Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 15 AKUREYRI Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars byggir tuttugu og sjö raðhúsaíbúðir á Eyrarlandsholti Stærstur hluti húsanna byggður inni á verkstæði BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri af- henda á næstu dögum lóðir sem ný- verið var úthlutað í nýju Teigahverfi á Eyrarlandsholti. Trésmíðaverk- stæði Sveins Heiðars var úthlutað reit í hinu nýja hverfi en í reitnum er gert ráð fyrir raðhúsum úr timbri, samtals 27 íbúðum, 3ja og 4ja her- bergja ásamt bflskúr við hverja íbúð. Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars mun nýta sér byggingaraðferð sem hefur verið í þróun sl. sex ár. Samkvæmt henni er stærstur hluti húsanna byggður inni á verkstæði og fluttur þaðan á byggingarstað, þar sem húshlutarnir eru settir saman. Eftir að lokið er við að steypa grunn er burðarvirki úr timbri og þak flutt á staðinn frá verkstæði Sveins Heið- ars. Gert er ráð fyrir að uppsetning hvers húss taki aðeins örfáa daga. Engar lagnir eru inni í burðarvirk- inu en þess í stað er sérstakur lagna- kjallari í hverjum grunni sem gólf er byggt ofan á. Öllum lögnum er kom- ið fyrir í sérstökum stökkum þar sem auðvelt er að komast að þeim. Petta gerir það m.a. að verkum að auðvelt er að færa síðar milliveggi, t.d. þegar fækkar í heimili. Húsin verða klædd að utan með dönskum steinplötum en kaupendur geta að einnig valið aðrar gerðir klæðninga. Ibúðirnar 27 verða allar afhentar kaupendum fullbúnar að ut- an sem innan ásamt frágenginni lóð. Ráðgert er að afhenda fyrstu íbúð- irnar í kringum næstu áramót en að það taki um tvö og hálft ár að ljúka framkvæmdum í reitnum. Sérstök Húsbók fylgir húsunum Einnig má benda á það nýmæli að hver kaupandi fær sérstaka Húsbók, þar sem nákvæmlega er sagt frá öllu sem máli skiptir, m.a. hvaða verktaki vann hvem þátt, hvemig á að um- gangast húsið og ráðleggingar um viðhald í framtíðinni. Pá hafa Hita- veita Akureyrar og Rafveita Akur- eyrar lýst yfir áhuga á að koma upp- lýsingum í bókina, að sögn Sveins Heiðars Jónssonar. Þetta gerir það að verkum, að sögn Sveins Heiðars, að veðhæfni húsanna eykst og taldi hann að innan fárra ára yrði hægt að lána 85-90% kaupverðs tfl 30 ára. Hann sagðist þegar hafa orðið var við mikinn áhuga á þessum íbúðum og meiri en hann hefur áður kynnst. Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars hefur keypt iðnaðarhúsnæðið við Óseyri 18 á Akureyri, þar sem verk- smiðjanframleiðslan verður í fram- tíðinni. Húsnæðið hentar mjög vel til framleiðslunnar og verður tekið formlega í notkun í vikulok. Þar með má segja að sex ára þróunarverkefni sé komið á framkvæmdastig. Sveinn Heiðar Jónsson bindur miklar vonir við nýju verksmiðju- framleiddu húsin. Þau verði vandaðri þar sem stærsti hlutinn er fram- leiddur innan dyra á fullkomnu verk- stæði. Þannig náist fram ákveðin hagræðing sem komi kaupendum til góða, m.a. í lægra verði. Sveinn Heiðar álítur að markaður fyrir slík hús sé fyrir hendi utan Akureyrar og á það muni reyna fljótlega. Samstarfsfyrirtæki Sveins Heið- ars eru hátt í tuttugu. Arkitekta- vinna er í höndum Arkitektarstof- unnar í Grófargili, Verkfræðistofa Norðurlands sér um burðarvirki og lagnir og Raftán um rafmagnið. Kappkostað verður að skila vönduðu verki sem uppfyllir allar ströngustu kröfur. EYRARLANDSHOLT. REITUR 1 TEIKNING af reit 1 á Eyrarlandsholti, vestan Mýrvarvegar og sunnan Hörpulundar, þar sem Trésmíða- verkstæði Sveins Heiðars byggir 27 raðhúsaíbúðir með nýrri aðferð. Morgunblaðið/Kristján Mörkin sett upp á Akureyrar- vellinum AKUREYRSKIR knattspyrnumenn og andstæðingar þeirra geta nú loks farið að þenja netmöskvana í mörkunum á Akureyrarvellinum. Jakob Gunnlaugsson og Gunnar Jakobsson, starfsmenn vallarins, voru einmitt að setja upp mörkin í gær en fyrsti leikur sumarsins á vellinum fer fram á morgun, föstu- dag. Þá tekur KA á móti Þrótti frá Reykjavík í 1. deild Islandsmótsins. Á laugardag taka svo Þórsarar á móti Selfyssingum í 2. deildinni. Akureyrarvöllurinn er aliur að koma til en hann er yfirleitt ekki nothæfur fyrr en komið er nokkuð fram í júní. KA og Þór hafa til þessa þurft að spila heimaleiki sína á knattspyrnuvöllum félagssvæð- anna, þar sem aðstæður eru vart boðlegar, auk þess sem KA-menn skiptu á heimaleik sínum við Skallagrím og léku í Borgarnesi á dögunum. Áhorfendur hafa heldur ekki jafn mikinn áhuga á að fylgj- ast með heimaleikjum sinna liða, sem fram fara annars staðar en á Akureyrarvellinum og því má bú- ast við að áhorfendum fari að fjölga á leikjum Hðanna. Ferðafélag Akureyrar Gengið á Múla- kollu LAUGARDAGINN 12. júní verður ganga á vegum Ferða- félags Akureyrar á Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla. Múlakolla, sem er í 984 metra hæð, nefn- ist hæsti hluti Múlans. Af Múlakollu er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Fyrir fótum liggja Ölafsfjörður og Eyja- fjörður og ef skyggni er gott má sjá reykina í Námaskarði liðast til himins. Fararstjóri í ferðinni verð- ur Una Þórey Sigurðardóttir. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að fá á skrifstofu Ferðafélagsins, sem er opin kl. 16-19. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofunni og skráningu lýkur fostudaginn 11. júní. Ferðafélag Akureyr- ar er að Strandgötu 23 og síminn er 462 2720. Þriðju jafnréttisáætlun Akureyrar dreift í öll hús, tíu árum eftir að sú fyrsta var samþykkt „Sumt þyí miður JAFNRÉTTISÁÆTLUN Akureyrarbæjar var að koma út í þriðja sinn og verður bæk- lingnum dreift í öll hús í bænum á næstunni. Leiðai'ljós áætlunarinnar, sem samþykkt var í bæjarstjóm í desember síðastliðnum, er að sjónarmið jafnréttis verði fléttað inn í líf bæj- arbúa og alla þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða á vegum bæjarins. Aætlun um jafnrétti á vegum Akureyrar- bæjar var fyrst samþykkt fyrir nákvæmlega tíu árum, 6. júní 1989, og segir Sigríður Stef- ánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyr- arbæjar og fyrrverandi bæjarfulltrúi, að sumt frá því í fyrstu áætluninni sé því miður.í fullu gildi ennþá, þótt vissulega hafi margt áunnist. Þessi þriðja jafnréttisáætlun Akureyrar- bæjar, sem kynnt var í vikunni, hefur tvíþætt viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða jafnrétti í bæjarkerfínu og hins vegar jafn- rétti meðal Akureyringa. Æskilegt er talið að þau atriði í áætluninni sem varða starfsmenn bæjarins verði að sem mestu leyti felld inn í starfsmannastefnu Akureyrarbæjar og séu í verkahring starfsmannadeildar. í bæklingn- um segir að jafnréttisráðgjafi veiti deildum og stofnunum bæjarins, bæjarráði og bæjar- stjóm aðstoð og aðhald og einnig verður boðið upp á aðstoð við bæjarbúa, einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki í jafnréttismálum. Áður var það jafnréttis- og fræðslufulltrúi bæjarins sem sá um jafnréttismál en nú heyr- ir málaflokkurinn undir þjónustusviðið og verkefnastjórar eru Elín Antonsdóttir og Gunnar Frímannsson. Samþætting Af helstu nýjungum í áætluninni að þessu sinni má nefna að nýta á þá þekkingu sem skapast hefur á samþættingu á sem flestum sviðum. „Samþætting felur í sér að flétta sjónarhom beggja kynja inn í alla stefnumót- un innan samfélagsins, endurskilgreina hefð- bundin hlutverk kynjanna og gera bæði kon- um og körlum kleift að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf," eins og segir í áætluninni. Einnig er nú í áætluninni í fyrsta skipti enn í fullu gildi“ gert ráð fyrir því að í öllum tölfræðilegum greinargerðum og skýrslum á vegum bæjar- ins skuli upplýsingar greindar eftir kyni, en fram kom á fundinum að íslendingar hefðu nokkuð verið gagnrýndir erlendis fyrir að hafa ekki tekið upp þann sið. Fyrsta jafnréttisáætlun bæjarins, sú sem samþykkt var 1989, gilti í fjögur ár og einnig sú næsta, frá 1993. Á síðasta kjörtímabili hófst vinna við endurskoðun áætlunarinnar og sú sem nú lítur dagsins er ekki tímasett. „Sumt sem sett var fram í fyrstu áætluninni er því miður enn í fullu gildi, - og þykir alls ekkert orðið hlægilegt í dag,“ svaraði Sigríður Stef- ánsdóttir aðspurð á fundi þar sem áætlunin var kynnt. Sigrún Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, sagði jafnmikla þörf á sumu í umræddri áætlun og þegar það var sett fram í þeirri fyrstu, „en vonandi verður ekki þörf á því miklu lengur. Jafnréttisáætlunin fléttast vonandi í framtíðinni inn í áætlanir deilda og stofnana; það er ekki nóg að setja slíkt inn í áætlun því ekki eru allir tilbúnir að gera það án aðstoðar; þurfa faglega aðstoð og við ætlum okkur að veita hana“, sagði Sigrún. Óþolandi launamunur kynjanna Spurðar að því hverju væri erfiðast að breyta í svokölluðum jafnréttismálum stóð ekki á svari; launamun kynjanna, „sem öllum finnst óþolandi", eins og Sigríður Stefánsdótt- ir orðaði það. Skv. könnun sem Félagsvísinda- stoftiun Háskóla Islands gerði í fyrra um launamun starfsmanna Akureyrarbæjar kom fram að miðað við heildarlaun fólks í starfi hjá bænum höfðu konur 59% af launum karla. Þegar könnuð voru laun fólks í fullu starfi kom í ljós að konur voru með 70% af launum karla og við samanburð á heildarlaunum fólks í sambærilegum störfum varð niðurstaðan sú að laun kvenna voru 24% lægri en karla. Þegar ekki var tekið tillit til yfirvinnu, bfla- styrkja og annarra álíka þátta, m.a. þess að karlar eru venjulega með meiri starfsreynslu en konur, var munurinn enn 8% milli launa karla og kvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.