Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIDVIKUDAGUR14. JOLl 1982. Bíðum eftir aðgerðum ríkisstjómarinnar segir Björgvin Guðmundsson hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur „Viö erum í sömu sporum og öll togaraútgerö í landinu. Þaö bíöa allir eftir aögeröum ríkisstjómarinnar,” sagöi Björgvin Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Bæjarútgeröar Reykjavíkur. „Þaö er taprekstur hjá okkur eins og allri togaraútgerö. Mjög þungt er undir fæti hjá togur- unum.” Björgvin sagöi aö ekkert uppgjör hefði verið gert hjá fyrir- tækinu á þessu ári en reikningur fyrir árið 1981 er tilbúinn. Sam- kvæmt honum er tap 15.4 milljónir eftir fullar afskriftir. Afskriftir eru 23.4 milljónir. Sem sé 8 milljóna hagnaöur fyrir afskriftir. Sam- kvæmt fjárhagsáætlun leggur Reykjavíkurborg Bæjarútgeröinni til 900.000 kr. á mánuði. Hér er um aö ræöa framlög til framkvæmda og er fjárhæöin greidd úr framkvæmda- sjóöi. Bæjarútgeröin hefur m.a. varið fjárframlaginu til byggingar frystigeymslu sem kostar 9 milljónir króna. Að sögn Björgvins er ekki tímabært aö tala um aukinn stuöning borgarinnar viö Bæjarútgerðina. -ás. „Sýnir kannski hvað aflógahross eins og ég getur enn gert” segir Eggert Guðmundsson listmálari, sem er með sýningu í Eden í tilefni af ári aldraðra „Ég ætlaði ekki aö sýna meira en þar sem mér var sýnd sú virðing aö vera sparkaö af listanum yfir þá sem njóta listamannalauna í ár, ákvað ég aö setja þessa sýningu upp og ætla aö vera með aöra stóra hér í Reykjavík í október,” sagöi Eggert Guðmundsson listmálari, sem nú sýnir um 30 málverk og teikningar í Eden í Hvera- geröi. Sýning hans þar hefur vakiö veröskuldaöa athygli og þykir mörgum stórmerkilegt aö 75 ára gamall maöur geti skilaö slíkum verkum. Sýningin var opnuö í síöustu viku og veröur opin fram á sunnudags- kvöld. „Þaö er ár aldraðra í ár og mér þótti líka vel til fundiö aö halda upp á þaö og 76 ára afmælið meö þessu. Þetta sýnir brot af því hvaö svona aflógahross eins og ég getur enn gert. Mvndimar eru aöallega úr gamla tímanum — úr þjóðlífinu til sjávar og sveita,” sagði Eggert að lokum í spjallinu við DV.-klp- Dagrenning með gæzlu í Þórsmörk „Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli mun halda uppi gæzlu í Þórsmörk tvær næstu helgar. Veitt verður sjúkra- og björgunarþjónusta. Þeir sem leið eiga um ámar fá leið- beiningu um hvemig bezt sé að haga ferðum sínum,” sagöi Valgeir Guðmundsson lögregluþjónn á Hvols- velli í samtali við DV. Hann kvaö þetta gert til að spoma viö slysum sem hafa veriö alltof tíö í Mörkinni á undanfömum árum. . „Töluverður fjöldi fólks hefur lagt leiö sína í Þórsmörk í sumar. Og hefur þetta gengið áfallalitiö. Sú breyting verður á nú aö tjaldgjöld verða innheimt í formi nefskatts áöur en komið er á svæöiö. Þau nema nú 30 krónum fyrir þá sem orðnir eru tólf ára. Ferðamenn á vegum Ferða- félagsins og Otivistar greiða 20 krónur hver,” sagöi Valgeir aö lokum. -GSG. Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli heldur uppi gæzlu í Þórsmörk tvær næstu helgar. Myndin sýnir skála Feröafélagsins í Mörkinni. DV-mynd: Hilmar Þ. Sigurösson. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Málsvarar hringorms í þorski Ráð og nefndir hafa mismunandi mikil verkefni. Stundum em stór og mikil ráð að deyja úr verkefnaskorti timunum saman. En þá kemur eitt- hvað upp á, svo sem eins og ein hringormanefnd til að drevpa á ráðin vítamínum — þeim sem ekki lenda í hrossum — og þá upphefst hið versta skammdegistal með ásökunum og yfirlýsingum. Selurinn var mikið búsílag hér á árum áður, en er nú að mestu gleymdur. Útlendingar kynnast hon- um lítillega á veitingahúsum eins og Naustinu meðan þorrablótin standa, og halda þá gjarnan að þar séu fram- bornar svartar og súrsaðar manns- hendur. Og í öDum frystihúsum lands- ins stendur áriangt slaguriun við eina afurð selsins, hringorminn, og dugir ekki til því bróðurparturinn af þeim kvörtunum, sem berast hingaö frá dvínandi freöfisksmörkuðum í Bandaríkjunum, eru runnar frá hringorminum. Það er eins og Nátt- úruverndarráð og önnur lík „female chauvinist” samtök hafi aldrei heyrt á þennan skaðvald minnst. Nú er fyrir löngu vitað að hring- ormurinn berst frá úrgangi selsins í þorskinn og sest þar að. Og þegar selveiðar hafa að mestu lagst niöur veldur þaö slíkri aukningu á sela- stofninum við landið, að hringormur- inn tvíeflist í fiskinum. Þessi keðja og vandamálið henni samfara hefur verið okkur þyrnir í augum mjög lengi. Auk þess er ljóst að selurinn étur fisk á við sæmilegan togara- flota. Það eru þó minni ósköp hjá hinu, aö eiga sífellt á hættu að fá klaganir út af hringormi. Og ólíkt ódýrara væri auðvitað að vinna fisk- inn hér heima, þyriti ekki heilu flot- ana af verkafólki til að smala hring- ormi á ljósaborðum frystihúsanna. Náttúruverndarráð hefur nú tekið upp harða vörn fyrir hringorminn og • sækir fast að hringormanefnd fyrir að heimila veiðar á sel og láta greiða verðlaun fyrir hvern sel drepinn. Linnir ekki fréttum af mótmælum við seladrápi, sem um leiö er vörn fyrir hringorm, og hefur ekki slikt dýrindis kikvendi verið á ferð síðan á dögurr Miðgarðsorms. Jafnvel Lag- arfljótsormurinn, sem kveðinn var niður í sprek og straumrastir hér um árið, hefur ekki verið líkt því eins vel varinn af Náttúruverndarráði og hringormurinn. Það hefði orðið ljóta sagan ef Náttúruverndarráð hefði verið í fullu starfi á dögum band- ormslns. Auðvitað er það slík reginfirra að mega ekki drepa sel, að engu tali tekur. Þótt Náttúruvemdarráð vanti verkefni og eigi i erfiðleikum með að minna á sig getur slíkur skortur ekki gengið út yfir eðlilega og sjálfsagða aðgerð til varnar þýðingarmikilli út- flutningsvöm. Þá skortir alveg hjá Náttúmverndarráði að gera kröfu til selsins um hringormalausan þorsk, þvi það er illt verk og löðurmannlegt aö fylla þorskinn af hringormi. Slík náttúmspjöll ræðir Náttumvemdar- ráð ekki. Hringormanefnd er höfð fyrir stór- um sökum í þessu máli, þótt hún hafi seint og um síðir gert það sem rétt var að láta fækka selnum. Kynslóðir tslendinga, sem nýttu sel til mann- eldis, em sekar í augum Náttúm- vemdarráðs, en liggja nú kyrrar í gröfum sínum, svo ekki næst til að skamma þær. Þeim mun meiri ógn- 'um skal beint að hringormanefnd. Náttúmveradarráð virðist ekki ætla að linna aðförinni fyrr en nefndin hefur dæmst til skóggangs, en selur orðinn frjáls að því að drita hring- ormi um allan sjó í nafni Náttúra- verndarráðs. Til Náttúruveradarráðs var stofn- að á sínum tíma af nokkurri glæsi- mennsku, þótt ljóst væri að ísland væri stórt og strjálbyggt og því varla mikil von á yfirþyrmandi spjöllum í bráð. Náttúruverndarráö hefur skil- ið þetta þannig, að verkefni væm takmörkuð, enda ályktar það helst í þeim málum, sem litlu breyta og enga þýðingu hafa. Nú, þegar það gerist talsmaður hringorms, er það orðið ómerkt með öllu. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.