Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 76
ORUGG AVOXTUN Mest seldi UNIX miðlarinn á íslandi RSfiOOO <Q> gt, NÝHERJI Sími: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK §Bp|§Íjj|p| ' 1 Wk/íbt^i' 1 Morgunblaðið/Einar Falur S Fyrsta tap Islands í sextán mánuði -ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu tapaði fyrir Rússum, 1:0, í riðlakeppni Evrópumótsins í Moskvu í gærkvöldi. íslenska lið- ið hafði ekki tapað í 16 mánuði, ellefu leiki í röð, fyrir viðureign- ina í gær. Hér ganga íslensku leikmennirnir vonsviknir af velli. ■ Landsleikurinn/Bl-5 Iðnaðarráðherra um viðræður við Norsk Hydro Utiloka ekki aðra frá álveri á Reyðarfirði FYRIRHUGUÐ yfirlýsing ís- lenskra stjórnvalda og Norsk Hydro, sem undirrita á í lok mán- aðarins, um byggingu álvers á Reyðarfirði útilokar ekki aðra frá því verkefni, að sögn Finns Ingólfs- sonar iðnaðarráðherra. Þetta tjáði hann James F. Hensel, aðstoðar- forstjóra Columbia Ventures, og fulltrúum Norðuráls hf. á fundi þeirra í ráðuneytinu í gær. Fulltrúar Columbia Ventures og Norðuráls áttu einnig fund með Halldóri Asgrímssyni utanríkisráð- herra og viðskiptabanka sínum, Landsbanka Islands hf. James F. Hensel sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær að ráðherrarnir hefðu upplýst þá um að stjórnvöld ættu í formlegum viðræðum við Norsk Hydro um álver á Reyðarfirði sem Ijúka yrði. Þeir hefðu óskað eftir til- lögum fyrirtækisins varðandi hug- myndir um álver og þeim sagt að stjórnvöld gætu veitt þeim upplýs- ingar um stóriðju á Austurlandi aðrar en trúnaðarupplýsingar. Hen- sel sagði næsta verkefni að meta þær upplýsingar og koma síðan með tillögur á grundvelli þeirra. Fyrst eftir það gætu formlegar viðræður hafist. James F. Hensel sagði viðræður við Landsbankann hafa snúist um þátttöku í fjármögnun hugsanlegra framkvæmda á Austurlandi. Kvað hann fulltrúa bankans hafa tekið þeim vel, enda væri fyrirtækið þar í viðskiptum, en engar niðurstöður væru enn af þeim fundi. Tor Steinum, yfirmaður hjá upplýsingadeild Norsk Hydro, segist í samtali við Morgunblaðið ekki telja að fregnir af áhuga Col- umbia Ventures á að reisa og reka álver við Reyðarfjörð hafi bein áhrif á áform Norsk Hydro um þátttöku í byggingu álvers í Reyð- arfirði. ■ Skili formlegum/12 Brúarsmíðin yfír Miklubraut við Skeiðarvog er nokkuð á undan áætlun Vakin at- Umferð hleypt á í ágúst í stað september VONAST er til að hægt verði að hleypa umferð á brúna sem nú er í smíðum á Miklubraut á mótum Réttarholtsvegar og Skeiðarvogs í ágúst í stað september eins og áætlun gerði ráð fýrir. Verkið er að sögn verktakans nokkuð á undan áætlun. Framkvæmdir hófust við brú- arsmíðina í febrúar með jarð- - — vinnu og byrjað var að steypa ' undirstöður stöpla í mars. Nú er verið að undirbyggja brúargólfið með stálbitavirki og vinnupöll- um. Síðan verður mótinu undir gólfið slegið upp og gert er ráð fyrir að hafist verði handa um að steypa brúargólfið í næsta mán- uði. Gólfið er engin smásmíði og þar sem það er svonefnt eftirá- spennt brúargólf verður að steypa það í einu lagi. Er áætlað að sú vinna taki sólarhring án hvíldar. Að sögn Björns Sigurðssonar, verksljóra hjá Sveinbirni Sig- urðssyni, öðrum verktaka við •fc-brúarsmíðina, fara í gólfið 1.100 rúmmetrar af steypu. Mun það vera eitthvert umfangsmesta ein- stakt steypuverkefni sem sögur fara af í byggð hér á landi. Jafn- gildir það um 200 steypubíls- förmum en brúargólfið er um 60 metra langt og tvær akreinar í hvora átt. Loka þarf Miklubraut Steypt verður um helgi því loka verður allri umferð um Miklubrautina milli Grensásveg- 4^ar og Breiðholtsbrautar meðan á ~verkinu stendur. Framkvæmd sem þessi er unn- in við þær aðstæður að verktak- inn á yfir höfði sér dagsektir skili hann ekki verki á tilsettum tíma. Að sögn Björns Sigurðsson- ar eiga brúarsmiðimir að sama •»skapi von á bónusgreiðslum Ijúki Sþeir verki á undan áætlun eins og allt stefnir f nú að hans sögn. Olíufélög og tryggingafélög í samkeppni við kortafyrirtækin Sameina kraftana í nýju kortafyrirtæki ÖFLUGUR keppinautur greiðslu- kortafyrirtækjanna kom í gær fram á sjónarsviðið þegar 20 fyrirtæki tóku höndum saman um að stofna nýtt fyrirtæki, Kort hf., sem ætlun- in er að hefji senn útgáfu korta með örgjörva, svonefnd smartkort. Fyr- irtæki á borð við Baug, Landssím- ann, Sjóvá-Almennar og olíufélögin þrjú standa að Korti. Að sögn Sigurjóns Péturssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, er markmiðið að nýta sér nýju tækn- ina til að lækka kostnað við rekstur kortakerfa en einnig sjái eigendurn- ir fyrir sér að Kort geti orðið arð- samt. Hann segist aðspurður telja að þótt íslendingar eigi nú heims- met í kortanotkun sé markaður fyr- ir nýtt fyrirtæki. Boðið verði upp á mun fjölbreyttari þjónustu en hægt sé að gera með hefðbundnum segul- randarkortum og hægt verður að klæðskerasauma kortin fyrir hvern notanda. Hægt að forrita kortin til ákveðinna viðskipta .„Skólabörn geta t.d. verið með smartkort sem eru forrituð þannig að með þeim er aðeins hægt að borga fyrir matinn, þau fá ekki í hendur peninga sem þau geta gert hvað sem er við,“ segir Sigurjón. Talið er að örgjörvakort muni gegna mikilvægu hlutverki í net- verslun í framtíðinni en sérfræðing- ar álíta að hún aukist hratt á næst- unni, verði t.d. orðin 50 sinnum meiri en nú í Skandinavíu eftir tvö ár. Eigi þessi tækni eftir að efla fjarskipti, fjármálaþjónustu og verslun. Einnig er sagt að öryggi í kortaviðskiptum verði mun meira en nú er reyndin vegna þess að með örgjörvanum sé hægt að takmarka misnotkun með dulkóðun. Erlendir og innlendir ráðgjafar hafa komið að undirbúningi Korts sem staðið hefur yfir frá því sl. haust. Hlutafé er 175 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að starfs- menn verði til að byrja með 7-10 og verður fljótlega gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra. ■ Nýtt kortafyrirtæki/Cl _ Morgunblaðið/Þorkell HÉR sést vel yfir framkvæmdasvæðið á mótum Miklubrautar, Skeiðarvogs og Réttarholtsvegar, en myndin er tekin til vesturs. Búið er að opna slaufuna sunnan Miklubrautar og inn á Réttarholtsveg. hygli á því sem ekki má auglýsa SAMTÖK iðnaðarins hafa hleypt af stað auglýsingaherferð þar sem vak- in er athygli á bjór án þess að hann sé nefndur á nafn. Þórarinn Gunn- arsson, skrifstofustjóri Samtaka iðn- aðarins, segir þetta gert í framhaldi af dómi á liðnum vetri um bann við áfengisauglýsingum. I auglýsingunni, sem sýnd var bæði í Ríkissjónvarpinu og Stöð 2 í gærkvöldi, birtist mynd af fullu glasi af vökva sem gæti verið bjór og segir að það megi kaupa hann og drekka hann en ekki láta vita að hann sé tO. Þórarinn segir herferðina í fram- haldi af því að Islendingum sé bann- að að auglýsa bjór en ekki öðrum og hafi íslenskir ölframleiðendur hvatt til þess að vakin yrði athygli á þess- ari mismunun. Aðeins væri vakin at- hygli á að félagsmönnum sé bannað að koma því á framfæri að þeir fram- leiði þessa vöru meðan slíkar auglýs- ingar sæjust í útsendingum í sjón- varpi frá ýmsum íþróttaviðburðum. Kvenáhöfn á kvenna- daginn KONUR verða í öllum stöðum í áhöfn morgunflugs Flugleiða til Kaupmannahafnar laugardag- inn 19. júní næstkomandi. Báðir flugmennirnir eru konur og all- ar flugfreyjurnar sem kannski er öllu algengara. Flugstjóri í ferðinni verður Geirþrúður Alfreðsdóttir, sem nýlega fékk flugstjóraréttindi á Boeing 737-400 þotur, en hún hefur starfað hjá Flugleiðum um árabil. Flugmaður er Linda Gunnarsdóttir sem einnig hefur starfað nokkur ár hjá Flugleið- um. Flugfreyjur verða þær Jenný Sörheller, sem er fyrsta freyja, Katrín Alfreðsdóttir, Bergijót Þorsteinsdóttir, Matt- hildur Brynjólfsdóttir og Þór- unn Marinósdóttir. Jens Bjarnason, flugrekstr- arstjóri Flugleiða, sagði þetta í bland tilviljun og uppstillingu í tilefni kvenréttindadagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.