Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 13 FRÉTTIR Norræn ráðstefna um lífheilsu Vaxandi grein innan heilbrigð- iskerfísins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins RAÐSTEFNUGESTIR hlýða á eitt erindanna. FIMMTÁNDA Norræna ráðstefn- an um lífheilsu fór fram í Reykjavík 3.-5. júní síðastliðinn. Lífheilsa er íslensk þýðing á enska heitinu „soei- al medicine“, en hún er vaxandi grein innan heilbrigðiskerfms. Líf- heilsa snýst meðal annars um jafn- rétti til aðgangs að læknisþjónustu og að jafnréttis sé gætt á biðlistum sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Ráðstefnan var haldin á vegum Landlæknisembættisins en hana sóttu ekki eingöngu læknar heldur einnig t.d. félagsfræðingar og sál- fræðingar, en sérfræðingar úr þess- um greinum gerast sífellt meira áberandi í málefnum lífheilsu. Á ný- liðinni ráðstefnu voru flutt rúm 90 erindi af ýmsum toga. Meðal fyrir- lesara voru Kristinn Tómasson, sér- fræðingur í geð- og embættislækn- ingum, og Porgerður Einarsdóttir, doktor í félagsfræði. Heilsutengd lífsgæði Erindi Kristins var um samvinnu- verkefni á vegum geðdeildar, þvag- færaskurðdeildar, hjartadeildar og bæklunardeildar, allra innan Land- spítalans. Meginmarkmið verkefnis- ins var að samræma mælitæki um heilsutengd lífsgæði, en þau fjalla um líðan fólks með tilliti til heilsu, svefns, krafts, kvíða, verkja og svo mætti lengi telja. Sjúklingar af áð- urnefndum deildum og áfengissjúk- lingar voru spurðir um heilsutengd lífsgæði og svör þeirra voru borin saman við líðan fólks almennt. Þremur mánuðum seinna var talað við sama fólk, en eitt ár leið á milli hjá áfengissjúklingunum, og átti að skoða hvað meðferðin hefði gert íyrir fólkið. Það kom í ljós að lífsgæði sjúk- linga af bæklunardeild bötnuðu verulega, en hjá áfengissjúklingum og öðrum geðsjúklingum voru lífs- gæðin enn verulega skert. Hjá hjarta- og þvagfærasjúklingum voru breytingar hins vegar minni. Niðurstöður verkefnisins eru enn í vinnslu að sögn Kristins, en ýmis- legt mætti hins vegar lesa út úr gögnunum nú þegar. Geð- og bækl- unarsjúklingarnir reyndust vera yngri en hjarta- og þvagfærasjúk- lingar, og biðu lengi eftir aðgerð. Þeir fá hins vegar mjög góðan bata, en Kristinn sagði að spyrja mætti hvort ekki væri hægt að auka þjón- ustuna, svo hægt væri að að grípa fyrr inn í. Kristinn sagði einnig að nauðsynlegt væri að auka og bæta meðferð geðsjúklinganna sem væru yngsti hópurinn. Einkarekstur innan heilbrigðiskerfis Erindi Þorgerðar Einarsdóttur fjallaði um einkarekstur meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á ís- landi. Hún sagði að mismunandi forsendur væru fyrir einkarekstri hjá þessum tveimur fagstéttum. Læknafélag Islands hefði alltaf ver- ið jákvætt gagnvart þessu starfs- formi en Félag Hjúkrunarfræðinga vildi reyna blönduð rekstrarform. Hún ræddi við einstaklinga innan stéttanna og kannaði viðhorf þeirra til einkarekstrar. Niðurstaða hennar var að for- sendumar fyrir einkarekstri væru mjög mismunandi og hennar tilgáta væri að fagskipt og kynjaskipt við- horf væru áberandi milli fagstétta. Hún sagði einnig að inn í einka- rekstur lækna í dag kæmu auðveld- ustu verkin á meðan þyngri aðgerð- ir hvíldu á sjúkrastofnunum. Þorgerður nefndi að mikilvægt væri að skoða þetta verkefni nú þegar vilji til einkareksturs í heil- brigðiskerfmu virðist vera til staðar bæði hjá fagstéttum og hjá ríkis- stjórn. Hún sagði að einkarekstur myndi fara vaxandi og að víðtækra áhrifa myndi gæta innan heilbrigð- iskerfísins vegna þess. Áhugavert yrði að skoða mismunandi viðhorf t.d. karla- og kvennastétta til einka- reksturs í heilbrigðiskerfinu. Vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Fjargreining spennandi kostur í framtíðinni NÁMSKEIÐ á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem starfar að málefnum fatlaðra, fór nýlega fram í Háskólabíói. Nám- skeiðið er haldið árlega og sækir það fólk úr ólíkum fagstéttum sem kemur að málefnum fatlaðra. Er- indi um ýmsar tækniframfarir í greiningu á sjúkdómum fatlaðra barna eru flutt á námskeiðinu og að mati Stefáns J. Hreiðarssonar, for- stöðumanns Greiningarstöðvarinn- ar og tæknimanns námskeiðsins, er fjargreining eitthvað sem kemur til með að valda straumhvörfum í framtíðinni. Tölvu- og fjarskiptatækni hefur nú þegar gjörbylt lífi mai-gra fatl- aðra barna, og má sem dæmi nefna nýjung þar sem fjölfótluð böm geta bent á tákn á tölvuskjá með augun- um. Er það mikil breyting frá spjöldum sem þau notuðu áður og þurftu að benda á með fingrum, sem kannski létu erfiðlega að stjóm. Fjargreining er hins vegar ekki komin af stað í fullri mynd. I dag er hún aðallega notuð til að leita álits lækna á röngtenmyndum eða magaspeglunum og fer þá fjarg- reiningin fram í gegnum tölvur. Sá möguleiki sem menn horfa helst til í framtíðinni er fjargreining á fótl- uðum börnum. Gríðariegir mögu- leikar felast í þeim framfór og nefndi Stefán sem dæmi barn sem byggi úti á landi og þyrfti að nota flókinn tækjabúnað vegna sjúk- dóms síns, þá gæti fjölskylda þess leitað álits lækna oft á dag þrátt fyrir fjarlægðir. Stefán benti einnig á að þótt kostnaður við slíkan tækjabúnað, sem til þarf við fjargreiningu, væri mikill, þá mætti benda á að mikill kostnaður væri á bak við endur- teknar ferðir fatlaðs bams og fjöl- skyldu þess til Reykjavíkur til lækninga og greininga. Sýndarveruleiki í stað röngtenmynda Aðrar tækniframfarir sem komið var inn á á námskeiðinu vora t.d. nokkurs konar sýndarveraleiki á tölvum sem kæmi í staðinn fyrir röngtenmyndir. Þá er búin til tölvu- mynd af svæðinu sem skoða á og með hjálp rafrænnar tækni og seg- ulóma þá er starfsemin sýnd á tölvuskjá. Þannig verður myndin skýrari og auðveldara fyrir lækna að átta sig á vandamálinu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson DAY Mount, sendiherra Bandarikjanna á Islandi, opnaði námskeiðið. Alþjóðlegt kennsluverkefni á vefnum Skjávarp á Seyðis- firði Seyðisfirði. Morgunblaðið. IJTSENDINGAR frá nýjum upp- lýsingamiðli, Skjávarpi, um landið hófst á Seyðisfirði um síðustu helgi. Við það tækifæri bauð Skjávarpið til kynningar á Tækni- minjasafni Austurlands á Seyðis- firði. Framkvæmdastjóri Skjáv- arps, Ágúst Ólafsson, kynnti þá möguleika sem skjávarp gefur og Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar, gangsetti fyrstu út- sendinguna. Skjávarp er upplýsingamiðill sem sendir út með staðbundnum sjónvarpssendingum á svokallaða ÚHF-sjónvarpsrás. Það má síðan sjá í sjónvarpsviðtækjum hvar sem er á útsendingarsvæðinu. titsend- ingar verða sniðnar sérstaklega að hverju byggðarlagi fyrir sig. Auð- velt er að miðla upplýsingum af flestu tagi, svo sem fræðslu- og kennsluefni, upplýsingum um verslun og viðskipti, fundahöld, menningarviðburði og fleira. Upp- lýsingarnar birtast í formi skjá- auglýsinga, auk þess sem mögu- legt er að dreifa lifandi efni, svo sem frá bæjarstjórnarfundum og almennum fundum, iþróttaleikjum, skemmtunum og öðrum viðburð- um innan byggðarlags og utan. Á næstu vikum verða hafnar út- sendingar Skjávarps í Vestmanna- eyjum, Mosfellsbæ, ísafirði og Dal- vík. I kjölfarið koma svo tuttugu staðir til viðbótar. Skjávarp og Islandspóstur hafa gert með sér samstarfssamning, sem þýðir að Islandspóstur verður umboðsaðili Skjávarpsins á öllum útsendingarstöðum. Hægt verður að fá upplýsingar um skjávarpið á ölluin afgreiðslustöðum Islands- posts. FYRSTA námskeiðið fyrir kennara á Islandi um Globe-verkefnið, sem er alþjóðlegt skólaverkefni í upplýs- ingatækni, umhverfisvísindum og menntun hófst í fyrradag. Sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi, Day Mount, opnaði námskeiðið. Globe- verkefnið er upprannið í Bandaríkj- unum og kynnti það A1 Gore vara- forseti fyrst verkefnið í apríl 1994. Verkefnið hófst síðan formlega á degi jarðar hinn 25. apríl 1995 og í dag taka yfir 7.600 skólar þátt í verkefninu, þar á meðal hafa þrír skólar á íslandi þegar hafið þátt- töku. Markmiðið með námskeiðinu er að íslenskir kennarar öðlist rétt- indi til að hefja Globe-verkefnið í sínum skólum. Globe-verkefnið snýst um að nemendur mæla ákveðna umhverf- isþætti í sínu nánasta umhverfi, s.s. andrúmslofti, vatni, gróðurþekju, jarðvegi, staðsetningu með GSP- tækjum og árstíðarsveiflum. Niður- stöðumar eru síðan skráðar á vef- inn þar sem þær verða hluti af al- heimsgagnasafni og geta nemendur sótt niðurstöður sambærilegra at- hugana sem verið er að gera um all- an heim. Jafnframt gefst þeim kost- ur á að ræða við aðra nemendur og vísindamenn sem eru að vinna sams konar rannsóknir. Á þennan hátt er raunvísindum, umhverfiseftirliti og vísindalegum vinnubrögðum tvinn- að saman með hagnýtingu nútíma- legrar upplýsingatækni. Markmiðin era þau að auka skilning á umhverf- inu, styrkja gagnrýna hugsun og efla samskipti vísindamanna og skólanemenda til þess að nemendur skilji og tileinki sér vísindaleg vinnubrögð. Einnig er nemendum gert kleift að setja sitt nánasta um- hverfi í alþjóðlegt samhengi. Til þess að taka þátt í verkefninu þurfa kennarar að öðlast réttindi til að leiðbeina nemendum við fram- kvæmdina og þar að auki þurfa skólarnir að leggja út í ákveðinn stofnkostnað þar sem raungreina- stofur í íslenskum skólum era að sögn Jóhanns Guðjónssonar, kenn- ara og verkefnisstjóra á íslandi, al- mennt illa búnar tækjum og jafn- framt telur Jóhann að verklegar æf- ingar í raungreinum hafi lengi verið brotalöm í íslensku skólakerfi. Reikna má með því að kostnaður skóla við að hefja verkefnið nemi um 100.000 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.