl- breytni þeirra er mikil. En það er bara til ein glíma. Og hún er ís- lensk. Því er óþarft að tala um ís- lenska glímu. íþróttafréttamenn hafa mikil áhrif með málfari sínu. Til fyrirmyndar er aldursforseti þeirra, Bjami Felixson. Hann talar um glímu þegar glímt er og viðureign þegar um er að ræða annars konar fang. Hafí hann þökk fyrir. Þeim sem fjalla um íþróttir er ekki hægt að segja fyrir verkum og síst er það ætlunin. Hitt má hugleiða hvort ekki sé rétt að nota orðið viður- eign um íþróttir þegar tveir eigast við, hvort sem um fang eða aðrar íþróttir er að ræða. JÓN M. ÍVARSSON, Blikahólum 4, Reykjavík. „Jarðaður til eilífs lífs“ Frá Guðna Björgólfssyni: SVO ritar Esra Pétursson, læknir og sálkönnuður, í lesendabréfi til Morgunblaðsins 21. 12. 1997. Ef til vill er hátíð ljóss og friðar, fæðing- arhátíð frelsarans, sá vettvangur sem hæfír orðum þessum bezt og gefur þeim þá áherzlu sem þau vissulega verðskulda. Þau eru í samræmi við þá heim- speki að ekkert verði til úr engu; að allt var til staðar sem til staðar þurfti að vera, hringrásin eilífa, líf og dauði, eru spegilmyndir sem ekki verða aðskildar, hliðar á sama pen- ingi. Þessi skoðun er mun útbreidd- ari og almennari en menn gera sér grein fyrir. En hún er að mörgu leyti í mót- sögn við það sem ritað er í heilagri ritningu þar sem t.d. er að finna mörg hlið helvítis auk annarra ger- sema. Það er svo umhugsunarefni hvort mannskepnan nái því ekki yfirleitt á ævi sinni að gera sjálfri sér það nóg að hún þurfi hvorki á sérstökum trakteringum af himni ofan að halda eða helvíti frekar. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, Reykhólaskóla, Króksfjarðarnesi. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hverjir eru á myndinni? FÓLKIÐ sem er á þessari mynd bað um að teknar væru af sér myndir fyrir framan Víkartind. Fólkið get- ur vitjað þessara mynda hjá Velvakanda. Fyrirspurn til ráðamanna þjóðarinnar VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég er með fyr- irspurn til ráðamanna þjóð- arinnar og verkalýðsfor- ystunnar. Hvers vegna er verið að tala um skatta- lækkun upp á 1,9% þegar að það skilar sér ekki nema 1,2% í vasa skattgreið- enda? Af hveiju segja for- ystumenn verkalýðsins ekkert við þessu? Barna- bætur eiga að breytast um áramót, sagt að þær eigi að hækka, en þær hækka ekki neitt. Barnabætur og bamabótaauki verða sett saman í einn pakka og verða samsvarandi og var fyrir árið 1995. Barnabæt- ur munu ekki hækka um krónu." Iris. Enn um Leifsstöð VIL taka undir það sem sagt var í Velvakanda 23. desember um slæma þjón- ustu í Leifsstöð. Ég kom í Leifsstöð til að ná í komu- farþega. Þegar ég kem á staðinn er á skjánum upp- lýsingar um lendingartíma. Sá ég þá að ég hafði næg- an tíma til þess að fara á kaffistofuna og fá mér kaffi meðan ég væri að bíða. En vélin var á undan áætlunartíma, lenti 20 mínútum fyrr en stóð á skjánum og missti ég af komufarþeganum sem fór í bæinn með rútunni. Það er mjög slæmt ef komutími er ekki leiðréttur á skjám flugstöðvarinnar og það mætti hafa skjá og kall- kerfi á kaffistofunni. Annar óánægður. Herbalife HELGA var að spyijast fyrir um í Velvakanda hvar hægt væri að nálgast Herbalife. Hægt er að fá upplýsingar í síma 554 4301. Tapað/fundið Skór týndust LÍTILL herramaður sakn- ar skó, sem hann týndi á Veghúsastíg (við Sparisjóð Reykjavíkur) eða á Lauga- vegi - frá Veghúsastíg að verslunni Drangey og til- baka á Þorláksmessukvöld. Um er að ræða skó á hægri fót, blár Bopy nr. 20, með rauðri tungu. Sá sem fann skóinn er beðinn að láta vita í síma 5626297 eða 5532406. Sjóngleraugu í óskilum SJÓNGLERAUGU, líklega kvenmanns, fundust á bíla- stæðinu við Hagkaup í Skeifunni, að kvöldi 22. desember. Glerin eru í brúnni málmumgjörð og á hulstrinu er áletrunin „Le Club Actif“. Uppl. í síma 568 6248. Jólapakkar gleymdust 3 JÓLAPAKKAR gleymd- ust á Hótel Óðinsvéum fyr- ir jól. Pakkamir eru merkt- ir frá Dagbjarti. Uppl. í gestamóttöku á Hótel Óð- insvéum. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á heims- meistaramótinu í Groning- en. Heimamaðurinn Jeroen Piket (2.630) hafði hvítt og átti leik í stöðunni. Búlg- arinn Veselin Topalov, I , 1 A á i. á k m 4 1 1 p mm a m&B AB íé fi s HVÍTUR leikur og vinnur. næststigahæsti keppand- inn á mótinu, var með svart. 19. Rxe6! - De5 (Viður- kennir að staðan er töpuð. 19. - fxe6 er svarað með 20. Dg7+ og 19. - Kxe6 20. Bg4+ - Ke7 21. e5! er einnig vonlaust) 20. Rd4 - Hcg8 21. f4 - Dc5 22. Khl - Hg6 23. Dh3 - Bxe4 24. Bf3 - Bxf3 25. Hxf3 - Dc7 26. Rf5+ - Kf8 27. Hfd3 - Rc6 28. Hd7 og Topalov varð að bíta í það súra epli og fara heim strax eftir fyrstu viðureign sína í Groningen. Undanúrslitunum er nú að Ijúka. Þar mætast Eng- lendingamir Michael Ad- ams og Nigel Short og einn- ig Vyswanathan Anand og Boris Gelfand. Víkverji skrifar... VÍKVERJA barst á Þorláks- messu bréf frá framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins, Kjart- ani Gunnarssyni, sem er svohljóð- andi: „Ágæti Víkveiji. Undanfama tvo föstudaga 12. og 19. desember hafa birst í dálki þínum furðusögur af flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðiflokksins sem haldinn var í Reykjavík 29. nóvember. Sögurnar ganga annars vegar út á að fundurinn hafí verið „lokaður" fréttamönnum og hins vegar að umræður hafí verið mjög takmarkaðar og álytanir fundarins fyrirfram samdar og óumbreytan- legar. Ekki verður komist hjá að leiðrétta þessar slæmu og vonandi óviljandi missagnir. í fyrsta lagi varðandi fréttamenn. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins hafa frá 1981 verið opnir að öllu leyti fyrir fréttamenn og oft verið meira og minna í beinum útvarps- og sjónvarpsútsendingum. Lands- fundirnir eru mikilvægustu atburðir í starfi Sjálfstæðisflokksins og stjórnmálastarfi landsins. Flokks- ráðfundir sem eru miklu fámennari fundir trúnaðarmanna í flokknum hafa ávallt verið trúnaðarvettvang- ur flokksmanna þar sem þeir skipt- ast á skoðunum og rökræða sín á milli hvaðeina sem þeim býr í bijósti. Fréttamönnum hefur aldrei verið heimill aðgangur að þessum fundum. En á síðasta flokksráð- fundi sem Víkveiji hefur verið að Qalla um var fréttamönnum boðið að hlýða á yfírlitsræðu formanns flokksins eins og gert hefur verið frá 1984. Um það var sent skriflegt boð til allra fjölmiðla þar sem þessu fyrirkomulagi var nákvæmlega lýst. Flestir fjölmiðlar þar á meðal Morg- unblaðið þáðu þetta vandræðalaust. Fundurinn fór því fram hvað þetta varðar með nákvæmlega sama hætti og undanfama áratugi. Opnir og lokaðir fundir em afar eðlilegir í starfí stjórnmálaflokka. Flokksmenn í stjórnmálaflokkum hafa allan rétt á að ræða saman án þess að sitja í kastljósi fjölmiðla. Sama á við um fyrirtæki eins og Árvakur hf. sem gefur út Morgun- blaðið. Árvakur hf. er hlutafélag í eign fárra einstaklinga og fyrir- tækja og engum dettur í hug, sjálf- sagt ekki einu sinni starfsmönnum Morgunblaðsins, að aðrir en hlut- hafar mæti á hluthafafundum eða stjórnarmenn á stjómarfundum Árvakurs hf. Kunningi Víkveija sem segist hafa tekið til máls á fundinum hlýt- ur að vera sammála því að heppi- legt sé að á fundum fái sem flest- ir að tjá sig. Til þess að svo megi verða er oft beint þeim tilmælum til ræðumanna að þeir stytti mál sitt og meitli rétt eins og Morgun- blaðið setur höfundum aðsendra greina til blaðsins lengdamörk. Slíkum tilmælum var beint til fund- armanna á Flokksráðsfundinum en enginn var hindraður í að ljúka máli sínu eða tala eins oft og hann vildi, enda fór það svo að fjölmarg- ir tóku til máls en þrátt fyrir það lauk fundinum þó nokkru fyrir áætluð fundarlok. Og á fundinum var verulegum hluta fundartímans varið til almennra umræðna eins og ávallt er gert í Sjálfstæðis- flokknum. Sú spurning vaknar hins vegar hvort „kunninginn" sem Vík- veiji vitnar svo mikið til hafir yfir- leitt verið á fundinum eða sé til. Þannig var nefnilega mál með vexti að engar tillögur eða ályktanir voru lagðar fyrir fundinn hvorki af hálfu miðstjórnar eða fundar- manna. Þær fyrirfram gerðu álykt- anir sem „kunningi" Víkveija hneykslast svo mjög á og Víkveiji tekur undir eru því í besta falli hreinn hugarburður en í versta falli tilraun til að dreifa ómerkileg- um ósannindum alveg ósamboðn- um Árvakri hf. í von um að Víkveiji komi þess- um athugasemdum á framfæri með myndalegum hætti óska ég honum og öðrum starfsmönnum Árvakurs hf. gleðilegra jóla, árs og friðar." XXX VÍKVERJI þakkar Kjartani Gunnarssyni bréfið. Hins veg- ar getur Víkveiji vart sætt sig við þá staðhæfingu Kjartans að við- mælandi Víkveija, sem allt það, sem fram kemur í umræddum Vík- veijapistli, er haft eftir, sé tilbúinn af Víkveija. Þannig vinnur Víkveiji ekki. Þessi flokksráðsmaður hefur setið slíka fundi í áratugi og hefur þá tilfinningu, að þar sé ekki allt eins opið og áður var. Eins og fram kom kvaddi hann sér hljóðs var minntur á takmörkun ræðutíma, sagðist þurfa fímm mínútur, en svar fundarstjóra var að hann fengi þijár mínútur. Einning finnst Víkveija Kjartan Gunnarssson meta fjöldahreyfíngu á lýðræðisgrundvelli, sem Sjálf- stæðisflokkinn, harla lítils, þegar hann líkir honum við hlutafélag, einkafyrirtæki nokkurra aðila, sem gefa út Morgunblaðið. Staðhæfíng Kjartans um að Vík- veiji sé að dreifa ómerkilegum ós- annindum er vart svaraverð, en minna má á orðtakið „vinur er sá er til vamms segir“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.