Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 55 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell ÁRNI Johnsen alþingismaður og tónskáld og Þórólfur Þórlindsson prófessor misstu ekki af einu orði í umsögn Ómars Ragnarssonar fréttamanns um Stórhöfðasvítuna. SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ►20.55 í kynningu á Landa- fjendum (Dad and Dave: On Our Sel- ection, ‘95), segir að mörgum þyki það trygging fyrir gæðum myndar að hún sé áströlsk og þessi standi undir vænt- ingum. Hún fjalli á meinfyndinn og al- varlegan hátt um ástralska fjölskyldu sem sest að á mörkum hins byggilega lands árið 1890. Svo mörg eru þau orð og nú er að bíða og sjá hvort nokkuð sé verið að plata okkur því það hefur lítið farið fyrir þessari framleiðslu og ekkert annað að finna en dóm gesta á heimasíðu IMDb, sem gefa aðeins fall- einkunina 4,1... Nokkrir, gæðaleikar- ar, Leo McKern, Joan Sutherland og Geoffrey Rush (Undrið), gleðja alltént augað, þó ekki sé það annað. Leik- stjórinn á að baki eina þokkalega mynd, Turtle Beach. Sýn ►21.40 Krásir og kjötmeti (Delicatessen, ‘90) Sjá umfjöllun í horn. Gestir IMDb, á netinu, gefa hvorki meira né minna en 9,4, en Roger Ebert, sá kunni gagnrýnandi Chicago Sun Times, hvílir á sér þuml- ana og veitir aðeins ★!4 Þögnin um myndina gæti verið samþykki á skoð- unum Eberts. Vonum það besta. Myndin virðist fjalla um alvarlegan misskilning. Þekktur rithöfundur lendir í ógáti inná lögreglustöð og málin þróast þannig að löggan álítur hann hugsanlega morðingja sem hún leitar að. Með aðalhlutverk fara tveir risar í evrópskri kvikmyndagerð, Roman Polanski og Gerard Depardi- eu, sem leikur þann grunaða. Þá ætti tónlistin ekki að vera af verri endan- um, hún er eftir Ennio Morricone. Sýn ►0.15 Leikstjórinn Norman René vakti mikla athygli fyrir athygl- isverða mynd um homma og tengsl þeirra við eyðnipláguna. Næst á dag- skrá var þessi gjörsamlega mislukk- ; aða rómantíska gamanmynd um brúði sem breytist (í anda) í ljótan karl í brúðkaupsferðinni. Ljótt er það. Góð- ir leikarar, Alec Baldwin, Meg Ryan og Kathy Bates, sólunda kröftum sín- um. ★ Stöð 2 ►0.25 Dagskránni lýkur með holóttri gamanmynd, Græðgi (Greedy, ‘94), sem segir af skelfingu erfingjanna þegar vellauðugur ættar- höfðinginn (Kirk Douglas) ræðm' huggulegan hjúkrunarfræðing til að annast sig. Svört gamanmynd í anda höfundanna, Ganz og Babaloo Mandel, sem ná sér ekki á flug. Michael J. Fox er ágætur í aðalhlutverkinu og enn er á lífsmark með gamla brýninu, Kirk Douglas. ★★ Sæbjörn Valdimarsson Stórhöfðasvíta á Skuggabar ramma. Stöð 2 ►22.35 Forvitnilegt verður að sjá frönsk/ítölsku myndina Bara formsatriði (Une pure forma- lité, ‘94), sem gerð var af leikstjóra Paradísarbíósins, Giuseppe Tornatore. Myndin er ósýnd hérlendis og þeir dómar, sem sést hafa, skiptast í tvö STÓRHÖFÐASVÍTAN eftir Árna Johnsen alþingismann var flutt fyrir samþingsmenn Árna og fleiri gesti á Skuggabar Hótel Borgar fyrir skömmu. Svítan er byggð á sönglögum sem Árni hefur samið við ljóð margra öndvegisskálda íslend- inga. Ed Welch útsetti og Sin- fóníuhljómsveit íslands lék verk- ið í hljóðritun Rfldsútvarpsins. Árni kynnti svítuna með nokkrum tóndæmum, söng og spilaði á gítar. Gestum var boðið upp á kaffí og kleinur með eyjalagi. Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor stjórnaði athöfninni með skör- ungsskap. Pínd til að syngja á konukvöldi KONUKVÖLD heilsustúdíósins Þitt mál var haldið fyrir nokkra á veitingastaðnum Festina Lente, sem þýðir Flýttu þér hægt á latínu. Rósa Ingólfsdóttir fór í tækin sem boðið er upp á, Páll Rósinkrans mætti á svæðið og söng jólalög og einnig söng Sigríður Guðnadóttir, eigandi stúdíósins, lagið „Amazing Grace“. „Ég var pínd til að syngja og þetta var eina lagið sem ég þurfti ekki að æfa,“ segir hún og brosir hæversklega. Ekki virðist það samt hafa farið illa í hana því hún bætir við: „Þetta er í fyrsta skipti sem við stöndum fyrir svona uppákomu, en þetta er áreiðanlega ekki það síð- HAFRÚN María Zsoldos reynir tækin á Rósu Ingólfsdóttur og greinilegt er að þau reyna á þolrifin. Gamlárskvöld með Greifunum og frábæru diskóteld Áramótadansleikur 31. desember. ir M. 24i00. \ Ul Id. 04:00. 18 ára aldurstakmaric. Verð kr. 2.000. Miftasala og borftapantanir daglega á I fslandi Id. 13-17, slmi 568-7111. Hótell Morgunblaðið/GoUi asta.“ £rcvtil€Íf*sÁoölil 1 Forsala aðgöngumiða 29. og 30. des. kl. 16.00-21 og ?0lL. kl. 13.00 - 16.0 ílngólfscafé Hverfisgötu 8-10, simi: 562 «810 Forsala fisrrl.600.- Við irmgang kr. 2.000 Húsið opnar kl. 00:30 Krásir og Franska gamanmyndin Krásir og kjötmeti (Delicatessen, ‘90), er fersk og frumleg og ánægjulegasti hrærigrautur farsa, svartrar gam- anmyndar og vísindaskáldsögu. Gerist í fjölbýlishúsi í náinni fram- tíð. Leigusalinn er jafnframt slátr- arinn á horninu. Stríð hefur geisað og fátt um kjötmeti svo hann býr til steikur úr leigjendunum - við litlar vinsældfr grænmetisætna sem búa í undirheimum borgar- innar. Þetta er aðeins forsmekk- urinn að geggjuðum húmomum sem er sköpunarverk Jean-Pierre Jeunets og MarcCaro og er sér á kjötmeti blaði í kvikmyndum samtímans. Búningar og svið virka sterkt á áhorfandann, grá og hrá. Mann- fólkið er safn furðufugla og mynd- in öli óvænt og einstök skemmtun sem á makalausa spretti. Þeim fé- lögum tókst ekki eins vel upp við næsta verkefni sitt, Borg hinna týndu barna, og það kom á óvart að þeir voru fengnir til að leik- stýra 100 milljóna dala geimtryU- inum AJien Resurrection, sem verður frumsýnd hérlendis í næsta mánuði og er reyndar hin besta skemmtun. ♦ ♦ Oldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Þú getur stundað nám í mörgum eða fáum greinum eftir því sem þér hentar. I MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsþrófi. Við skólann eru 6 brautir: félagsfræði- (félags- og sálfræðilína), nýmála-, náttúrufræði-, eðlisfræði-, tónlistar- (í samvinnu við tónlist- arskóla) og listdansbraut (í samvinnu við listdanskóla). Margir áfangar í boði í mörgum greinum m.a. íslenskt mál, bókmenntir og bókmenntasaga að fornu og nýju, danska, enska, franska, ítalska, rússneska, spænska, þýska, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði, stærðfræði, tölvufræði, félagsfræði, hagfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, uppeldisfræði, íslandssaga, mannkynssaga, heimspeki, leiklist, myndlist og hússtjórn (matreiðsla). Auk þess upp- rifjunaráfangi í stafsetningu og stoðáfangi í stærðfræði. Er þetta eitthvað fyrir þig? Innritun fyrir vorönn 1998 fer fram 6.-9. janúar sem hér segir: 6. janúar kl. 13.00-16.00 7. janúar kl. 15.00-19.00 8. janúar kl. 15.00-19.00 9. janúar kl. 13.00-16.00 Innritunardagana verða námsráðgjafar og matsnefnd til viðtals. Deildarstjórar verða til viðtals fimmtudaginn 8. janúarfrá kl. 17.00-19.00 Nemendur velja námsgreinar og fá afhenta stundatöflu haustanna gegn greiðslu kennslugjalds sem hér segir: Fyrir einn áfanga kr. 11.500 Fyrir tvo áfanga kr. 13.500 Fyrir þrjá áfanga kr. 15.500 Fyrir hvern áfanga til viðbótar kr. 1.500 til viðbótar Að auki er þjónustugjald NFÖMH kr. 200 Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 12. janúar. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! 1 í\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.