Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters TVEIR liðsmenn Mujahideen safna saman skjölum sem fóru á víö og dreif er rúta þeirra gjöreyðilagðist í sprengingunni í Bagdad, höfuðborg íraks, í gær. Þrátefli á Gulahafí Seoul. Reuters. SJÓHERIR Norður- og Suður- Kóreu stóðu augliti til auglitis á Gulahafi í gær og sökuðu ríkin, sem eiga formlega enn í stríði, hvort ann- að um að hafa farið í leyfisleysi inn fyrir landhelgi sína. I gærkvöldi voru enn fjögur n- kóresk varðskip S-Kóreumegin við landhelgislínuna, að sögn til þess að vemda tíu n-kóresk fiskiskip, að því er yfírmaður herafla S-Kóreu sagði. S-Kórea hafði sent á annan tug varðskipa á vettvang, eftir að sex n- kóresk herskip fóru inn á hlutlaust hafsvæði á milli landhelgish'na ríkj- anna vestur af Kóreuskaganum, að því er s-kóreska varnarmálaráðu- neytið greindi frá. N-Kóreskir ríkisfjölmiðlar sögðu hins vegar að s-kóresk herskip hefðu farið inn í landhelgi N-Kóreu á mánudag og þriðjudag, og að um væri að ræða ögrun af hálfu S- Kóreu, sem vildi koma af stað átök- um fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna. ------------------------ Síðasta karla- vígið fallið Kaupmannahöfn. AP. SÍÐASTA karlavígi í Danmerkurher féll á þriðjudag er tilkynnt var að konum yrði veitt innganga í konung- lega hallarvörðinn. Friðrik III Danakonungur stofn- aði Konunglegu hfvarðasveitimar árið 1658 til að verja hallir og aðrar eignir dönsku krúnunnar. Hinir sér- þjálfuðu liðsmenn bera enn í dag uppháar svartar húfur úr bjamar- skinni og rauða eða svarta einkenn- isbúninga. í næsta mánuði munu tvær konur í fyrsta sinn klæðast þessum skrúða og munu þar standa vörð við Amalienborgarhöll í mið- borg Kaupmannahafnar og taka þátt í hefðbundnum vaktaskiptum. Síðustu áratugi hefur hallarvörð- urinn einungis verið mannaður ung- um mönnum er sinna skyldubund- inni herþjónustu en konur em und- anþegnar henni og voru því ekki teknar í lífvarðasveitirnar. Sprengja banar írönskum útlögum Bagdad. Reuters. ÖFLUG sprengja varð sex liðs- mönnum Mujahideen Khalq, and- spymuhreyfingar íranskra útlaga, að bana í Bagdad í írak í gær. Einn íraskur borgari lést og yfir tuttugu manns særðust í tilræðinu. Sendibíll hlaðinn sprengiefni sprakk í loft upp klukkan átta að morgni að staðar- tíma og gereyðilagði rútu Muja- hideen-manna, og var sprengingin svo öflug að gígur myndaðist í göt- una. Talsmaður Mujahideen Khalq- hreyfingarinnar fullyrti í gær að írönsk stjómvöld hefðu staðið að baki tilræðinu, og að hreyfingin áskildi sér rétt til að svara slíkum hryðjuverkum í sömu mynt. Sagði hann að þetta væri annað tilræðið gegn útlögunum í þessari viku. Á sunnudaginn hefðu tvær sprengjur sprungið nálægt höfuðstöðvum þeirra í Bagdad, án þess að nokkur særðist. Hreyfingin lýsti í apríl sl. á SÍÐAN 1995 fer svokölluð stór sam- steypustjórn SPD og CDU, undir stjórn jafnaðarmannsins Hepnings Scherfs, með völd í Bremen. I kosn- ingunum á sunnudaginn bættu báðir flokkarnir við sig fylgi á menn juku fylgi sitt um rúm 9% á milli kosn- inga og eru þar með enn á ný sterkasti flokkur Bremen með tæp- lega 43% fylgi. Kristilegir demókratar bættu 4,5 prósentustig- um við fylgi sitt frá síðustu kosning- um og hlutu alls 37,1% atkvæða. Að- eins Græningjar náðu beinni kosn- ingu á landsþingið með 8,9% sem er þó mun lakari niðurstaða en í kosn- ingunum 1995 en þá hlaut flokkur- inn um þrettán prósentustig. Flokk- ur frjálsra demókrata (FDP) bætti við sig enn einum ósigrinum, með 2,5% atkvæða, og er í óða önn að hverfa með öllu af landsþingum þýska sambandslýðveldisins. Frá vinstri til hægri Vinsældum flokks jafnaðarmanna í Bremen má líkja við vinsældir syst- urflokks kristilegra demókrata CSU í Bæjaralandi. Henning Scherf, for- hendur sér ábyrgð á morði íranska hershöfðingjans Ali Sayyad Shirazi, og hétu stjómvöld í Teheran þá hefndum. Útlagarnir fluttu höfuðstöðvar maður jafnaðarmanna og borgar- stjóri í Bremen, býr yfir miklum per- sónutöfrum sem tryggja honum jafn- vel enn stærra forskot á mótfram- bjóðanda en Edmund Stoiber getur státað af suður í Bæjaralandi. Scherf er lærður lögfræðingur og í frístund- um leggur hann stund á trúar- bragðafræði. Hann er einn af þeim sem eldast vel og þrátt fyrir sín sex- tíu ár skokkar hann ýmist eða hjólar á vinnustað. Stjórnmálaferillinn hófst fyrir um tuttugu árum og lengst af var hann ötull talsmaður vinstri vængs jafnaðarmanna. Hann tók þátt í mótmælaaðgerðum við hlið Joshcka Fischers og Oskars sínar til íraks árið 1993, og hafa síð- an gert árásir á Iran frá nokkrum bækistöðvum við landamærin, þar sem þeir hafa yfir að ráða skriðdrek- um, fallbyssum og bardagaþyrlum. Lafontaines gegn þýska kjarnorku- iðnaðinum og ásamt öðrum þýskum vinstrimönnum ferðaðist hann til Nicaragua til að leggja sandínistum lið í pólitískri baráttu þeirra. Til fjölda ára starfaði hann sem þing- maður í Bremen og síðan 1995 sem borgarstjóri. I kosningabaráttunni 1995 var hann ötull talsmaður mynd- unar samsteypustjórnar SPD og Græningja en eftir fjögurra ára sam- starf við kristilega demókrata hefur hann nú snúið blaðinu við. Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir kosningarnar var mikill meiri- hluti íbúa Bremen hliðhollur áfram- haldandi stjómarsamstarfi SPD og CDU. Þrátt fyrir þann meðbyr beið Scherf fram á kosningadaginn sjálf- an með að gefa út yfirlýsingar um hugsanlegan stjómarsamstarfsflokk. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og Græn- ingja í Bonn fór hins vegar ekki leynt með óskir sínar. Enda myndi samsteypustjóm sömu flokka í Bremen tryggja vinstriflokkunum hreinan meirihluta í þýska sam- bandsráðinu sem þeir töpuðu eftir landsþingskosingamar í Hessen í febrúar síðastliðnum. Eftir kosning- amar sagði Scherf að þar sem um 80% kjósenda hefðu falið stóru flokk- unum umboð til stjórnarmyndunar myndi hann fara að þeim tilmælum. Máltakið „fyrst kemur landið, svo flokkurinn" hefur víst sjaldan átt eins vel við en það er einna helst not- að af stjómmálamönnum landsþing- anna að kosningum loknum þegar þeir ákveða að taka miða af eigin hagsmunum frekar en hagsmunum flokkanna á landsvísu. Sjálfstæðisbarátta dvergsins íbúar Bremen og Bremerhaven á kosningaaldri era aðeins tæp hálf íranar hafa áður ráðist á stöðvar þeirra, en að sögn talsmanns hreyf- ingarinnar er þetta mannskæðasta tilræðið til þessa. Tveir hinna látnu liðsmanna vora konur. milljón. Græningjar vora eini flokk- urinn sem í kosningabaráttunni reyndi að benda kjósendum á mikil- vægi kosningahegðunar þeirra í landsþingkosningunum fyrir styrk þýsku ríkisstjórnarinnar. En íbúarn- ir virðast á sama máli og frammá- menn stórflokkanna og kæra sig kollótta um skiptingu atkvæða í þýska sambandsráðinu. Sem minnsta land þýska sambandslýð- veldisins berst Bremen fyrir sjálf- stæði sínu á nær öllum vígstöðvum. Stói’flokkarnir þurfa á næsta kjör- tímabili að minnka skuldir landsins en þær nema um 1,67 milljörðum þýskra marka. Úr jöfnunarsjóði þýsku sambandslandanna hlýtur landið árlega stórfellda styrki sem á síðastliðnum misseram hafa hljóðað upp á hærri upphæðir en lönd fyn-- verandi austurhlutans hafa fengið í sinn hlut. Ríkustu löndin, Bæjaraland, Hes- sen og Baden Wúrttemberg sem lög- um samkvæmt eru greiðendur í sjóð- inn hafa sent stjómsýsluréttinum í Karlsrahe kæru gegn ríkjandi fyrir- komulagi. Bremen hefur því ærna ástæðu til að óttast um eigið sjálf- stæði því geti það ekki sýnt fram á efnahagslegt sjálfstæði er hægt að þvinga það til sameiningar við Neðra-Saxland. Stefna stórflokk- anna er að greiða fyrir fjárfestingum á frjálsum markaði samtímis stór- felldum samdrætti hins opinbera. Ekki vantar á fjárfestingargleðina en Bremen fylgir á hæla Berlínar og Hamborgar í nýsköpun í atvinnulífi og fjárfestingum erlendra sem inn- lendra fyrirtækja. En það era ekki eingöngu hagvaxtartölur sem era háar í Bremen heldur einnig at- vinnuleysistölur en þær era nú um 15 af hundraði. Næstu landsþingskosningar eru komandi haust í Brandenburg, Berlín, Saxlandi og Thúringen. Eins og stendur eru stórar samsteypu- stjómir í Berlín og Thúringen sem ásamt Bremen era hlutlausar í sam- bandsráðinu. Til að vinna aftur hreinan meirihluta í sambandsráðinu þyrftu jafnaðarmenn að stjórna einir eða með hjálp Græningja í Thúr- ingen eða Saxlandi. í augnablikinu er slík þróun fremur ólíkleg sem veikir óneitanlega styrk þýsku rikis- stjórnarinnar. Þingkosningarnar í Bremen voru mælikvarði á styrk þýsku rfkisstjórnarinnar Enn á ný teljast jafnaðar- menn vera sigurvegarar ✓ Urslita landsþingkosninganna í Bremen var beðið með mikilli eftirvæntingu vegna áhrifa þeirra á atkvæðaskiptingu í þýska sambandsráðinu. Rósa Erlingsdóttir fylgd- ist með kosningunum og sjálfstæðisbaráttu Bremen í stjórn- og efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.