Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Grettir Ferdinand Smáfólk Af hveiju horfirðu svona á mig, Magga? Það er líklega vegna þess að þú ert eina manneskjan sem ég þekki sem borðar heita pylsu frá hliðinni... Gloppóttur ritdómur E J Frá Tryggva V. Líndal: ERLENDUR Jónsson fjallaði ný- lega um þriðju ljóðabókina mína: Líndal og Lorca (í Morgunblaðinu 17.12. 1997, bls. 35). Hafði hann áður fjallað um fyrstu ijóðabók mína og farist það vel úr hendi. Nú brá þó svo við að mér fannst rýni hans engan veginn duga til, enda var hér um margfalt viða- meira verk að ræða. Verður að telja að hann hafi ekki fjallað um nema hluta bókarinnar, og vil ég því rétta hlut minn hér með: í bókinni, sem var upp á 83 blað- síður, höfðu hinar fyrstu 45 að geyma frumsamin ljóð eftir mig. Af þeim birti Erlendur ekki nema eitt brot, og nefndi titilinn á öðru. Gat hann þess og að ég væri mik- ill áhugamaður um óbundin ljóð. Var þar með í raun lokið málefna- legri umfjöllun hans um þessa bók. Ekki gat hann bundnu ljóðanna sem fylltu næstu 15 blaðsíðurnar. Var þar um að ræða nokkrar kór- rétt kveðnar sonnettur, svo og fer- skeytlubálk mikinn, sem ég hafði ort til að freista þess að koma til móts við fýlgismenn bundinna ljóða. A næstu 10 blaðsíðunum komu svo þýðingar mínar á ljóðum hins spænska skálds Federico García Lorca. Sleppti Erlendur einnig að fjalla um þau; og bar því við að hann hefði enga samanburðartexta við hendina til að geta metið gæði þýðinganna. Ætla mætti þó að hann hefði átt að upplýsa tilvonandi les- lendur um hvort honum þætti þau að öðru leyti ánægjuleg aflestrar. Að lokum kom svo eftirmáli: Áhrifavaldar að ljóðum mínum; a) persónur, b) hugmyndir. Var hann upp á tug blaðsíðna og fjallaði hann um áhrifavalda að öllum þeim ljóð- um mínum sem ég treysti mér til að nafngreina. Mátti þar greina í sjónhendingu upplýsingar svosem hlutfall erlendra og innlendra höf- unda, og persónulegra kunningja, svo og titla og ijölda ljóða í því sambandi. Einnig hvenær þau voru ort, hvenær megin kveikjurnar að þeim höfðu orðið, svo og tímann sem leið þar á milli. Einnig voru upptalin þau ljóð er sóttu til forn- grískra bókmennta. Alls þessa gat Erlendur að engu, og hefði þó verið gaman að heyra álit bókmennta- fræðingsins á þessari mannfræði- legu tilraun minni til bókmennta- umfjöllunar. Erlendur nefnir að ég muni vera þekktari sem greinahöfundur en ljóðskáld. Þó hefði verið nákvæm- ara að segja að ég væri ennþá þekktari sem greinahöfundur en ljóðskáld; með því að fáir eða engir væru afkastameiri í hvorri grein fyrir sig í dagblöðunum. Ennfremur upplýsist þar um að ég hef fengið mörg feykijákvæð viðbrögð við síðasta ljóði mínu í Lesbók Morgunblaðsins, sem hann birtir reyndar brot úr; jafnvel svo að mér ókunnugir lesendur hafa komið að máli við mig á förnum vegi til að þakka mér fyrir það! Að lokum vil ég geta í þessu sambandi nýlegrar vegtyllu minnar á ljóðavettvanginum. En hún er sú að í kjölfar upptöku minnar í Rithöf- undasambandið, hef ég verið útval- inn til upptöku í hið alþjóðlega upp- flettirit ljóðskálda; en titill þess út- leggst fullu nafni, þýddur úr ensku eitthvað á þessa leið: „Hið alþjóð- lega uppflettirit um málsmetandi ljóðskáld; ásamt með Alfræðibók ljóðskálda.“ Virðist mér af þessu að það sé fyrst á alþjóðavettvangi sem hópar myndist sem gefí sig út fyrir að hafa áhuga á ljóðabók- menntum sem slíkum! TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Þakkir til þjóðarinnar Frá Neistanum, Styrktarfélagi hjartveikra barna: BJARTSÝNUSTU forsvarsmenn Neistans óraði ekki fyrir að Landssöfnunin sem efnt var til 14. mars í vor bæri eins góðan árangur og raun varð á. Lands- menn sýndu málefnum hjartveikra barna og aðstandenda þeirra sam- úð og skilning, ekki aðeins í orði heldur í verki. Á þessum degi söfn- uðust 25,9 milljónir króna. Fram- lögin komu úr ýmsum áttum, allt frá sparibaukum ungra barna til stórra söfnunarátaka innan fyrir- tækja. Hver króna skiptir máli, og kemur til með að bæta hag hjart- veikra barna í framtíðinni. En það sem þó er mest um vert, er sá skilningur og hlýhugur sem hjart- veik börn njóta nú hjá þjóðinni allri. Fjölmiðlar sýndu þessu máli skilning og áhuga og birtust grein- ar og viðtöl í blöðum og útvarpi, og síðast en ekki síst í sjónvarpi. Þar gafst áhorfendum enn betur tækifæri til að skyggnast í þann heim sem aðstandendur hjart- veikra barna og börnin sjálf búa í. Óhætt er að segja að dagskrá Stöðvar 2 þetta kvöld hafi ekki látið nokkurn mann ósnortinn. Að baki landsöfnuninni stóð mikill fjöldi fólks, sem lagði á sig ómælda vinnu til að söfnunin mætti takast sem best. Færum við þeim öllum innilegar þakkir, án þeirra hefði þetta aldrei tekist. Við sendum landsmönnum öllum bestu jólakveðjur og þökkum þeim rausn- arleg fjárframlög og þann hlýhug og skilning sem þeir sýna málefn- um hjartveikra barna. F.h. Neistans - Styrktarfélags hjart- veikra barna, ELÍN VIÐARSDÓTTIR OG GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.