Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BHM, BSRB og fleiri vilja lengja fæð- ingarorlof BHM, BSRB og kennarafélögin ályktuðu á sameiginlegum fundi í gær um að leggja beri áherslu á að fryggja réttindi bama til að njóta umönnunar beggja foreldra. „Fæð- ingarorlof ber að skoða í Ijósi rétt- inda bama til að vera samvistum við foreldra sína og er brýnt að foreldr- um gefist kostur á að annast þau án þess að heimilið verði fyrir tekju- tapi,“ segir í ályktun samtakanna. Þar segir að stefna beri að kjara- samningi, sem tryggi foreldrum óskert laun í fæðingarorlofi, og verði fæðingarorlof vegna hvers bams lengt úr 6 mánuðum í 12 mán- uði og taki til beggja foreldra. „Til- tekinn hluti fæðingarorlofs verði bundinn fóður, annar móður og sá þriðji verði til frjálsrar ráðstöfunar milli forsjárforeldra," segir í álykt- uninni. Samtökin leggja til að komið verði á fót sérstökum fæðingaror- lofssjóði sem fjármagnaður verði af atvinnurekendumm með greiðslu ákveðins hlutfalls af heildarlaunum alls launafólks. Þá vekja samtökin athygli á að samkvæmt skuldbindingum Islands á Evrópska efnahagssvæðinu beri að koma á 3ja mánaða foreldraor- lofi. „Lýsa samtökin sig reiðubúin til viðræðna um framkvæmd og fyr- irkomulag slíks foreldraorlofs," seg- ir í ályktun samráðsfundarins ------------------ Andstaða Kristins H. Gunnarssonar við NATO Háir ekki stöðu hans í Fram- sóknarflokki Fötlun ekki hindrun í unglingavinnunni Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓN og Hallgrímur reyta arfa. Á MIKLATÚNI voru að störfum nokkrir hressir krakkar að störf- um í gær ásamt Hallgrími Þorm- arssyni liðsmanni þegar Morgun- blaðið hitti þau að máli. í hópn- um voru meðal annars tveir drengir, sem eru í hjólastólum, þeir Jón Ragnar Hjálmarsson og Friðrik Ólafsson. Hallgrímur sagði að það væri ekki nýmæli að fatlaðir krakkar störfuðu hjá vinnuskólanum. Það mætti ekki neita neinum 14-15 ára unglingum um vinnu í vinnu- skólanum ef þeir hefðu getu til að starfa. Hann sagði að mörg þeirra gætu rakað, reytt arfa og plantað blómum. Sum þeirra væru bara hálfan daginn og væru svo í tómstundastarfi hjá ITR og þar fengju þau að leika sér. Önnur sæktu um að vera all- an daginn í vinnuskólanum. Stutt í brosið Að sögn Hallgríms eru þessir hópar einnig við Foldaskóla og í Laugardalnum og eru alls staðar liðsmenn með þeim sem hjálpa þeim á milli staða og í og úr hjólastólum. Annars sagði Hall- grímur að störf krakkanna væru ekki frábrugðin störfum hjá öðr- um flokkum, þetta væri bara unglingavinnan. Hallgrímur sagði að þetta væri fyrsta sumarið sem hann starfaði í vinnuskólanum og hann hefur ekki áður unnið með fötluðum. „Samstarfíð gengur mjög vel og krakkarnir eru mjög jákvæðir og skemmtilegir og alltaf stutt í brosið,“ segir Hallgrímur. Hann segir að þau vinni ekki verkin með hangandi hendi heldur finn- ist þeim gaman að hafa eitthvað fyrir stafni og gott að vera úti. Friðrik Ólafsson sagði að sér JÓN og Friðrik þurfa FRIÐRIK Ólafsson sem hugsanlega líka að nota hjólastól- stofnar blómavinafélag Islands. ana sína í vinnunni. að garði og áhuginn var greini- lega mikill. Honum fannst gott að vera úti í sólinni en var ann- ars frekar feiminn við spurning- ar blaðamanns. Jón starfar hálf- an daginn í vinnuskólanum en er svo í tómstundastarfi hjá ÍTR eft- ir hádegið. fyndist ekkert sérstaklega gam- an að reyta arfa en gaman væri að vera úti í góðu veðri. „Kannski ég stofni bara blóma- vinafélag íslands," sagði hann svo brosandi, en aðspurður sagði hann það ekki koma til vegna mikils áhuga á blómum, heldur vegna þess að mun skemmtilegra væri að planta blómum en að vinna í arfanum. Friðrik sagðist vinna heilan dag í vinnuskólan- um, frá hálfnfu til hálffjögur. Jón Ragnar Hjálmarsson er á öðru árí sfnu f vinnuskólanum og finnst bara gaman. Hann var brosandi þegar blaðamann bar Forsvarsmenn tryggingafélaganna um stefnuræðu forsætisráðherra Gagmynin ekki réttmæt KRISTINN H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknar- flokksins, segir að það sé alveg rétt að hann hafi ekki verið stuðnings- maður þess að íslendingar væru að- ilar að Norður-Atlantshafsbanda- laginu. Það hefði legið fyrir og ekk- ert hefði breyst í þeim efnum, en Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í Morg- unblaðinu í gær að það veki athygli að andstæðingur NATO hafi verið kosinn formaður þingflokksins. Kristinn sagðist ekki aðspurður sjá að þessi afstaða myndi há hon- um sem formanni þingflokks Fram- sóknarflokksins. „Ég hef yfirleitt ekki orðið var við að það hafi háð mér neitt hingað til í Framsóknar- flokknum, hvorki eftir að ég gekk í hann né áður en ég gekk í hann, enda veit ég að það eru margir framsóknarmenn á svipaðri skoð- un,“ sagði Kristinn ennfremur. FORSVARSME NN tryggingafé- laganna telja ekki að hækkanir þeirra á iðgjöldum bifreiðatrygg- inga séu ótrúverðugar og segja einnig að gagnrýni á þær sé ekki réttmæt, en í stefnuræðu sinni á þriðjudag sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, að hækkanir á trygg- ingaiðgjöldum væru ótrúverðugar. Forsætisráðherra sagði meðal annars: „Það er umhugsunarefni að við mat á hækkunarþörf tryggingaf élaganna er ekki litið til þess að nýj- ar bifreiðar, með miklu hærri ör- yggisstaðla en hinar gömlu, hafa verið fluttar til landsins síðustu þijú til fjögur árin. Tryggingafélögin hafa haft gríðarlegar fjár- magnstekjur af sjóðum sínum og mikilli lánastarfsemi til bifreiða- kaupa, svo fátt eitt sé nefnt. Óhjá- kvæmilegt virðist að fara nákvæm- lega yfir þær forsendur sem félögin hafa gefið sér.“ „Ég andmæli því að sjálfsögðu að vinnubrögð okkar séu ótrúverðug, en kýs að öðru leyti að gera ekki at- hugasemdir við stefnuræðu forsæt- isráðherra á þriðjudag að svo stöddu," sagði Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Al- mennra trygginga í samtali við Morgunblaðið aðspurður um orð forsætisráðherra í stefnuræðunni. „Ég vil líka að það komi fram að við hjá Sjóvá-Almennum höfum þegar fundað með Fjármálaeftirlit- inu, þar sem við gerðum grein fyrir okkar rökstuðningi í málinu,“ sagði Einar Sveinsson ennfremur. Hissa á þessari gagnrýni „Ég er hissa á þessari gagnrýni og tel hana ekki réttmæta og ég held að það sé nauðsynlegt að kynna sér þessi mál betur áður en felldir eru dómar um þetta,“ sagði Gunnar Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar aðspurður um orð forsætisráðherra. Hann sagðist einnig undrast mjög alla þá umræðu sem væri um tjónaskuldina. Hún byggðist á þeim tjónum sem tilkynnt væru til Tryggingamiðstöðvarinnar. Hún væri unnin á faglegan hátt og væri metin eftir viðurkenndum aðferð- um. Fjármálaeftirlitið hefði ekki haft neinar athugasemdir við vinnu- brögð félagsins í þeim efnum. „Þess vegna er erfitt að sitja undir því að aðilar úti í bæ viti það miklu betur en við og Fjármálaeftirlitið, sem íylgist með starfsemi okkar, hvem- ig þetta mat þurfi að vera,“ sagði Gunnar ennfremur. Aðspurður hvort Tryggingamið- stöðin hefði við ákvörðun iðgjalda sinna tekið fullt tillit til þess að bif- reiðar nú væru öruggari en þær hefðu verið áður, sagði Gunnar að þeir byggðu ákvarðanir sínar á þeim tjónaþunga sem þeir hefðu upplýsingar um og þeim greiðslum sem þeir yrðu að inna af hendi vegna tjónanna. „Við tökum auðvit- að ekld ákvörðun um iðgjöld á grundvelli þess hvort bílar eru tald- ir vera öruggari. Við horfum bara á rekstur greinarinnar eins og hann er. Ef bílarnir reynast öruggari í framtíðinni og tjónatíðnin þar af leiðandi minnkar, þá eru náttúrlega ástæður til að endurskoða og lækka iðgjöld. En við verðum að byggja á þeirri reynslu sem við höfum í greininni fram á þennan dag og þeim breytingum sem urðu á skaða- bótalögunum í vor,“ sagði Gunnar. Hann sagði aðspurður að hann teldi að þeir hefðu alls ekki farið óvarlega í hækkunum iðgjalda nú. „Ég tel í raun og vem að þær hækkanir sem búið er að ákveða dugi ekki til að rétta af afkomu greinarinnar. Ég get því engan veg- inn fallist á að við séum að hækka iðgjöldin meira en efni standa til,“ sagði Gunnar. Iðgjaldaþörfin áætluð á eðlilegan hátt Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags Islands, sagði aðspurður um gagnrýni forsætisráðherra að það ætti eftir að koma í ljós hvort bflar nú væm ömggari en þeir sem áður hefðu verið á götunum. „Ef það kemur í ljós að nýir bflar leiði tfl mikillar fækkunar slysa í framtíð- inni, þá kemur það að sjálfsögðu til með að hafa áhrif á tjónabætur og þar með þörfina fyrir iðgjaldatekj- ur. Vonandi verður það svo,“ sagði Axel. Hann sagði að við trygginga- fræðilega útreikninga á bótasjóðum félagsins væri tekið tillit til þeirra staðreynda sem þeir horfðust í augu við á hverjum degi varðandi slysin. „Ég vísa því á bug að við notum ekki réttar aðferðir til þess að meta tjónaáhættu okkar og þar með ið- gjaldaþörf. Ég held að við höfum bestu upplýsingar sem fáanlegar em til þess,“ sagði Axel ennfremur. Hann bætti því við að hann teldi að þeir hefðu áætlað iðgjaldaþörfina á eðlilegan hátt. „Við teljum okkur hafa beitt öllum þeim tölfræði- og tryggingafræðilegu aðferðum sem tiltækar era. Við beitum bestu og nýjustu gögnum sem til em um slys og slysatíðni og umfang slysatjóna í umferðinni. Það eru ekki til nein betri gögn en við erum með sjálfir. Ég fullyrði það,“ sagði Axel. Hann sagði að fullt tillit væri tek- ið til fjármagnstekna félagsins við ákvörðun iðgjalda þess. Gert væri upp í samræmi við þær reglur sem giltu um uppgjör viðkomandi trygg- ingagreina og væri meðal annars farið eftir samræmdum reglum sem Fjármálaeftirlitið gæfi út varðandi það með hvaða hætti tryggingafé- lögum bæri að taka tillit til fjár- magnstekna við útreikninga á af- komu viðkomandi tryggingagreina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.