Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRIR Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns, með ullarpeysu sem hefur selst vel á Bandaríkjamarkaði. Morgunblaðið/RAX Eitt sokkapar á sér- hvern landsmann VEÐSHPn AIVINNUIÍF A SUNNUDEGI ►Þórir N. Kjartansson, framkvæmdasljdri Víkurpijóns hf., fæddist í Suður-Hvammi í Mýrdal 2. desember 1943. Hann flutti til Víkur um tvítugt og vann við bílaviðgerðir, vörubflaakstur, byggingarvinnu og jámsmíðar. Þórir og fjórir félagar hans byggðu iðnaðarhúsnæði í Vík og hófu sokkaframleiðslu undir nafninu Víkurpijón hf. árið 1980. Siðan hefur fyrirtækið stöðugt fært út kvíaraar, það yfirtók pijónastofu, byggði nýtt iðnaðar- hús og opnaði ferðamannaverslanir í Vík og Reykjavík. Kona Þóris er Anna Bjömsdóttir kennari og eiga þau þijú böm. Morgunblaðið/RAX SÉRHÆFÐAR vélar eru notaðar við sokkaprjónið og örfáir menn í landinu kunna til þessara verka. eflir Helga Bjamason VIÐ byrjuðum reksturinn eins og sagt er að menn eigi alls ekki að gera. Byrjuðum með tvær hendur tómar, tókum alla peninga að láni og lögðum aðeins fram vinnu við undir- búninginn. Við hófum síðan fram- leiðslu án þess að gera nokkrar markaðskannanir," segir Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns hf. í Vík í Mýrdal. Hann er að lýsa því hvernig hann og fjórir félagar hans hófu rekstur íyrirtækis- ins árið 1980. Þeir ákváðu að stofna til atvinnurekstrar til að skapa sjálf- um sér vinnu. Byrjuðu á því að byggja iðnaðarhús. Flestir þeirra unnu eða höfðu unnið við járnsmíðar og höfðu hug á að koma þar upp rekstri af því tagi. „En á meðan við vorum að byggja hafði brottfluttur Mýrdælingur sam- band við okkur. Hann hafði eignast sokkaprjónavélar við gjaldþrot verk- smiðju og hafði mikla trú á að hægt væri að láta slíka verksmiðju ganga. Við höfðum aldrei spáð í það hvemig sokkar verða til en trúðum honum og hófum við hann samstarf," segir Þór- ir. Hann segir að gott hráefni sé mik- ilvægast við sokkaframleiðsluna, ekki þýði að bjóða upp á sokka sem strax komi gat á. Síðan ráði smekkur miklu um val fólks, sumir kunni ekki við það sem öðrum líki vel. Framleið- andi þurfi því að vera með margar gerðir af sokkum til að ná einhverri markaðshlutdeild. Víkurprjón er til dæmis með á fjórða tug vörunúmera og hvert í nokkrum litum og stærð- um, þannig að framleiða þarf 250-300 mismunandi útgáfur af sokkum. „Þetta er orðið svo fjöl- breytt hjá okkur að við fáum ekki pláss fyrir alla línuna í dagvöruversl- ununum sem við skiptum aðallega við. Samkeppni frá Asíu Víkurprjón er með stærstu sokkaverksmiðju landsins, framleið- ir um það bil eitt par af sokkum á hvern einasta landsmann á ári. Tvær aðrar almennar sokkaverk- smiðjur eru í landinu, önnur á Akra- nesi og hin á Akureyri. Þá er fjórða verksmiðjan í Grímsnesi en hún framleiðir eingöngu ullarsokka. Sokkamarkaðurinn er stór en Þórir telur að innlendu verksmiðjurnar séu ekki með nema 10% markaðs- hlutdeild. Og hlutdeild þeirra hefur minnkað stöðugt. „Þegar við byrjuðum var nánast ekkert flutt inn frá Asíu en það breyttist fljótlega. Inn á markaðinn fóru að koma lágverðssokkar, fyrst eingöngu hvítir íþróttasokkar og síð- an sokkar af öllum gerðum. Það sama hefur gerst í þessu og öðrum fatnaði, það getur enginn keppt við fyrirtæki í Asíulöndum sem fá vinnu- aflið nánast gefins." Þórir segir að Víkurprjón hafi komið sér upp góð- um vélakosti í upphafi, á meðan eitt- hvað var út úr framleiðslunni að hafa. Enn sé verið að nýta þessa fjárfest- ingu, með nauðsynlegustu viðbótum. Hins vegar væri ekki viðlit að byggja svona einingu upp í dag. „Við þetta bætist sá mikli og ein- hliða áróður sem rekinn er fyrir kaupum á ódýrustu vörunum, fólk má helst ekki líta á gæði eða þjón- ustu. Ég er ósáttur við þennan áróð- ur, hann er ekki góður fyrir íslenska framleiðslu sem verður að byggja á gæðum og þjónustu. Fólk virðist ekki hugsa út í það að með því að kaupa þessar vörur er verið að flytja úr landi hundruð starfa en svo ætlar allt vitlaust að verða út af tímabundnu atvinnuleyfi til nokkurra Rúmena Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BANDARÍSKI fatahönnuður- inn Dona Stuart og Kirsten dóttir hennar spá í íslenska ull í Mýrdalnum. vegna álversins á Grundartanga,“ segir Þórir. Prjónastofa og ferða- mannaverslun Sokkaframleiðslan var uppistaðan í rekstrinum þar til árið 1993 að Vík- urprjón tók yfir rekstur hefðbund- innar ullarprjónastofu sem þá var að leggja upp laupana í Vík. Prjónastof- an Katla var stofnuð um 1970, ein af fyrstu prjónastofunum í landinu, en hún varð gjaldþrota og sveitarfélagið sem eignaðist vélar og áhöld bað eig- endur Víkurpijóns um að taka við rekstrinum. Þegar Víkurprjón tók við var prjónaiðnaðurinn á botni öldudalsins og enn hefur hann ekki rétt almennilega við. Þrátt fyrir það er nú svo komið að heldur meiri velta er af framleiðslu og sölu ullarvara hjá Víkurprjóni en af sokkaframleiðsl- unni. „Við fengum engin viðskiptasam- bönd með prjónastofunni og mér fannst nærtækast að komast inn á mai-kaðinn með því að selja ferða- mönnum prjónavörur í verksmiðj- unni, auk þess sem reynt var að koma í ferðamannabúðir í Reykja- vík.“ Sokkaverksmiðjan var á óhent- ugum stað fyrir ferðamannaverslun- ina og prjónastofan í gömlu húsnæði í hinum enda bæjarins. Vildi Þórir reyna að sameina reksturinn á einum stað. Var í það ráðist þegar lóð fékkst á besta stað, við hliðina á Víkurskála en planið á milli húsanna er einn af stærstu stoppistöðunum á hringveg- inum. Reksturinn vai’ sameinaður í nýju húsi í byrjun árs 1995. Síðan hefur salan í ferðamanna- versluninni aukist hröðum skrefum og Þórir segist raunar hafa náð að auka hana á hverju ári frá því prjóna- stofan var yfirtekin. Ullarvörumai’ eru vinsælastar en í versluninni em einnig hefðbundnir minjagripir og ís- lenskt handverk. Þórh- segir að ekki sé hlaupið að því að koma ullarvörum í ferða- mannaverslanir í Reykjavík, verslan- imar séu eðlilega í fóstum viðskiptum við aðra framleiðendur. Og þai’ sem hann hafi komist inn hafi það aðeins verið með brot af vömúrvalinu. „Ég sá það fljótt að árangursríkast væri að vera með eigin verslun. Þegar hús- næði losnaði í Fálkahúsinu í Hafnar- stræti tók ég það fegins hendi og opn- aði þar verslun í vor. Eigendur húss- ins leggja áherslu að koma þar upp ferðamannamiðstöð og samstarfið er gott. Ég er ánægður með minn hlut og held ótrauður áfram," segir Þórir. Samvinna við bandarískan fatahönnuð Samhliða uppbyggingu ferða- mannaverslunarinnar hafa stjómend- ur Víkurpijóns verið að þreifa fyrir sér með útflutning sem hefur verið lítill frá því Ameríkumai’kaður lok- aðst fyrir tíu áram. Þórir hefur hins vegar verið að gera góða hluti í sam- vinnu við bandarískan fatahönnuð, Dona Stuart að nafni. „Ég komst í samband við hana í gegnum frænda minn sem er sMðakennari í Aspen í Colorado þar sem þau era nágrannar. Hún ferðaðist um Norðurlöndin í fyira til að leita að efnum og hug- myndum. Hér dvaldi hún í mánuð og féll gjörsamlega fyrir íslensku ullinni. Hún hannaði og ég gerði sýnishom sem hún fór með á sýningar í fyrra- vetur. Þetta gerði lukku og töluvert kom af pöntunum í kjölfarið. Út á þetta höfum við selt vel á þriðja þús- und peysur, jakka og kápur í ár, aðal- lega til eins verðlistafyrirtækis, Cold- water Creek, sem gefur út þijá verð- lista, hvem í þremur milijónum ein- taka. Peysumar era ekM hefðbundn- ar íslenskar lopapeysur, sniðin era öðravísi.“ Dona Stuart kom aftur til Víkur í haust til að undirbúa sýningamar eft- ir áramótin. Þórir segir að hún sé mjög bjartsýn á framhaldið og hann segist einnig vera áhugasamur því gott verð fáist fyrir vörurnar. „Mögu- leikamir era miMir, ef maður kemur með vöra sem hittir í mark en jafn- fi-amt verður maður að gera sér grein fyrir duttlungum markaðarins. Bandaríkjamarkaður getur orðið í ökMa eða eyra. Salan getur dottið niður í ekM neitt einn daginn og hinn daginn getur komið pöntun sem mað- ur ræður ekM við nema bæta við fjölda fólks eða fá aðrar verksmiðjur til samstarfs.“ Vegna þessa telur hann ekM vænlegt að stækka fyrir- tæMð mikið þótt góðai’ pantanir komi eitt árið, skynsamlegra væri þá að leita eftir samstarfi við aðrar pijóna- stofur og reyna þannig að anna eftir- spurninni. Stærsta fyrirtækið í Vík Víkurprjón hf. er stærsta fyrirtæk- ið í Vík með 23-28 starfsmenn í vinnu, reyndar ekM alla í heilsdags- starfi. Til þess að þjóna ferðamanna- versluninni í Vík og Fálkahúsinu í Reykjavík þarf fyrirtæMð að kaupa handprjónaðar peysur af konum í sveitinni og víðar um land. Þórir seg- ist vera í samvinnu við pijónakonur á öllu svæðinu frá Akranesi, suðui’ um og allt austur til Reyðarfjarðar. Þórir lætur vel af rekstrinum, segir að eftir fáein mögur ár hafi fyrirtækið skilað góðum hagnaði á árunum eftir 1990. Húsbyggingin hafi hins vegar teMð í og íþyngdi rekstrinum í dag. Þó að reksturinn gangi ágætlega séu lánin til allt of skamms tíma. Þórir gagnrýnir skattkerfið, segir að um leið og fyrirtæM fari að hagnast lendi þau í sköttum. „Lausafjárstaðan virð- ist aldrei mega verða það góð að mað- ur eigi pening fyrir næsta reikningi, hvað þá að hægt sé að safna í sjóði til að undirbúa fjárfestingu. Það er eins og bókhalds- og skattai’eglur séu mið- aðar við það að halda rekstrinum við núllið," segir Þórir Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.