Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Side 18
ARITA Knattspyrnan hefur meira aödráttarafl en nokkur önnur íþrótt. ítalir eru mjög stoitir af sigri liðs síns á Spáni og hafa sýnt það á ýmsan hátt. Enn eru hátíðahöld og gleði um gjörvalla Italíu vegna sigursins. Á myndinni aö ofan eru heimsmeistarar ítalíu. Efri röð frá vinstri: Fyrirliðinn Dino Zoff, Juventus, Giancarlo Antognoni, Fiorentina, Gaetano Scirea, Juventus, Claudio Gentile, Juventus, Fulvio Collo- vati, AC Milano, og Francesco Graziani, Fiorentina. Fremi röð. Paolo Rossi, Juventus, Bruno Conti, Inter Milano, Gabriele Oriali, Inter Milano, Antonio Cabrini, Juventus og Marco Tardelli, Juventus. Kjarninn var því frá Juventus, eða sex leikmenn frá Fiat-borginni Torino. Svipaö og þegar Vestur-Þýzkaland varð heims- meistari 1974. Sex fastamenn þýzka liðsins voru frá Bayern Miinchen, Sepp Maier, Paul Breitner, Franz Beckenbauer, Hans- Georg Schwarzenbeck, Gerd Miiller og Ule Ooeness, núverandi framkvæmdastjóri Bayern. Á neöri myndunum fagnar Rossi marki áöur en félagar hans Oriali, Tardelli og fleiri hópast að honum. Öruggt er að sigur Itala á HM mun hafa mikil áhrif á knattspyrnuna heima fyrir næsta keppnistímabil. Miklu fleiri áhorf- endur munu sækja leikina en áður og hefur aðsókn þó alltaf verið góö. Þess eru þegar farin að sjást merki. Umsóknir streyma til félaganna um ársmiða og er talið víst að uppselt verði á alla heimaleiki ítölsku meistaranna, Juventus. Hlutur leikmanna liðsins á HM var mikill. Þá verða fleiri er- lendir leikmenn á Italíu en fyrr. Liðin í 1. deild mega næsta keppnistimabil hafa tvo erlenda leikmenn. Frakkinn Platini og Pólverjinn Boniek leika með Juventus en Irinn Brady fer frá liðinu. -hsím. „Þeir hafa verið bezlu fulltrúar ítalíu um langt árabil,” sagði Pertini, forseti ítalíu, þcgar hann fór fram á við italska þingið að það heiðraði heimsmeistara ítalíu með upphæö sem svarar um sjö hundruð þús. ísl. krónum á hvern leikmann liðsins. Þingmenn tóku málaleitan forsetans vel og ákváðu að heiðra leikmennina sérstak- lega. Þetta kom ekki við fyrri greiðslum, sem leikmönnum hafði verið heitið sigruöu þeir í keppninni. Taliö er að hver leikmað- ur ítalska liðsins fái tvær til þrjár milljónir í hlut í beinum peningum fyrir HM-sigur- inn. Auk þess alls konar fríðindi, sem fer tals vert eftir því hver í hlut á. lafntefli KR og ísaf jarðar 2-2: KR-INGAR NÝTTU SÉR EKKILEIKNISÍNA Á RENNBLAUTUM VELLI! „Ég er eftir atvikum ánægður með úrslitin, sérstaklega þegar tekið er tQlit til þess að fimm af aðalmönnum ísafjarðar-liðsins gátu ekki leikið vegna meiðsla. Þeir piltar sem komu i þeirra stað, stóðu sig að mínu mati frábærlega vel. KR-ingar voru meira meö knöttinn, þvi höfðum við reiknað með, en við fengum öllu opnari færi og því geta bæði lið vel við unað með jafn- teflið,” sagði Magnús Jónatansson, þjálfari ísfirðinga — fyrrum þjálfari KR—eftir að KR og ísafiörður gerðu jafntefli 2—2 á Fögruvöllum í Laugardalnum í 1. deildinni í gær- kvöld. Spennandi leikur, þegar á leið þó knattspyrnan væri ekki alltaf ris- mikil. Baráttuleikúr þar sem KR-ing- um tókst tvívegis að jafna. Mikið f jör á vellinum, bæði meðal leikmanna og áhorfenda, og mikið hrópað. Eflaust hefur KR-ingum fundizt það tapað stig að ná ekki nema jafntefli og þeim tókst því ekki að komast upp að hlið Víking- um í efsta sætið. En KR-ingar geta sjálfum sér kennt. Þeir geta leikið betri knattspyrnu en þeir sýndu í gær. Samleikurinn var ekki í fyrirrúmi, heldur oftast hlaupið og sparkað. Þar var rangt að málum staðið. Rennblaut- ur völlurinn hefði átt að vera i þeirra hag. Betri Ieikni leikmanna KR átti að nýtast betur. Leikurinn var heldur tíðindalítill framan af en á 20.mín. brauzt Guðjón Hilmarsson, bakvörður KR, upp og átti skot að marki Isfiröinga. Knötturinn lenti ofan á þverslá marksins. Varnar- maöurinn Halldór Olafsson hjá IBI meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Áfall, þegar fyrir vantaði fimm sterka menn m.a. tvo af beztu mönnunum, Harald Stefánsson og Kristinn Kristjánsson. Haraldur Leifsson kom í staðHalldórs. En á 30-mín. byrjaði spennan fyrir alvöru. Gunnar Pétursson skoraði fyrsta mark leiksins eftir aukaspymu Isfirðinga. Stökk upp í skallaeinvígi og knötturinn fór inn í teiginn. Þar var Ásgeir beint til sérfræðings — við komuna til nýja félagsins í Vestur-Þýzkalandi Ásgeir Sigurvinsson knattspymu- kappi er kominn til Stuttgart en þar mun hann leika í vetur eins og kunnugt er. Hann hefur enn ekki náð sér af meiðslunum sem hann hlaut í fyrra og verður því fyrst um sinn undir hand- leiðslu sérfræðings sem félagið hefur fengið handa þessum nýja leikmanni sinum. -klp-. HK fær inni í Garðabænum — félagið hefur sett stefnuna á 1. deild á ný „Við erum að flytja í Garðabæinn með heimaleiki okkar og æfingaað- stöðu og hefur Stjarnan reynzt okkur mjög hjálpleg,” sagði Þorsteinn Einarsson formaður HK í Kópavogi. Hann sagði að félagið hefði einnig ráðið nýjan þjálfara, gömlu landsliðs- kempuna, Sigurberg Sigsteinsson úr Fram. „Það er mikill hugur í mönnum að standa sig og við stefnum aö sæti í 1. deild á ný,” sagði Þorsteinn. Á síðasta keppnistímabili lék HK sína heimaleiki að Varmá í Mosfells- sveit en þar sem tap varð á öllum leikj- um félagsins þar flytur það leiki sína nú yfir í Garðabæinn. „Þar sem leikirnir eru annars helzti tekjustofn félaganna þá má ljóst vera að viö búum við mjög erfiðan f járhag og aðstööuleysi,” sagði Þorsteinn. Hann sér þó fram á bjartari tíö þar sem í Kópavogi er nú aö rísa eitt stærsta íþróttahús landsins með áhorf- endasvæði fyrir 1500 manns. „Okkur hefur verið gefiö það loforð af bæjar- fulltrúum að næsta keppnistimabil verði okkar síðasta utan Kópavogs og er það mikið gleðiefni,” sagði Þor- steinn. —GAJ. Bezt í5000 hjá Sigurði Á skozka meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Grangemouth siöastliðinn laugardag náöi Sigurður P. Sigmunds- son FH bezta tima ársins í 5000 m hlaupi. 14:51,8 mín. Sigurður varð 10. af 18 keppendum. ö.U. Gunnar kominn á svipstundu og skoraði með föstu skoti, sem hinn ágæti markvörður KR, Stefán Jóhannsson, hafði ekki möguleika á að verja. En KR-ingar jöfnuöu aðeins tveimurmín. síðar. Hálfdán Örlygsson lék upp kantinn, síðan á mótherja og vippaði knettinum yfir varnarmenn Isafjaröar, til Sæbjarnar Guðmunds- sonar. Hann var alveg frír inn við markteig og skoraði örugglega. Spenna á lokamínútu hálfleiksins. Fyrst varði Hreiðar Sigtryggsson vel frá Jósteini Einarssyni. Isfirðingar geystust upp. Fengu aukaspymu, sem Jón Oddsson tók vel. Ámundi Sigmundsson skallaði á markið. Stefán varði mjög vel. Sló knöttinn frá alveg undir þverslá en Gústaf Baldvinsson hafði fylgt vel eftir og sendi knöttinn í mark KR. 2—1 í hálfleik fyrir Is- firðinga. Eftir aö Einar Jónsson hafði skallað rétt framhjá marki KR eftir langt inn- kast Jóns Oddssonar tókst KR-ingum að jafna á 61.mín. Fengu hornspymu. Jósteinn stökk hæst og skallaöi knött- inn niður til Ágústs Más Jónssonar, sem tókst að koma knettinum í mark alveg við markstöngina. Talsvert var um færi eftir það en fleiri uröu ekki mörk- in. Gunnar Pétursson stóö fyrir opnu marki KR. Spyrna hans alveg mis- heppnuð og vamarmaður spymti framhjá og rétt í lokin, eftir auka- spyrnu Isfirðinga, f ór knötturinn f ram- hjá þremur leikmönnum liðsins og KR- markið opiö. Þar munaöi millimetrum og áhorfendur tóku andköf. Dómari Grétar Norðfjörð. hsim. Víðir með fimm stiga forustu Víðir, Garði, jók fomstu sína i fimm stig í A-riðli 3. deildar, þegar liðið sigr- aði ÍK 4—1 í Garðinum í gærkvöld. Jafn leikur framan af en með mínútu millibili, rétt eftir miðjan hálfleikinn, skoraði Björgvin Björgvinsson tvíveg- is fyrir Víði. Er hann þar með kominn með tíu mörk í deildinni. Eftir mörkin náðu heimamenn undirtökunum í leiknum en gekk held- ur illa að skora úr góðum tækifærum. Vilhjálmur Einarsson skoraði þó þriðja markiö á 49. mín. með þrumu- fleyg efst í vinkilinn. Stórglæsilegt mark, Kópavogsbúar skoruðu á 64. mín raunverulega úr sínu eina færi í leiknum. Olafur Pedersen skoraði eftir varnarmistök, 3—1, en það stóð ekki lengi. Guöjón Guömundsson skoraði fjórða mark Víðis á 70. mínútu. Hauk- ur Hafsteinsson, þjálfari Viöis, var ánægður með leik sinna manna. Þeir léku á fullum hraöa og allvel saman en hefðu mátt nýta færin betur. emm/hsím. Ágúst Már Jónsson, liggjandi í vellinum, jafnar fyrir KR í 2—2. Jakob Pétursson fagnar en litlu munaði að Guð- mundi Jóhannssyni, nr. 4, tækist að bjarga. Jóhann Torfason fylgdist með. DV-mynd: Friðþjófur Vonlaust að stefna að því að ná heimsmetinu sagði John Powell á Laugardalsvelli í gær „Mikil vonbrigði þessi mikla rign- ing. Það hefði beinlínis verið hættulegt að kasta úr hringnum eins mikil og bleytan var,” sagði John Powell, fyrr- íim heimsmethafi í krmglukasti, eftir að hætt hafði verið við kringlukasts- keppnina, sem fyrirhuguð var i Laug- ardalnum í gær. í kvöld keppir Powell á Selfossi en á Reykjavikurleikunum um helgina. „Ég er nú 36 ára og vonlaust fyrir mig að stefna að því að ná heimsmet- inu aftur. Eg fer bráöum að draga mig í hlé frá keppni en hef þá trú, að félagi minn, Art Burns, USA, eigi eftir aö setja heimsmet í kringlukastinu. A1 Oerter, fjórfaldur ólympíumeistari er aö ennþá og kastar oft um 65 metra, 44ra ára gamall. En ég held við Oerter komumst ekki í ólympíulið USA í Los Angeles. Þeir Mac Wilkins, Burns og Plucknett skipa eflaust sæti USA þar. Það er gaman að vera kominn hingað til Islands og gott hjá ykkur að eiga þrjá kringlukastara sem kasta um 60 metra,” sagöi Powell ennfremur. Þó ekki væri keppt í kringlukasti var innanfélagsmót og þar bar helzt til tíð- inda að Kolbrún Rut Stephens, KR, sigraði Islandsmethafann, Bryndísi Hólm, IR. Þær stukku þó sömu lengd en annaö stökk Kolbrún var lengra. 400 m hlaup. 1. GuðmundurSkúlason IR51,2 2. Magnús Haraldsson FH 52,1 3. Siguröur Haraldsson FH 53,5 4. Viggó Þ. Þórisson FH 54,1 Langstökk kvenna. 1. Kolbrún Rut Stephens KR 5,67 2. Bryndís Hólm IR 5,67 3. LindaB.Loftsdóttir FH5,34 4. Jóna Björk Grétarsdóttir A5,5,28 5. Hafdís Rafnsdóttir UMSE 5,27 6. Helga Halldórsdóttir KR 5,00 Árangur Kolbrúnar Rut Stephens er meyjamet (15—16 ára). Islandsmet Bryndísar Hólm er 5,80 m. Á Sauðár- króki sigraði Hafdís Rafnsdóttir UMSE frá Árskógsströnd í meyja- flokki með 5,46 m. Ó.U. Gísli vann í Þýzkalandi — stökk 4,45 m í stangarstökki Þeir félagarnir Gísli Sigurðsson UMSS og Óskar Thorarensen KR kepptu í Sankt Augustine í Vestur- Þýzkalandi, 7. júlí. Gísli Sigurðsson sigraði, stökk 4,45 m en Óskar Thor- arensen varð annar á persónulegu meti 4,10 m, sem er 11.—14. bezta afrek íslendings frá upphafi. Ó.U. Metaðsókn á Akureyri — þegar Þór sigraði KA Metaðsókn var í sumar á íþrótta- vellinum á Akureyri þegar KA og Þór léku fyrri leik sinn um meistaratitil Akureyrar í knattspyrnunni í gær- kvöld. Þór sigraði 3—2 í skemmtileg- um leik í hinu fegursta veðri. Erlingur Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mín. fyrir KA með skalla eftir homspyrnu. Þór jafnaði á næstu mínútu. Hafþór Helgason skor- aði eftir vamarmistök. Á lokamínútu fyrri hálfleiks náði Þór forustu með marki Óskars Gunnarssonar. Fallegt mark. Jón Marinósson jafnaði úr víta- spyrnu fyrir KA á 65.mín. en Þór átti síðasta orðið. Bjarni Sveinbjömsson skoraöi sigurmarkið á lokamínútunni. Dómari Magnús Jónatansson og dæmdi vel í prófleik sínum. GSV/hsím. Kópavogsmet í spjótkasti Hreinn Jónasson UBK, fjölhæfur íþróttamaður úr Kópavogi, setti Kópa- vogsmet í spjótkasti 12. júlí á Kópa- vogsvelli og kastaði 63,52 m, sem er fjórða -lengsta kast islendings í ár. Framtíðar 67—70 metra maður í spjót- kasti. O.U. EIMSKIP Sími: 27100. 1. deííd Laugardaisvöiiur k/. 20 00 NAUSTIÐ VALUR IA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.