Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 27 GRÆNLAND v. v V. ,* 'x' OVesturbyggð ............. » Dalabyggð l’Anse aux Meadows Vínland hið góða . '/ að vissulega stappi slíkt þjóðarstolt nærri því að vera þjóðremba. „En ég er íslendingur og mér finnst þetta gera þjóð mína merkilegri. Ég held ennfremur að við vekjum á okkur athygli ef okkur tekst að koma þessu á framfæri við umheim- inn og styrkjum þannig ímynd okk- ar sem sögu- og menningarþjóðar hér á hjara veraldar. Það gæti auk þess haft efnahagslegt gildi þegar fram í sækir.“ Deilt á sögubækur Össur segist auk þess vera þeirr- ar skoðunnar að endurskoða þurfi kennslubækur í sagnfræði með til- liti til landafundanna. Sem áhuga- maður um þennan hluta Islandssög- unnar hafi hann lesið margar slíkar bækur og raunin sé sú að þar þurfi að gera Vínlandsferðunum miklu betri skil, minnast þeirra veglega og leyfa þjóðinni allri að taka þátt í því. Tilgangurinn sé sá að undir- strika mikilvægið. Össur telur að meðal annars megi kenna yfirgangi Norðmanna um áhugaleysið, þeir hafi „stolið" og eignað sér Leif Eiríksson. Einnig hafi umræða um landafundina verið ofarlega á baugi rétt fyrir og um síðustu aldamót. Eftir 1915 hafi um- ræðan hins vegar alveg horfið af dagskránni og annað átt hug þjóð- arinnar; sjálfstæðisbaráttan. „Einn mikilvægasti þátturinn í sögu þjóð- arinnar hvarf og á tímabili komust nokkrar kynslóðir í gegnum skóla- kerfið nánast óupplýstar um landa- fundina. Það sem að mínu mati hef- ur gerst á síðustu árum er að ísland hefur orðið fyrir ýmiskonar alþjóð- legu áreiti, svo sem umræðunni um Evrópusambandið. Við erum með öðrum orðum að tengjast umheim- inum mun nánar. Þá gerist það sama og hefur gerst víða í Evrópu, að sérkennum smárra þjóða þarf að hampa. Það er ástæða þess landa- fundirnir verða skyndilega meiri- háttar atburður í hugum fólks. Þeg- ar Ólafur Ragnar vakti athygli á málinu snart það streng í hjörtum fólksins í landinu. Svipaða hluti má einnig sjá í því að um 500 manns sækja nú námskeið um Njálu í End- urmennturnarstofun Háskóla ís- lands,“ segir Össur. Svavar Gestsson er sammála Öss- uri og segir að landafundir Islend- inga séu hluti af arfleifð sem beri að varðveita. „Af einhverjum orsökum hafa landafundir Islendinga ekki notið sannmælis erlendis og landa- fundir Kólumbusar hafa vakið meiri athygli. Þá hefur mér fundist að þessum atburði hafi ekki verið gerð nægilega góð skil meðal sagnfræð- inga. Ef kennslubækur eru skoðað- ar er í sjálfu sér lítið fjallað um landafundi Leifs heppna í vestur- heimi. En þeim má ekki kenna um. Við höfum um aldamótin tækifæri til að vekja athygli á þessu siglinga- ævintýri," segir Svavar. Gunnar Karlsson, prófessor, hef- ur ritað margar kennslubækur í Is- landssögu. Hann segir kunnuglegt að menn kvarti yfir að sitthvað vanti í sögubækurnar. Skipti þá engu máli hvort tiltekið efni sé í bókunum eða ekki. Um leið bendir hann á tvær sögubækur sem hann skrifaði fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla; Sjálfstæði íslendinga og Samband við miðaldir. „I báðum þessum bókum er talsvert fjallað um landafundi norræna manna á Grænlandi og Ameríku. Því á það ekki við rök að styjast að landa- fundunum séu gerð lítil skil.“ Norrænt afrek Norðmenn hafa löngum gert til- kall til Leifs Eiríkssonar og deila þeirra við íslendinga um eignar- réttinn er eldri en marga grunar. Á 19. öld höfðu Norðmenn tilhneig- ingu til að líta á íslenska arfleifð frá miðöldum sem norska. Þeir notuðu íslendingasögurnar og skrif Snorra Sturlusonar til að byggja upp sína eigin sjálfsmynd þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði. Undir lok síðustu aldar lögðu afkomendur Norð- manna í Bandaríkjunum mikla áherslu á að Leifur hafi í fyrsta lagi fundið Ameríku og í öðru lagi að hann hafi verið Norðmaður. Eftir að Norðmenn styrktu sína eigin sjálfsmynd með því að eignast heimsfræga snillinga á borð við Ib- sen, þá minnkaði áhugi þeirra á ís- lenskum fomsögum. En eftir stóð togstreitan um Vínlandsferðirnar. Gunnar Karlsson segir endalaust mega þrátta um hvort Leifur hafi verið íslenskur eða norskur. Sumir haldi því fram að íslendingar hafi numið Vínland. Þá verði að gera ráð fyrir því að þeir hafi hætt að vera Norðmenn þegar þeir fluttu til Is- lands en ekki hætt að vera íslend- ingar þegar þeir fluttu til Græn- lands. „Okkar vígstaða er því við- kvæm og ég tel ekki ráðlegt að fara nánar út í þá sálma á alþjóðavett- vangi. Væri ekki nær að segja að norrænir menn hafi verið á ferð fremur en íslenskir? Margir telja siglingar norrænna manna til vest- urheims mikið siglingaafrek en ég bendi á að siglingin frá Noregi til íslands er lengri og erfiðari úthafs- sigling. Það voru ekki íslendingar sem fóru þá ferð í upphafi heldur norrænir menn. í stórum dráttum er siglingakunnáttan komin frá nor- rænum mönnum en ekki íslending- um einum.“ Gunnar segir það samt sem áður ekki rangt að íslendingar hafi fund- ið Ameríku. „Þetta voru þó fyrst og fremst norrænir menn og norrænir menn hafa sennilega haft ómótaðar hugmyndir um þjóðemi á þessum tíma.“ Merkar fornleifar Fjölmargar sagnir eru til um ferðir norrænna manna til vestur- heims. Enginn getur sagt hve langt í vestur leiðangursmenn fóru en í bók Páls Bergþórssonar, Vínlands- gátunni, segir að þeir hafi farið alla leið til Nýju Jórvíkur. Gunnar seg- ist vel geta fallist á það. Það sé hins vegar einn af leyndardómum sög- unnar, sem seint verði ráðinn hvers vegna norrænir menn settust ekki að til frambúðar í þessu frjósama landi. Ein skýringin sé sú að út- þensluskeiði víkinga hafi lokið um þetta leyti. „Fleiri tilraunir voru gerðar til að byggja Vínland en þær fóru út um þúfur og Ameríka gleymdist Evrópumönnum svo ger- samlega að sumir efuðust um að norrænir menn hefðu nokkum tíma fundið hana. Ævintýrasögur um frjósamar eyjar í úthafinu þekkjast víða og þarf ekki að vera mikið til í þeim. En nú hafa fomleifar sannað að norrænir menn komust til Amer- íku.“ Þar vitnar Gunnar til fom- leifauppgraftar við þorpið L’Anse aux Meadows á norðurströnd Nýfundnalands á 7. áratug þessarar aldar. Þar voru grafin upp átta hús sem höfðu verið hlaðin úr torfi með sama hætti og tíðkaðist á Islandi og á Grænlandi. Kolefnisgreiningar á viðarleifum úr rústunum benda til þess að þær séu frá um 700-1000 e. Kr. Geislakolmælingar gáfu að með- altali ársetninguna 980 með 90 ára skekkjumörkum. Þessari tímasetn- ingu ber saman við ritaðar heimildir um ferðir norrænna manna til vest- urheims. Kólumbus í kjölfar víkinga Því hefur verið haldið fram að Kristófer Kólumbus hafi vitað af ferðum norrænna manna til Amer- íku. I ævisögu Kólumbusar, sem er rituð af Ferdinand syni hans, segir frá því að hann hafi siglt til eyjunn- ar Thule árið 1477. Margir álíta að þar sé átt við ísland. Fræðimenn eru ekki á einu máli um heimilda- gildi ævisögunnar og finnst frásögn hans af siglingunni til eyjarinnar í norðri ótrúverðug. Össur Skarphéðinsson bendir á að þingályktunartillagan um landa- fundina geri ekki ráð fýrir að við þessi tímamót verði þess minnst sérstaklega að ai-fleifð íslendinga var grunnurinn að hafsiglingum Kólumbusar. Hann segist munu leggja áherslu á að auka vægi þess þáttar í meðferð utanríkismála- nefndar á málinu. Enginn vafí sé á því að Kólumbus hafi vitað af ferð- um Islendinga til Vínlands og fyrir því megi færa sannfærandi rök. Óssur bendir á að Guðríður Þor- bjarnardóttir, eiginkona Þorfinns karlsefnis, var víðförul kona. „Hún gekk meðal annars suður til Rómar sem var miðstöð hámenningar í heimunum. Þar hefur hún án efa verið látin gefa skýrslur um vit- neskju sína um hinn nýja heim. Ég er sannfærður um að einhversstað- ar í ótrúlegum skjalageymslum Páfagarðs liggja frásagnir um þetta. Það hefur ekki verið skoðað.“ Össur segir að Portúgalir hafi á 15. öld sótt á fengsæl fiskimið við Islandsstrendur. Fiskimennirnir höfðu oft vetursetu hér á landi og hafi að öllum líkindum heyrt sögur af landinu í vestri. Portúgalir voru einnig í viðskiptatengslum við Bristol á Englandi en þar var mið- stöð fiskimanna sem sóttu á ís- landsmið. „Sagnfræðingar hafa sýnt fram á að þessir fiskimenn fundu einnig auðug þorskmið við Nýfundnaland. Þeir sigldu í kjölfar norrænna manna til Grænlands og í framhaldi af því fundu þeir þessi mið en sögðu ekld frá þeim vegna þess að þeir vildu ekki að aðrir kæmust þangað. Kólumbus var í tengslum við menn sem vissu af þessu. Portúgalski konungurinn gerði auk þess út mann hingað til lands, landkönnuðinn Corte Real. Um það vitna þjóðsögur sem lifað hafa allt fram á þessa öld. Real þessi fór að öllum líkindum til Grænlands og sá Ameríku en fór ekki þangað. Hann snéri aftur til Portúgals og sagði frá þessum fund- um við portúgölsku hirðina. Kól- umbus hefur án efa frétt af þessu þar.“ Gunnar Karlsson dregur þessa söguskýringu í efa og segir ekkert staðfesta það að Kólumbus hafi vit- að um ferðir norrænna manna til vesturheims. „Ég hélt að Kólumbus hefði leitað siglingaleiðarinnar til Indlands en ekki að nýrri heims- álfu,“segir Gunnar. „í fyrsta lagi er ekki vitað að Kólumbus hafi verið að leita að nýjum löndum í vestri. í öðru lagi er ekkert víst að honum hafi verið sagt af vesturferðunum jafnvel þótt hann hafi komið til Is- lands. Það er hæpið að halda því fram að landafundir Kólumbusar séu grundvallaðir á ferðum nor- rænna manna til Vínlands. Ekkert framhald varð á ferðum norrænna manna þangað og því ekki að undra að nafni Kólumbusar sé haldið á lofti.“ Gunnari finnst samt sem áður sjálfsagt að minnast þess að menn 0 af íslenskum uppruna unnu þetta afrek. „Ég er reyndar hissa á því að það sé ekki fyrr en á síðustu árum sem menn hafa farið að leita að fæð- ingarstað Leifs Eiríkssonar. Það er upplagt en málstaður okkar verður að vera traustur.“ Höfundar eru nemar í Hagnýtri fjöl- miðlun við Híiskóla íslands. | Talningavogir • Hágæða vogir • Verð frá 39.900 án vsk Síðumúla 13. Sími 588 2122 Almanak Þj óðvinafélagsins er ekki bara almanak ALMANAK Hins íslenzka þjóövinafólags 1998 ÁitxS* kanót í þvi er Árbók Íslands með fróðleik um órferði, atvinnu- vegi, íþróttir, stjórnmól, mannalót og margt fleira. Fæst i bókabúðum um land ailt. Fóanlegir eru eldri órgungur allt fró 1946. SÖGUtílAG Sögufélag, Fischersundi 3, sími 551 4620. 1902 VINKLAR A TRÉ NÁTTFATA- LÍNA Lífstyflgaóúðm, Caugavegi 4, s. 551 4473 HVERGI UEGRI VERÐ ÞYZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 Kringlunni S. 553 7355 NÝÁRSKVÖLDVERÐUR ? AÐ ÍTÖLSKUM HÆTTI Crostini með emmenthal og sólþurrkuðum tómötum Ofnbakaður, ferskur spergill \ með parmaskinku í blaðdeigi Pasta fagottino j með Humar og skelfisksósu Pönnusteiktar rjúpubringur með rótargrænmeti, kartöflustöppi og marsalasmjörsósu i Úrval eftirrétta, Vin Santo ís, súkkulaðifrauð, ) sítrónuterta, marineraður mangó i? Kaffi og valhnetugóðgæti I 1 kr. 5540,- HRINGDU I SlMA 561 8555 QOTT FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.