Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 C|p ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 551 1200 5. sýn. fim. 8/1 nokkur Stóra sóiM kt. 20.00: HAMLET — William Shakespeare 3. sýn. í kvöld, sun. 28/12 uppselt — 4. sýn. sun. 4/1 örfá sæti laus - sæti laus — 6. sýn. fös. 9/1 nokkur sæti laus. GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir. Þri. 30/12 uppselt — lau. 3/1 — sun. 11/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Fös. 2/1 40. sýning, nokkur sæti laus — lau. 10/1. Sýnt i Loftkastalanum kt. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 3/1 - lau. 10/1. ....GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR- Miðasalan verður lokuð á aðfangadag en annan dag jóla verður opið frá kl. 13.00—20.00. íLEIKFÉLAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEI KHUSIÐ GJAFAKORT LEIKFELAGSINS KÆRKOMIN JÓLAGJÖF Stóra svið kl. 14.00 m í * eftir Frank Baum/John Kane í kvöld uppselt, AUKASÝNING í dag kl. 17, sun. 4/1, lau. 10/1, sun. 11/1 laus sæti. Munið ósóttar miðapantanir. G JAFAKORTÁ GALDRAKARLINN ER TILVALIN JÓLAGJÖF! Stóra svið kl. 20.30 Tónlist og textar Jónasar og Jóns Múla. Ljósaljós og Ijúffengir drykkir í anddyrinu frá kl. 20.00. AUKASÝNING sun 4/1 laus sæti. Kortagestir ath. valmiðar gilda. Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði: HÁ%H7rri Lau. 10/1 kl. 20.00, fös. 16/1 kl. 22.00 Nótt & dagur synir á Litla sviði kl. 20.30: NTALA eftir Hlín Agnarsdóttur Fös. 9/1, lau. 10/1. Míðasalan er opin daglega frá kl. 13 —18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 fax 568 0383 Eitt blað fyrir alla! JBerfltœMat>it> - k|»rnl nul'iml______ f/AstaíjHki FJOGUR HJORTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Forsýning 29. des. kl. 20 Frumsýning 30.des. kl. 20 — uppselt fös. 2. jan. kl. 20 örfá sæti laus sun. 11. jan. kl. 20 LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins lau. 3. jan. kl. 20 lau. 10. jan. kl. 20. VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar verða f janúar Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI fös. 9. jan. kl. 20 Ath. örfáar sýningar. GJAFAKORT - GOÐ GJOF Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10-18, lokað lau. og sun. Leikfélag Akureyrar Jólafrumsýning Á ferð með frú Daisv eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karlsson Boolie: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunn- arsdóttir Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Sýning 28/12 og 30/12. Miðasölusími 462 1400 Gleðileg jól! KatfiLclkhMö I HLAÐVARPANUM Vesturgötu 3 RÚSSIBANA- DANSLEIKUR GAMLÁRSKVÖLD frá 00.30-04.00 Miðapantanir í síma 551 9055 Miðasala gamlársdag milli 14—17. tíf Dansandi áramót * fslcíjf í Kaffileikhúsinu!!! slFfK KRINGLUKRÁIN - á góðri stund ALLTAF FYRIR OG EFTIR LEIKHUS I MAT EÐA DRYKK LIFANDI TÓNLIST ÖLL KVÖLD Hi/er myrti Karótínu7 lau. 10. jan. kl. 20 fös. 16. jan. kl. 22 „Snilldarlegir kómískir taktar leikaranna. Þau voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV) „...Samband leikara og áhorfenda eins og hún er ^ útfærð í þessari sýningu er skemmtileg og hefur ekki erið notuö áður í íslensku leikhúsi." (SAB.Mbl.) Grisham alltaf eftirsóttur JOHN Grisham fær ekki einu sinni tækifæri til þess að klára handritin að bókunum sínum í friði fyrir tilboðum kvikmynda- jöfra í Bandaríkjunum. í febrúar er væntanleg spennusagan „The Street Lawyer“ frá Doubleday- útgáfunni en þegar hafa heyrst sögur af tilboðum upp á 8 milljón- ir dollara fyrir kvikmyndarétt- inn. Samkvæmt ritstjóra Gris- hams, David Gernert, er kvik- myndarétturinn samt ekki tii sölu og verður það ekki á næstunni. Grisham vill víst ekki ofbjóða að- dáendum sínum með ofmörgum kvikmyndum í einu. Nýjasta kvik- myndin í bíó vestanhafs byggð á skáldsögu Grishams er „The Ra- inmaker“, leikstýrt af Francis Coppola með Matt Damon og Claire Danes í aðalhlutverkum, og eftir jól verður „The Ginger- bread Man“ frumsýnd. Þessar Grisham sögur koma í kjölfar „A Time to Kill“, „The Chamber", „The Client“, „The Pelican BrieP‘, og „The Firm“. _______FÓLK í FRÉTTUM_ Barbara vísar hálfa leiðina til Islands Nú um helgina er dýrasta mynd Dana hingað til, Barbara, --------------7------- frumsýnd á Islandi. Sigrún Davíðsdóttir spjallaði við Nils Malm- ros, leikstjóra myndar- innar, og heyrði af vangaveltum hans um Barböru sögunnar og gildi óhamingjunnar. ÆKNISSONURINN varð læknir - en hann varð þó fyrst og fremst kvikmyndaleikstjóri. Nils Malmros segir það hafa tekið sig 22‘/;d ár að verða læknir í hjáverkum frá kvikmyndagerðinni, því frá því hann gerði fyrstu mynd sína 1968 stóð aldrei annað til en að kvik- myndagerðin kæmi fyrst. „Og ég hef aldrei ætlað mér að verða ann- að en læknir í afleysingum, ekki að hafa fasta stöðu sem læknir,“ bætir hann við. En læknisstarfíð gegndi ákveðnu hlutverki við kvikmynda- gerðina þegar hann vann að undir- búningi að kvikmyndinni um Bar- böru, sem hann var byrjaður á I 1994. Árið eftir hafði hann ekki fé I til að dvelja í Færeyjum og kynna I sé staðhætti, svo hann tók að sér J að vinna þar sem læknir í þrjá mánuði. „Frítímann notaði ég til að leita að hentugum tökustöðum og sinna öðrum undirbúningi en dvölin reyndist mér ekki síst dýrmæt til að kynnast Færeyingum og fær- eyskri náttúru sem er undursam- leg. Nils Malmros er fæddur 1944 í Árósum og strax með fyrstu mynd sinni 1968 var tónninn gefinn fyrir komandi verk, því eins og hann segir sjálfur hefur hann fram að myndinni um Barböru verið upptekinn af eiginn uppvexti á ein- hvern hátt. „Fram að þessu hafa allar mínar myndir gerst í Árósum og ekki aðeins í borginni, heldur bara í miðborginni, og byggst á reynslu minni frá uppvaxtarárun- um. Myndirnar hafa á einhvern hátt endurspeglað eigið líf.“ Bar- bara er líka fyrsta skáldsagan sem hann kvikmyndar. Þó að Barbara marki því að ýmsu leyti skil í starfi hans, segist hann samt sjá ákveðið samhengi í síðustu myndinni á und- an Barböru, „Ástarraunum" frá 1992 og Barböru, þar sem báðar fjalli um konur, er viljí höndla allt, en valdi öðrum sársauka 1 tilraun- um sínum til að láta eigin vilja ræt- ast. Ástin er ekki nýtt viðfangsefni fyrir Malmros. Það eru ljóslega ást- arsögur sem eiga hug hans ef marka má myndir hans. „Auðvitað átti ég mína Barböru í menntaskóla og er örugglega ekki sá einasti sem var heltekinn af óendurgoldinni ást á þeim aldri. Það tilheyrir - en það er líka jafngott að ég giftist henni ekki,“ segir Malmros með glettni í röddinni. „Líf án óendurgoldinnar og óhamingjusamrar ástar er fá- tækt líf því slíkar tilfinningar eru auðgandi,“ bætir hann við af sann- færingarkrafti. „Við vitkumst af mistökunum eða með orðum prestsins: Drottinn eyðir ekki óhamingjunni að óþörfu á mann- skepnuna.“ Malmros segir kvikmyndina um Barböru spanna vítt svið. „Hún er átakasaga, en fjallar líka um sið- ferði, bæði strangar siðakröfur prestsins og svo þá lífsskoðun skrif- arans að það sé óhætt að sleppa fram af sér beislinu og verða sér til skammar. Sjálfur hallast ég að hvoru tveggju og geri ekki upp á milli þessara skoðana. En það gengur líka í gegnum myndina að maður eigi ekki að gera sig að herra yfir örlögum annarra, ekki að stjórna öðrum eða skipuleggja líf þeirra. Það er dauðasynd." Það er engin tilviljun að Barbara, bók J.F. Jacob- sens, skyldi verða fyrsta bókin sem Malmros færir á hvíta tjaldið. „Rétt eins og Jules og Jim, mynd Truffauts, varð mín vakning innan kvikmynda, var Bar- bara mín bókmenntalega vakning, þegar ég las hana í menntaskóla, og ég er ekki í vafa um að hún er besta ástarsaga sem hefur verið skrifuð á Norðurlöndum." I huga Malmros er sagan um Barböru stórbrotin átakasaga sem hin færeyska náttúra undirstrikar. Hann segist hafa komið tvisvar til Islands og aðeins haft stutta við- dvöl í bæði skiptin en nóg til að verða fyrir áhrifum af náttúrunni. „Færeysk og íslensk náttúra ein- kennist af því að þar eru engin tré, en sú færeyska er á einhvern hátt harmræn, meðan sú íslenska er hrjóstrug og harðger af eldfjöllum. Þess vegna er Barbara líka allt öðruvísi en íslensk saga gæti nokkurn tímann verið en það má kannski segja að hún vísi hálfa leiðina til íslands." Malmros hefur líka haft augun á íslenskri kvik- myndalist og segist dást að hvað íslendingar séu sterkir á því sviði. Nú síðast vakti Djöflaeyjan aðdá- un hans. Þar sem fyrri myndir Malmros hafa allar gerst í samtímanum hef- ur hann í Barböru líka tekið nýtt skref hvað sögutímann varðar og segir að það hafi ekki valdið sér neinum sérstökum erfiðleikum. „Ég reyndi ekki að þvinga söguna inn í einhvern sögulegan tíma held- ur tók mér margvíslegt skáldaleyfi og finnst útkoman góð hvað þetta varðar. I sögunni koma Göngin - þröng gata í Þórshöfn - mikið við sögu. Hana höfðum við ekki fé til að endurbyggja, heldur notuðumst við Þórshöfn eins og hún er nú, þegar hún er opnari bær en hún var á sögutímanum, en ég fæ ekki séð að það geri neitt til.“ að var hins vegar að mörgu að hyggja og Malmros segist hafa legið yfir heimildum um sögu- tímann og félagslegar aðstæður á þeim tíma, án þess að festast um of í slíkum vangaveltum. „Það er þrátt fyrir allt sjálf sagan, sem fleytir myndinni áfram og ekki sagnfræðitilraunir, en okkur áskotnaðist ýmiss konar fróðleik- ur. Nokkrum atriðum bætti ég sjálfur við. I sögunni tala allii' dönsku og þá líka Barbara en ég læt alla tala sitt mál og þá líka færeysku. Þegar Barbara kemur aftur til bæjarins veit hún ekki að vinkona hennar er þunguð fyrr en hún heyrir fólkið syngja níðvísuna. Atriðið með níðvísuna er mín við- bót. I sögunni segir að Barbara kemur í stofu og heilsar öllum með handabandi, en það gerði maður ekki á þeim tíma, heldur tíðkaðist að rétta fram báðar hendur með annan fótinn fram fyrir hinn í nokkurs konar hneigingu, meðan prestar gerðu ýmist krossmark eða tóku um axlir fólks.“ Um viðfangsefni sitt núna vill Malmros segja sem minnst en hann er reyndar enn önnum kafinn við að fylgja Barböru til dyra, ferðast um og halda fyrirlestra um myndina og hann býst við að verða að því fram á vor. Éinhver verkefni segist hann með í höfðinu. „Það er svona ýmis- legt, sem hefur gert vart við sig, en ekkert sem ég er farinn að tala um ennþá.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.