Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 55 4- ÓFEIGUR ÓLAFSSON + Ófeigur Ólafs- son var fæddur í Laxárdal í Þistil- firði 28. október 1909. Hann andað- ist á heimili sínu, Mávahlíð 21, 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guð- munda Þorláksdótt- ir og Ólafur Þórar- insson, sem bjuggu í Laxárdal. Alsystkin Ófeigs eru: Þóra, hannyrðakona, sem nú dvelur á Hrafn- istu í Hafnarfirði; Kjartan, húsasmiður í Reykjavík, d. 5. mars 1991; Þórarinn, húsasmið- ur í Reykjavík og Eggert, tví- burabróðir Ófeigs, bóndi í Lax- árdal, d. 3. febrúar 1998. Hálf- systkin Ófeigs, börn Guðmundu og Stefáns Þórarinssonar, bróð- ur Ólafs, sem var fyrri maður Guðmundu og dó ungur, voru: Þórarinn, d. 1901; Þorlákur, bóndi á Svalbarði, d. 9. desem- ber 1969; Vilborg, hjúkrunar- kona, fórst með Dettifossi 21. febrúar 1945; Hólmfríður, hús- freyja á Ytra-Álandi, d. 25. júní 1929 og Stefanía, hjúkrunar- kona í Reykjavík, d. 25. desem- ber 1986. Árið 1940 kvæntist Ófeigur eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Sumum er það gefið að laða til sín fólk og vekja áhuga þess með elskulegu viðmóti, væntumþykju, greiðvikni og hjálpsemi. Slíkum manni kynntist ég fyrir fjórum ára- tugum þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans, er síðar varð eiginkona mín. Ofeigur Ólafsson hafði í mínum augum flesta þá mannkosti, sem prýtt geta einn mann. Hann var sérstak- lega umhyggjusamur og lét sér mjög annt um fjölskyldu sína. Barngóður var hann og gladdist þegar afabömin komu í heimsókn. Hann var duglegur til allra verka og hafði ákveðna stjómsemi til að bera. Hann var æðrulaus og órag- ur að glíma við hvers kyns verk- efni. Hugur Ófeigs stefndi fljótt til náms, enda fékk hann hvatningu til þess í foreldrahúsum. Eftir undir- búningsnám í heimabyggð sinni settist hann, ásamt tvíburabróður sínum, í Héraðsskólann á Laugum. Halldóru Gissurar- dóttur frá Hvoli í Ölfusi, fæddri 21. janúar 1915. Börn þeirra em: 1) Erla Salvör, kennari, f. 22. desember 1941, gift Ingvari Páls- syni, verkfræðingi, f. 14. apríl 1941. Börn þeirra em: Garðar Þór, um- sjónarmaður tölvu- kerfa, f. 18. júní 1967, kvæntur Svövu Rögn Þor- steinsdóttur, starfs- manni í tölvudeild, f. 17. júní 1969. Dóttir þeirra er Kristín Rósa, f. 25. janúar 1996. Guðrún Dóra, nemi, f. 29. janúar 1980. 2) Ólafur Eggert, viðskipta- fræðingur, f. 1. ágúst 1947, kvæntur Ragnhildi Bjömsdótt- ur, kennara, f. 23. janúar 1951. Böm þeirra em: Bjöm, nemi, f. 7. apríl 1979 og Ófeigur, f. 19. júní 1984. 3) Gísli Gissur, raf- eindafræðingur, f. 15. septem- ber 1952, kvæntur Guðrúnu Bjamadóttur, starfskonu á leik- skóla, f. 14. júní 1956. Böm þeirra era: Guðmundur Þór, f. 24. ágúst 1986 og Ólafur, f. 11. desember 1987. Ófeigur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á þeim árum herjaði berklaveikin og fór Ófeigur ekki varhluta af henni. Þurfti hann að dvelja marga mánuði á Kristnesi áður en hann sigraðist á veikinm. Hann missti því af seinni vetrinum á Laugum en með góðra manna hjálp innrit- aðist hann næsta vetur í Héraðs- skólann á Laugarvatni. Ófeigur sýndi snemma hagleik sinn í tré- skurði og því var það honum kær- komið að komast m.a. í smíðanám. Að loknu námi á Laugarvatni vann hann á húsgagnasmíðaverkstæði í Reykjavík og stundaði jafnframt kvöldnám í Iðnskólanum í Reykja- vík. Hann útskrifaðist þaðan sem húsgagnasmiður og vann við þá iðn allan sinn starfsaldur. Eftir að hafa starfað á ýmsum verkstæðum í bænum fékk hann meistararéttindi og stofnaði eigið fyrirtæki í nýreistu húsi sínu í Mávahlíð 21. Það hús byggði hann ásamt Þór- arni bróður sínum árið 1945. Var það eitt fyrsta húsið, sem reis í SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDOTTIR + Sigríður Guð- brandsdóttir fæddist í Viðvík í Skagafirði 19. apríl 1915. Hún lést 28. maí siðastliðinn. Foreldrar hennar vom Anna Sigurð- ardóttir og Guð- brandur Björnsson, prestur og síðar prófastur. Þau vom fimm Viðvíkur- systkinin. Látin em: Guðfinna, Elínborg og Sigríður. Eftir lifa Sigrún og Bjöm. Sigríður var gift Benedikt Tómassyni, skóla- stjóra í Flensborg, síðar lækni í Reykjavík. Þau slitu samvistir. Þau eign- uðust tvær dætur, Ragnhildi og Þor- gerði, sem báðar era lögfræðingar. Benedikt lést fyrir allmörgum ámm. Utför Sigríðar fór fram frá Foss- vogskapellu 4. júní. Mig langar til að minnast elsku- legrar móðursystur minnar með nokkram orðum. Öll mín æskuár naut ég góðvildar og.hlýju þessara hjóna. Sem bam gisti ég oft í Flensborg. Við vorum samrýndar frænkurnar. Þegar ég lít tii baka eru stundirnar í Flensborg feg- ui-stu minningar æskuáranna. Sig- ríður var glæsileg kona, það sópaði að henni hvert sem hún fór, og ekki var hún síður góð. Hún veiktist um miðjan aldur og bar ekki sitt barr eftir það. Elsku Sigríður mín, þú ert alltaf í huga mér og mér finnst leiðinlegt að ég kvaddi þig ekki. Það er kannski gott að þú fékkst að fara til nýrra heimkynna. Þú varst búin að líða svo mikið. Nú líður þér vel, laus við allar þjáningar. Eg bið góðan guð að hugga dæturnar og aðra ástvini. Hvíl í friði, elsku Sigríður mín. Þín frænka, Anna Rósa Magnúsdóttir. MINNINGAR Hlíðunum. Um margra ára skeið tók hann til sín iðnnema og kenndi þeim handbragðið. Ófeigur kvæntist konu sinni, Guðrúnu H. Gissurardóttur, árið 1940 og bjuggu þau fyrstu árin á Haðarstíg 2. Hjónaband þeirra var ákaflega gott, þau voru sérstak- lega samrýnd og bára virðingu hvort fyrir öðru. Börnum sínum reyndust þau traustir foreldrar og góðir félagar. Ferðalög um óbyggðir Islands urðu Ófeigi snemma mikið áhugamál og deildi hann þeirri ánægju síðar með börnúm sínum. Ófeigur var fyrrum ötull liðsmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og mikill áhugamaður um laxveiði. Hann vann meðal annars við að reisa veiðihús félags- ins við Norðurá. Sú á, ásamt Laxá í Kjós, var uppáhaldsveiðiá Ófeigs um margra ára skeið. Síðar á lífs- leiðinni stundaði hann sjóstanga- og handfæraveiðar með félaga sín- um. Hagleikur Ófeigs réð því að hann útbjó eigin veiðistangir og hnýtti þær flugur, sem með þurfti. Ófeigur var ungur að áram þegar hann byrjaði rjúpnaveiðar á heið- arlöndum Þistflfjarðar. Hélt hann því áhugamáli við um langan tíma. Síðar hóf hann gæsaveiðar og stundaði þær til sjötugs. I einni af síðustu ferðum hans fór ég með sem fylgdarmaður. Lagði hann þá gæs á 300 metra færi að velli og þótti mér það sýna skothæfileika hans fram til þess síðasta. Ófeigur byggði snemma á búskaparárum þeirra Guðrúnar sumarbústað í landi Kópavogs. Síðar byggði hann fjölskyldunni sumarbústað við Vatnsenda. Þar dvaldi Guðrún með börnin í mörg ár frá sumar- byrjun og fram á haust en Ófeigur kom á kvöldin að loknum vinnu- degi. Ófeigur og Guðrún ferðuðust mikið saman og fóra í allmargar utanlandsferðir. Hin fyrsta var hópferð með danskri ferðaskrif- stofu sumarið 1957. Ekið var frá Danmörku niður til Italíu og var þessi ferð ávallt ofarlega í huga þeirra hjóna, enda mikfl nýjung í árdaga íslenskra ferðahópa til út- landa. Strax á unga aldri byrjaði Ófeig- ur að skera út í tré. Meðan aðrir voru að eltast við sauðfé sat Ófeig- ur gjaman í smiðju föður síns í Laxárdal og tegldi og skar út. Ótal listmuni hefur hann skapað á langri starfsævi. Fagurlega gerðir askar og drykkjarkönnur bera honum vitni um listrænt hand- bragð. Á námsáram hans í Reykja- vík kynntist hann Rfldiarði Jóns- syni og lærði hjá honum útskurð. Listmálun heillaði hann ungan og stóð hugur hans til náms í þeirri listgrein en afkomumöguleikar á þeim árum vora harla litlir og lét hann sér því nægja að sækja nám- skeið í teikningu og litameðferð. Fjöldi teikninga, vatnslita- og olíu- mynda liggja eftir Ófeig. Hann tók þátt í samsýningum og síðar hélt hann nokkrar einkasýningar og seldi fjölda mynda. Af þessari upp- talningu sést, að Ofeigur var óvenju fjölhæfur listamaður. Hann hafði góða söngrödd og söng 1. ten- ór í kór sem ungur maður. Hann hafði mikið dálæti á kór- og ópera- söng. Ofeigi var mjög gott til vina og ræktaði hann þau sambönd vel. Hann var eftirsóttur félagi og naut þess að segja frá og fara með ljóð eins og bræður hans og frændur vera þekktir fyrir. Heimili Ófeigs og Guðrúnar var fullt af hlýju og umhyggju. Margir komu þangað með einkamál sín og komu af þeirra fundi sælli en áður. Mér hafa þau hjónin reynst sem elskulegir foreldrar og traustir vinir. Að leiðarlokum óska ég tengdaföður mínum guðs blessun- ar með þakklæti fyrir samleið í fjóra áratugi. Tengdamóður minni, sem nú dvelst á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði, sendi ég innilegar samúðarkveðjur svo og börnum þeirra hjóna. Blessuð sé hugljúf minning Ófeigs Ólafsson- ar. Ingvar Palsson. Nú er góðvinur minn til fjölda ára, Ófeigur Ólafsson húsgagna- smiður, látinn. Hvenær við kynnt- umst er ég ekki viss um, en líklega hefur það verið nokkra eftir að ég kom til landsins að loknu fram- haldsnámi á erlendum sjúkrahús- um árið 1945. Hann hóf að byggja hús sitt að Mávahlíð 21 sjálfur, árið 1946 og hafði hann smíðaverkstæði sitt í kjallara þess. Sennilegt þykir mér að ég hafi átt erindi til hans með einhvem hlut sem þurft hefur að lagfæra og höfum við þá hist í fyrsta sinn. Ófeigur hefur yfirleitt verið vel hraustur, hamhleypa til vinnu og fljóthuga með afbrigðum, en síð- ustu fimm árin hefur hann verið heilsulítill og þá einkum veill fyrir hjarta. Eg hef heimsótt hann með eins stuttu millibili og mér hefur verið unnt í þessum veikindum hans og þá oftast setið hjá honum og við spjallað góða stund. Við höfðum báðir mjög gaman af að rifja upp löngu liðnar ánægju- stundir sem við áttum saman - til dæmis við laxveiðar, sem vora all- margar, meðal annars við Norðurá og Laxá í Aðaldal. Honum varð einnig tíðrætt um æskuár sín og staðhætti í Þistilfirðinum þar sem hann var fæddur og upp alinn. Eg var svo heppinn að koma til hans síðdegis laugardaginn 29. maí síðastliðinn og það í glaða sólskini. Hann fór með mér út á svalimar og skoðuðum við saman hvemig túlípanamir við húsvegginn teygðu sig upp á móti sólinni, ásamt páskahljunum í garðinum hans. Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi hann að þetta væri í síðasta sinn sem við Öfeigur, einn besti vinur minn, sæjumst. Næsta morgun þegar Erla dóttir hans heimsótti hann að vanda, fann hún föður sinn látinn á gólfinu í anddyri íbúðar- innar. Hún var honum alltaf mjög góð og nærgætin við hann; tók yfir- leitt til lyfin fyrir hann og sá um að hann vantaði ekkert. Ófeigur var mjög hagur. Hann fékkst við fjöl- margt annað en að smíða húsgögn, þótt það væri hans fag og ævistarf. Hann smíðaði til dæmis og skar út ýmsa kjörgripi bæði úr tré, svo sem aska, og einnig fílabeinshand- föng úr beini á göngustafi. Honum var margt fleira til lista lagt því hann var einnig góður listmálari. Hann lætur eftir sig fjölmargar fal- legar myndir, einkum landslags- myndir, sem bæði prýða heimfli hans og margra annarra. Hann notaði ýmist vatnsliti á pappír eða olíumálningu á striga, en þó oftar hið síðamefnda - að ég held. Eg bjó lengst af skammt frá honum í Hlíðahverfinu og auðveldaði það okkur að líta öðra hvora inn hvor til annars. Það var talsverður sam- gangur milli heimila okkar og frú Guðrún, eiginkona Ófeigs, kom stundum með honum, einkum þeg- ar um heimboð í veislur var að ræða. Með Ófeigi er horfinn einn allra nánasti, traustasti og besti vinur minn. Ég sakna hans mikið! Við Þórdís eiginkona mín og böm okkar, sem hann átti töluverð samskipti við, sendum fjölskyldu hans okkar innflegustu samúðar- kveðjur. Erlingur Þorsteinsson. Þegar mér verður hugsað tfl afa koma fyrst upp í hugann allar minn- ingamar sem era tengdar verk- stæðinu hans og gönguferðunum . sem við fórum saman um Hlíðamar * og Klambratúnið. Mikið öfundaði ég hann alltaf af þriðja fætinum, listi- lega smíðuðum af honum sjálfum. En það var huggun harmi gegn að hann fullyrti að ég fengi nógu fljótt not fyrir slíkan grip. Sögumar sem hann sagði þegar við lögðum okkur um eftirmiðdaginn era líka alveg ógleymanlegar og man ég sumar þeirra enn í dag og þar hjálpar líka frásagnarlistin, sem hjá honum var alveg stórkostleg. Mér fannst alltaf gaman að vera honum innan handar við smíðar eins og t.d. að sópa, taka til eða tálga utan af birkiklumpum sem hann síðar notaði í að smíða aska og könnur. Ekki er mér hins vegar kunnugt um afköstin... Það er ríkt í minningunni að í eitt skiptið henti mig að skera mig í fingurinn, kom þá mikið blóð og virðist þetta hafa orðið mér mikil raun og setti að mér einhvem grátur. Afi var ekkert að kippa sér upp við slíkt, hann skoð- aði sárið og sagði: „Hættu nú að gráta vinur og skrepptu upp til hennar ömmu þinnar til að búa um þetta og komdu svo bara aftur niður og ljúktu þessu.“ Svona var afi, aldrei skyldi hlaupið frá hálfloknu verki. Það átti að ljúka við hlutina og dást svo að góðu verki. Hann var óþreytandi í að hvetja mig í að smíða sem mest en þar sem ég hef alltaf haft ellefu þumalfingur þá gekk það oft ekld sem skyldi og því fjaraði áhugi minn fljótt út, en alltaf gat hann hrósað mér ef vel var vandað tfl einhvers. Hann var mikill unnandi útivistar og ferðalaga og hvers kyns veiði: skapur var honum mjög að skapi. I þeim reisum tók hann ógrynni mynda sem fengu svo líf í penslum hans, en málverk hans eru ófá og lýsa þau glöggt næmi hans fyrir umhverfinu. Afi var einn af þeim mönnum sem kunnu að sjá það fallega í veröld- inni. Listamannseðlið í honum var rikt og hann naut þess að vera úti, því fannst honum það sárt síðustu árin að geta ekki farið í gönguferð- imar sínar þegar „hjartaskamið“ var farið að gefa sig og sárt fannst okkur sem honum sjálfum að horfa upp á hann fara mjög aftur síðustu mánuðina. Hvíl í friði afi minn, minningin um þig er mér kær. Björn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt íyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; ISS.HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.