Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 SJÓNMENNTAVETTVANGUR MORGUNBLAÐIÐ MÁLARALIST er öðru fremur list hins gegn- sæja sjáaldurs, ljóss og skugga, en hún er einnig miðill sjóntauganna og þeirrar innhverfu sálrænu dýptar sem altekur þá sem leggja stund á hana. Við hvörf vetursólar á þessu ári, er fyrir margar og sérstakar ástæður vel til fallið að víkja nokkrum orðum að franska málar- anum Georges de la Tour, sem fæddist í Vic sur Seille í nágrenni Nancy, Lorraine 1593, og dó í Lunéville í sama héraði 1652. La Tour er að því leytá hliðstæða hins töluvert yngri Jan Vermer van Delft (1632-1675), að hann gleymdist fljótt eftir andlát sitt og mun fyrst hafa verið endurupp- götvaður rétt fyrir síðustu alda- mót, en aðrar heimildir segja 1914. Myndir honum eignaðar hafa síðan smám saman verið að koma fram, og ein þeirra hrifmestu, María Magðalena sitjandi, svo seint sem árið 1961, og hangir á Metropolit- an safninu í New York. La Tour telst er svo er komið einn fremstur málara um sína daga, sem markar nafn hans við hlið hinna stærstu í sögu franskrar myndlistar og heimsins um leið. Meðal þess fáa sem er vitað, er að hann var sonur bakara og var skírður 14. mars 1593, kvongaðist 1617 dóttur fjár- málaráðherra Lorraine og settist að í Lunéville 1620, þar sem hann kom sér upp stóru húsi og rúm- góðri vinnustofu, hafði marga lær- linga og tengdist seinna hirð her- togans í Nancy. Svo er mál, að frá haustmánuðum, og fram til 21. jan- úar á næsta ári, hafa málverk meistarans verið til sýnis í Stóru höllinni í París, Grand Palais, nær allt ef ekki allt sem til þessa hefur tekist að spora upp af verkum hans og er framkvæmdin sögð fag- legt afrek. Sum þeirra eru í raun eftirgerðir og jafnvel til í fleiri ein- tökum, en frummyndimar sem minna er vitað um má telja glatað- ar, en af einstökum eru þó til eftir- gerðir í koparstungu. Á þennan einstæða myndlistarviðburð hefur fólk valfartað frá öllum heimshom- um og hann telst meðal hámarka ársins á listasviði í heimsborginni við Signu. Merkilegt hvemig sag- an hefur farið með suma hina stóm í málaralistinni, en fáir snill- ingar hafa skilið eftir sig jafn óljós spor og sautjándu aldar málaram- ir George de la Tour og Jan Vermeer van Delft. Þetta er í annað skipti sem gerð er mikilsháttar úttekt á lífsverki la Tours, hin fyrri var í Órangeríinu á mótum Louvre og Tuileries garðsins fyrir réttum aldarfjórð- ingi og vom þá einungis sýndar tuttugu myndir. Segir nokkra sögu, að allt sem þá var vitað um ævi málarans rúmaðist á einni blaðsíðu í sýningarskrá. I millitíð- inni hafa fræðingar verið önnum kafnir við að grafast frekar fyrir um líf hans og fleiri myndir hafa komið fram, þó allt sem menn með nokkurri vissu geta eignað honum ásamt samtíma eftirmyndum, nái einungis um og yfír fjóra tugi mynda. Þá fylla æviágripin nú heilar tíu síður, sem er drjúg við- bót. La Tour er iðulega nefndur Caravaggio Frakklands, og er þá átt við að hann máli í anda skóla hins mikla ítalska meistara, Michaelangelo Mersi da Cara- vaggio (1573-1610), sem telst höfuð barokk- og dimmumálverks- ins svonefnda. Viðfangsefnin byggðust á þjóðh'fsmyndum og upphafningu hvunndagsins meðal annars í þá veru að hann málaði venjulegt fólk í líki guðlegra ímynda. Caravaggio var einnig fyrirmynd Rembrandts á tíma- skeiði, fleiri meistara eins og Ru- bens, spánverjanna Ribera, Vel- ázques og Zurþarán. Állt sitt líf bjó la Tour í Lorraine í norðausturhluta Frakklands, sem HINN nýfædddi, 76 x 91 cm. Listasafnið í Rennes. LjÓS í myrkri IRENE hlynnir að heilögum San Sebastian (hluti), 167 x 130 cm. Svæðiskirkjan í Brogile. MARÍA Magðalena sitjandi, 134 x 92 sm. Metropolitan listasafnið í New York. á þýsku nefndist Lothringen og er eitt af þeim landamærahéruðum sem hart var barist um á miðöld- um og raunar fram á þessa öld. Árið 1048 var héraðið innlimað í Þýsk-rómverska ríkið og varð her- togadæmi Alsace ættarinnar allt fram til 1552, er hlutar landsins voru aftur hemumdir af Frökkum, loks allt innlimað undir krúnuna 1766. Landsvæðið var á milli tveggja elda, lengi bitbein lútherska keis- aradæmisins þýska og hins kaþ- ólska Frakklands, sem hafði mikl- ar og örlagaríkar afleiðingar fyrir líf og list málarans. Umdæmið sem hann bjó í var þannig til skiptis á valdi kaþólikka eða siðabótar- manna, ennfremur eitt þeii'ra sem harðast varð úti í þrjátíu ára stríð- inu sem braust út 1616. Leiguherir börðust þá um víðan völl, rændu, mpluðu og myrtu af handahófi, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.