Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.1999, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 1999 15 AKUREYRI Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars byggir tuttugu og sjö raðhúsaíbúðir á Eyrarlandsholti Stærstur hluti húsanna byggður inni á verkstæði BÆJARYFIRVÖLD á Akureyri af- henda á næstu dögum lóðir sem ný- verið var úthlutað í nýju Teigahverfi á Eyrarlandsholti. Trésmíðaverk- stæði Sveins Heiðars var úthlutað reit í hinu nýja hverfi en í reitnum er gert ráð fyrir raðhúsum úr timbri, samtals 27 íbúðum, 3ja og 4ja her- bergja ásamt bflskúr við hverja íbúð. Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars mun nýta sér byggingaraðferð sem hefur verið í þróun sl. sex ár. Samkvæmt henni er stærstur hluti húsanna byggður inni á verkstæði og fluttur þaðan á byggingarstað, þar sem húshlutarnir eru settir saman. Eftir að lokið er við að steypa grunn er burðarvirki úr timbri og þak flutt á staðinn frá verkstæði Sveins Heið- ars. Gert er ráð fyrir að uppsetning hvers húss taki aðeins örfáa daga. Engar lagnir eru inni í burðarvirk- inu en þess í stað er sérstakur lagna- kjallari í hverjum grunni sem gólf er byggt ofan á. Öllum lögnum er kom- ið fyrir í sérstökum stökkum þar sem auðvelt er að komast að þeim. Petta gerir það m.a. að verkum að auðvelt er að færa síðar milliveggi, t.d. þegar fækkar í heimili. Húsin verða klædd að utan með dönskum steinplötum en kaupendur geta að einnig valið aðrar gerðir klæðninga. Ibúðirnar 27 verða allar afhentar kaupendum fullbúnar að ut- an sem innan ásamt frágenginni lóð. Ráðgert er að afhenda fyrstu íbúð- irnar í kringum næstu áramót en að það taki um tvö og hálft ár að ljúka framkvæmdum í reitnum. Sérstök Húsbók fylgir húsunum Einnig má benda á það nýmæli að hver kaupandi fær sérstaka Húsbók, þar sem nákvæmlega er sagt frá öllu sem máli skiptir, m.a. hvaða verktaki vann hvem þátt, hvemig á að um- gangast húsið og ráðleggingar um viðhald í framtíðinni. Pá hafa Hita- veita Akureyrar og Rafveita Akur- eyrar lýst yfir áhuga á að koma upp- lýsingum í bókina, að sögn Sveins Heiðars Jónssonar. Þetta gerir það að verkum, að sögn Sveins Heiðars, að veðhæfni húsanna eykst og taldi hann að innan fárra ára yrði hægt að lána 85-90% kaupverðs tfl 30 ára. Hann sagðist þegar hafa orðið var við mikinn áhuga á þessum íbúðum og meiri en hann hefur áður kynnst. Trésmíðaverkstæði Sveins Heið- ars hefur keypt iðnaðarhúsnæðið við Óseyri 18 á Akureyri, þar sem verk- smiðjanframleiðslan verður í fram- tíðinni. Húsnæðið hentar mjög vel til framleiðslunnar og verður tekið formlega í notkun í vikulok. Þar með má segja að sex ára þróunarverkefni sé komið á framkvæmdastig. Sveinn Heiðar Jónsson bindur miklar vonir við nýju verksmiðju- framleiddu húsin. Þau verði vandaðri þar sem stærsti hlutinn er fram- leiddur innan dyra á fullkomnu verk- stæði. Þannig náist fram ákveðin hagræðing sem komi kaupendum til góða, m.a. í lægra verði. Sveinn Heiðar álítur að markaður fyrir slík hús sé fyrir hendi utan Akureyrar og á það muni reyna fljótlega. Samstarfsfyrirtæki Sveins Heið- ars eru hátt í tuttugu. Arkitekta- vinna er í höndum Arkitektarstof- unnar í Grófargili, Verkfræðistofa Norðurlands sér um burðarvirki og lagnir og Raftán um rafmagnið. Kappkostað verður að skila vönduðu verki sem uppfyllir allar ströngustu kröfur. EYRARLANDSHOLT. REITUR 1 TEIKNING af reit 1 á Eyrarlandsholti, vestan Mýrvarvegar og sunnan Hörpulundar, þar sem Trésmíða- verkstæði Sveins Heiðars byggir 27 raðhúsaíbúðir með nýrri aðferð. Morgunblaðið/Kristján Mörkin sett upp á Akureyrar- vellinum AKUREYRSKIR knattspyrnumenn og andstæðingar þeirra geta nú loks farið að þenja netmöskvana í mörkunum á Akureyrarvellinum. Jakob Gunnlaugsson og Gunnar Jakobsson, starfsmenn vallarins, voru einmitt að setja upp mörkin í gær en fyrsti leikur sumarsins á vellinum fer fram á morgun, föstu- dag. Þá tekur KA á móti Þrótti frá Reykjavík í 1. deild Islandsmótsins. Á laugardag taka svo Þórsarar á móti Selfyssingum í 2. deildinni. Akureyrarvöllurinn er aliur að koma til en hann er yfirleitt ekki nothæfur fyrr en komið er nokkuð fram í júní. KA og Þór hafa til þessa þurft að spila heimaleiki sína á knattspyrnuvöllum félagssvæð- anna, þar sem aðstæður eru vart boðlegar, auk þess sem KA-menn skiptu á heimaleik sínum við Skallagrím og léku í Borgarnesi á dögunum. Áhorfendur hafa heldur ekki jafn mikinn áhuga á að fylgj- ast með heimaleikjum sinna liða, sem fram fara annars staðar en á Akureyrarvellinum og því má bú- ast við að áhorfendum fari að fjölga á leikjum Hðanna. Ferðafélag Akureyrar Gengið á Múla- kollu LAUGARDAGINN 12. júní verður ganga á vegum Ferða- félags Akureyrar á Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla. Múlakolla, sem er í 984 metra hæð, nefn- ist hæsti hluti Múlans. Af Múlakollu er útsýni stórkostlegt og sést vítt um fjöll og dali. Fyrir fótum liggja Ölafsfjörður og Eyja- fjörður og ef skyggni er gott má sjá reykina í Námaskarði liðast til himins. Fararstjóri í ferðinni verð- ur Una Þórey Sigurðardóttir. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að fá á skrifstofu Ferðafélagsins, sem er opin kl. 16-19. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofunni og skráningu lýkur fostudaginn 11. júní. Ferðafélag Akureyr- ar er að Strandgötu 23 og síminn er 462 2720. Þriðju jafnréttisáætlun Akureyrar dreift í öll hús, tíu árum eftir að sú fyrsta var samþykkt „Sumt þyí miður JAFNRÉTTISÁÆTLUN Akureyrarbæjar var að koma út í þriðja sinn og verður bæk- lingnum dreift í öll hús í bænum á næstunni. Leiðai'ljós áætlunarinnar, sem samþykkt var í bæjarstjóm í desember síðastliðnum, er að sjónarmið jafnréttis verði fléttað inn í líf bæj- arbúa og alla þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða á vegum bæjarins. Aætlun um jafnrétti á vegum Akureyrar- bæjar var fyrst samþykkt fyrir nákvæmlega tíu árum, 6. júní 1989, og segir Sigríður Stef- ánsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs Akureyr- arbæjar og fyrrverandi bæjarfulltrúi, að sumt frá því í fyrstu áætluninni sé því miður.í fullu gildi ennþá, þótt vissulega hafi margt áunnist. Þessi þriðja jafnréttisáætlun Akureyrar- bæjar, sem kynnt var í vikunni, hefur tvíþætt viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða jafnrétti í bæjarkerfínu og hins vegar jafn- rétti meðal Akureyringa. Æskilegt er talið að þau atriði í áætluninni sem varða starfsmenn bæjarins verði að sem mestu leyti felld inn í starfsmannastefnu Akureyrarbæjar og séu í verkahring starfsmannadeildar. í bæklingn- um segir að jafnréttisráðgjafi veiti deildum og stofnunum bæjarins, bæjarráði og bæjar- stjóm aðstoð og aðhald og einnig verður boðið upp á aðstoð við bæjarbúa, einstaklinga, stofnanir og fyrirtæki í jafnréttismálum. Áður var það jafnréttis- og fræðslufulltrúi bæjarins sem sá um jafnréttismál en nú heyr- ir málaflokkurinn undir þjónustusviðið og verkefnastjórar eru Elín Antonsdóttir og Gunnar Frímannsson. Samþætting Af helstu nýjungum í áætluninni að þessu sinni má nefna að nýta á þá þekkingu sem skapast hefur á samþættingu á sem flestum sviðum. „Samþætting felur í sér að flétta sjónarhom beggja kynja inn í alla stefnumót- un innan samfélagsins, endurskilgreina hefð- bundin hlutverk kynjanna og gera bæði kon- um og körlum kleift að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf," eins og segir í áætluninni. Einnig er nú í áætluninni í fyrsta skipti enn í fullu gildi“ gert ráð fyrir því að í öllum tölfræðilegum greinargerðum og skýrslum á vegum bæjar- ins skuli upplýsingar greindar eftir kyni, en fram kom á fundinum að íslendingar hefðu nokkuð verið gagnrýndir erlendis fyrir að hafa ekki tekið upp þann sið. Fyrsta jafnréttisáætlun bæjarins, sú sem samþykkt var 1989, gilti í fjögur ár og einnig sú næsta, frá 1993. Á síðasta kjörtímabili hófst vinna við endurskoðun áætlunarinnar og sú sem nú lítur dagsins er ekki tímasett. „Sumt sem sett var fram í fyrstu áætluninni er því miður enn í fullu gildi, - og þykir alls ekkert orðið hlægilegt í dag,“ svaraði Sigríður Stef- ánsdóttir aðspurð á fundi þar sem áætlunin var kynnt. Sigrún Stefánsdóttir, formaður jafnréttisnefndar, sagði jafnmikla þörf á sumu í umræddri áætlun og þegar það var sett fram í þeirri fyrstu, „en vonandi verður ekki þörf á því miklu lengur. Jafnréttisáætlunin fléttast vonandi í framtíðinni inn í áætlanir deilda og stofnana; það er ekki nóg að setja slíkt inn í áætlun því ekki eru allir tilbúnir að gera það án aðstoðar; þurfa faglega aðstoð og við ætlum okkur að veita hana“, sagði Sigrún. Óþolandi launamunur kynjanna Spurðar að því hverju væri erfiðast að breyta í svokölluðum jafnréttismálum stóð ekki á svari; launamun kynjanna, „sem öllum finnst óþolandi", eins og Sigríður Stefánsdótt- ir orðaði það. Skv. könnun sem Félagsvísinda- stoftiun Háskóla Islands gerði í fyrra um launamun starfsmanna Akureyrarbæjar kom fram að miðað við heildarlaun fólks í starfi hjá bænum höfðu konur 59% af launum karla. Þegar könnuð voru laun fólks í fullu starfi kom í ljós að konur voru með 70% af launum karla og við samanburð á heildarlaunum fólks í sambærilegum störfum varð niðurstaðan sú að laun kvenna voru 24% lægri en karla. Þegar ekki var tekið tillit til yfirvinnu, bfla- styrkja og annarra álíka þátta, m.a. þess að karlar eru venjulega með meiri starfsreynslu en konur, var munurinn enn 8% milli launa karla og kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.