Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ Hversu hratt leysist Island upp? A: / 1 lar ll; F AKOFUM umræð- og skrifum, að undanfömu hér á landi vegna ráðstefn- unnar um takmörkun 'óðurhúsaáhrifa í Kyoto, mætti stundum halda að kolefnið sem er eldsneytið í hinn um- deilda koltvísýring, berist aðeins út í andrúmsloftið frá iðnvemm, skipum og bílum og að tré og gróður séu næstum það eina sem geti gleypt það í sig. En þetta kolefni, sem leiðir til uppsöfnunar koltvísýrings í and- rúmsloftinu, er alls staðar í hringrás jarðarinnar, þótt það hafi aukist gíf- urlega eftir iðnbyltinguna með brennslu úr birgðum þess úr iðram jarðar. Á íslandi er miklu meira af kolefni í gróðri og jarðvegi en í and- rúmsloftinu, en mest þó í hafinu. Og efnarofið á þessu landi er margfalt miðað við meðaltalið á jörðinni. Þessi hringrás er býsna flókin og mismunandi. Sigurður Reynir Gísla- son, jarðefnafræðingur og vísinda- maður á Raunvísindastofnun, hefur á undanfömum áram verið að rann- saka og mæla efnabúskapinn í ám og vötum á Suðvesturlandi og skoða efnarofið á landinu, sem er brott- flutningur uppleystra efna með vatni. Greinar um þetta efni hafa verið að birtast í Náttúrufræðingn- um og í erlendum vísindaritum eftir hann og meðhöfunda hans. Nú ný- lega í American Joumal of Science og síðast í mars í Geochimica et Cosmochimica Act. Utkoman er býsna meridleg. Það lá því beinast við að biðja Sigurð Reyni að útskýra þetta ferli á Islandi og leiða lands- menn í sannleika um hvað er að ger- ast þegar efhin leysast af landinu og berast út í haf. En vegna þeirrar um- ræðu sem efst er á baugi og til að gera málið ekki of flókið héldum við okkur að mestu við kolefnin, sem breytast í koltvísýring. Efnarof á Suðvesturlandi er mjög mikið miðað við það sem þekkist í öðram löndum með svipað loftslag. Það sem þeir era í raun að leggja mat á er hversu hratt ísland leysist upp. Hvemig sogar landið þá tU sín koltvísýringþegar það veðrast? Sigurður rissar upp einfalda mynd sem hér fylgir og útskýrir. „Þegar þessi algengasta steintegund á Is- landi, plagíóklas, veðrast þá fellur úrkoma á steintegundina, svo og koltvísýring úr andrúmslofti eða jarðvegi, sem þá veðrast yfir í stein- tegundina kaólínit. Almennt sjáum við þetta sem hroða á bergi. Það verður móleitt í staðinn fyrir svargrátt. Hroðinn eða veðranarleif- amar verða eftir á staðnum, en kals- íumjóninn losnar úr bergi og berst burt með árvatni til sjávar. Koltví- Gróðurhúsaloftegundir eru á hvers manns vörum, hvað sleppir þeim og hvað bindur. En hversu mikið sogar Island til sín af koltvísýringi þegar það leysist upp? Hversu mikið skefur af landinu, flyst með vatni og lofti og safnast sem kalk í sjóinn við ströndina? Elín Pálmadóttir leitaði fróðleiks hjá visindamanninum Sigurði Reyni Gíslasyni jarðefnafræðinffl sem mælir efnabúskap ánna og kolefnabú- skap landsins. KOLEFNISBUSKAPURINN Á ÍSLANDI C02 vegna íslendinga C02 frá eldfjöllum C02 vegna nýmyndunar' lífræns efnis <o ts I CQ C02 vegna efnaveðrunar 1. mynd sýringur, sem var gastegund annað- hvort í lofti eða jarðvegi, hefur þá breyst í þessa jón í vatninu sem við köllum bíkarbónat. Þannig berst það út í sjó. Þetta er það sem við höfum verið að mæla.“ Sigurður Reynir á Raunvísinda- stofnun, Stefán Amórsson, prófessor við HÍ, og Halldór Armannsson, jarðefnafræðingur á Orkustofnun, hafa undanfarin ár verið að rannsaka þetta á Suðvesturlandi til að leggja mat á efnarof og efnaveðran á Is- landi og á það hversu hratt Suðvest- urland leysist upp. Þeir byrjuðu á því að nýta sér gamlan gagnagrann Sigurjóns Rists o.fl., sem gerðu efna- mælingar í vötnum á Suðvesturlandi á árunum 1972-1974. Einnig gagna- grann Veðurstofunnar um efnasam- setningu úrkomu og gagnagrunn Raunvísindastofnunar og Norrænu eldfjallastöðvarinnar um efnasam- setningu á bergi á Suður- og Vestur- landi. Þeir tóku þetta allt saman og er Sigurður nú að endurtaka hluta af þessum mælingum. „Núna er ég að mæla þau efni sem berast til sjávar af öllu Suðurlandi. Við eram í samstarfi við umhverfis- ráðuneytið, Vatnamælingar og Haf- rannsóknastofnun. Þá getum við lagt mat á hvort ástandið eins og það er í dag hefur breyst frá því sem það var 1972-74,“ segir Sigurður Reynir. „í millitíðinni hefur sviðsmyndin breyst töluvert. Það era komnar virkjanir, sem ekki vora þá, framræsing mýra hefur minnkað veralega miðað við það sem var á þessu tímabili og bú- skaparhættir breyst töluvert. Bú- skapur er ekki eins mikill, en t.d. komin gífurleg sumarbústaða- byggð.“ Má merkja hnatt- rænar breytingar Þegar spurt er hvort þarna mælist mikill munur á efnum, segir Sigurður að þetta sé svo nýtt að EFNAVEÐRUN Plagíóklas ummyndast í leirsteindina kaólínít koltvísýringur og vatn bindast þurfi að fara varlega í túlkanir. En má nefna að minna mælist af brennisteini sem berst af landinu en gerðist 1972-74. Er þá alveg sama hvort sýnin era tekin úr ánum á há- lendisbrúninni áður en þær koma í byggð eða eftir að þær era búnar að renna um Suðurland. „Ymislegt bendir til þess að við séum að sjá hnattrænar breytingar. Brenni- steinsútblástur frá iðnaði í Norður- Ameríku og Evrópu er mun minni núna en var fyrir 25 áram þegar sýnin vora tekin. Þetta skilar sér hingað yfir Norður-Atlantshafið. Brennisteininn sem mælist í ánum kemur að hluta til sem mengun, berst þá með lofti til landsins og að hluta til ýrist hann úr sjónum og berst þannig inn yfir landið. En hluti af brennisteininum losnar úr bergi yfir í jarðveg. í þessari grein í American Joumal of Science, sem birtist fyrir ári, reynum við að slíta þetta svolítið í sundur, aðgreina upprana efnanna, hvað kemur úr bergi, hvað úr sjó og hvað úr and- rúmsloftinu." Jafnframt brennisteinum er mældur fjöldinn allur af efnum, mengandi efnum og efnum sem losna við náttúraleg ferli. „I þessu sambandi má nefna að ekkert bend- ir til þess að t.d. styrkur næringar- salta hafi vaxið á þessu tímabili," segir Sigurður Reynir. „Næringar- salta sem hugsanlega gætu borist frá landbúnaði í árnar. Til dæmis er lítill munur á efnasamsetningu Þjórsár uppi við Sandafell áður en hún kemur í byggð og niðri við Urriðafoss, eftir að hún er búin að renna um landbúnaðarhéruð Suður- lands. Það mælist engin næringar- saltamengun frá landbúnaði á þess- um kafla.“ Lífsmassinn að bæta við sig Við víkjum talinu að koltvísýr- ingnum í andrúmsloftinu, af því hann er svo spennandi nú um stundir, og lítum á mynd 1 um kolefnabúskapinn á íslandi miðað við umheiminn. Þar er þá sákoltví- sýringur sem binst vegna nýmynd- unar lífræns efnis á Islandi, það er að segja af tillífun umfram öndun og rotnun. Síðan er koltvísýringur frá íslendingum til andrúmsloftsins ár- ið 1990, þá tekið tillit til stóriðju, umferðar, fiskveiða og svo framveg- is. Við bætist það sem berst út í andrúmsloftið frá eldfjöllum, bæði það sem berst frá eldfjöllum í gos- um og milli gosa. Tvískipta súlan endurspeglar bara óvissuna í þessu mati. Megnið af þessum koltvísýr- ingi kemur milli gosa því innskota- bergið stoppar lengi í rótum eld- fjallanna og er þá að afgasast áður en gýs. Þetta gerist á jarðhitasvæð- um eða það berst út í grannvatn, eins og nú t.d. er að gerast í Eyja- fjallajökli eða Heklu. Fjórfalt efnarof hér miðað við jörðina „Ef ég skýri aðeins nýmyndun líf- ræns efnis,“ segir Sigurður Reynir, „þá slær fólk fyrst hvað þetta er lít- ið miðað við efnarofið. Mörgum finnst þetta af því að skógur og plöntur er það sem mest er talað um að bindi koltvísýring. En efn- arofið er óvenju stórvirkt hér á Is- landi. Eru hins vegar talsverð tíð- indi að lífræna efnið skuli þó binda koltvísýring. Það hefur verið sýnt fram á það með vönduðum rann- sóknum að jarðvegsþekjan á land- inu hefur minnkað allt frá landnámi. En efnabúskapur ánna segir okkur að lífrænt efni í jarðvegi sé að bæta við sig. Það verður meiri nýmyndun lífræns efnis vegna tillífunar heldur en eyðist vegna öndunar og rotnun- ar. Þetta segir auðvitað ekkert um héildarmyndina. Mikið berst líka með vindi af landi og út i hafsauga. Það höfum við aldrei náð að mæla. Getur verið að við séum bara að hreyfa lífræna efnið til. Að blási of- an af hálendinu og jarðvegur þykkni neðan við hálendisbrúnina, en lífræna efnið hangi á Islandi. Ef ekki er verið að mæla jarðvegsþekj- una heldur hve mikið er af jarðveg- inum þá er ekkert víst að hafi svo mikið tapast. Það er þessi nettó- binding sem ég tek þama á línurit- inu. Ætli hún sé ekki um 0,5 milljön tonn á ári. Efnarofið er svona mikilvirkt og það kallar á spurninguna af hverju það sé svona mikið hérna á Islandi, miklu meira en er annars staðar? Sigurður Reynir segir það rétt, það er fjórfalt það sem er meðaltal á jörðinni. „Þetta er svipað og gerist í regnskógabeltinu þar sem rofið er hvað mest. Ástæðan er sú að þetta glerkennda gosberg okkar, gosask- an, leysist svo hratt upp í vatni. Fá- ar steintegundir á jörðinni leysast jafn hratt upp þótt augað greini þetta ekki, en dropinn holar stein- inn. Aflræn veðrah, þ.e. molun bergsins, er mikil á íslandi. Jöklar, vindur og frostveðrun molar bergið og myndar alltaf ferska fleti, sem vatnið getur svo leyst upp. Svo hef- ur mikil úrkoma á íslandi mikið að segja. Koltvísýringskvóti? Úr því þetta gengur svona hratt fyrir sig og ísland sogar svo mikið af koltvísýringi úr andrúmsloftinu þegar það leystist upp kemur í hug- ann á þessum síðustu og verstu tím- MYNDUN KALKSTEINS í SJÓ Kalsíum og bíkarbónat bindast og mynda kalkstein koltvísýringur og vatn losna COi KOLTVÍ- SÝRINGUR KALSÍUM BIKARBONAT KALK- STEINN berast með árvatni til sjávar KAÓLÍNÍT KALSÍUM BÍKARBÓNAT SYRINGUR CaAI2Si208 + 2COz+ 3H20 -► AI2Si205(0H)4 + Ca++ + 2HC03-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.