Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Samkomulagi náð um drög að ályktun öryggisráðsins um stríðslok á Balkanskaga Sættir eða dulið sundurlyndi? TVEGGJA sólarhringa samninga- lotu sjö helstu iðnríkja heims auk Rússlands í Köln fyrri hluta vikunn- ar sem lauk með fullgerðum drögum að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á þriðjudagskvöld hefur verið lýst sem diplómatískum sigri. Eining náðist að lokum um orðalag ályktunarinnar - byggðrar á friðar- samkomulagi því sem Martti Ahti- saari Finnlandsforseti og Viktor Tsjérnómýrdín, sérlegur erindreki Rússlands í Kosovo-deilunni, höfðu lagt grunninn að í ferð sinni til Belgrad í liðinni viku - sem íyrirh- ugað var að taka ætti fyrir á fundi öryggisráðsins í New York í gær. Þar með er mikilvægustu andmæl- um þeim sem Rússar og Kínverjar hafa komið á framfæri rutt úr vegi - í bili a.m.k. Meginstoðir ályktunardraganna - tæplega fimm blaðsíðna plaggi - hvíla á tuttugu atriðum er kveða á um m.a. alþjóðlegt friðargæslulið í Kosovo-héraði, afturköllun vopn- aðra sveita Serba frá héraðinu og endurkomu flóttaanna af albönskum ættum. Þá kveða þau jafnframt á um að Júgóslavíu verði ekki skipt í smærri einingar og að fullveldi ríkis- ins verði ekki dregið í efa - forsend- ur sem fréttaskýrendur telja að þrátt íyrir allt þjóni óhjákvæmilega grundvallarmarkmiðum Milosevics forseta. Tvíbent afstaða Rússa Tveir ásteytingarsteinar eru al- mennt taldir hafa tafið fyrir og orðið til þess að niðurstaða hafi ekki náðst fyrr í málinu - ásteytingarsteinar sem endurspeglast hafa í ítrekaðri samningstregðu Rússlands auk Kína, tveggja ríkja sem fast sæti eiga í öryggisráðinu. Afstaða rúss- neskra stjórnvalda undanfamar vik- ur hefur verið heldur tvíbent. Skip- un Tsjérnómýrdíns í stöðu samn- ingamanns í Kosovo-deilunni var fagnað á Vesturlöndum en fregnun- um tekið með meiri varúð innan rússneska stjórnkerfisins. Eftir samningalotur undangenginna daga og vikna er afstaða Rússa enn ekki fyllilega ljós. í orði hafa þeir fagnað íyrirboðanum um frið, næstu miss- eri munu hins vegar sýna fram á hve sveigjanlegir þeir verða. ígor Ivanov utanríkisráðherra lét svo ummælt í gær að samskipti Rússa við Vesturlönd hefðu hlotið mikinn skaða af Kosovo-deilunni. Langur tími kunni að líða uns eðlileg sam- skipti komist á að nýju. Annars vegar hafa Rússar verið afar andsnúnir hugmyndum um að Atlantshafsbandalagið (NATO) fari formlega með stjóm hins alþjóðlega friðargæsluliðs sem sent verði inn í Kosovo-hérað eftir að serbneskar sveitir hafi verið afturkallaðar það- an. Alyktunin sjálf er ekki talin kveðai á um hlutverk NATO og er í raun ekki minnst á NATO í ályktun- ardrögunum sjálfum. Gert er hins vegar ráð fyrir grundvallarhlutverki NATO í friðarsamkomulagi því sem Milosevic undirritaði í fyrri viku og vísað er til í ályktuninni. Enn er eft- ir að ganga frá því hvernig sam- skiptum NATO og rússneska hers- ins verður háttað innan friðargæslu- liðsins og því hverjir fari með stjórn- ina. Talið er að málið sé allt hið erf- iðasta fyrir rússnesk hermálayfir- völd þar eð margir æðstu stjómenda sjái bandalagið enn sem erkióvin sinn. Talið er fullvíst að Rússar munu hafna öllum tillögum sem kveði á um að herforingi NATO sé við stjórnvölinn og jafnframt er talið líklegt að þeir muni taka það óstinnt upp ef, líkt og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst yfir, að Rússar munu ekki stjórna aðgerðum í tilteknum hluta Kosovo. Sem fyrr hamlar viðvarandi fjár- skortur góðri samningsstöðu Rússa í þessum efnum. Gagnstætt NATO- ríkjum, sem ákveðið hafa að senda tæplega 50.000 hermenn til Balkanskaga, eru Rússar enn ekki reiðubúnir til að senda 10.000 manna friðargæslulið til Balkanskaga. Þegar slíkt lið mætir á staðinn þykir sýnt að það verði verr vopnum og fjarskiptatækjum búið en NATO-liðið, sem aftur gæti skap- að vandamál við samhæfingu friðar- gæsluliðsins. Hindrunum rutt úr vegi Eitt af erfiðustu hindrunum samningaviðræðna G-8 hópsins um drög að ályktun öryggisráðsins var að mati breska dagblaðsins Independent, hver tímaáætlun næstu skrefa yrði, það er að segja á hvern hátt hægt væri að samþætta áherslur NATO-ríkjanna, Rússlands og - þrátt fyrir að enginn viljí viður- kenna það - Júgóslavíustjórnar. Eftir mikið samningaþóf var komist að samkomulagi, sem enn á þó eftir að hrinda í framkvæmd. Fyrsti liður þess hefur nú verið ákveðinn, þ.e. Serbar munu ekki hefja brottflutn- ing sveita sinna fyrr en formlega hefur verið gengið frá ályktun ör- yggisráðsins. Næsti liður, hinn mikilvægasti að flestra mati, er hinn eiginlegi brott- flutningur vopnaðra sveita Serba frá héraðinu. En NATO hefur gert þá kröfu að brottflutninginn verði unnt að sanna. Að þessum skilyrðum upp- fylltum verður loks unnt að hætta loftárásum formlega. Að þessu leyti fer ályktunin í kringum kröfur Rússa sem staðfastlega fóru fram á að loftárásum yrði hætt um leið og Júgóslavíustjóm skrifaði undir frið- arsamkomulagið. Að því tilskildu að brottflutningur herafla Serba takist, án þess að til átaka komi milli hans og NATO eða liðsmanna Frelsishers Kosovo (UCK), er hættumesti þáttur friðar- samkomulagsins að baki en jafn- framt sá erfiðasti fram undan; heim- koma flóttamanna og hin eiginlega friðargæsla í Kosovo. Hið alþjóðlega friðargæslulið, sem starfa mun í nafni Sameinuðu þjóðanna en verður líklega stjórnað af NATO, mun sækja umboð sitt til sjöundu greinar stofnsáttmála Sam- einuðu þjóðanna sem kveður á um að hersveitir með umboð Samein- uðu þjóðanna geti beitt valdi til að framfylgja ályktuninni. En slíkt umboð var einmitt forsenda árásar bandamanna á írak í kjölfar innrás- ar hersveita Iraka í Kúveit árið 1990. I ljósi eindreginnar andstöðu Kín- verja og Rússa við það að Samein- uðu þjóðirnar eða ríki með umboð SÞ hlutist til um innanríkismál ríkja - sem bersýnilega hefur komið í ljós í eftirmálum Flóabardaga - verður lærdómsríkt að sjá hvernig málum friðargæsluliðsins á Balkanskaga verður háttað á næstunni. Reuters BRESKAR Chinook herþyrlur á æfingaflugi flytja skriðdreka og bryn- varða herbifreið að herbúðum Atlantshafsbandalagsins í Makedóníu. Þúsundir hermanna NATO bíða nú fyrirmæla um að fara inn í Kosovo og sinna þar friðargæslu undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Mannskæðasta loftárás NATO frá upphafí Hundruð Serba talin liggja í valnum Brussei. Washington Post. NOKKUR hundruð serbneskir her- menn eru taldir liggja í valnum eftir árás bandarískrar B-52-sprengju- þotu á opið svæði nærri landamær- um Kosovo og Albaníu sl. mánudag. Heimildamenn innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) sögðu í gær að flugmönnum sprengjuþotunnar hefði verið fyrirskipað að varpa stórri hleðslu af klasasprengjum á liðsafnað Serba, 800 til 1.200 her- menn að talið var. Fram hefur kom- ið að gervihnattamyndir sem teknar voru af svæðinu skömmu eftir árás- ina sýndu að minna en helmingur hermannanna lifði árásina af. .Árásin hlýtur að hafa komið þeim algerlega í opna skjöldu,“ sagði embættismaður bandalagsins í viðtali við Washington Post í gær. „Það leikur enginn vafi á að þarna varð mikið mannfall. [Serbamir] voru gjörsamlega malaðir." Talið er að árásin á mánudag sé hin mannskæðasta síðan loftárásir NATO hófust fyrir ellefu viloim. Var árásin gerð er herþotur NATO leituðust við að reka vopnaðar sveit- ir Serba út á opin svæði, nokkrum klukkustundum eftir að samninga- viðræður mánudagsins um brott- flutning serbneskra hersveita sigldu í strand. Degi síðar var við- ræðum fram haldið. Heimildamenn Washington Post sögðu að tvær serbneskar hersveit- ir sem voru í hæðunum í kringum Pastrik-fjall hefðu verið sýnilegar njósnavélum NATO. Hefðu her- mennimir bersýnilega verið að reyna að koma í veg fyrir sókn liðs- manna Frelsishers Kosovo (UCK), sem að undanfomu hafa sótt fram frá vígstöðvum sínum nærri al- bönsku landamærunum. Þá hermir blaðið að B-52-þotunni hafi verið stefnt frá upphaflegri flugleið, að því svæði þar sem Serbamir voru, og skipanir gefnar um að varpa klasasprengjunum. í kjölfar síðustu sóknar UCK hef- ur liðsmönnum tekist að flæma her- sveitir Serba frá þeim svæðum sem erfitt var að ráðast á úr lofti. Hefur það veitt flugher NATO, um 1.100 vélum, tækifæri til mun skilvirkari árása en áður. Wesley Clark, hers- höfðingi og æðsti yfirmaður herafla NATO, gaf á mánudag þau fyrir- mæli að stigmagna bæri árásir vegna tafa þeirra og þófs sem rakin vom til lítils friðarvilja stjómvalda í Belgrad. Efnismeira Dagskrárblað Dagskrárblað Morgunblaðsins inniheldur dagskrá sjónvarps- og útvarpsstöðva ( hálfan mánuð. ( blaðinu er einnig að finna viðtöl, greinar, kvikmyndadóma, fræga fólkið og stjörnurnar, krossgátu, yfirlit yfir beinar útsendingar frá íþróttaviðburðum og fjölmargt annað skemmtilegt efni. Hafðu Dagskrárblað Morgunblaðsins alltaf til taks nálægt sjónvarpinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.