Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Skuggahliðar velferðar ÉG TEL að það sé bæði hollt og nauðsynlegt að við sem tilheyrum einni ríkustu þjóð heims rifjum upp stöðu fólks sem verst er sett í ís- lensku samfélagi. Það er mjög mik- ilvægt að horfast í augu við vand- ann, það er fyrsta skrefíð til að breyta stöðu þeirra sem búa við fá- tækt. Annað er ekki sæmandi í öllu góðærinu en að rétta hlut hinna verst settu. Samfélagsvandinn blas- ir við. Ég ætla að skoða fáein atriði sem varða barnafólk. Staða fátæks fólks í niðurstöðum rannsóknar Nor- rænu ráðherranefndarinnar Den nordiska fattigdommens utvikling och struktur í Norden 1996, sem tók til áranna 1986-1995 um þróun fá- tæktar á Islandi, kemur í ljós að bamafólk er 64% þeirra sem lifa í fátækt. Þá er staðreynd að endur- dreifing skattakerfisins hér á landi hefur haft lítil áhrif til að draga úr fátækt hjá verst settu hópunum í okkar samfélagi. Félagslegar að- gerðir almannatrygginga og skatta- reglur eru stjómtæki hins opinbera til að bæta hag fólks, verst settu Hjálparstarf Börn sem standa stöðugt hjá og geta ekki verið þátttakendur í leik og tómstundum með jafnöldrum sínum, segir Harpa Njáls, fyll- ast vanmetakennd. hópanna. Það eru aðgerðir sem eru því líklegar til að hafa mikil áhrif til fækkunar í hópi fátækra hér á landi. Það er víða meginviðmið opinberra aðgerða til að sporna við fátækt og aftra því að barnafjölskyldur þurfi að búa við skort og fátækt. Hér ætla ég að staldra við. Hvernig styðjum við barnafólk? Við verjum minnstu af landsfram- leiðslu (VLF) til bamafólks miðað við hin Norðurlöndin. Árið 1993 (um miðbik rannsóknartímabils áður- nefndrar rannsóknar) vörðum við íslendingar 2,4% af landsfram- leiðslu til félagslegra útgjalda til fjölskyldna með börn á framfæri. Samkvæmt Social tryg- hed i de nordiske lande vörðu hinar Norður- landaþjóðirnar á sama tíma allt að og rúmlega helmingi hærra hlut- falli af landsframleiðslu til þessa málaflokks. Hafa ber í huga að hér á landi er hæst hlutfall bama miðað við fólks- fjölda. Sé litið til ár- anna 1995 og 1996 verjum við enn 2,4% af landsframleiðslu til þessa málaflokks og erum ennþá lang- lægst. Hér er verið að tala um fjár- hæðir sem m.a. standa undir bama- bótum, fæðingarorlofi o.fl. Rétt er að minna á að við síðustu breytingar á bamabótakerfinu hefur enn dreg- ið úr þeim stuðningi við bamafólk sem bamabótum er ætlað. Einstaklingur sem verður sjúkur og á við veikindi að stríða til lengri eða skemmri tíma og á aðeins rétt á sjúkradagpeningum frá ríkinu fær 5.460 krónur til að framfæra bam sitt á mánuði. Það em 182 krónur á dag. Ég hef mætt töluverðum hópi fólks í starfi mínu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í þessari stöðu. Fólk sem hefur verið veikt það lengi að það nýtur ekki greiðslna frá at- vinnurekanda en fær frá hinu opinbera sjúkradagpeninga um 20.000 krónur á mán- uði ef það hefur verið í 100% starfi. Þeir sem hafa unnið minna á vinnumarkaði, t.d. ver- ið í 50%-80% starfi eða verið heimavinn- andi, fá um 10.000 krónur sér til fram- færis á mánuði frá rík- inu. Fólk er óheyrilega illa sett, en getur leit- að eftir viðbótarstyrk til félagsmálastofnana. Opinberar ráðstafanir eru svo takmarkaðar að fólk er til- neytt að leita á náðir sveitarfélags- ins eftir framfærslu. Það er óásætt- anlegt að fólk skuli berjast við framfærsluneyð til viðbótar við að þurfa að berjast við erfiða sjúk- dóma og meðferð. Að fólk skuli vera þjakað af áhyggjum af því að eiga ekki mat fyrir bömin sín og þurfa að senda eða koma til Hjálparstarfs kirkjunnar til að fá matarpakka og úttekt fyrir mjólk o:fl. Vildir þú, les- andi minn góður, lenda í þessari stöðu? Þetta er óviðunandi með öllu og ekki sæmandi í nútíma velferðar- kerfi, en eigi að síður staðreynd. Fleiri hópar með böm á framfæri hafa greinst fátækir á Islandi. At- vinnulausir eru hópur sem lifir í fá- tækt eða á á hættu að lenda í fátækt. Hvemig ætli samfélagið búi að böm- um hinna atvinnulausu? Jú, opinber ráðstöfun segir að greiða beri 114,48 krónur á dag með hverju bami. Það gerir 2.481 króna á mánuði sem hinn atvinnulausi hefur til að framfleyta bami sínu með. Það er átakanlegt að standa frammi fyrir fólki með fjögur böm á framfæri, sem hefur verið at- vinnulaust til lengri tíma og hefur 10.000 krónur frá ríkinu til að fæða og klæða bömin sín fjögur. Fólk hef- ur sem svarar einni jógúrtdós á dag fyrir bamið og atvinnuleysisbætur upp á 62.000 krónur (100% atvinnu- leysisbætur) á mánuði til að standa undir öllu öðru s.s. húsnæðiskostn- aði, rafmagni, hita, síma, læknis- og lyfjakostnaði, fæði og klæði. Ef fólk á ekki 100% rétt til atvinnuleysis- bóta (t.d. 50% rétt) skerðast atvinnu- leysisbætumar. Þá er að leita á náðir sveitarfélagsins eftir framfærslu. Það er enga aðra félagslega aðstoð að fá. Þá koma til undirhlekkir vel- ferðarsamfélagsins. Fólk getur leit- að til hjálparstofnana eins og Hjálp- arstarfs kirkjunnar og Rauða kross Islands. Nú getur flogið í gegnum huga einhvers: Þetta fólk fær allt barna- bætur! Það er rétt. En lög og reglur sem ákvarða barnabætur era svo þröngar að þegar einstætt foreldri hefur náð 48.000 krónum í mánaðar- laun byrja skerðingarákvæði hins opinbera að virka. Það sama er að segja um hjóna- og sambúðarfólk (tvöföld upphæð). Oskertar barna- bætur fá aðeins þeir einstæðir for- Harpa Njáls Nokkur orð um gagna- grunn og götu sannleikans ÉG HEFÐI átt að bregðast fyrr % við þegar Ami Björnsson starfs- bróðir minn sendi mér heldur nöt- urlegt bréf á útmánuðum. Það hefði kannski sparað heila síðu í Morgun- blaðinu, þar sem Ámi mundar aftur stílvopnið og ritar mér og Kára Stefánssyni opið bréf. Þar sakar hann okkur um að draga læknis- fræðina niður í svað alþjóðlegrar gróðahyggju og að krydda kenning- ar okkar með þjóðernishroka. Illt er að sitja undir slíku, enda þykir mér ekki síður vænt um læknisfræðina en Árna. Starfsbróðir minn talar um að gera rétt og þola ekki órétt og lýkur bréfi sínu á tilvitnun í Passíusálm- ana: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleik- ans.“ Hann minnist hins vegar hvergi á hve mikilvægt sé að láta alla njóta sannmælis og ásaka hvorki menn né dæma nema að vel athuguðu máli. í stuttu máli vantar Ama stoðir undir þær fullyrðingar að við Kári Stefánsson höfum farið fram með skrami og blekkingum „til að slá glýju í augu fávísra al- þingismanna og þjóðarinnar allrar" eins og hann kýs að orða það. Andúð eða misskilningur Árni Björnsson virðist hafa litla trú á því að starfsemi íslenskrar erfðagreiningar skapi ný atvinnu- Gagnagrunnur Að nota nútíma tækni til að gera heilsufars- upplýsingar að betri af- urð til hagsbóta fyrir fjöldann getur varla talist óeðlilegt, segir Kristján Erlendsson í svari við opnu bréfi ----^ Arna Björnssonar læknis. tækifæri eða að fyrirtækið geti orð- ið framarlega í erfðarannsóknum á alþjóðavettvangi. Staðreyndin er sú að hvorttveggja hefur gerst. Hoffman-LaRoche og íslensk erfðagreining gerðu fyrir rösku ári með sér stærsta samstarfssamning um erfðafræðirannsóknir sem gerð- ur hefur verið. Hann kveður á um meingenaleit í 12 tilgreindum sjúk- dómum. Samningurinn hefur ekkert með lagaframvarp um miðlægan gagnagrann á heilbrigðissviði að gera og það er með öllu óskiljanlegt hvernig sá samningur hefur getað snúið „gagnrýninni samúð“ Áma Björnssonar upp í andhverfu sína. Þama hlýtur að vera einhver mis- skilningur á ferðinni eða rangar upplýsingar því það væri ólíkt Áma að tengja jafnólíka hluti saman gegn betri vitund. Vísindamenn að störfum hjá íslenskri erfðagreiningu hafa aldrei verið fleiri og þeir hafa náð mikil- vægum árangri í rann- sóknum. Lög um gagnagrann hafa í engu haft áhrif á þeirra daglegu störf. Árni ræðir um sölu á heilsufarsgögnum og segir að reyna verði á það fyrir dómstólum hér heima og erlendis hver eigi slík gögn. Það er hvorki deilt um né talið ámælisvert að fullyrða Kristján Erlendsson að í heilsufarsskrám íslendinga eða t.d. í krabbameinsskrá eða lífsýnabönk- um liggi mikil verðmæti. Það þarf hins vegar hugvit og hugbúnað til að þau verðmæti nýtist. Heilsufars- upplýsingar um einstaklinga verða ekki seldar úr gagnagranninum heldur ráðgjafaþjónusta og úr- vinnsla á ópersónugreinanlegum upplýsingum í formi talna. Það á að selja nýja þekkingu sem þannig verður til en ekki heilsufarsupplýs- ingar sem hráefni. Óþarfi er að snúa út úr þesssu. Islenska heilbrigðiskerfið er rek- ið fyrir miklar fjárhæðir árlega. Nú er mikið um það rætt að greina bet- ur útgjaldaliði í heilbrigðisþjónustu og láta fjármagn fylgja sjúklingum. Til þess þarf að vita hvað þjónustan kostar, þ.m.t. hvað læknar fá fyrir sinn snúð. Læknar fá jú greitt fyrir vinnu sína sem eðlilegt er og selja þannig sjúkum lausnir og leiðbein- ingar. Um leið safnast saman upp- lýsingar og reynsla sem geta gagn- ast öðram með sömu vandamál. Að nota nútímatækni til að gera þessar upplýsingar að betri afurð til hags- Útiskilti Tilboðsverö útiskiltum ®?Ofnasmlöjan Verslun Háteigsvegi 7 - sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 - sími 555 6100 bóta fyrir fjöldann get- ur varla talist óeðhlegt. Það er þvert á móti í fullu samræmi við kröfur til heilbrigðis- þjónustu í lok tuttug- ustu aldar. Einnig fer illa á því þegar Árni talar um gagnagrunn- inn sem hreina gróða- starfsemi því vitað er að stofnkostnaður verður mikill og ekki verður hægt að mark- aðssetja granninn nema hluta þess tíma sem sérleyfið verður í gildi. Beinn ávinningur íslenska heilbrigðis- kerfisins af gagnagranni verður meðal annars ný skráninga- og upp- lýsingakerfi sem síðar munu leiða til hagkvæmari reksturs og betri þjónustu við sjúkhnga. Vafasamar fullyrðingar Það er áhyggjuefni að Árni Bjömsson skuli ekki sjá muninn á gagnagranninum og inntaki dóms- máls gegn starfsbróður okkar Esra Péturssyni, því annars vegar er um að ræða heilsufarsupplýsingar um sjúklingahópa í formi dulkóðaðra talna, hins vegar trúnaðarapplýs- ingar um nafngreindan sjúkling. Síðan gerir Árni tilraun til að gera tiltekna lækna tortryggilega vegna þess að þeir sinni mörgum störfum. Þetta er alsiða hjá læknum eins og Ami veit, en vissulega verður að gæta þess að menn vinni sín störf og að hagsmunir skarist ekki. Ég get hins vegar róað Áma með því að ég er ekki í þeirri stöðu á Landspít- alanum að geta undirritað sam- starfssamninga fyrir sjúkrahúsið við Islenska erfðagreiningu eins og hann veltir upp sem möguleika í bréfinu. Það er gott til þess að vita að Ami eygi möguleika á því að þeir sem hafi sagt sig úr gagnagranni geti sagt sig í hann aftur. Það þarf líka að tryggja það að einstaklingar sem vilja hafa sínar heilsufarsupp- lýsingar í granninum geti gert það án sektarkenndar gagnvart lækni sínum, sé sá andstæðingur gagna- grannslaga. Slíkt hefur almennt slaem áhrif á trúnaðartraust. I lokaorðum setur Ámi fram full- yrðingar sem byggjast ekki á viður- kenndri aðferðafræði í vísindum. Það á t.d. við um staðhæfingar hans um andstöðu vísindasamfélagsins hér heima og erlendis, um að ís- lenskir vísindamenn njóti ekki leng- ur sama álits og að dregið hafi úr tiltrú almennings á vísindarann- sóknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.