Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Landssími? ÓLAFUR Þ. Steph- ensen, upplýsingafull- trúi Landssímans, ritar grein í Morgunblaðið hinn 18. maí sl. þar sem hann svarar grein und- irritaðs frá því í byrjun mánaðarins. I þeirri grein var fjallað um mikilvægi þess fyrir byggðaþróun í landinu að fólk og fyrirtæki ættu góðan aðgang að upplýsingahraðbraut- '' inni fyrir sambærileg gjöld, enda væri landið eitt gjaldsvæði í hinu hefðbundna símakerfi og fá rök fyrir öðru fyr- irkomulagi varðandi gagnaflutninga. Bent var á mikil- vægi upplýsingatæknifyrirtækja íyr- ir uppbyggingu atvinnulífs á lands- byggðinni og Samvinnuháskólinn á Bifröst tekinn sem dæmi um shk fyr- irtæki. Gerð var grein fyrir þeirri stöðu sem háskólinn er í gagnvart Landssímanum, þar sem gjaldtaka þess fyrirtækis af honum er tvöfóld á við aðra viðskiptaháskóla í þessu landi miðað við fyrirhugað 2MB Intemetsamband. Orsök þess er staðsetning Samvinnuháskólans og sú ákvörðun Landssímans að heimila ekki tengingu háskólans við símstöð Landssímans á Bifröst, en gera kröfu um að hann greiði rúmlega 3,2 milljónir á ári fyrir leigulínu í Borg- ames og tengist símstöðinni þar frekar vegna þess að slíkt samrýmist betur gjaldskrá Landssímans. Svar Ólafs I svari sínu nefnir upplýsingafull- trúinn efnislega eftirfarandi atriði: 1. EES reglur gilda um leigulínur og ber Landssíminn ekki ábyrgð á þeim reglum. Því ræður Landssím- inn í raun ekki verðlagningu sinni. 2. Ný gjaldskrá er í vinnslu sem mun lækka gjald fyrir lengri leigulínur, en hækka gjald fyrir þær styttri. 3. Samvinnuháskól- inn á Bifröst situr við sama borð og aðrir við- skiptaháskólar, en greiðir hærra gjald fyr- ir lengri vegalengd. 4. Landssíminn hefm- sýnt Bifröst sérstakan skilning og velvild sem felst í því að starfsmenn Landssímans hafa beðið undirritaðan að bíða eft- ir nýrri gjaldskrá! Þá sé verið að vinna sérstaka lausn fyrir háskólann þar sem Landssíminn vilji styrkja menntun í landinu. Mótsagnir Það er vægt til orða tekið að nokk- urra mótsagna gæti í grein Ólafs. Landssíminn ræður engu um regl- urnar, en getur samt breytt þeim, Fjarskipti Það er vægt til orða tekið, segir Runólfur Agústsson, að nokkurra mótsagna ---------------7------ gæti í grein Olafs. þær eru sanngjarnar og óvilhallar en samt krefjast þær sérlausna og vel- vildar gagnvart einstökum viðskipta- vinum. Sérkennilegast er þó dæmi Ólafs þar sem hann skýrir út fyrir undirrituðum gjaldtöku símans með því að benda á að ef maður tekur leigubíl úr Borgarnesi til Reykjavík- ur þá greiðist hærra gjald en ef bíll- inn er tekinn úr Breiðholti ofan í bæ. Runólfur Ágústsson VESTURBERG Góð 2ja herb. íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni yfir borgina. Sameign í góðu ástandi. Laus strax. Verð 5,9 millj. 9593 ROFABÆR Góð 2ja herb. íbúð á 2. hæð. Hús í góðu ástandi. Parket, suðursvalir. Áhv. 2,2 millj. Verð 5,7 millj. 8860 BOÐAGRANDI Vorum að fá í sölu góða 2ja herb. ib. á efstu hæð með suðursv. og útsýni. Rúmgóö stofa/borðstofa. Parket. Þvhús með vélum. Verð 6.950 þús. Laus í ágúst. 9561 AUSTURSTRÖND - SELTJ • Mjög góð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð ásamt stæði I bílskýli. Góðar innr. Útsýni. Góðar svalir. Þvottahús á hæð- inni með vélum. Stærð 51 fm. Gott hús á góðum stað. Verð 6,4 millj. 9539 ÞVERHOLT Nýleg 3ja herb. ibúð á 3ju hæð í lyftuhúsi ásamt bílskýli. Sérþvottah. Vestursvalir. Áhv. byggsj. 5,1 millj. Verð 8,9 millj. 9594 BOGAHLIÐ Rúmgóð 3ja herb. ibúð á 1. hæð (jarðhæð). íbúðin er mikiö endurnýjuð, m.a. nýtt gler og gólfefni. Áhv. húsbréf 4,1 millj. Verð 7,1 millj. 9583 LAUGAVEGUR Falleg 3ja til 4ra herb. risíbúð á horni Laugavegar og Rauðarárstígs. Hæðin var öll endurb. á árunum 1984-86 og skipt um járn á þaki. Góðar suðvestursvalir. Áhv. byggsj. 3,1 millj. Verð 8,8 millj. HRAUNBÆR Rúmgóð 4ra herb. endaíb. á 1. hæð með suöursv. Eikar- innr. í eldhúsi. 3 svefnherb. Parket. Stærð ca 90 fm. Áhv. 3,3 m 9573 HRÍSMÓAR GARÐABÆ Glæsilega innr. 186 fm íb. á tveimur hæðum ásamt innb. bílskúr. Vandaðar innr. Parket og flísar. Þvhús í íb. Við- arklædd loft. Góð herb. og stofur. Sólstofa. Verð 13,7 millj. 9577 LYNGMÓAR GARÐABÆ Góð og vönduð 3ja til 4ra herb. Ibúð, um 92,0 fm, á 2. hæð ásamt innb. bílskúr. Parket. Stórar suðursvalir, glæsilegt útsýni. Verð 10,5 millj. 9585 LOGAFOLD - LAUS Rúmg. neðri sérhæð í tvíbýli á fallegum stað neðst í botnlanga. 3 rúmg. svefnherb. Stórar stofur. Suðurverönd. Stærð 175 fm. Falleg lóð. Áhv. 2 m. byggsj. Verð 11,9 millj. Laust strax. Allt sér. 9548 HÆÐARBYGGÐ GARÐABÆ Vel staðsett og glæsilegt ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt rúmgóðri sólstofu með heitum potti og tvöföldum innb. bílskúr. 6 góð herbergi. Rúmg. stofur. Stórar svalir. Möguleiki á að hafa sér 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Mjög fallegt útsýni. Stærð 294,0 fm. Snjóbræðsla I bílaplani og stéttum. Allar nánari uppl. á skrifst. 9463 NEÐSTABERG - 2 IB . Glæsilegt einbýlishús, hæð, ris og kjallari á frábærum útsýnisstað. Góðar stofur, arinn, 4 herbergi og einstaklingsfbúö ( kj. með sérinng. Stærð 266 fm + 33 fm bílskúr. Verð 23 millj. 9560. SUNNUVEGUR Sérlega vel staðsett einbýlishús á tveim hæðum ásamt innb. bílskúr. Stærð 270 fm. Húsið stendur neðst í Laugardalnum með fallegri suðurlóð. Frábær staðsetning. Allar nánari upþl. á skrifst. 9565 MELSEL Vandað og gott 227 fm enda tengi-einbýlishús, tvær hæðir og Góð staðsetning, suðurlóð, lokuð gata. Verð 18,0 kj. ásanrt mill Sími 533 4040 Fax 588 8366 Ármúla 21 DAN V.S. WIIUM, hdl. lögg. fasteignasali. UMRÆÐAN Fyrirtæki sem tengjast ATM kerf- inu eða háhraðanetinu í Borgarnesi greiða í dag sama gjald og fyrirtæki í Reykjavík. Hins vegar þóknast Landssímanum ekki að heimila Bifröst að tengjast þessum gagna- flutningskerfum á Bifröst og það er sú afstaða sem á að kosta háskólann á fjórðu milljón árlega. Þessi afstaða er álíka og ef Vegagerðin myndi ákveða að rukka Samvinnuháskól- ann sérstaklega fyrir afnot af vegin- um frá Bifröst í Borganes, en þaðan væri greitt almennt gjald til Reykjavíkur! Hagsmunir landsbyggðarinnar Upplýsingafulltrúinn fjallar ekki um mikilvægi Landssímans fyrir byggðaþróun í landinu eða mikilvægi þess að fyrirtækið veiti öllum lands- mönnum góða þjónustu á sambæri- legu verði. Þetta er hins vegar það atriði sem mun á næstu árum skipta sköpum í þessu landi. Verði lands- byggðin sett hjá í þeirri byltingu sem nú á sér stað í upplýsingatækni og gagnaflutningum, þá mun slíkt hafa í för með sér vaxandi byggða- röskun og svipta dreifbýlið þeim sóknarfærum sem betri samskipta- tækni getur skapað. Hér er því í raun um að ræða fjöregg sem ekki má líða Landssímanum að brjóta. Einkavæðing símans Nú hefur verið tekin ákvörðun um undirbúning á sölu Landssímans. í dag er Landssíminn ríkisrekið einok- unarfyrirtæki og hegðar sér því mið- ur sem slíkt. Einkavæðingu þessa fyrirtækis ber því að fagna. Mark- miðið með slílcu á að vera tvíþætt. Að koma á virkri og raunverulegri sam- keppni á íslenskum símamarkaði og að tryggja öllu landinu sambærilega símaþjónustu á sama verði hvort sem um er að ræða hefðbundin símtöl eða gagnaflutninga. Nýskipaður sam- gönguráðherra á erfítt verk fyrii- höndum en það er sérstakt fagnaðar- efni að í það embætti hafí valist mað- ur sem virðist hafa skilning á báðum ofangreindum atriðum. Mikil spurn- ing er hins vegar hvort þessi mark- mið séu ekki í raun ósamrýmanleg nema með því að brjóta upp fyrir- tækið og kljúfa þannig smásöluþátt þess frá heildsölurekstri hins al- menna dreifikerfis. Faglega umræðu Það líður vart sú vika að upplýs- ingafulltrúi Landssímans skrifi ekki grein í Morgunblaðið tii varnar vinnuveitanda sínum. Það hefur aldrei verið auðvelt verk að verja ríkisrekna einokun svo hlutskiptið er ekki öfundsvert. Hins vegar verður að gera þá kröfu að umræða um Landssímann og fjarskiptamál al- mennt sé fagleg og málefnaleg. Skætingur og hártoganir gagnast ekki þeim málstað frekar en öðrum. Þetta ætti upplýsingafulltrúinn að hafa í huga varðandi frekari skrif sín. Höfundur er viðtakandi rektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst. Baugur hf. og eignaraðild útlendinga NYLEGA flutti und- irritaður erindi á fundi hjá Samtökum verslun- arinnar með svokölluð- um útflutningshópi. Fjallaði ég þar um verðmat fyrirtækja og skráningu fyrirtækja á Verðbréfaþingi Is- lands. Blaðamaður frá Mbl. sat þennan fund og birti hluta af því sem þar var sagt. í grein hans var haft eft- ir mér að Reitangruppen í Nor- egi væri ekki eignarað- ili að Baugi hf. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt Jafet S. Ólafsson og gætti þarna ónákvæmni í frá- sögn minni af litlu eignarhaldi út- lendinga í íslenskum fyrirtækjum. Hlutaðeigendur er beðnir velvirð- ingar á þessu. I útboðslýsingu á Hlutabréfamarkaður Framtak Baugsmanna, Kaupþings og FBA er ánægjulegt fyrir framþróun á íslenskum hlutabréfamarkaði, segir Jafet S. Ólafsson og vonar að það verði til að hvetja fleiri erlenda aðila til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Baugi nýlega kemur þetta skýrt fram, að Reitangruppen er eignar- aðih í Baugi. Eg var þama að tala um síðustu áramót. Reitangruppen er eigandi 20% hlutafjár í Baugi frá 15. mars 1999 en Kaupþing og FBA gerðu samning við þetta norska fyrirtæki að koma inn í Baug þann 20. októ- ber 1998. Það ber að fagna hverjum erlendum fjárfesti sem sér hag í því að leggja áhættufjármagn í íslenskt fyrirtæki, þeir eru svo sárgrætilega fáir. Framtak Baugsmanna, Kaup- þings og FBA er ánægjulegt fyrir framþróun á íslenskum hlutabréfa- markaði og hvetur vonandi fleiri er- lenda aðila til að fjárfesta í íslensk- um fyrirtækjum. Reitangruppen hefur átt vel- SUMARHÚS TIL FLUTNINGS Höfum fengið í sölu 45 fm heilsársbústað til flutnings. Bústaðurinn er fullfrágenginn að utan en að innan hafa loft verið klædd ásamt því að búið er að stúka af tvö herbergi. Tvöfalt gler í öllum gluggum. gengni að fagna í Nori egi. Þeir Jóhannes í Bónus og Odd Reitan aðaleigandi Reitangruppen eiga býsna margt sameigin- legt um bakgi-unn og að hafa byggt upp sín fyrirtæki af myndar- skap. Eg fjallaði einnig um það að loksins væri stórt verslunar- og þj ónustufyrirtæki komið á markaðinn. Sj ávarútvegsfyrirtæki hefðu um tíma verið með um 54% hlutdeild af skráðum fyrirtækj- um á VÞÍ. Þetta hlut- fall er nú komið í um 30% og munar þar miklu um Baug og ríkisbankana sem gerðir voru að hlutafélögum og skráðir á markaði. Enn vantar fleiri þjónustufyrir- tæki á hlutabréfamarkaðinn. Hvað með fjölmiðlafyrirtæki eins og Ár- vakur og íslenska útvarpsfélagið? Það má telja erlenda fjárfesta í skráðum fyrirtækjum sem ein- hverju máli skipta nánast á fingrum annarrar handar: í Járnblendifélag- inu eru það Elkem og Sumitomo, í Olís er það Texaco, í Skeijungi er það Shell International og síðan Reitangruppen í Baugi. f lok árs 1998 áttu erlendir aðilar um 30% af öllum skráðum hluta- bréfum á markaði í Noregi og við- skipti erlendra aðila voru um 37% af heildarumfangi hlutabréfaviðskipta þar í landi. Við íslendingar eigum nokkuð langt í land að kveikja áhuga er- lendra aðila á hlutabréfakaupum. Hér á landi eru þó nokkrir áhuga- verðir fjárfestingarkostir og þeim á eftir að fjölga verulega næstu miss- eri. Höfundur er framkvæmdasljóri Verðbréfastofunnar hf. http://rit.cc ferðaþjónusturáðgjöf, markaðsaðstoð, arðsemis- útreikningar, kynningarrit Herra- undirföt KRINGLUNNI SÍMI 553 7355 Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.