Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ef efnarofið hefur aukist þá hefur ísland sogað koltvísýring úr andrúms- loftinu við þetta ferli Efnarofið á íslandi er fjór- falt miðað við það sem er meðaltal á jörðinni Jarðvegsþekjan á landinu hefur minnkað allt frá landnámi. En efnabú- skapur ánna segir okkur að lífrænt efni í jarðvegi sé að bæta við sig. Getur verið að við séum bara að hreyfa lífræna efnið til? á koltvísýringinn í sjónum. Og hvernig getur það hugsanlega veðr- unarferli haft áhrif á koltvísýring í andrúmsloftinu og loftslagið? Þá er- um við að bera saman hvað þetta er mikilvægt á sjávarbotni miðað við veðrun á meginlöndunum. Leidd eru rök að því í nýlegri grein eftir Sigurð Reyni og Patric Brady í tímaritinu Geochimica et Cosmochimica að það sem gerist á sjávarbotni geti orðið jafn mikil- vægt hvað snertir koltvísýringinn í andrúmsloftinu eins og það sem gerist á landi. Hugmyndin sú að í þessum líkönum, sem notuð eru til að spá gróðurhúsaáhrifum, þá verða mestar hitabreytingamar nyrst og syðst á jörðinni. Djúpsjórinn verður til hér í norðurhöfum og sekkur síð- an niður á botn. Það er þá sjór sem er að hvarfast við basaltgler á hafs- botni. Þessi basaltveðrun er hita- stigsháð. Þeim mun meiri hiti þeim mun hraðar veðrast. Kenningin er sú að ef kólnar hérna norðurfrá og suðurfrá þá fari kaldari botnsjór niður á hryggina og efnaveðrun á sjávarbotni hægist. Þá er minni koltvísýringur tekinn úr sjónum. En veðrunin gengur hraðar fyrir sig ef er heitt. Þetta er það sem kallað er negatíft feedback eða nei- kvætt afturvirkt kerfí. Ef spár um gróðurhúsaáhrif með meðfylgjandi hlýnun verða hér norður frá, þá verður sjórinn sem fer niður heitari og flýtir efnaveðr- uninni og sjórinn tekur meira upp af koltvísýringi. Ef við hugsum svo til langs tíma, milljóna ára, þá hægt og rólega minnkar koltvísýringur í andrúmsloftinu. Smám saman kóln- ar þá andrúmsloftið og í kjölfarið kólnar sjórinn sem sekkur niður. Þá verður upptakan aftur hæg. Þannig gengur það fram og tilbaka, étur sig alltaf aftur á bak. Þessi hugmynd kemur upphaf- lega annars staðar frá í vísinda- heiminum. Fyrir nokkrum árum voru menn að velta fyrir sér ísöld- unum, að veðrun meginlandanna gæti haft áhrif á þær. Og kom fram kenning ámóta þeirri sem Sigurður var að skýra hér að ofan og m.a. má sjá á skýringarmyndunum. „Þetta hefur verið notað sem röksemda- færsla fyrir því að efnarof hlýtur að vera mjög mikilvægt. Það sé hita- stillirinn á jörðinni þegar litið er til langs tíma,“ segir hann. Þótt við séum komin langt út fyr- ir efnið höldum við áfram að spila 1 þetta áfram. Ef við förum í jarðsög- una þá eru leiddar líkur að því að inngeislun til jarðarinnar hafí verið breytileg frá því að jörðin varð til. Um 600 milljónum ára eftir myndun jarðarinnar var hitastig komið vel undir 100 gráður við yfírborð og vatn náði að þéttast úr vatnsgufum í lofti og seinna fór hringrás vatnsins j í gang. Höfín urðu til. Eftir þetta er . engin vísbending í jarðlögum um að allt vatn hafi gufað upp á jörðinni. ' Þá hafa menn verið að leiða líkum að því að þarna sé hitastillir, sem kemur í veg fyrir að hitni upp úr öllu valdi. Og kallað til þetta nei- kvæða afturvirka ferli sem ég var að lýsa. Þarna sé bakliggjandi hita- stillir,“ segir Sigurður og tekur aft- ur fram að þetta séu ekki hugmynd- ir komnar frá honum. í En blaðamanni þótti þetta of k spennandi til að geta haldið spurn- . ingum við ísland eitt og aðliggandi » andrúmsloft og hafsvæði. Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Reynir Gislason í rannsóknastofunni við tæki sem er að greina efnin í vatninu við svipaðar aðstæður og í Skeiðarárhlaupinu eftir gosið í Vatnajökli. um hvort hægt sé að nota þetta í pólitískum áróðri? Sigurður bendir á að efnarof sé alls staðar í heimin- um. Bæði á meginlöndunum og á hafsbotni. En hann bætir við: „Ef við tengjum þetta við Kyotosamn- inginn þá er kannski ekki beint hægt að nýta þetta, því það er nátt- úrulegt ferli. Hins vegar getur mannshöndin breytt þessu náttúru- lega ferli. í þessu er svolítil pólitík að því leyti að áður en ráðist er í stórvirkjanir þá er nauðsynlegt að leggja mat á hversu mikið þetta efnarof er. Það voru ekki komin nein uppistöðulón þegar Sigurjón Rist og félagar gerðu sínar mæling- ar. Þá er mikilvægt ef horft er til framtíðar að kanna hvert efnarofið er eftir að búið er að virkja. Þarna hefur þá mannshöndin gripið inn í. Ef efnarofið hefur aukist þá hefur Island sogað meira til sín af koltví- sýringi úr andrúmsloftinu við þetta ferli og þá gæti stóriðjan náð sér í svolítinn kvóta. En svo gæti þetta auðvitað líka slegið í hina áttina.“ Hleðst upp í hafinu Við erum komin með þessi efni í ánum út í sjó, að ósum Þjórsár og Ölfusár. Hvað verður svo um þau? Við lítum á mynd 2 og Sigurður Reynir útskýrir: Þá kemur kalsíu- mjónin (Ca plús plús) og bíkarbóna- tjónin (HCO:j) út í sjó. Þar sem sjór- inn er næstum mettaður af þessum jónum, þá myndast með tímanum fast efni þegar þetta berst út í hann og það fellur út sem kalksteinn. Stærstu kolefnisbirgðir á jörðinni eru í kalksteini. Kalksteinninn situr svo þarna bundinn á sjávarbotni þar til botninn lyftist upp við fellinga- hreyfingar og myndar nýtt land. Þegar hann rís úr sjó fer að rigna á hann og hann veðrast og hefst ný hringferð. Stórir hlutar af yfirborði jarðar eru kalksteinn. Þessi kalk- steinn leysist hratt upp. Hann hefur einna mest áhrif af öllum bergteg- undum á efnasamsetningu árvatns á jörðinni. Ætli við eigum þá miklar birgð- um af kalki í hafinu við suður- ströndina? Sigurður minnir á allan skeljasandinn úti í Faxaflóa, sem sementsverksmiðjan nýtir og magnesíumverksmiðjan hyggst nýta. En um leið á veikleikann við vinnsluna í magnesíumverksmiðj- unni. Þar er verið að að taka skelja- sand og brenna hann en við það losnar koltvísýringur og fer út í andrúmsloftið. Þá gengur þetta allt tilbaka. „Það sem skiptir máli þegar horft er áratug til áratugar, frá öld til ald- ar, milljónir ára til milljóna ára er í hvaða átt þetta er allt að fara í heild sinni,“ segir Sigurður. „Og efnarof á basaltgleri eins og hér á Islandi fer bara í eina átt. Þá er verið að taka koltvísýring úr andrúmsloftinu og flytja það út í sjó.“ Hann bætir við að útkoman úr mælingum þeirra um hvemig þetta er í dag ætti að vera til á næstu mánuðum. Nú áætla þeir félagar að meðal- efnarofið sé eitthvað um 46 tonn af koltvísýringi á ferkílómetra á ári eða 3,6 milljón tonn á ári. Hvemig fóru þeir að því? Ekki er svigrúm til að tíunda það, en með því að skoða vensl hraða efnarofs á Suðvestur- landi og afrennslis vatns og með því að þekkja meðalafrennsli vatns á ís- landi þá geta þeir spáð fyrir um hversu mikið þetta er fyrir allt Is- land. Skefst af landinu út í sjó Þama hefur afurðin af landinu verið flutt út í sjó, þar sem hún ligg- ur án þess að augað greini, þar til það kemur upp úr. En það gerist víst ekki í bráð. Geta liðið milljónir ára þar til kalksteinninn lyftist upp. Hvað ætli liggi þama mikið af kalk- steini á sjávarbotni t.d. fyrir Suður- landi, hefur það nokkuð verið kann- að? Sigurður segist hreinskilnislega ekki vita það, ekki vera kominn svo langt að gera sér grein fyrir kalk- steinsbirgðunum. Aðeins er vitað um það sem Sementsverksmiðjan hefur verið að nýta sér hér úti í Faxaflóa, sem em þessar lífrænu skeljar, sem nota þá kalsíum sem til fellur og bíkabonat. Frá því að efnið er uppleyst í sjónum og þar til það fer í kalk- steininn er ferli sem getur tekið mjög langan tíma. Og auðvitað enn lengri tíma frá því að kalksteinninn rís úr sjó þegar landið kítist saman með fellingafjallgörðum eða ein- hverju slíku. Ekki komið í kennslubækur Hvað þetta er mikið hér á íslandi, eins og að ofan greinir, er svo nýtt að það er ekki einu sinni komið inn í kennslubækur. Ennþá stendur í jarðfræðikennslubók Þorleifs Ein- arssonar að efnaveðrun á íslandi sé nær engin, því hér sé svo kalt. En 10 ár em síðan Sigurður Reynir kom fyrst fram með þetta. Hann kveðst þó vera á því að kennslubæk- ur eigi í eðli sínu að vera íhaldssam- ar. Ný þekking verði að fá svolítinn reynslutíma. Þetta er reyndar ekki augljóst. „Ein af ástæðunum fyrir því,“ segir Sigurður Reynir, „er að þegar við löbbum út í hraunin þá virkar þetta allt svo ferskt og nýtt. Það era reyndar ekki nema 10 þúsund ár síðan efnaveðrunarklukkan var stillt á núll. Jöklar ísaldarinnar skófu efnaveðmnarleifamar burt. Síðan hefur vatnið verið að leysa upp yfirborð landsins. Þá hefði átt að vera veðranarleir sem ég kalla eða einhver hroði ofan á berginu. En það er ekki bara efnaveðrun á íslandi heldur er líka aflræn veðr- un. Jöklarnir skafa bergið, ámar mola það og þetta veðranarlag skefst oft jafnóðum burt og berst þá sem grugg með ánum. Þetta er ekki svo sjónrænt. Það er betta sem ég kalla hefilinn sem kemur á eftir og sópar leifum veðranar burt. Haukur Tómasson, jarðfræðingur á Orku- stofnun, hefur lagt mat á hversu hröð aflræna veðrunin er um allt ís- land. Alls staðar þar sem eru jöklar þar er aflræna veðrunin yfirleitt miklu meiri. En á vatnasvæðum, á gamla berginu á Vesturlandi og lík- lega austast á Austurlandi, er efna- veðranin meiri en sú aflræna. Þar er meira af uppleystum efnum held- ur en gruggi. Vöntunin á veðrunar- leifunum getur kannski afvegaleitt fólk. í regnskógabeltinu, þar sem trén binda jarðveginn á staðnum og ekkert berst burt, þar er enginn stórvirkur hefill. Þá safnast veðrun- arleifamar bara fyrir á staðnum og eru oft margir metrar á þykkt. Það ruglar menn dálítið í ríminu að á ís- landi er ekki margra metra þykkt leirlag. Þetta sést ekki af því að af- urðin er flutt jafnóðum að hluta til sjávar. Samt sem áður eru þessi efnaferli geysilega hröð, eins og við höfum náð að mæla. Svo er gild spurning hvort Island er að vaxa eða minnka, ef við tölum um þann massa sem er ofansjávar." Basaltveðrunin í sjón- um hitastigsháð Við höfum enn ekki tæmt ferlið í sjónum. Ef við teygjum mynd 2 svo- lítið lengra, hvað verður þá? Sigurð- ur segir að svipað og með veðranina á íslandi, þá geti veðran basaltglers á öllum úthafshryggnum haft áhrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.