Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVKUDAGUR14. JULI1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Spurt um hitaeiningar Ekki nóg i megrun að telja hitaeiningamar — Prins Póló ekki mjög megrandi Það eru fyrst og fremst ranglr lifnað- arhættír sem valda offitu. Koníakið sem er skálað í er tU dæmis al- veg hroðalega fitandi. S.F. skrifar: Mig langar að spyrja hvort ekki væri hægt að birta sæmilega stóran hitaeiningalista á neytendasíðunni. Eg á við, taka til gott úrval af hvers konar fæðutegundum og gefa upp hita- einingafjöldann í 100 g af hverri tegund. Mér finnst þetta alveg sjálf- sagt því það liggur við að önnur hver manneskja séí megrun. En hvort sem þið takiö mark á þessu eða ekki þá yrði mjög ánægjulegt ef þið gætuð sagt mér hversu margar hitaeiningar eru í 100 g af Prins Póló (sem er sykurlaust) og lOOgafharðfiski. Svar: Hitaéiningar eru líklega þær eining- ar sem nútímamaöurinn hugsar hvað mest um. Flestir eiga við offitu að glíma einhvern tíma á ævi sinni, sumir alla ævi. En gallinn við hita- einingamar er sá að þó setzt sé niður og talið og talið er það ekki nóg. Rannsóknir hafa sýnt að þó menn séu bókstaflega settir í svelti og fái alls engar hitaeiningar léttast þeir að vísu eitthvað en lítið og eru fljótir að þyngjast aftur. Til þess að halda sér í hæfilegum holdum dugar nefnilega ekkert annaö en að breyta um lifnaðarhætti frá því sem nútíma- maðurinn hefur tamiö sér. Til þess þarf í rauninni tvennt. Minni neyzlu af mat, sérlega þó óhollum mat og meiri hreyfingu. Það dugar ekki eitt sér aö megra sig meö þvi að hætta að borða. Þá gengur líkaminn aðeins á vöðva sína. Líkams- þjálfun af einhverju tagi, þó ekki sé nema göngutúr daglega hefur mikið að segja til þess að halda í vöðvana. Fyrir nú utan það að það hlýtur alltaf að vera auðveldara að brenna fitu með hreyfingu en að sitja og svelta og bíða eftir að hún fari. Hættið óholiustunni Það er hvers konar óhollusta sem menn ættu að byr ja að venja sig af þeg- ar þeir fara í megrun. Sykur og fitu ætti að minnka niður í ekki neitt. Hætta við alla aukabita, hvort sem er harðfiskur eða Prins Póló, (þó er nú harðfiskurinn skárri en Prins Pólóið því í honum er þó einhver raunhæf næring en ekki bara sykur). Hætta að drekka gosdrykki og fyrir alla muni á- fengi. I 45% sterku áfengi eru jafn margar hitaeiningar og í sama magni af sykri. I hreinum vinanda eru jafn margar hitaeiningar og í sama magni af smjöri. Þegar í viðbót við þetta bætist gosið sem hellt er út í vínið og allt sem borðað er aukalega með því er ljóst að vín er aldeilis alveg hroöalega fitandi. Hættið við ruslmat.Pylsur, bjúgu, pakkamat, dollumat, kartöflustöppu og franskar kartöflur. Þessi matur er aðeins fyllandi. Þegar búið er að vinna hann svona mikið er sáralitii næring eftir.Því verður:líkaminn fljótt svang- ur aftur og kallar ámeira. Reynið að boröa matinn í sem upprunalegasta formi. Hrátt grænmeti og ávexti eins og þið getið í ykkur látið Sjóöiö eöa grillsteikið kjöt og fisk frekar en að steikja úr feiti. Ef þið endilega viljið nota feiti þá notið jurtaolíu (sólblóma) frekar en smjörlíki eða smjör. Sósur eru á algjörum bannlista enda ekkert nema hitaeiningar. Ef þið sjóðið matinn er gott að bragðbæta soðið með soya sósu og bera með. Ef þið getið ekki lifað án sósu jafnið hana þá frekar meö heilhveiti en hveiti. Hún verður jafn góð og þó aðeins hollari. Borðið frekar ferskt grænmeti meö matnum en kartöflur. Allt í lagi að borða eina kartöflu i mál en ekki mikið meira. Hýðishrísgrjón eru einnig tilvalin. Borðið ekki tvær þungar máltíöir á dag. Gott er að byrja daginn með góðum morgiuiverði, ávöxtum, grófu brauði og mögru áleggi. Látið síðan á- vexti nægja í hádeginu og borðið svo góðan kvöldverð. Því hvað sem hver segir er það fyrst og fremst of mikið af öllum mat sem veldur fitu. Hitaeiningar Svo ég endi þessar megrunarhug- leiöingar á beinum svörum við bréfi S.F. þá fer hér á eftir listi yfir hita- einingar í 100 grömmum af algengum mat. Mjólk 63 Undanrenna 35 Smjör (takiðeftirþví). 750 30% ostur 285 Egg 143 Nýtt kindakjöt 260 Nautakjöt 202 Svínakjöt 273 Lifur 128 (fyrir nú utan alla hollustuna) Tólg 875 Þorskur, ýsa 44 Heilagfiski 81 Ný síld 213 Silungur 57 Harðfiskur 317 Kartöflur 61 Rófur 33 Gulrætur 32 Hvítkál 20 Tómatar 19 Agúrkur 8 Lau&hr 23 Epli 47 Appelsínur 36 Bananar 59 Hveiti 345 Heilhveiti 334 Hrísgrjón 346 Rúgbrauð 238 Hveitibrauð 298 Sykur 392 Smjörlíki 756 Varðandi Prins Pólóið reyndist ómögulegt að fá upplýsingar um hita- einingar. Kona sem vinnur hjá inn- flytjandanum, Ásbirni Olafssyni, sagði að marg oft væri búið að spyrja að þessu bæði á Islandi og í Póllandi. Engin svör hefðu hins vegar verið gefin upp af hinum pólsku fram- leiðendum. Hitt sagði konan firru að Prins Póló væri sykurlaust. 1 því væri vel af sykri og þó það væri kannski ekki alveg eins hitaeiningaríkt og hreint súkkulaði nálgaðist það það. Engum í megrunarkúr skal því ráðlagt aö boröa Prins Póló sér til óbóta. -DS. Verðbólgan lætur ekki undan Ferfóld hækkun á þremur árum 1979 J98Q 1981 l^jSZ Þessi tafla segir kannski meira en mörg orð um það hver hraði verðbólg- unuar hefur verið síðastliðin þrjú ár. Teikning R.R. Mörgum brá í brún þegar við skýrðum frá því á miðvikudaginn var að meðaltal heimiliskostnaðar hefði hækkað um nærri 70% frá því í maí í fyrra og fram í maí í ár. Okkur brá ekki sízt hér á neytendasíðunni og fórum því aö reikna áfram. Og mönnum til huggunar er bezt aö það komi fram strax að maí sker sig aö. nokkru leyti úr hvað þetta varðar. Hækkun milli ára í öörum mánuðum er ekki eins mikil. Til að fá verulega raunhæfan samanburð tókum við fyrstu fimm mánuði ársins til skoðunar. Meðaltal heimiliskostnaðar í ár hefur verið 931 króna á mann á mánuöi. Sama upphæð fyrir mánuðina í fyrra er 589 krónur. Hækkunin hefur verið 58,1%. Ekki svo voðalegt kannski því flestir tala um 60% verðbólgu þó markmið ríkis- stjórnarinnar sé að koma henni niöur í 35% á árinu. Ljóst er að þá má aldeilis haldaá spöðunum. Ef litið er enn lengra aftur í tímann sést að á árinu 1980 var meöaltal heim- iliskostnaöar á mánuöi fyrstu fimm mánuði ársins 362 krónur. Munurinn milli áranna 1980 og 1981 er því 52,7%. Ef litið er enn eitt ár aftur í tímann er meðaltalið komið niður í 215 krónur á mann. Munurinn milli áranna 1979 og 1980 er því 68,3%. Eftir þessu aö dæma virðist verðbólgan heldur á niðurleið þó ekki muni neinum ósköpum. Sé reiknuö verðbólga mánaöanna fimm milli áranna 1979 og 1982 sést að hún er hvorki meiri né minni en 333%. Sé þaö sem af er ársins í ár skoðaö dálítiö nánar sést að frá því um áramót hefur hækkunin orðiö aðeins 10%. En ef hins vegar eru bomir saman mánuöirnir febrúar og maí er munurinn 15,7%. Marz er ögn hærri og apríl er hærri en maí. Munurinn þar á milli er reyndar aðeins 0,1% og því varlamarktækur. Þóað verðbólgan virðist aðeins hafa hægt á sér þessi þrjú ár sem viö erum að bera saman er ljóst að enn er langt í land til þess að sú skessa kveðji okkur landsmennfyrir fulltogallt. -DS. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERDTRvGGDRA SRARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSN ARVERÐ*1 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1970- 1. fl.: 1971- 1.fl.: 1972- 2. fl.: 1973 -1. fl. A: 1974-1.fl.: 1977-2.fl.: 15.09.82 15.09.82-15.09.83 15.09.82-15.09.83 15.09.82-15.09.83 15.09.82-15.09.83 10.09.82-10.09.83 kr. 10.311.16 kr. 6.768,75 kr. 4.970,64 kr. 3.597,93 kr. 2.287,87 kr. 831,19 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. NNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973-1. fl. B: 15.09.82-15.09.83 10.000 GKR. SKÍRTEINI kr. 255,80 50.000 GKR. SKÍRTEINI kr. 1.279,00 Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiða fer fram í afgreiðslU' Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10,og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli er vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1970, sem er 15. september n.k. Reykjavík, júlí 1982 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.