Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ?36 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 ATVINNUAUGLYSIIMGA 'l' M\ KENNARAHASKÓLI ÍSLANDS Þrjár lausar stöður Staða lektors í dönsku Meginverkefni lektorsins eru kennsla og rann- sóknir í dönsku máli og málnotkun. Umsækj- endur þurfa að hafa trausta þekkingu á dönsku máli, dönskum bókmenntum og kennslufræði greinarinnar. Þá þurfa þeirað hafa þekkingu og skilning á notkun íslendinga á dönsku máli - og gildi dönskukunnáttu fyrir (slendinga. Til viðbótar hefðbundinni háskólakennslu skulu þeir vera undir það búnir að þurfa að sinna fjarkennslu og endurmenntun fyrir starf- andi kennara. Tvær stöður lektora í íslensku 1. Meginverkefni lektorsins eru kennsla og rannsóknir á sviði nútímaíslensku, með áherslu á bókmenntir, stílfræði, málnotkun og kennslu. Til viðbótar hefðbundinni háskólakennslu skulu umsækjendur vera undir það búnir að þurfa að sinna fjarkennslu og endurmenntun fyrir starfandi kennara. 2. Meginverkefni lektorsins eru kennsla og rannsóknir á sviði íslenskrar og almennrar mál- >fræði með áherslu á nútímaíslensku, málnotk- un og kennslu. Til viðbótar hefbundinni há- skólakennslu skulu umsæjendur vera undir það búnir að þurfa að sinna fjarkennslu og endurmenntun fyrir starfandi kennara. Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. ágúst 1998. í öllum tilvikum er um fullt starf að ræða. Umsækjendur um allar stöðurnar skulu hafa lokið meistaraprófi í grein sinni hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati .flómnefndar. Auk þess skulu þeir hafa lokið prófi í uppeldis- og kennslufræði eða á annan hátt aflað sér nægilegs kennslufræðilegs undir- búnings. Æskilegt er að umsækjendur um stöðurnar hafi kennslureynslu og kynni af skólastarfi á ólíkum skólastigum, einkum í grunnskólum. Umsóknarfrestur um allar stöðurnar er til 1. febrúar næstkomandi. Laun og kjör eru sam- kvæmt kjarasamningi Kennarafélags Kennara- háskóla Islands við fjármálaráðuneytið. Umsóknum skulu fylgja geinargóðar skýrslur um námsferil, fræðistörf og kennslureynslu umsækjenda, ásamt námsvottorðum og grein- argerð um fyrirhuguð áform í fræðistörfum ^ef til ráðningar kæmi. Þá skulu umsækjendur leggja fram þau rit, birt eða óbirt, sem þeir óska eftir að verði tekin til mats dómnefndar á fræðilegri hæfni sinni. Umsækjendur skulu einnig láta fylgja umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð en umsóknum og umsóknargögnum skal skila á skrifstofu Kennaraháskóla Islands v/Stakka- hlíð, 105 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um stöðu lektors í dönsku gefur Auður Hauksdóttir, lektor, en um lektors- stöðurnar í íslensku þeir Eysteinn Þorvaldsson, ^prófessor, og Sigurður Konráðsson, prófessor. Síminn er 563 3800. Laust embætti er dómsmálaráðherra veitir Embætti ríkislögreglustjóra er lausttil umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 15. janúar 1998. Embættið er veitt frá og með 1. febrúar 1998. Umsóknir, þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar, verða ekki teknar gildar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 18. desember 1997. VSO RAÐGJOF VSÓ Ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki, sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum ráðgjafarþjónustu í háum gæðaflokki. Helstu starfssvið fyrirtækisins eru; verkfræði- hönnun, framkvæmdaráðgjöf, rekstrarráðgjöf, upplýsinga- tækni og umhverfisráðgjöf. Hjá VSÓ Ráðgjöf eru nú 70 starfsmenn og hefur fyrirtækið starfað fyrir fjölda fyrirtækja í einkageira sem og hinum opinbera geira. ► Logistik rekstrarráðgjafi VSÓ Ráðgjöf leitar að rekstrarráðgjafa á sviði lógistik, með áherslu á: ►- framleiðslu dreifingu ► birgðastýringu Viðkomandi mun starfa innan rekstrarsviðsVSÓ Ráðgjafar. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á aðgerðagreiningu, tölfræði, rekstrarfræði, auk tölvuþekkingar innan lógistik. Óskað er eftir einstaklingi sem er með háskólamenntun á sviði verk, tækni, eða viðskipta, sem er vel skipulagður, á auðvelt með mannleg samskipti og getur unnið sjálfstætt og í hóp. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 9. janúar1998 /\ 3 <c Á B E N D I ■R Á Ð G I Ö F & RÁÐNINCAR LAUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 ÁaP\ KENNARAHASKÓLI iSLANDS Laus staða við íslenska menntanetið íslenska menntanetið er internetþjónusta fyrir skóla, mennta- og menningarstofnanir og er rekið af Kennara- háskóla íslands. Starfið felst einkum í umsjón með Unix tölvum Menntanetsins og Kennaraháskólans, auk þess sem umsækjendur verða að hafa þekkingu á TCP/IP víðnetum og búnaði. (slenska mennta- netið hefur einnig umsjón með rekstri staðar- neta Kennaraháskóla íslands og er þekking á rekstri slíkra neta æskileg. Háskólapróf á tækni/tölvusviði er æskilegt. Um er að ræða fullt starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um- sóknarfrestur ertil 7. janúar 1998. Mikilvægt er að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en umsóknir berist íslenska menntanetinu, Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík. Öllum umsóknum verðursvarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Ragnars- son, fjármálastjóri, Jón Eyfjörð, forstöðumað- ur, eða Björn Haraldsson, kerfisstjóri, í síma 563 3800. Viðskipta - fræðingar Þekkt endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki óskar að ráða viðskiptafræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Vinna við endurskoðun og uppgjör fyrirtækja í Reykjavík og um land allt. Hæfniskröfur: Útskrifaður viðskiptafræðingur af endurskoðunarkjörsviði við Háskóla íslands. Starfið gerir kröfur um sjálfstæð vinnu- brögð,viðkomandi sé ábyrgur og sýni nákvæmni í starfi. Starfsreynsla er ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þóra Brynjúlfsdóttir í síma 588 3309 Vinsamlegast skilið umsóknar- eyðublöðum ásamt mynd til Ráðningarþjónustunnar. RÁÐNINGAR ás? ÞJÓNUSTAN \ ...ávallt réttur maður í rétt starf. RÁÐNINGAR ÞJÓNUSTAN Meginhlutvetldyrirtækisins er að veita (yrirtáekjum og einstaklingum þjónustu á sviði starfsmannaráðninga. Lögð er áhersla á vandaða og persónulega þjónushi, sem er sérsniðln að öskum og aðstæðum hvers viðskiptamanns. Kannanir sýna að 97% af viðskiptavinum okkar ern afskaplega ánægðir með þá þjónustu sem veitt er og vilja nýta sér hana áfram. RÁÐNINGAR ÞJÓNUSTAN HáleWsbraut 58-60 108 Reykjavik Simi: 588 3309 Fax: 5883659 Netfang: radnlng@skima.is Veffang: http//www.skima. is/radning/ Skeljungur hf. Einkaumboð fyrir Sheii-vörur á íslandi Sölumaður Óskum að ráða sölumann til starfa sem allra fyrst. Um er að ræða sölu- og markaðsmál, skipulagningu markaðsátaka og kynningarmál, þátttaka í vöruþróun og öðrum málum tengd- um vöruvali og markaðssetningu. Góð þekking á sölu- og markaðsmálum nauð- synleg. Starfið hentarvel líflegum og kraftmikl- um einstaklingi með trú á eigin hæfileika. Umsóknir berist starfsmannahaldi Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð, í síðasta lagi þriðjudaginn 6. janúar nk. Nánari upplýsingar veittar á staðnum. Umsóknir eru meðhöndlað- ar af fyllsta trúnaði sé þess óskað. JAFNINGJAFRÆDSLA FRAMHALDSSKÓLANEMA Starfsmaður Jafningjafræðsla framhaldsskólanema óskar eftir að ráða starfsmann til að annast daglegan rekstur, þ.m.t. stjórn fjármála og skipulagningu verkefnisins. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á forvarnar- starfi, vera ekki eldri en 25 ára og hafa unnið við félagsstörf. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða séu langt komnir með það, en slíkt er ekki sett sem skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Hildur Sverrisdóttir í síma 551 5353. Umsóknir skulu berast verkefnisstjórn eigi síð- ar en 9. janúar 1998. Jafningjafræðsla framhaldsskólanema, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, pósthólf 444, 121 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.