Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1982, Síða 12
"Bl"1111B™IB—1■|bbb|11*■■hjálst, áháð dagblað Útgáfufélag: Frjáls fjötmifllun hf. ^ Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framk vœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eilert B. Schram. Aöstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Jónas Haraldsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingótfur P. Steinsson. Ritstjóm: Siöumúla 12 — 14. Sími 86611. Auglýsingar: Siðumúla 33. Simi 27022. Afgréiösia, éskriftir, smóauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. aimi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Slflumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skeífunni 10. _ _ Áskriftarverfl á mánufli 120 kr. Verfl i lausasölu 9 kr. Helgarbtafl 11 kr. Alþýðubandalag bíðurfæris Sumir samstarfsmenn alþýðubandalagsmanna í stjórn- arliðinu kalla það „naflaskoðun”, aðrir „sjálfsrýni”. En greinilega skoða alþýðubandalagsmenn um þessar mundir afstöðu sína til stjórnarsamstarfsins í framhaldi af ósigri flokks þeirra í sveitarstjórnarkosningunum. Forystumenn flokksins eru véfrétt líkastir þegar þeir eru spurðir um líf ríkisstjómarinnar. Ragnar Amalds fjármálaráðherra veltir í Þjóðviljan- um vöngum yfir því, hvort kosningar gætu orðið strax næsta vetur. Niðurstaða hans er að meirihluti ríkisstjóm- arinnar hafi verið alltof veikur á síðasta þingi og nánast hending ráðið hvort mál stjómarinnar kæmust í höfn. Nú hafi staðan enn versnað vegna útspils Eggerts Haukdal. Aðrir forystumenn Alþýðubandalagsins leggja áherzlu á, að ríkisstjórninni sé ekki stætt á mikilvægum aðgerðum, nema vilyrði Eggerts fyrir stuðningi, þegar þing kemur saman, fáist fyrirfram. Þeir undirstrika, að ríkisstjómin „geti ekki beðið aðgerðalaus” heilt ár eftir kosningum. Þetta er í sjálfu sér rökrétt. Aðgerða er þörf, og ekki verjandi að gera þær, nema þingmeirihluti fyrir bráða- birgðalögum sé tryggður. En athygli vekur, að foringjar Alþýðubandalagsins ganga nú fram í röð til að lýsa veik- leika stjómarsamstarfsins. Vafalaust þýöir þessi órói, að þeir grandskoða þann kostinn að slíta þessu samstarfi innan tíðar. Til þess munu þeir varla láta nægja að vitna til óvissrar afstöðu Eggerts Haukdal, heldur mundu þeir „hanna atburðarásina” þannig, að Alþýðubandalagið hefði eitthvað fyrir snúð sinn, ef til stjórnarslita kæmi, eins og alþýðubandalagsmaður komst að orði fyrir skömmu. Engin leið er að geta í eyðurnár hjá Alþýðubandalag- inu. Því veldur einkum að þar em skoðanir skiptar um þetta efni. Sumir forystumenn, einkum þeir, sem ekki verma ráð- herrastóla þessa stundina, vilja komast úr ríkisstjóminni sem hraðast. Aðrir vilja enn sitja í bili en bíða átekta. Alþýðubandalagsmenn telja, að flokkurinn hafi í sveit- arstjómarkosningum goldið stjórnarsetunnar. Raddir um að flokkurinn sliti stjórnarsamstarfinu, vom áber- andi í flokknum jafnvel strax eftir að skoðanakönnun Dagblaðsins og Vísis sýndi í janúar síðastliðnum, að hann hafði tapað fylgi. Þetta fylgistap kom fram í kosningun- um, sem jók enn styrk þessa sjónarmiös. Það má nú heita ríkjandi í flokknum. Sumir alþýðubandalagsmenn vildu nota kjarasamning- ana til að undirbyggja þá stöðu að flokkurinn kæmi á ný fram sem harður verkalýðsflokkur og ríkisstjórnin brotn- aði á átökum um kjaramál. Þegar á reyndi var afstaða launafólks ekki með þeim hætti að þetta væri talið vænlegt til framdráttar. Áhugi á verkföllum og átökum var lítill, og fólki skildist, að til einskis yrði barizt um krónutöluhæííkanir, sem hyrfu jafnskjótt í veröbólgu. Alþýðubandalagið situr því enn í stjóm, en engum kæmi á óvart, þótt það væri brátt á förum þaðan. Áherzl- an, sem flokksforingjarnir leggja nú á, hversu veikar stoðir stjórnarinnar eru, styðja þá kenningu. Spurningin verður á næstu vikum, hversu auðveldlega alþýðubandalagsmenn geta „hannað þá atburðarás”, sem skili þeim aftur einhverju af því fylgi, sem þeir hafa tapað. Haukur Helgason. DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR14. JULl 1982. I Ttató® ie"ur Þá eru allar sveitarstjórnarkosn- ingarnar um garö gengnar. Hefur þá mörgum létt fyrir hjarta, öörum þyngt eins og gengur. I bæjarstjómarkosningunum gekk mörgum báglega aö „finna línuna”, þ.e. einhverja stefnumynd. Allir vilja betri götur, betri hafnir, hrein- an bæ, fyrír utan nú öll „atvinnutæki- færín” sem átti aö „skapa” útum allar trissur. Og ekki sakaði að tala um minni álögur og miklar fram- kvæmdir. Allt var þetta sætlegur söngur, hallelúja. Áöur fyrr biöu menn í ofvæni eftir kosningabombum. Þær komu rétt fyrir kjördag; oftast reykbombur. — I staö þeirra er komiö margt nýtt og gott. Kosningaskrifstofumar anga af . ílmandi Kaaberskaffi og þessi lifs- eleksír auglýstur í öllum blööum. , Jleitt á könnunni”, smakkið flokks- kaffiö góöa. Og elsku atkvæöin streyma inn og þamba meðan þrek endist. Svo er náttúrlega vel, að for- ingjamir sjái að maður hafi ratað í sína einu sönnu skilarétt. Svo er annaö nýtt: vinnustaða- fundimir. Um 80 slíkir, auk fjöl- margra annarra, gaf að líta í einu Reykjavíkurblaðanna. Þetta var Haraldur Guðnason hlyti aö hafa veríö meö meira móti mannval í boöi (pólitískt séð:) „Vér brosum”. Allaballar hugga sig meö því að þetta hafi nú bara gengið vel í Bolungarvík, Grundarfirði og Stokkseyri. Annars er undarlegt aö þeir skuli tapa einmitt nú, þegar Flokkamir funda fyrir kosningamar. A „Með prófkjöri er í flestum tilfellum búið ™ að „kjósa” 3/4 frambjóðenda fyrirfram,” segir Haraldur Guðnason. bara einn listinn. Kannski hafa fund- ir allra lista því veriö 3—400. Lions- og Kiwanis ekki gleymt og fóstrum var boöaðevangelium íhaldsins. Oþarft aö nefna, að gamla fólkiö hlaut sérstaka umönnun. Til aö mynda buðu þeir Oiafur Jóh. og Kristján Ben. „öllum eldri borgurum í síðdegiskaffi í veitingahúsinu Glæsibæ”. Þá var vont aö vera f jarri góöu gamni. Það mun þurfa nokkuð svo sér- staka karaktera til að standa fyrir svona leiksýningum. En þetta er til- breyting frá hvunndagsdjobbinu (sumu leiðinlegu) og ber aö þakka. Starfsfólk fær kannski tvöfaldan kaffitíma eöa þrefaldan. Og ekki ætti aö spilla’ ef fræöarinn skyldi vera í sama pólitískum blóðflokki og sá sem húsum ræður. En nú er tjaldiö falliö aö sinni. Fulltrúum fólksins hefur fjölgaö nokkuö. Hefði þó mátt betur, því enn eru margir sem bíöa utan dyra. Búiö aö leiða okkur í allan sannleika um það, af hverju þetta fór svona og svona, margir öngulsárir í bili. En aftur kemur betri tíð... Einlægust (og barnslegust) er gleði sjálfstæðis- manna. Sumir skilja varla ennþá hvernig þessi guösblessun helltist yf- ir þá. Einhver sagöi í Mogga aö nú íhaldið er búið aö gefa út vottorð uppá þaö opinberlega, aö „komm- arnir” séu núloksins orönir normal. Hvurjir hafa líka stutt betur við bakiö á atvinnurekendum á þessum síöustu og verstu tímum? Sætlega sungu þrestir Alþýðubandalagsins í kómum þeim. Mikiö var það nú ánægjulegt, aö við kjósendur almennt skyldum fá að borga símakostnaö fiokkannaaö 85 hundruöustu. Þetta eigum viö Stein- grími okkar að þakka. Við borgum þetta meö gleöi, jafnvel þó ráðherr- ann segi okkur í leiöinni að ekki sé króna aflögu til að borga hærra kaup. En illt er ef blessaðir ráöherr- arnir fá nú ekki þessar þúsundir sem þeim ber skv. vísitölu.og niöurtaln- ingu 1. sept. Þaö er þó nokkur bót í máli aö þeir hafa þó fimmfalt þaö sem BSRB krefst sem lágmarks handa ríkisstarfsmönnum. Gapandi yfir „lýðræðinu" Enn viögengst, þrátt fyrir mann- réttindaskjalið, aö flokkarnir voru meö njósnara sína inni í kjördeildum — nema kratar og kvennaframboð. Þá er farið með nafnalista í kosn- ingaskrifstofur og þar er dregiö í dilka. Lögfróðir menn telja þetta at- hæfi brot á lögum frá 1981, 4. gr. um krefisbundna skráningu á upplýsing- um um einkamálefni, þar sem segir m.a. aö óheimilt sé aö skrá upplýs- ingar um „skoöanir (þ.e. einstakl- inga á stjórnmálum og einstökum stjómmálalegum efnum”. Fyrir ut- an aö þetta fólk truflar oft störf kjör- stjórnarmanna meö spumingum. Leifur Sveinsson lögfræöingur hef- ur nú kært Sjálfstæöisflokkinn og mun kæra Alþýðubandalagiö aö sögn fyrir meint brot á fyrmefndum lög- um. Flokkarnir voru ekki lítið montnir af prófkjörum sínum og því lýöræði sem þeir þóttust vera aö þjóna. Þetta er i reynd sýndarmennska og leik- araskapur. Framagosar fá hins- vegar tækifæri til aö safna um sig ýmiskonar hópum og þeir setja upp „apparat” með skefjalausum áróöri. Svo er fólk gapandi yfir „lýðræöinu” og hvaö þaö fái nú náðarsamlegast aðráðamiklu. Meö prófkjöri er hinsvegar engin trygging fyrir því aö hæfustu menn flokkanna verði fyrir valinu — nema síöur sé. Oft er það svo, aö þeir vilja vera lausir við bæjarmálastreöiö og gefa því ekki kost á því aö fara í próf- kjör. Með prófkjöri er í flestum til- fellum búiö aö „kjósa” 3/4 frambjóð- enda fyrirfram. Áöur fyrr störfuöu kjömefndir að vali frambjóöenda og tillögur þeirra síðan lagöar fram á almennum fund- um. Þetta gafst betur en þessir kosn- ingaleikir. Eigi prófk jör að vera ann- að en pólitískt sjó þarf að setja um þau reglur sem gildi fyrir öll fram- boð. Ég minni á góða grein eftir Sveín Olafsson í Morgunblaöinu 11. feb. 1982. Þarsegir m.a. á þessa leiö: „Prófkjörin” hafa því miöur hingað til ekki, aö dómi þess er hér ritar, sýnt sig aö vera annaö en hrein sirkusfyrirbæri, sem hafa valdiö ómældum skaöa meö því m.a. aö láta hverfa af sjónarsviöi stjórnmálanna á Islandi fjölmargt afburöafólk í stjórnmálum þjóöinni til bæöi vansa og ómælds tjóns, þótt þaö sé ekki frekar tíundað hér, en ekki er að efa aö margir þekkja þetta og eru sömu skoðunar um hversu hörmulega hef- ir þar til tekist í mörgum tilfellum”. Skoðanakannanir fyrir kosningar sýndu vaxandi andúð og vantraust á flokkakerfinu íslenska. Þeim kjós- endum fer fjölgandi sem kjósa ekki eöa skila auðu. Auöu seðlarnir eru líka atkvæöi og mótmæli gegn flokkamafíunum. Fréttir fjölmiöla af kosningaúr- slitum eru ónákvæmar, sumt undan dregið aö geðþótta fréttamanna. Flest blöö „þögðu” um auðu at- kvæðin. Þeim þótti t.d. ekki í frásög- ur færandi aö á fjórða hundraö kjós- endur i Kópavogi skiluöu auöu. Fréttamaöur Sjónvarps sagöi skil- merkilega frá þessu. Morgunblaðið eitt blaöa sagöi frá auöum seölum, en sá galli var þó á þessu, aö auðum seölum og ógildum var ruglaö saman. Þetta sundurliöa kjörstjórnir, svo fréttamiölar ættu aö temja sér vandaðri vinnubrögö framvegis.—Þetta er vondur rugl- andi, ekki síst vegna þess að ógildu seölamir eru yfirleitt lítiö brot af „auöum og ógildum” sem voru all- nokkuð á þriöja þúsund í fyrri kosn- ingunum (22. maí). Af því má ætla, aö a.m.k. 2000 kjósendur hafi farið á kjörstaö til þess eins aö skila auöu. Þetta sýnir m.a. aö menn hafa vax- andi ótrú á því aö stjóm bæjarmála hefur verið sett undir flokkavald og þeir sjá gegnum sirkustjöld prófkjör- anna, þar sem búið er aö kjósa obb- ann af liðinu fyrirfram. Haraldur Guðnason Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.