Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SJONMENNTAVETTVANGUR SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 25 sem jafnan gekk það öðru fremur út yfir staðarfólkið. Samtímaheimildir sjónarvotta eru sagðar minna sterklega á fréttir þær sem á síðustu árum dundu yfir heiminn frá borgara- stríðinu í Júgóslaviu. Misþyrming- ar, nauðganir, tilraunir til tortím- ingar þjóðbrota og tilviljunar- kennd fjöldamorð daglegt brauð. Til er röð málmþi-ykkja frá 1633, eftir listamanninn Jaques Callot, jafnaldra la Tours, sem lýsa ógn- um og hryllingi stríðsins. Mynda- röðin sem er líkust minnisvarða þessa ógnartíma forðar því að fyrnist yfir ódæðisverkin. Lunéville, litla borgin þar sem la Tours lifði og starfaði, fór engan veginn varhluta af þessum hörm- ungum, því þegar frönsku herirnir gáfust upp við varnir hennar fyrir ofurefli herja mótmælenda, báru þeir eld að henni. Ovinurinn skyldi ekki njóta góðs af neinu lausu né föstu, og gengu kaþólikkar fram af slíkum tilþrifum og óhemjuskap að dögum saman stigu logamir upp til himinsins og fólk stóð á árbakk- anum og rýndi í feiknstafina. Er herir mótmælenda héldu loks inn- reið sína í rjúkandi rústirnar, rændu þeir hinar fáu uppistand- andi byggingar og drápu allt kvikt er fyrir varð. Hús og vinnustofa la Tours fuðr- uðu upp í eldinum með öllu því sem brunnið gat. Sömu örlög voru búin myndum sem hann hafði mál- að í kirkjur, hús auðugra borgara og aðalsmanna sem voru meðal viðskiptavina hans. Eins og hendi væri veifað hvarf þannig svo til allt lífsverk hins 43 ára málara. Sjálfur átti la Tour eftir að lifa í tuttugu ár í viðbót, en hið mikla áfall hefur trúlega skilið eftir sig djúp og sár ör. Það sem vitað er meó vissu, er að hann komst í sam- band við franska kónginn og var útnefndur hirðmálari 1639. En heimahagar drógu hann til sín og tveim árum seinna snéri hann aft- ur til Lunéville og bjó þar til dauðadags, er málarinn og eigin- kona hans urðu fómarlömb endur- nýjaðra átaka. Meðal fróðleiks sem seinni tím- ar hafa dregið fram í dagsljósið, er að la Tour hefur verið harður nagli er lagaði sig að aðstæðum hverju sinni, hélt grimma hunda er bægðu burt ókunnugum og sjálfur átti hann til að leggja hendur á fólk. Naut drjúgrar hylli um sína daga og þannig málaði hann eftir pöntun Lúðvígs þrettánda, mál- verk af atburðinum er Irena með liði sínu kemur að píslarvottinum San Sebastian helsærðum, með ör í gegnum brjóstið, og tekur að annast hann. Frummyndin er glöt- uð en menn vita af tíu eftirgerðum frá samtímanum sem má vera til marks um frægð hans, og eru heil- ar átta þeirra á sýningunni. En eftirmyndir koma aldrei í stað frummynda, hversu frábærar sem þær annars em. Svo segja heimild- ir, að er kóngurinn sá málverkið lét hann fjariægja allar aðrar myndir úr salarkynnum sínum í höllinni og hafði það eitt hjá sér. að er í senn nærtækt og freistandi að álykta, að hin átakanlega lífsreynsla eigi sinn þátt í að nær allar þær myndir sem la Tour málaði eftir bmnann vom með trúarlegu ívafi. Einkum var honum myndlík- ing Maríu Magðalenu hugleikin síðustu fimmtán árin. Tómum fjar- rænum augum, niðursokkin og iðr- unarfull horfir hún fram fyrir sig inn í ljósið í speglinum, eða höfuð- kúpuna í kjöltu sér. Skartið á borðinu felur í sér minningar úr fortíð, en spegillinn segir henni hvernig komið er fyrir henni þar sem hún situr alein í klefa sínum. Það er eitthvað magnað og gríp- andi í þessari einfóldu framsetn- ingu á djúpri íhugun, stefnumóti myrkurs og birtu, dauða og lífs, óbifanleika og þagnar. Menn hafa líkt þessum myndræna samruna við kraftaverk, hér mætir sáraein- föld kúbistísk burðargrind íburði sem markast af rammanum, spegl- un hinna logandi kertaljósa, stjak- anum og skartinu. Það er falið eitt- hvert leyndardómsfullt samband milli augna Maríu Magðalenu, sem sjást ekki, og hinnar ímynduðu sjónvíddar til hægri, sem maður skynjar að stefnir út frá holum augnatóttum höfuðkúpunnar. Yfir þessi skil milli þess að sjá og ekki sjá, spennir hin synduga kona greipar sínar í magnleysi og trún- aðartrausti. Lýsandi kerti og á stundum blys era leiðistef málverk- anna, ásamt því dularfulla birtuflæði, sem hann kann að hafa lesið út úr eldtungunum yftr Luné- ville. að er ekki gott að segja hvað því olli, að við dauða la Tours gleymdist nafn hans svo fullkomlega, að menn eignuðu öðrum málurum verk hans og þá helst Caravaggio. Telst þó ekki einsdæmi um málara allt frá endurreisn fram á þessa öld og enn era menn að draga fram listaverk og listamenn úr gleymskunnar djúpi og greiða úr torráðnum flækjum. Er tímar liðu fóra athugulir að koma auga á sérstök einkenni í málverkum sem skára sig úr og tína þau fram eitt af öðra. Og jafn- vel fyrir einungis þrem áram upp- götvaðist fullkomlega óþekkt mynd af Jóhannesi skírara á upp- boði, sem bar greinileg einkenni meistarans. Menn hafa haft á orði, að le Tour hafi gengið fram á svið- ið sem dularfull og óþekkt stærð, svipað ókapanum sem uppgötvað- ist í frumskógum Afríku um alda- mótin. Og útlínur lífsferils hans jafn óræðar, dularfullar og á sinn hátt óútskýranlegar. En erfða- venjan frá Caravaggio og um leið Tizian sem báðir skópu nýtt og róttækt myndmál á seinni hluta 15. aldar er vel merkjanleg. End- urnýjun, sem hefiir náð fram til okkar tíma og er jafnvel sýnileg í kvikmyndum. Sér í lagi um áhrifa- ríka notkun ljóss og skugga ásamt einföldun áhrifameðala, einnig fram að þeim tíma óþekktu raun- sæi í smáatriðunum og tilfinninga- þranginni alvöra. Málverk Geor- ges de la Tour féllu að réttri öld þegar þau loks komu fram og virt- ir gagnrýnendur heimspressunnar hafa jafnvel séð í þeim vissa naum- hyggju. Einkum þeim sem öruggt má telja að séu frá hendi meistar- ans, sem gerir þau í einu vetfangi jafn nútímaleg og myndir Claude Monet og Paul Cézanne eða hug- myndafræðilega list síðustu ára- tuga. Bragi Ásgeirsson SJALFST ÆQIR ATVINIMUREKEIMDUR LÆKK TA A NÆSTA ARI Njóttu alls þess sem árið 1997 getur gefið þér. Fullnýttu réttindi þín - og sparaðu í leiðinni. FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - til að njóta Itfsins Greiðsla i lífeyríssjóð er ekki aðeins skattalega hagkvæm heldur leggur hún grunn að fjárhagslegu sjálfstæði íframtíðinni. Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er góður valkosturfyrir sjálfstœða atvinnurekendur. • Framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð á árinu 1997 er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Þetta gildir einnig fyrir sjálfstæða atvinnurekendur, en á eingöngu við um löggiltan lífeyrissparnað - ekki annan sparnað. • Öllum er skylt að greiða a.m.k. 10% af launum í lífeyrissjóð. Greiðsla í annan sparnað en löggiltan lífeyrissjóð uppfyllir ekki þessa skyldu. • Ekkert annað sparnaðarform hefur samskonar skattffíðindi og lífeyrissparnaður: - eignarskattsffelsi - fjármagnstekjuskattsfrelsi - tekjuskattsfrestun Langtímaávöxtun er lykilatriði. Raunávöxtun Fijálsa lífeyrissjóðsins hefur verið 9,5% á árunum 1986 -1996. Það er einfalt að kaupa tryggingar í gegnum aðild að sjóðnum og greiðslur iðgjalds af líftryggingu, slysa- og sjúkratryggingu og heilsutryggingu eru skattfrjálsar ef greitt er af inneign í sjóðnum. ?,Jí % - Greiddu inn í sjóðinn fyrir áramót - til að nýta réttindi þín á árinu 1997. Opið: laugardaginn 27. desember kl. 10-17, sunnudaginn 28. desember kl. 10 - 17, mánudaginn 29. desember kl. 9 - 22, þriðjudaginn 30. desember kl. 9-22 oggamlársdag 31. desember kl. 9 - 13. Líttu við hjá okkur að Laugavegi 170 eða hringdu ísíma 5 40 50 60. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í vörslu Fjárvangs hf. FJÁRVANGUR LOGGILT VEHÐBHf FAFYHIRTKtl Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 5 40 50 60, simbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.