Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GJÖRNINGAKLÚBBURINN býður upp á glasúr-hjúpaðar konfektkökur og kampavín í Rauða hverfinu í Amsterdam. Æöri verur í Amsterdam MYMDLIST Rauða hverfið í Amsterdam GJHRIVIIVGUR b.lOi; M\(. \ KLtll IIUIIIIVIV FYRIR nokkru var sagt frá sýn- ingunni „Midnight Walkers & City Sleepers" sem haldin var í Rauða hverfmu í Amsterdam og dró til sín athygli allra þeirra sem leið áttu um hverfíð. Meðal þátttakenda voru Gjörningaklúbburinn - þær Dóra Isleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir - en gjörningur þeirra In Memory of Feelings Felt - á ís- lensku mundi það útleggjast „Til minningar um fundnar tilfinningar" - kom miklu róti á hugi manna í Sint Annenstraat, einu af öngstræt- unum sem skera Wai-moesstraat, eina helstu lífæð Rauða hverfisins. Að verða fyrir því að ganga eftir fjölfarinni götu í erlendri stórborg og heyra kallað á sig ofan úr hótel- glugga er ekki beint hversdagsleg- ur atburður. Þama var kominn Gjömingaklúbburinn - þær Dóra, Eirún, Jóní og Sigrún - að leggja síðustu hönd á undirbúning gjörn- ings síns. íklæddur gylltum kjólum, slám og háhæla skóm í stfl, skeiðaði þessi íslenski ástarkvartett inn í lyftu með bakka fullan af glasúr- hjúpuðum konfektkökum, kampa- vínsflösku, gulan verkahjálm, bor- vél og minningarskjöld - áritaðan „In Memory of Feelings Felt - The Icelandic Love Corporation was here“ - til að festa upp á vel völdum stað í Rauða hverfinu. Eftir örstutta áætlunargerð í hót- elmóttökunni héldu stöllurnar undir bert loft og hurfu nær samstundis fyrir næsta hom, inn í hliðargötu Sankti Önnu, þar sem fáa dýrðlinga er að finna nú til dags utan þá sem festir hafa verið á götuskilti hinna syndum spilltu stræta. Eftir drjúg- an spöl nam Gjörningaklúbburinn staðar á skuggalegum krossgötum og tók að bjóða vegfarendum konfektkökurnar. Undir kjörhug- myndinni um „Æðri verur“ - en Gjörningaklúbburinn stærir sig af því meðal annars að vera einu lista- mennirnir á jarðríki sem sjást frá tunglinu - sem leggja blessun sína yfir hið vafasama hverfi og starf- semina sem þar fer fram, vildi kvar- tettinn beina athygli viðstaddra til vitundar ofar daglegu amstri og áhyggjum. Samkvæmt jákvæðri heimspeki Gjömingaklúbbsins býr æðri vera innra með hverjum manni í meira eða minna mæli. Með nálægð sinni hyggst klúbburinn efla þessar kenndir. Gylltu klæðin, kökumar og kampavínið undirstrika hátíðar- stemmningu augnabliksins, líkt og stöllurnar fjórar hefðu komið óvart utan úr geimnum til að boða vegfar- endum Rauða hverfisins einhvern himneskan fögnuð. Eftir kökuboðið setti ein þeirra upp hjálminn gula og skrúfaði minningarskjöldinn um fundnu tilfinningarnar í þar til val- inn vegg á staðnum. Lófatakið sem fylgdi gjörningnum og tappinn sem flaug úr kampavínsflöskunni báru vott um vel heppnað tiltæki. En það vom ekki allir jafnhrifnir. Varla var minningarskjöldurinn fyrr kominn upp en út úr nærliggj- andi dyrnrn þusti flokkur bálreiðra vændiskvenna til að hrekja á brott þann mannfagnað sem safnast hafði saman kringum Gjörningaklúbbinn. Einkum áttu þeir fótum sínum fjör að launa sem voru með mynda- og myndupptökuvélar á lofti til að skrásetja atburðinn. Stúlka sem hélt á veglegri beta-vél mátti þakka fyrir að missa ekki gripinn í götuna þegar hún var klóruð og rifið í hár hennar í ólátunum. Brátt logaði húsasundið af heiftarópum og skær- um þeirra sem virtust eiga allt sitt undir nóttunni og nafnleysinu. En það var engu líkara en Gjörninga- klúbburinn væri í raun og vem á æðra plani því þó að meðlimirnir væm í æpandi búningum sínum var ekki snert hár á höfði þeirra. Ein- hver hulinn vemdarkraftur forðaði þeim frá öllum skakkaföllum sem margir aðdáendur þeirra urðu fyrir á þessu heldur svala síðdegi í miðri Amsterdam. Halldór Björn Runólfsson Leyndardóm- ar jökulsins BÆKUR Ila;klingur DULMAGN SNÆFELLSJÖKULS eftir Guðrúnu G. Bergmann. Leiðar- Ps, 1999 - 32 bls. FA fjöll á Islandi em hjúpuð jafnmiklum leyndardómum og Snæfellsjökull. Hér finnast vart tignarlegri fjöll og merkileg reynsla að vakna að morgni að Görðum í Staðarsveit og sjá jökulinn blasa við eins og margra hæða rjómatertu af hlað- borði Hnallþóm, hvít- bláan og glæsilegan. Það er því ekki að furða þótt sá vísi mað- ur Símon Sigurmons- son bóndi þar á bæ þykist verða var við orku og afl jökulsins og segi sem svo að hún sé „kannski ósýnileg en það væri Guð líka“. Til þessara orða vísar Guðrún G. Bergmann í bæklingi sínum, Dul- magni Snæfellsjökuls, sem einnig er gefinn út á ensku. I riti hennar er margt af slíkum alþýðlegum fræðibrotum. Hún lýsir náttúmfari jökulsins og staðháttum, rekur lip- urlega goðsögnina um Bárð Snæ- fellsás, sögu Jules Verne, Leyndar- dóm Snæfellsjökuls, en snýr sér síðan að meginefni rits síns að sýna fram á að gegnum jökulinn gangi orkubrautir og í honum sé orku- hvirfill. Ekki veit ég hvemig innvígðir nýaldarmenn taka þessum kenn- ingum. En því miður sýnast mér hér á ferðinni fremur hæpin fræði í anda nýaldar- og stjörnuspeki. Guðrún vitnar í Donald Key, Erlu Stefánsdóttur, dr. Adam Rutherfor máli sínu til stuðnings og jafnvel Opinbemnarbókina. Með fullri virðingu fyrir þessu ágæta fólki og skoðunum þess verður að segjast eins og er. Ef taka á speki þess trú- anlega verða menn að trúa á jfir- náttúmleg fyrirbæri og forðast gagnrýna hugsun. Þó finnst mér kasta fyrst tólfunum þegar Guðrún dregur fram í fullri alvöru draugasöguna um Oddnýju Pílu sem Lat- ínu-Bjarni vakti upp og kvað niður við Drauga- lág sem sannindamerki þess að orkubrautir leiki um svæðið. „Þessi saga um Draugalág gefur einmitt til kynna að á staðnum sé orka sem opnast inn á ýms- ar víddir því annars hefði ekki verið hægt að kveða Oddnýju nið- ur.“ Eitthvað grunar Guðrúnu að röksemdir hennar um orkustöðvar Snæfellsjökuls hvfli á veikum gmnni. Hún viðurkennir að einhveijum kunni „að finnast heim- ildir mínar nokkuð óáþreifanlegar en í íslenskri samheitabók kemur fram að annað orð fyrir óáþreifan- legt er andlegt". Það er í sjálfu sér ágætt fram- tak að gefa út bók um Snæfellsjök- ul. Bókin er lipurlega skrifuð og auðveld aflestrar. Jökullinn er fag- ur og frægur og slíkt rit á ensku kann að laða að einhverja útlend- inga í nýaldarhugleiðingum hingað til lands. En við hinir vantrúuðu finnum lítinn samhljóm í þessu verki. Skafti Þ. Halldórsson Guðrún G. Bergmann Maður í mislitum sokkum í Hnífsdal Morgunblaðið/Halldór LEIKARAHÓPURINN á Hótel ísafirði eftir að 100. sýningu á Maður í mislitum sokkum lauk. F.v. Bessi Bjamason, Þóra Friðriksdóttir, Guð- rún Þ. Stephensen, Árni Tryggvason, Ólafur Darri Ólafsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Helga Bachmann og Erlingur Gíslason. Fullt hús á 100. sýningunni ÓLAFUR Darri Ólafsson bregður á leik með Árna Tryggvasyni. ísafirði. Morgunblaðið. LEIKRIT Arnmundar S. Back- mans, Maður í mislitum sokkum, fékk afar góðar viðtökur þegar Þjóðleikhúsið kom vestur með valinn hóp stórleikara og sýndi verkið fyrir fullu húsi í Félags- heimilinu í Hnífsdal sl. laugardag og sunnudag. Fyrri sýningin var hundraðasta sýningin á verkinu sem hefur verið flutt við fádæma vinsældir á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins frá því í haust. Höfúndur leikritsins, Ammund- ur S. Backman hæstaréttarlög- maður, andaðist í september síð- astliðnum, langt um aldur fram. Hann var þjóðkunnur sem lögmað- ur, lögfræðiráðgjafi og aðstoðar- maður ráðherra og beitti kröftum sínum einkum í þágu þeirra sem minna máttu sín. Hæfileikar hans á sviði lista komu snemma í ljós. Hann hafði þá tónlistargáfu að geta spilað á svo til hvaða hljóð- færi sem var, auk þess sem hann var góður söngmaður. Þegar sem unglingspiltur var hann farinn að leika fyrir dansi. Síðan var hann meðal stofnenda og félaga í Busa- bandinu f Menntaskólanum á Akureyri, þjóðlagatríóinu Þremur háum tónum og Eddukórnum. Hann samdi einnig sönglög við ljóð ýmissa skálda. Ammundur byijaði ekki að sinna ritstörfum af alvöru fyrr en hann var kominn á fimmtugsaldur, enda þótt hann hefði alla tíð skrif- að mikið, bæði skáldskap og annan texta. Frá hans hendi komu, að honum lifandi, tvær skáldsögur, Hermann (1989) og Böndin bresta (1990), og tvö leikrit, Blessuð jólin og Maður í mislitum sokkum. Fyr- ir síðustu jól kom út síðasta skáld- saga hans, Almúgamenn. Eftir að 100. sýningunni lauk komu leikarar og aðstandendur sýningarinnar saman á Hótel ísa- firði þar sem þessara tímamóta var minnst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.