Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 39' rópuþingkosningunum sem hefjast í dag ina n$u iþingsins í París í Frakklandi en kosið er til Evrópuþingsins í öllum fimmtán aðildar- s á næstu þremur dögum. og vilja sjálfsagt halda þeirri stöðu, sem ætti ekki reynast útilokað í ljósi vandræða Schröders-stjórnarinnar. Fyrst og fremst eru munu þýskir kjósendur hins vegar leggja mat á það í þessum kosningum hvort Schröder-stjórninni hafí tekist vel upp í baráttunni gegn atvinnuleysi og öðrum þjóðfélagsvandamálum. Má því segja að kosningarnar séu fyrsta prófraun „rauðgrænnar" stjórnar jafnaðarmanna og Græn- ingja. Danskir jafnaðarmenn í vanda I Danmörku gætu kjósendur ákveðið að refsa stjórnarflokki jafnaðar- manna fyrir að hafa klúðrað umbót- um í lífeyrismálum, sem þeir lofuðu í síðustu þingkosningum. Danir hafa sem kunnugt er haft uppi miklar efa- semdir um Evrópusamstai’fið á und- anfórnum árum og gæti það endur- speglast í kosningunum nú, en nokkrir flokkar bjóða fram sem and- vígir eru samstarfínu. Flestir helstu stjórnmálaflokk- anna eru hlynntir því að ganga í EMU en kjósendur eru tregir til að fórna krónunni, vilja ekki afsala sér fullveldi og líta „báknið í Brussel" hornauga. Svipað er upp á teningunum í Sví- þjóð þar sem Göran Persson forsæt- isráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að boða til þjóðaratkvæða- greiðslu um inngöngu í EMU nema öruggt sé að kjósendur samþykki að taka upp evruna. Jafnaðarmannaflokkur Persson kom mjög illa út úr þingkosningum í fyrra þótt hann sé áfram við völd. Ein af ástæðum fylgishruns flokks- ins var harkalegar efnahagsumbæt- ur sem boðað var til í kjölfar þess að Svíþjóð gekk í ESB árið 1995. Óvíst er hins vegar hvort Persson verður refsað enn frekar. Finnar taka við forsæti í ESB 1. júlí næstkomandi og ólíkt Svíum og Dönum ákváðu þeir að vera með í EMU frá byrjun. Mjög lítill áhugi er fyrir Evrópuþingkosningunum í Finnlandi að þessu sinni enda fóra fram þingkosningar í landinu í mars. Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hefur sakað fjölmiðla um að draga úr áhuga kjósenda með því að sinna lítt hinni póli- tísku hlið kosninganna, en sýnt því meiri áhuga á framboði Ari Vatanens, sem er frægur fyrir að hafa verið rallý-ökuþór, sem líklegur er til að ná kjöri fyrir íhaldsmenn. Benelux-löndin áfram ESB-sinnuð Bæði Belgía og Lúxemborg halda þingkosningar samhliða Evrópu- þingkosningunum á sunnudag og ætti það að tryggja góða kosninga- þátttöku. I Hollandi setti nýleg stjórnarkreppa svip á kosningabar- áttuna en svo virðist sem ríkisstjórn Wims Koks hafi staðið af sér þann storm. Öll era löndin era álitin afar hlynnt Evrópusamstarfinu þótt reyndar hafí fjöldi hneykslismála í Belgíu valdið því að þar í landi hefur almenningur snúist mjög gegn yfir- völdum, hverju nafni sem þau era nefnd. Jacques Santer, sem neyddist til að segja af sér sem forseti fram- kvæmdastjórnar ESB í mars, er í framboði til Evrópuþingsins í Lúx- emborg og fær sennilega tækifæri til að láta að sér kveða á þessum vett- vangi áfram. Reyndar hefur borið nokkuð á áhugaleysi kjósenda í Benelux-lönd- unum og í Belgíu vakti það einna mesta athygli þegar ungfrú Belgía frá árinu 1991 lofaði því að hún myndi sitja nakin fyrir Playboy- tímaritið ef henni tækist að tryggja sér sæti á Evrópuþinginu fyrir Frjálslynda í Flanders. Itölsk stjórnmál sem völundarhús Sem fyrr era ítölsk stjórnmál hið mesta völundarhús og á það einnig við um aðild landsins að ESB. Hins vegar er Ítalía jafnan afar hlynnt Evrópusamstarfinu og hefur enda notið góðs af jöfnunarstyrkveiting- um sambandsins. Svo geta Italir líka horft með stolti til þess að næsti for- seti framkvæmdastjórnar ESB verð- ur Romano Prodi, fyrrverandi for- sætisráðherra Italíu. Gina Lollobrigida, hið fræga kyn- tákn sjötta áratugarins, er meðal þeirra þekktu nafna sem getur að líta á kjörseðlum ítala, og hefur framboð hennar þótt lífga nokkuð upp á kosningabaráttuna. Miðhægri- maðurinn og auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, leiðtogi stjómarandstöð- unnar, hefur hins vegar skorað á rík- isstjórn Massimos D’Alemas að segja af sér nái stjómarflokkarnir ekki að tryggja sér 40% allra at- kvæða í Evrópuþingkosningunum. í Austurríki eru kosningarnar eins konai- lokaæfing fyrir þingkosningar í október og er gert ráð fyrir að jafn- aðarmannastjórn Viktors Klima standi af sér áhlaup Jörg Haiders og Frelsisflqkks hans, sem er langt til hægri. Á hinn bóginn er ljóst að Austurríkismenn hafa nokkrar áhyggjur af straumi innflytjenda frá nágrannalöndunum í austri verði fjölgað í ESB, og hefur það sett svip sinn á baráttuna fyrir þessar Evr- ópuþingkosningar. Gæti Haider grætt nokkuð á ótta kjósenda þar að lútandi. Mario Soares girnist embætti þingforseta í Strassborg I Grikklandi hefur Costas Simitis, forsætisráðherra og leiðtogi Pasok- sósíalistaflokksins, lagt allt kapp á efnahagsumbætur svo Grikkir geti gengið í EMU. Þær aðgerðir sem hafa reynst nauðsynlegar í þessu skyni hafa hins vegar ekki reynst ýkja vinsælar meðal almennings, og gætu grískir kjósendur tekið upp á því að refsa Pasok-flokknum. Kosovo-deilan leikur einnig stærra hlutverk í Grikklandi vegna Evrópu- þingkosninganna og fá kjósendur nú tækifæri til að leggja mat á frammi- stöðu stjórnvalda í því máli. í Portúgal er gert ráð fyrir að Sósíalistaflokkur Antonios Guterres forsætisráðherra njóti góðs af mikl- um hagvexti og minnkandi atvinnu- leysi undanfarin misseri. Jafnframt styrkir það flokkinn í þessum slag að hinn vinsæli Mario Soares, fyrrver- andi forsætisráðherra Portúgals, samþykkti að vera í framboði til Evrópuþingsins. Vonast Soares til að hljóta emb- ætti þingforseta í Strass- borg. A Spáni hefur mið- hægristjórn Jose Marias Aznars nú ríkt síðan 1996 og stendur nokkuð vel, að sögn fréttaskýrenda. Stjórnarandstaðan er veik og Aznar virðist hafa tekist að móta sína eigin útgáfu af „þriðju leið“ Tonys Blairs, með þeim afleiðingum að flokkurinn ætti að hljóta ágæta útkomu í kosn- ingunum. Irar hafa jafnan verið meðal dygg- ustu stuðningsmanna Evrópusam- starfsins og undir venjulegum kring- umstæðum hefði Fianna Fáil-flokkur Berties Aherns forsætisráðherra átt að njóta góðs af góðu efnahagsá- standi í landinu í þessum kosningum. Fjöldi hneykslismála, er tengjast flokknum og Ahern, setur hins vegar strik í reikninginn. Innanríkismál leika stærsta hlutverkið Reuters Alþjóðleg forysta fyrir hina fátæk- ustu óskast eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate. ÞAÐ ERU erfiðir tímar fyrir fá- tækustu lönd heims. Þau eru jafn- vel vanrækt meira en venjulega þrátt fyrir að hafa þó alltaf verið útundan í heimshagkerfinu. Eftir misheppnaðar samningaumleitanir eru vestrænu rikin í óða önn við að varpa sprengjum á Serbíu fyrir milljarðadollara á mánuði og munu án efa eyða öðru eins í umbætur og lagfæringar vegna þessara árása þegar samningar loksins nást. Á meðan fá bágstöddu ríkin þau skilaboð að lítið sé eftir handa þeim. Niðurfelling skulda gengur alltof hægt fyrir þá allra fátækustu þrátt fyrir þær nýju tilllögur sem lagðar verða fram á fundum G-8 ríkjanna, og margar þeirra alþjóð- legu stofnana sem gætu rétt hjálp- arhönd hafa orðið fyrir vægðar- lausum niðurskurði. Sem dæmi um þetta var sérlega smánarlegt sjónarspil í Genf á dögunum. Alþjóðlega heilbrigðis- stofnunin sem gegnt hefur for- ystuhlutverki í heilsuvernd á heimsvísu hefur náð talsverðum umbótum á síðastliðnu ári undir forystu Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Á grandvelli þessarra umbóta og nýrrar stefnu WHO um al- þjóðaheilbrigði, lagði Brundtland fram afar varfærnislega tilllögu. Tilllagan fólst í því að vegna kostn- aðar í kjölfar verðbólgu og gjald- eyrisbreytinga skyldu framlög (styrktar)ríkja hækka sem því samsvarar. Þessari hófsömu tilllögu var samt hafnað af ríkis- stjórnum styrktarríkjanna. Sjóðir WHO verða því áfram í fjársvelti þrátt fyrir að þörfin aukist dag frá degi. Þessi ákvörðun sem aðallega var studd af Bandaríkjunum endur- speglar þá miklu vanrækslu sem einkennir forystu þeirra í svo mörgum hlutum heims. Stjórn Clintons hefur ekki gi'eitt skuldir Bandaríkjanna við SÞ, að hluta til vegna andstöðu repúblikana í þinginu en einnig vegna þess að stjórn Clintons vill einfaldlega ekki að verðug verkefni SÞ verði fremst í forgangsröð Bandaríkj- anna. Bandaríkin þrýsta á umbæt- ur hjá skrifstofum SÞ en svo þegar þeim verður að ósk sinni eins og gerðist hjá WHO þá æpa þau á meira fjármagnsaðhald. Aileiðingarnar eru áframhald- andi hörmungar fyrir fátækustu löndin, þar sem smitsjúkdómum fjölgar stöðugt. Sjúkdómar eins og malaría, alnæmi og berklar. Efn- Sýklar virða ekki landamæri eða bíða eftir vegabréfsárit- un. Svimandi aukn- ing smitsjúkdóma mun leggjast á allan heiminn ekki ein- ungis á fátækustu ríkin. uðu ríkin þar á meðal Bandaríkin geta þó ekki lifað í sjálfsblekkingu. Sýklar virða ekki landamæri eða bíða eftir vegabréfsáritun. Svim- andi aukning smitsjúkdóma mun leggjast á allan heiminn ekki ein- ungis á fátækustu ríkin. Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að nýjustu framfarir í líf- fræði og upplýsingatækni gera þróun og notkun nýrra tækja gegn þessum válegu sjúkdómum mögu- lega. Þróun bólefna hefur tekið ótrúlegum framfóram á liðnum áratug. Bóluefni gegn þessum þremur sjúkdómum eru innan seil- ingar vísindamanna en það krefst nokkurra milljarða að koma þeim frá rannsóknar- og þróunarstigi yfir í almenna notkun. Þrátt fyrir að kostnaður séu nokkrir milljarð- ar, þá mun hver dollari sem varið er til aukinna lífsgæða, skipta sköpum fyrir mannkynið. Ekki má gleyma að þeir 10 milljarðar eða þar um bil sem kostað hefur að varpa sprengjum á Kosovo í vor hefðu að öllum líkindum nægt til að fjármagna vinnu vísindamanna við öll þrjú bólefnin næstu 5 árin! Hvert sem litið er hvort sem um er að ræða loftslagsbreytingar, heilbrigðismál, alþjóðlegar af- skriftir skulda og efnahagsumbæt- ur, mun vanræksla ríku landanna og þá sérstaklega Bandaríkjanna koma þeim sjálfum í koll. Áhuga- svið ríka heimsins er of þröngt og takmarkað. Það virðist vera miklu meiri vilji til að eyða peningunum í stríð heldur en í friðsamlegar lausnir til varnar þeim miklu vandamálum sem herja á mann- kynið og þá sérstaklega þá allra fá- tækustu. Nú er knýjandi þörf á al- þjóðlegi'i forystu í þessum málum. Höfundurinn cr forstöðumaður Al- þjóðlegrar þróunai-stofnunnr við Harvard og „Gallen Stone“-pró- fessor í aIþjóðlegum viðskiptnm við Harvard háskóla. Hann Iwfur verið helsti erlendi efnahagsráð- gjafi rikistjórna Rússlands, Pól- lands og Bólivfu. v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.