Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.12.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1997 9 FRÉTTIR KVIKMYNPIR 11 á s k ó I a 1» í ó , Stjörnubíó STIKKFRÍ ★ ★ Vi Leikstjóri og handritshöfundur Ari Kristinson. Hugmynd Hrafn Gunn- laugsson. Kvikmyndatökustjóri Hall- dór Gunnarsson. Tónlist Valgeir Guðjónsson. Klipping Steingrimur Karlsson. Leikmyndahönnun Guðný Amdís Óskarsdóttir. Búningar Dóra Einars Bergmann. Hljóð Kjartan Kjartansson. Aðalleikendur Berg- þóra Aradóttir, Freydís Kristófers- dóttir, Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir, Hlynur Helgi Hall- grimsson, Halldóra Bjömsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, María Ellings- en, o.fl. Islenska kvikmyndasam- steypan. 1997. LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ og markið sem það hefur sett á fjölskylduform samtímans er til umfjöllunar í léttum tón í Stikkfrí, nýju myndinni hans Ara Kristin- sonar, sem höfðar fyrst og fremst til barna en er fullorðnum ágæt lexía. Þægindin sem við teljum sjálfsögð og nauðsynleg hafa tekið sinn toll og breytt gömlum og góðum gildum. Markaðsþjóðfélag- ið heldur okkur við efnið, býr til ómissandi nýjungar, nauðsynlegar endurnýjanir, endalausar kröfur. Ungt fólk þarf að vinna hörðum höndum til að halda í við takmörk- in og grannana. Bæði þurfa þau að vinna úti, helst tvöfaldan vinnu- dag. Æ oftar endar þetta ómann- úðlega álag með ósköpum. Kröf- urnar skynseminni yfirsterkari. Amman fyrir löngu orðin hornreka sem lagt er í geymslupláss stofn- ana. Því meira af pöbbum og mömmum, bæði þessum einu og sönnu og öðrum með alls kyns forskeytum. Verstu fórnarlömbin þau sem síst skyldi; smáfólkið. Lífsgæðabyltingin étur börnin sín. Hrefna (Bergþóra Aradóttir) og Yrsa (Freydís Kristófersdóttir) eru svona á að giska 10, 11 ára gaml- ar vinkonur. Aldar upp í óöruggu fjölskyldumynstri nútímans, mæð- ur beggja einhleypar. Fyrir tilvilj- un kemst Hrefna að því á afmælis- daginn að faðir hennar er ekki við nám í París, eins og henni hefur jafnan verið sagt, heldur er hann löngu kominn heim, giftur maður og fjölskyldufaðir án þess að sinna henni hætishót. Vinkonurnar grípa til sinna ráða til að hafa uppi á þessum huldupabba, eftir að þær komast á sporið. Litlar telpur eiga náttúrlega í erfiðleikum við að ráða fram úr stórvandamálum sem þessum og klúðra því eðlilega, lengst af. Til- raunir vinkvennanna að koma á tengslum milli feðginanna taka lungann af myndinni og hann er fyrst og fremst fyndinn, þó skiln- ingsríkur á alvöru málsins. Þessi hluti er misjafnlega trúverðugur en einlægur leikur Bergþóru og Freydísar heldur henni gangandi ásamt fínni stjórn Ara á framvind- unni og ekki síst yngstu leikkon- unni, Bryndísi Sæunni sem „leik- ur“ litlu systur Hrefnu. Hún er stórkostleg þessi litla dúlla og með ólíkindum hvað Ari nær fínum atriðum með þeim þremur og sam- spili á milli þeirra. Ekki er frítt við að Stikkfrí minni á E.T., t.d. eru hlutverk hinna fullorðnu fjarlæg og ekki gert meira úr þeim en er framvind- unni nauðsynlegt. Það á einkar vel við, bæði í gamni og alvöru, að kalla stöllurnar litlu geimverur. Þar er stöðu barna í dag nokkuð vel lýst á sjálfsagt alltof mörgum gegn kvíða meö Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við streitu , kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. heimilum. Þegar kemur að loka- uppgjörinu á milli kynslóðanna bregst handritið hins vegar að nokkru leyti, niðurstaðan gengur ekki alveg upp sem skyldi, hvorki tilfinningalega né sögulega, hvorki afgerandi né jafn burðamikil og það sem á undan er gengið. Hið gamalkunna vandamál kemur upp, að hnýta lokahnútinn á fullnægj- andi hátt er ábótavant og skilur a.m.k. eldri áhorfendur eftir í nokkru tómarúmi og er eini ljóður- inn á mynd sem annars er um- hugsunarverð, vel gerð og skemmtileg. Sæbjörn Valdimarsson Jóga Nefnd skipuð um smíði varðskips ÞORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra hefur skipað fímm manna nefnd til að standa að gerð smíðalýsingar og síðan útboðs á nýju varð- skipi sem samþykkt hefur ver- ið að smíða. Aætlað er að heildarkostnaður við smíði skipsins geti numið allt að 2,4 milljörðum króna, og að sögn Þorsteins Pálssonar er reiknað með að það geti tekið 2-3 ár að jjúka smíði skipsins. í nefndinni eiga sæti Haf- steinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem er formaður nefndarinnar, Þór- hallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Sól- mundur Jónsson, fjármála- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Guðrún Zoéga verkfræðingur og Aðalheiður Eiríksdóttir við- skiptafræðingur. Börn í óskilum íslenskur skiptinemi rændur í strætisvagni í Yenezúela Rán teljast daglegt brauð í Caracas ÍSLENSKUR skiptinemi í Venez- úela var rændur nýlega er hann var á ferð í strætisvagni í borginni Caracas. „Þeir tóku allt; bakpoka, veski og armbandsúr, og þegar ég fór fram á að fá að halda vegabréf- inu, fór það eitthvað illa í þjófana og þeir spörkuðu í hnén á mér,“ segir hann. Islendingurinn, sem er átján ára gamall, var á ferð ásamt þýskum félaga sínum, sem einnig er skipti- nemi, og voru þeir á leið heim til félagans. Til þess að komast þang- að þurftu þeir að fara með strætis- vagni, sem ekur í gegnum fátækra- hverfi. Þrír menn rændu alla í vagninum „Á miðri leið fer maður frammí til bílstjórans og segir eitthvað við hann. Þá beygir bílstjórinn út af sinni venjulegu leið og við vitum ekki fyrr en þrír menn ræna alla sem í vagninum eru, okkur og fjóra aðra. Ég hugsa nú reyndar að þeir hafi fyrst og fremst verið þarna til þess að ræna okkur, því það er náttúrlega auðvelt að sjá að við erum útlendingar. Þeir stukku svo út úr vagninum þegar þeir voru búnir að þessu og bílstjór- inn keyrði áfram. Af einhvetjum ástæðum keyrði hann ekki á réttan áfangastað eftir ránið, þannig að við þurftum að ganga dtjúgan spotta til þess að komast á leiðar- enda. Svo við vorum að velta því fyrir okkur hvort bílstjórinn hefði verið í vitorði með þjófunum." Lögreglan treg til að taka skýrslu Þeir félagar fóru á lögreglu- stöðina en það var á mörkunum að lögreglan fengist til að taka af þeim skýrslu. „Þeir spurðu ekk- ert um hvernig mennirnir litu út eða hvaða strætisvagn þetta hefði verið og þeir nenntu ekki einu sinni að taka skýrslu af okkur báðum. Það þýðir greinilega ekk- ert, þetta er daglegt brauð. Mér skilst að hér í borginni séu myrtir um 40 manns um hveija helgi,“ segir Islendingurinn, sem er reynslunni ríkari og hefur lært að hafa sem minnst á sér þegar hann er á ferð utan dyra. Fimm sækja um Hallgríms- kirkju FIMM umsóknir hafa borist um embætti prests við Hall- grímskirkju í Reykjavík. Stefnt er að því að sóknar- nefnd fjalli um umsækjendur strax eftir áramót, en biskup skipar í embættið að höfðu samráði við sóknarprest og með samþykki sóknarnefnd- ar. Umsækjendurnir fimm eru: Séra Guðný Hallgrímsdóttir fræðslufulltrúi á biskups- stofu, séra Jón Dalbú Hró- bjartsson sóknarprestur í Laugarnessókn, séra Kristján Björnsson sóknarprestur á Hvammstanga, séra Yrsa Þórðardóttir fræðslufulltrúi kirkjunnar. á Austurlandi og séra Þórey Guðmundsdóttir sóknarprestur á Borgarfirði eystra. Ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í pósti, en umsóknar- frestur rann út um síðustu helgi. Um er að ræða annað prestsembættið við Hall- grímssókn, en með nýjum lög- um, sem taka gildi með nýju ári, er lagt niður starfsheitið aðstoðarprestur. Sókn- arprestur Hallgrímssóknar er séra Sigurður Pálsson. Séra Karl Sigurbjörnsson kveður söfnuð sinn við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju í dag klukkan 11, en hann tek- ur við embætti biskups á ný- ársdag. Þri. og fim. kl. 20:00. Hefst 13. janúar. Daníel Lárus Heildarjóga (grunnnámskeið) Námskeið fyrir þá sem vilja kynnast jóga og læra leiðir til slökunar. Kenndar verða hatha jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Fjallað verður um jógaheimspekina, mataræði o. fl.. Leiðbeinendur: Daníel, Arnbjörg og Lárus. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 7. janúar. Þri. og fim. kl. 20:00. Hefst 8. janúar. Þri. og fim. kl. 20:00. Hefst 12. janúar. Mán. og mið. kl. 20:00. Hefst 14. janúar. Morgunjóga í 10 vikur Mán., mið. og fös. kl. 8:00. Hefst 12. janúar. Jógatímar alla virka daga Mánaðarkort, þriggja mánaða kort, hálfsárskort og árskort. Öll kortin gilda einnig í tækjasal. Mán. - fös. kl. 12:10, - 17:15 og 18:25. Laugardaga. kl. 10:30. Pólunarmeðferð fyrir líkama og sál Heildræn meðferð sem hentar fólki á öllum aldri. Ójafnvægi á orkusviði manneskjunnar brýst fram í líkamlegum og andlegum einkennum. Með léttri snertingu örvar pólun orkusviðið og stuðlar að bættu jafnvægi og betri heilsu. Unnið er með heilbrigðum kjarna sem er að finna f hverri manneskju. Pólun er byggð á jóga, ayurveda og osteopathy. Lísa Björg Hjaltested er meðlimur í APTA, ameríska pólunarfélaginu. Við bjóðum upp á jógatíma, jóganámskeið, tækjasal og pólunarmeðferð allt árið í kring í notalegu og afslöppuðu umhverfi. ATH. afsláttinn á www.afsláttur.is Afgreiðslutími 10:30 - 13:15 og 14:30 - 18:30 Lísa Y06A v STUDIO Hátúni 6a Sími 511 3100 verslun fyrir líkama og sál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.